Vísir - 07.12.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 07.12.1979, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. desember 1979 11 BLMASAMTOL MEB BÚKMENNTAQILDI Matthias Johannessen: Samtöl DI Almenna bókafélagið 1979 Samtöl Matthlasar Johannes- sen eru skemmtileg. Þau eru meira en venjuleg samtöl. Kemur þar einkum tvennt til. 1 fyrsta lagi val á viömælendum, fólki sem tjáir ævisöguþætti og viöhorf á tlmum mikilla breytinga, eftirtektarveröum einstaklingum og atvikum sem ávinningureraö kynnast. I ööru lagi framsetningin og lag höfundar aö spyrja þannig og segja frá aö fram komi auö- kennandi lysing á manngeröum og aöstæöum. Nýtur hann þar ritleikni sinnar og skáldgáfu. Mörg samtölin eru sem sagt meira en venjuleg samtöl blaöamanns og hefja sig á stig bókmennta. Er ekki efi á aö þau hafa varanlegt gildi. Aö sjálfsögöu hafa stundar- korns samtöl sinar takmarkanir o'g eru ekki öll veigamikii. En yfirleitt eru þessar greinar samt skemmtilegir gluggar sem opnast inn I hugarheima raun- verulegs fólks og æviferil þess eöa eitthvaö af honum. A þetta vill skorta eitthvaö i mörgum þáttum fjölmiðla nú á dögum. Þaö er eins og kunningsskapur fólks hafi oröið minni eöa yfir- borðskenndari I þeim stóru samfélögum sem myndast hafa heldur en var I tiltölulega fá- mennum hópum fyrri daga. Þaö hefur áöurveriö bentá þetta, að til dæmis útvarpiö mætti gera meira aöþvlengerter aö kynna okkar fólk og margvisleg örlög þess meö ölikum hugarveörum breytilegra menningarhátta ytra sem innra. Einmitt á þvi- liku sviði gætu blöö og útvarp bætt við sig verömætaaukandi áhrifum. HUn er oröin of fyrir- ferðarmikil, þessi sifellda viö- leitni til aö „drepa timann”, veita innantóma afþreyingu sem þegar til lengdar lætur get- ur oröiö aö skaölegum ávana eða þá þaö sem kallaö hefur verið „viöbjóöur tómsins”. Með þessu er ekki veriö aö vanþakka þaö sem velgert er i blööum og útvarpi. Þaö er sem betur fermargt. En þaö er and- lega hollt að eiga til þreyju, þolinmæöi til að doka viö og þegja, hlusta. útvarpið ætti aö læra málhvild I staö þess að skella á einhverjum hávaöa milli allra þátta. En sleppum gagnrýni á fjöl- miðla. Svo aö ég snúi aftur aö bókinni, þá skera sumir þættirnir sig úr, verða minnis- stæðirumfram aöra. Val og röö- un þáttanna hefur aö sjálfsögöu sinaþýöingu,ogþaö viröisthafa Matthias Johannessen bókmenntir tekist vei. 1 heild sinni skilur svona úrtak eftir I huga manns furöu viötækt sjónarspil, allt frá hryllingi til hugsjóna og margs þar i' milli. Þaö er I mannllfinu af nógu aö taka, en viö veröum aö vona aö stefnan sé upp á viö. Yngvi Jöhannesson Viömælendur Matthiasar I þessu þribja bindi samtalsbóka hans eru þessir menn: Aki Jakobsson, alþingismaöur, Andrés Jónsson i Asbúö, Hafnarfiröi, Björn Þórðarson, dr. juris, forsætisráöherra, Egill Hallgrimsson, kennari, Eyjólfur Jónsson, Guömundur E. Guömundsson, sjömenn á striösárunum, Gisli J. Johnsen, kaupmaöur, Guömundur Jó- hannsson, skipstjóri, Guömund- ur Jónsson i Baðhúsinu, Hall- björg Bjarnadóttir, simgkona, Helgi Hallgrimsson, hafnar- gjaldkeri, Hlin Johnsen, Herdis- arvik, Isleifur Gislason, kaup- maöur Sauöárkróki, Jón Jóns- son i' Mörk, Kristján Jóhann Kristjánsson, forstjóri, Krist- mann Guömundsson, rit- höfundur, Lára Agústsdóttir, miðill, Magnús Magnússon, sjó- maöur Landeyjum, Páll Isólfs- son, tónskáld, Sigmundur Sveinsson, dyravöröur, Skarp- héöinn Gislason, Vagnsstööum, Thor Heyerdahl, rithöfundur, Thorkild Björnvig, skáld Dan- mörku, Unnur Skúladóttir Thoroddsen, frú,Yehudi Menu- hin, fiöluleikari, Þorsteinn Guö- mundsson, hreppstjóri Suöur- sveit. I Ik-t V ’ M U AÐSIGRA . OG FINNA LYKIL LIFSHAAAINGjUNNAR SKUGGSJÁ Þetta er ómetanleg bók, — og hverjum manni hollt að kynna sér efni hennar. — Það er mannlegt að hafa áhyggjur, mörgum finnst það jafn eðli- legt og að draga andann, — en láttu ekki stjórnast af ótta! Taktu sjálfur við stjórn á sjálf- um þér, notfærðu þér þá hug- rænu aðferð, sem hérerkennd, — og geröu óttann útlægan úr lífi þínu. Rétt hugarástand mun létta mikilli byrði af líkama þín- um og sál, þú munt njóta lífs- ins betur, ef þú slakar á spennu og varpar af þér streitu, með því að hrinda af þér áhyggju- farginu, sem þjakar þig. Farðu að ráðum Harold Sherman og einnig þú munt komast að raun um, að unnt er AÐ SIGRA ÓTT- ANN! „Loksins bók, byggð á nútíma- rannsóknaraðferðum, sem fjallar um dauðann og það að deyja.“ Hvað vitum við um dauðann? Hver eru tengsl líkama og sálar? Hvað sér fólk á dauðastundinni? Sýnir á dánarbeði svarar þess- um spurningum og ótal mörg- um öðrum og hún segir okkur einnig, aö „sýnir hinna deyj- andl virðast ekki vera ofsjónir, heldur augnabliksinnsýnir i gegnum glugga eilífðarinnar“. Þessi einstæða bók gefur þér hugsanlega svar við hinni áleitnu grundvallarspurningu ... ER LÍF EFTIR ÞETTA LÍF? Þessi bók hefur að geyma frá- sagnir af Unu Guðmundsdótt- ur í Sjólyst í Garði, fágætri konu, sem búin var flestum þeim kostum, sem mönnum eru beztir gefnir. Una segir frá sérstæðum draumum og dul- sýnum, svipum og vitrunum, dulheyrn og ýmsum öðrum fyr- irbærum, m.a. því, er hún sá í gegnum síma. Lífsviðhorf Unu og dulargáfur og ekki síður mikilvægt hjálp- arstarf hennar, unnið af trú og fórnfýsi, gleymist engum, sem kynni hafði af henni. Allir sóttu til hennar andlegan styrk og aukið þrek.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.