Vísir - 07.12.1979, Blaðsíða 17

Vísir - 07.12.1979, Blaðsíða 17
Föstudagur 7. desember 1979 21 Hestamenn á Vesturlandl: Búa slg undlr mót StóOhestasýningar eru afar vinsælar á hestamótum, og hér má sjá glæsilega hópreiö stóðhesta á „Degi hestsins” i vor. Nú hefur veriö ákveöiö aö fjóröungsmót hestamanna á Vesturlandi veröi haldið aö Kaldármelum í Kolbeinsstaöa- hreppi dagana 3.-6. júlí 1980. Framkvæmdastjóri mótsins veröur Leifur Jóhannesson ráöunautur Stykkishólmi. Sjö félög á Vesturlandi standa aö mótinu: Dreyri Akranesi, Faxi Borgarfiröi, Snæfellingur, Snæfells- og Hnappadalssýslu, Glaöur. Dalasýslu Stormur Vestfjöröum, Kinnskær Baröa- strandasýslu og Blakkur Strandasýslu. Mótssvæöiö á Kaldármelum hefur ekki veriö notaö áöur fyrir svo stórt mót og þarf þvi aö byggja upp ýmsa aö- stööu svo sem hreinlætisaö- stööu, stóöhestahús og veit- ingaaöstööu, en Snæfellingar eru ákveönir í aö spara hvergi til aö þetta mót veröi sem glæsi- legast. Mikill hugur er i hrossa- ræktarmönnum á Vesturlandi aö þjálfa stóöhesta sina og kynbótahryssur fyrir þetta mót. Af stóöhestum sem vitaö ér um aö eigi aö afkvæmiasýna eru: Öfeigur 818 frá Hvanneyri, Bægifótur 840 frá Gullbera- stööum og Fróöi 839 frá Hesti. ennfremur veröa afkvæmapróf- aöir Glanni 917 frá Skáney, og Fáfnir 847 frá Svignaskaröi. Einnig er meiningin aö sýna sem einstakling Klaka 914 frá Gullberastööum. Þetta eru þeir hestar sem vitaö er um núna en eflaust eiga margir eftir aö bætast við. Einkunnamörk fyrir kynbótahross hafa verið ákveöin sem hér segir: Stóðhestar og hryssur 6. v. og eldri 7.80 til 1. verölauna, stóöhestar og hryssur 5. v. 7.70 stóðhestar og hryssur 4. v. 7.60. Afkvæmasýndum stóöhestum þurfa aö fylgja 6 afkvæmi sem nái 7.90 f einkunn til þess aö hesturinn hljóti 1. verðlaun. Afkvæmasýndum hryssum þurfa aö fylgja 4 afkvæmi sem nái 7.80 I einkunn til aö hryssan nái 1. verölaunum. Aætlaö er aö einn dagur mótsins veröi algjörlega helgaöur kynbóta- hrossunum. Forskoöun hrossa fyrir mótin verður væntanlega haldin um mánaöamótin mai/júni. Vegna mikils áhuga i sambandi viö þetta mót veröa tamningastöövar starfræktar vitt og breitt á Vesturlandi. Brunaverðir í herferð: REYKSKYNJARA IALLARIBOBIR - Tryggingarfélögin greíöa verðið niður Brunavaröafélag Reykjavikur hefur nú hafið mikla sókn i sölu reykskynjara og slökkvitækja. Landssamband slökkviliðsmanna fór fram á þaö viöaðildarfélög sin að þau stæöu fyrir sölunni, hvert á sinu brunavarnarsvæöi. Það er von brunavaröa aö fólk sjái sér fært að kaupa a.m.k. reykskynjara, þannig að fljótlega veröi þetta ódýra öryggistæki komið i allar ibúðir á bruna- varnasvæöi Reykjavikur. Þá er þess aö geta, aö öll trygg- ingarfélögin aö einu undanskildu greiða niöur verö hvers reyk- skynjara. Brunaveröir eru tilbúnir aö aö- stoða fólk viö uppsetningu reyk- skynjara fyrir þá sem þess óska. — KP Guömundur Bergsson brunavöröur sýnir slökkvitæki. Citroen er tæknilega einn f ullkomnasti bíll sem völ er á í dag. Hann er með vökvaf jöðrum sem gerir bílinn óvenju þýðan í akstri jaf nt á malarvegum sem steyptum vegum. Með einu handtaki má hækka bílinn þannig að f jarlægð frá jörðu getur orðið 26 cm. Fram- hjóladrif er á bílnum. Allt þetta gerir Citroen sérstaklega hentugan í snjó og jafnvel á vegleysum. GS er nú fyrirliggjandi sem fólksbflI og Station á mjög hagstæðu verði. Haf ið samband við sölumenn okkar og kynnið ykkur verð og hina hagkvæmu greiðsluskiimála. CITROÉN Nýjar gerðir aff SÓFASETTUM Gott verftrgóðir greiftslwskilmálar Trésmiðjan r HÍ'áLaugavegi 166 i Simar 22229 og 22222 GjöriS ive v«l og 11*16 ion Piprnillp1 Dönsku leirvörurnar I úrvali IVIagnús. E. Baldvinsson Laugavegi 8 — Sími 22804. ÍTÖLSKU DÚKKURNAR FRÁ SEBINA FARA SIGURFÖR UM EVRÓPU GRÁTANDI DÚKKUR TALANDI DÚKKUR GANGANDI OG TALANDI DÚKKUR PÓSTSENDUM TÓmSTlinDflHÚSID HF samdægurs LaugDuegi IB^-RentiDuil: 5=21901

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.