Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 37 Reiðfatnaður í miklu úrvali frá FREMSTIR FYRIR GÆÐI SPENNAN er tvíþætt þegarhryssur eru ómskoðaðar úrstóðhestagirðingum, annars vegar er það eftirvænting og von hryssueigandans um fyljun hryss- unnar og svo hins vegar spurningin hvernig stóðhesturinn stendur sig, m.ö.o. hver verður fyljunarprósentan. Þessi nýi spennuþáttur er tilkominn með ómskoðunartækninni og hefur valdið straumhvörfum í hrossarækt- inni. Sérstaklega á það við um þegar hryssum er haldið í maí eða júní en þá er hægt að fá upplýsingar í tíma um hvort hryssan hefur fengið eður ei og þá hægt að gera ráðstafanir til að koma henni aftur undir hest. Það voru hestamenn víða að sem voru samankomnir í girðingunni í Fellsöxl við norðanvert Akrafjall á sunnudagsmorgun. Voru hryssurnar teknar á kerrur og þeim ekið upp í Leirársveit að Vestri-Leirárgörðum þar sem ómskoðunin var framkvæmd af Hildi Eddu Þórarinsdóttur dýra- lækni en Marteinn Njálsson og Dóra Líndal, bændur á staðnum, sáu um pappírsvinnuna sem orðin er allnokk- ur í kringum hið mikla skýrsluhald sem fylgir metnaðarfullri hrossarækt í dag. Marteinn er gjaldkeri Hrossa- ræktarsambands Vesturlands en bæði Oddur og Kolfinnur eru að hluta í eign sambandsins. Það var í hesthúsinu að Vestri-Leir- árgörðum sem spennan ríkti og hver hryssan á fætur annarri fór í básinn til Hildar Eddu. Vel mátti sjá að talsverð eftirvænting ríkti þegar ómmúsin var komin inn í hryssurnar. Þegar skoð- unin var komin vel af stað voru báðir klárarnir í 50% en Marteinn tók fram að illa hefði gengið með Odd síðustu árin, hann hefði alltaf verið í kringum helmingsfyljun, alveg sama hversu fá- ar hryssur hefðu verið hjá honum. Nú voru þær aðeins sjö í seinna gangmáli og sagðist Marteinn sáttur ef fjórar reyndust með fyli. Halldór Gunnarsson, bóndi í Gils- fjarðarmúla, var með jarpskjótta hryssu, Upplyftingu undan Sörla frá Sauðárkróki, hún hafði verið hjá Kol- finni og augnabliki áður en röðin kom að henni sagðist Halldór ekki í vafa um að hún væri með fyli. „Hryssur sem ekki eru með folald með sér eiga alltaf betri möguleika en hinar og þar fyrir utan hefur hún aldrei klikkað,“ sagði Halldór með heimspekilegri ró um leið og hann teymdi Upplyftingu yfir í skoðunarbásinn. Og ekki var að sökum að spyrja, fylið á réttum stað, og Halldór skaut inn í að hér kæmi vel ættað folald því ekki væri amalegt að eiga Hrafn frá Holtsmúla og Sörla frá Sauðárkróki fyrir afa, þessa miklu ættfeður. Næst í básinn kom Sóla frá Lýt- ingsstöðum í Holtum en sú er undan Fáki frá Akureyri. Hún var í sinni jómfrúrferð til stóðhests enda aðeins fjögurra vetra gömul. Hún er í eigu Guðrúnar Eiríksdóttur og Helga Óskarssonar sem bæði voru viðstödd og glöddust mjög að lokinni skoðun. Og þegar hér var komið við sögu var Kolfinnur farinn að rétta nokkuð við í fyljunarhlutfalli. Marteinn gat þess að hann hefði alltaf verið með um og yfir 70% fyljunarhlutfall. Á fyrra gangmáli skilaði hann 75% hlutfalli og vonaðist hann til að það stæði svip- að nú að loknu seinna gangmáli. Styrkjum rýmið með Kolfinni Guðjón Sigurðsson frá Kirkjubæ var sjálfur með eina hryssu, að vísu ekki rauðblesótta af Kirkjubæjarkyni heldur brúna hryssu, Sylgju frá Ból- stað. Halldór sonur hans hafði keypt hana þaðan en Guðjón segist að sjálf- sögðu hafa keypt hana af stráknum þegar hann sá hversu góð hún var. Þegar Guðjón var spurður hvað Kirkjubær væri að sækja til Kolfinns setti hann upp sakleysissvip og sagð- ist ekki vita það. „En svona í alvöru, ætli það sé ekki rýmið. Við höfum hinsvegar nóg af því í Kirkjubæjar- hrossunum en eigum við ekki að segja að við séum að styrkja það? Hinsvegar hefur okkur fundist Hrafn frá Holtsmúla blandast vel í hrossin okkar. En auðvitað hrífst maður af þessum ógnarkrafti og tilþrifum sem Kolfinnsafkvæmi hafa sýnt, saman- ber Flygill frá honum Marteini, og ætli það sé ekki það sem freistar okk- ar,“ segir Guðjón og á þar við stóð- hestinn Flygil frá Vestri-Leirárgörð- um sem sló svo eftirminnilega í gegn á landsmótinu í fyrra. Hann segist hafa farið með Sylgju til Kolfinns í fyrra en fengið hana tóma svo nú væri að reyna aftur og auðvitað lukkaðist það að þessu sinni. Einnig var rauðblesóttri Kirkjubæjarhryssu, Brellu, haldið undir hann í fyrra og gaf hún rauðblesótt folald í sumar. Í ár kostaði 40 þúsund krónur undir Kolfinn en ef hryssurnar voru tómar þurfti aðeins að greiða 10 þúsund krónur sem var ómskoðun og girð- ingagjaldið. Einn aðili greiddi þó hærri upphæð því einn tollur var seldur á uppboði til styrktar íslenska landslið- inu sem keppti á heimsmeistara- mótinu í sumar. Jakob S. Þórarinsson hafði með þá hryssu að gera þótt ekki ætti hann hryssuna heldur var það vin- ur hans sem hafði lagt svo drjúgan skerf til landsliðsins. „Gott málefni að styrkja,“ sagði Jakob sem var mjög létt fyrir hönd vinar síns en ekki eins ánægður með að tvær aðrar hryssur sem hann sótti voru báðar geldar og þótti honum það heldur lélegt að sækja þrjár hryssur með einu fyli. Guðný Ívarsdóttir frá Flekkudal í Kjós var með tvær hryssur hjá Kol- finni og óttaðist ekki fyrirfram að fara erindisleysu. „Hef alltaf verið heppin í þessum efnum,“ sagði hún og brosti enda fór hún með 100% heimt- ur heim ef svo má að orði komast og var hún að vonum ánægð með ferðina í Leirársveitina. Kolfinnur var tekinn úr hryssunum átján dögum fyrir skoðunina en það er gert til að tryggja betra öryggi óm- skoðunarinnar, að sögn Hildar Eddu dýralæknis. Hún sagði fóstrin vel greinanleg þegar þau væru orðin átján daga gömul og því ætti niður- staðan að vera örugg. Ef hestarnir eru hafðir í hryssunum fram að skoð- un er greining á þeim hryssum sem fá innan þessa tíma ekki örugg. Kringla með fyl að lokum Kolfinnur var ekki alveg verkefna- laus þótt formlega hafi hann lokið störfum þetta árið því hjá honum voru ennþá fjórar hryssur í túninu í Vestri-Leirárgörðum og þar á meðal var sú fræga hryssa Kringla frá Kringlumýri sem var hjá honum fyrra gangmál en reyndist fyllaus og fékk hún að vera áfram hjá honum seinna gangmál. Og víst er að mörg- um hefur létt þegar Kringla var skoð- uð því hún reyndist með fyli. Það er alltaf meiri skaði þegar þekktar úr- valshryssur reynast geldar og því verða þessi tíðindi að teljast mikið gleðiefni, ekki hvað síst fyrir Sigurð Sigurðarson, annan eiganda Kringlu sem á leikinn þetta árið. Fylið reynd- ist að sögn Hildar Eddu átján daga gamalt sem þýðir að hún hefur fengið daginn sem Kolfinnur var tekinn úr hryssunum. Og þá vita hestamenn það að innan sex ára ætti að vera kominn fram á sjónarsviðið vonandi mikill gæðingur undan Kolfinni og Kringlu. Undir Kringlu gengur hestfolald undan Orra frá Þúfu sem er í eigu Ernis Snorrasonar þannig að innan fimm ára ætti sá að vera kom- inn fram á sjónarsviðið en svona ganga nú hlutirnir seint fyrir sig í hrossaræktinni. Lokastaðan hjá þeim Oddi og Kolfinni var sem sagt sú að fjórar af þeim sjö hryssum sem hjá Oddi voru reyndust fyljaðar og skilar hann þar með 75% fyljun sem þykir gott, að sögn Marteins. Kolfinnur var aftur heldur lægri en hann hefur ver- ið, var með 65% fyljun sem er heldur lægra en verið hefur undanfarin ár. Hjá honum voru eins og áður sagði 28 hryssur sem er heldur fleira en fyr- irhugað hafði verið. Ómur af gæð- ingum fram- tíðarinnar Spennuaugnablik hestamennskunnar eru allnokkur. Hið nýjasta í þeim efnum er það sem kalla má ómskoðunarspennu þegar hryssueigendur sækja hryssur sínar eftir að þær hafa dvalið hjá eðalbornum stóðhestum. Ómskoðunin úrskurðar um hvort menn hafa fengið fyl í hryssu sína eða farið bónleiðir til búðar. Valdimar Kristinsson fylgdist með þegar hryssur frá Kolfinni frá Kjarnholtum og Oddi frá Selfossi voru skoðaðar. Jakob Þórarinsson réttir gjaldkeranum Mar- teini pappír sem er ígildi greiðslu fyrir dýrasta tollinn hjá Kolfinni þetta árið og sem betur fer reyndist hryssan með fyli. Skyldustörfum hjá Kolfinni er ekki alveg lokið þótt komið sé haust og má sjá í Kringlu frá Kringlumýri sem reyndist komin með 18 daga gamalt fyl þegar myndin var tekin. „Hér sérðu eina með 130 í bluppi undan Orra frá Þúfu og folaldið sem gægist á bak við móðurina er undan Suðra frá Holtsmúla,“ sagði sérlegur fulltrúi Holtsmúlabúsins, Viðar Sæmundsson. Hildur Edda Þórarinsdóttir dýralæknir leitar grannt eftir folaldi í einni af hryssunum sem voru hjá Kolfinni. „Efast ekki eitt augnablik um að báðar séu fylfullar,“ sagði Guðný í Flekkudal og það reyndist rétt. Brosið lét ekki á sér standa hjá Helga og Guðrúnu þegar Edda dýralæknir flutti þeim gleðitíðindin. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.