Vísir - 07.12.1979, Qupperneq 8

Vísir - 07.12.1979, Qupperneq 8
Föstudagur 7. desember 1979 f * • r * f 8 I utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfft Guðmundsson Ritstjórar: Ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónlna Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. ^Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Askrift er kr. 4.000 á mánuði Slöumúla 8. Simar 88611 og 82260. innanlands. Verð I lausasölu Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. 200. kr. eintakið. ;Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Prentun Blaðaprent h/f Betra samspll I seinnl halflelk? Alþýöuflokksmenn höfðu á orði að á starfstfma siðustu vinstri stjórnar hafi fariö fram samfelldar stjórnarmyndunarviðræður án þess aö niðurstaða fengist. Nú á enn að hefja þessar viðræður eftir hlé, sem varð á þeim vegna kosningabaráttunnar. [ dag munu leiðtogar Fram- sóknarf lokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks setjast á rökstóla til þess að hefja könn- unarviðræður varðandi mögu- leika á myndun vinstri stjórnar. í rauninni er þarna ekki um að ræða nýja stjórnarmyndun, heldur endurreisn þeirrar þriggja flokka vinstri stjórnar, sem sprakk með brotthlaupi Al- þýðuf lokksins fyrir tæpum tveimur mánuðum, — stjórnar, sem allir þrír aðildarflokkarnir voru sammála um að gæti ekki starfað vegna ósamkomulags og sundurþykkju. En hvað hefur breyst? Flokk- arnir þrír halda allir enn jafnfast hver við sína stefnu í þeim meginmálum, sem leysa þarf, efnahagsmálunum, og þær sví- virðingar, sem frambjóðendur flokkanna þriggja hafa borið hverjirá aðra undanfarnar vikur verða varla til þess að þeim gangi betur að koma sér saman og móta sameiginlega efnahags- stefnu. Alla þá þrettán mánuði, sem síðasta stjórn starfaði var verið að reyna að samræma stefnuna og fyrir viðleitni sína í þeim efnum og sáttasemjarahlut- verkið í vinstri stjórninni telur Framsóknarflokkurinn að hann hafi unnið sér traust kjósenda. Einn þingmanna Alþýðu- flokksins lýsti þessu tímabili svo í grein í Vísi í októberbyrjun, að frá því að ríkisstjórnin tók til starfa hefðu staðið yfir sam- felldar stjórnarmyndunarvið- ræður. Ný lota hefði átt að fara að hef jast í október en þar hefði allt borið að sama brunni og áður. Frá því að þetta var skrifað fyrir tæpum tveimur mánuðum hafa þríflokkarnir háð harðvít- uga kosningabaráttu. Hún hefur verið eins konar uppákoma í hléi i fótboltaleik. ( stað Ólafs, sem var fyrirliði í fyrri hálfleik, kemur nú Stein- grímur inn á völlinn og hefur kallað liðið saman að nýju, og nú á síðari hálfleikurinn að hef jast. Varla hafa liðsmennirnir þjálfast svo vel í hléinu að þeir eigi meiri sigurmöguleika gegn andstæðingnum verðbólgunni, en þeir áttu í fyrri hálfleiknum, en þeir virðast allir til í að reyna aftur. Þótt A-f lokkarnir og Framsókn taki nú upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir kosningar virð- ast Alþýðuflokksmenn vera í svolitlum vafa um að hægt verði að pússa saman nýja vinstri stjórn flokkanna þriggja. Það er líka full ástæða til að efast. Fyrir tveimur mánuðum reyndu þessir sömu menn að koma sér saman um f járlög. Það tókst ekki. Þá reyndu þeir einnig að koma sér saman um gerð lánsf járáætlunar. Það tókst ekki. Til þrautar var reynt að sam- ræma skoðanir flokkanna þriggja í baráttunni gegn verð- bólgunni. Það tókst ekki. Einn flokkanna þoldi þá ekki lengur við og stökk burt úr liðinu. Nú ætla sömu menn enn að reyna að koma sér saman um hvaða leikaðferð skuli notuð gegn verð- bólgunni. Alþýðuflokksmenn segja að samkomulag um myndun stjórnar byggist á því að Alþýðu- bandalagið breyti um stefnu og Alþýðubandalagsmenn segja að afstaða Alþýðuf lokksins ráði úr- slitum. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort sáttasemjurum Fram- sóknarflokksins tekst að fá full- trúa A-flokkanna til að mætast á miðri leið. Láttu þig engu varða hvað gagnrýnendur segja. Gagnrýn- endum hefur aldrei veriö reistur minnisvaröi. Jean Sibelius. Hljómplatan Islensk Kjötsúpa „Kysstu mig” hefur heldur bet- ur fengið „undirtektir” hjá svo- kölluðum poppgagnrýnendum dagblaðanna, sem að mínu mati standa fæstir undir nafni. Má mikið vera ef þeir hafa ekki reist sér minnisvarða með skrifum sinum um Kjötsúpuna, sem vonandi verður öðrum vlti til varnaðar. Skrif þeirra flokk- ast undir argasta nlð og at- vinnuróg, enda varla gerð heiöarleg tilraun til áð nálgast viöfangsefniö opnumhuga og er það mat margra sem aö máli hafa komið viö mig, aö aldrei fyrrhafi verið gerð önnur eins aðför að tslenskri hljómplötu og væri þvl líkast að umræddir skrifarar hefðu bókstaflega tek- iö höndum saman um aö skaða þessa plötu á sem mestan máta. Þaö er staðreynd að með harðnandi samkeppni I plötuút- gáfu hér á landi hefur veriö gripið til óvandaöra meðala til að koma keppinautum undir, sem skapar gróðrarstlu fyrir óráðvanda einstaklinga til að mata krókinn. Hafið þið, lesendur góöir, ekki tekið eftir þvi hvað sum útgáfu- fyrirtæki fá alltaf vinsamleg skrif — alveg sama hverslags iðnað þau bjóða upp á? Það ervitaö mál i „bransan- um” hvernig ákveðin fyrirtæki hagnýta sér þessa stráka, m.a. til aö auglýsa upp hinar óllkleg- ustu erlendar plötur. Þetta er gert á þann hátt aö skrifarar dagblaöanna fá I hendur tilbúin auglýsingagögn er fylgja viö- komandi plötu (útbúin af er- lendum framleiöendum). Jóhann G. svarar „Gagnrýni" á íslenska kjötsúpu Þetta þýða skrifararnir slðan yfir á Islensku, með smá- til- brigðum og birta siðan sem „gagnrýni” i dagblöðunum. Launin, fyrir utan það sem dag- blöðin greiða, eru a.m.k. jafn margar plötur i einkasafnið og þeirkomastyfirað „gagnrýna” hverju sinni og hefur þeim dug- legustu tekist að afgreiða allt að 7 plötur á einni helgi, en það tónlist Jóhann G. Jóhannsson skrifar. samsvarar um kr.- 70.000.- i aukaþóknun. Að mlnu mati er þetta stór- háskaleg þróun, þvl gagnrýni þarf fyrst og fremst að mótast af eins miklu hlutleysi og mögu- legt er, enhversá er selur sig er ekki lengur hlutlaus. Ekki er þaö siður alvarlegt að hver sem er getur komist að sem poppskrifari hjá dag- Gunnar Þórðarson: Kraftmikil og sérstaklega vel spiluð rokkmúsik hjá þeim félögum. Það besta sem ég hef heyrt Sigurð Karlsson spila. Jóhann kann sitt fag vel. Temað (sex, drugs & rock’n’rdl-hjónabandið) finnst mér hann fara ágætlega með. Húmorinn gleymist ekki. Jó- hann hefði kannske átt aö láta popparann klifa Esjuna .... fara i grasaferð ... kaupa kerti I bll- inn sinn? Magnús Sigmundsson: Islensk Kjötsúpa er hljóm- plata sem er fullaf hressilegum krafti, þungt rokk á islenska visu. Mjög gott að mínu mati. Lýsir vel þeirri baráttu sem á sér oft stað i llfi popptónlistar- manns, þarsem starfiö (oft illa launað og taugastrekkjandi) hefur slæm áhrif á heimililífiö, t.d. lagið Vertu róleg lýsir þessu vel. Platan er sérstæð og eigu- leg. Björgvin Halldórsson: Ég er ekki sammála gagnrýn- endum um þessa plötu. Kröftug og góð plata. Enn ein fjöður I hattinn hans Jóa G. Askell Másson: Hljóðfæraleikur á þessari hljómplötu er einn sá vandað- asti af útkomnum hljómplötum á árinu. Jóhann fellur ekki I þá al- gengu gryfju Islenskra popptón- listarmanna að „yfirhlaða” lög sin með of fyrirferðarmiklum útsetningum. Jóhann Helgason: Einkarskemmtilegplata. Hér fer saman stórgóður og tilfinn- ingarikur söngur ásam kröf tugu og þéttu undirspili. Gripandi melodiur og hnyttnir textar gefa raunsæja mynd af tiðarandan- um. Vel þegin tilbreyting. Pétur Kristjánsson: Ég er ekki sammála gagnrýn- endum um dóma þeirra á þess- ari plötu. Auk frábærrar spila- mennsku fyrrverandi félaga minna úr Poker tel ég mörg lag- anna veraein bestu rokklög sem heyrst hafa á islenskri plötu. blöðunum án þess að búa yfir grundvallar þekkingu á tónlist og er ég hræddur um að mynd- listarmenn eða rithöfundar tækju þvi ekki þegjandi að slikir menn felldu dóma yfir verkum þeirra á almennum vettvangi. Veit ég að óánægja tónlistar- manna er almenn með störf flestra þessara skrifara og vil ég beina þvl til ritstjóra við- komandi dagblaða aö þeir taki þessi mál til athugunar, og i framtiðinni vandi betur val þeirra er setjast eiga i dómara- sæti og fjalla um verk þau er tónlistarmenn og útgefendur bjóða almenningi upp á. Mikil vinna og fjárhagsleg áhætta er þvi samfara að gera og gefa út hljómplötu á Islandi og þar sem almenningur tekur þó nokkuð mark á þeirri um- fjöllun er hljómplötur fá i dag- blöðum, við útkomu, getur það haft stór áhrif á hvernig útgáf- unni reiðir af. Þvi er nauðsynlegt að gera aðrar og meiri kröfur til þess- ara manna en almennt eru gerðar til óvandaðra kjaftaska. Við ykkur eftirtalda: ARH Dagblaðinu, Gsal Vísi, ESE Tlmanum, Hia Morgunblaðinu og Helga P, Vikunni, vil ég segja þetta: Það er skynsamlegt að vega orð sin og meta ef maður þarf að éta þau ofan I sig seinna. Með leyfi nokkurra okkar þekktustu og reyndustu alþýðu- tónlistarmanna vil ég birta um- sagnir þeirra um hljómplötuna íslenska Kjötsúpu „Kysstu mig” svo að lesendur fái til við- miðunar að kynnast viðhorfum atvinnumanna, sem búa yfir þekkingu og reynslu, eftir ára- langa þjálfun, hver á slnu sviði. Með þökk fyrir birtinguna. J óhann G. J óha nnsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.