Vísir - 07.12.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 07.12.1979, Blaðsíða 5
OPIÐ 730" Shellstöðinni v/Miklubraut. VÍSIR Föstudagur 7. desember 1979 ijGuömundur |i iiPétursson ilskrifar Rísa gegn Khomelnl Herskáir andstæöingar Khom- einis viröast hafa náö á sitt vald bænum Tabriz í norövesturhluta Irans. Þar eru á feröinni stuönings- menn Kazem Shariat-Madari æöstaprests, helsta keppinautar Khomeinis um trúarleiösögn Ir- ana. Tóku þeir meö áhlaupi i gær- kvöldi útvarps- og sjónvarpsstöö héraösins og hófu þegar útsend- ingar á yfirlýsingum, þar sem sagöi, aö þeir gætu ekki sætt sig viö stjórnanda, sem skipaöur væri af Teheran. Þeir tækju enga gilda nema þá, sem trúarleiötogi þeirra skipaöi. Landstjórinn, sem Khomeini haföi sett yfir AzerbaijanTiéraö, fór huldu höföi i gærkvöldi, meö- an upphlaupsmennirnir leituöu hans. Dátar úr flugher, landher og lögreglu gengu i liö meö þessum uppreisnarmönnum, sem neyddu byltingarvaröliöa á snærum Khomeinis til þess aö vikja úr opinberum byggingum. Khomeini og Mehdi Bazargan, fyrrum forsætisráöherra, sem er sjálfur frá Azerbaijan, hvöttu fólk i héraðinu til þess aö sýna stillingu, en oröum þeirra viröist ekki hafa ver® mikill gaumur gefinn. — Shariat — Madari æöstiprestur hefur ekkert látiö frá sér heyra i t ilefni uppþotanna. Frá þvi aö byltingin var gerö i Iran I febrúar, er þetta einhver alvarlegasta andstaöan, sem sýndhefur veriö Khomeini. I öör- um tilvikum hefur hlotist af mannfall, eins og I átökum i Kúrdistan, en andstaðan í Azer- baijan þykir þó alvarlegri. Þær átta milljónir Azerbaijana, sem héraöiö búa, hafa sýnt sig óá- nægða meö þjóömálin fremur en stjórn héraösmála. Þeir eru mótfallnir þvi, að Khomeini fái slikt alræðisvald og nýja stjórnarskráin felur í sér. Margir héraösbúar sátu heima I þjóöaratkvæöagteiöslunni. Khomeini hefur mætt gagnrýni á stjórnarskránni meö áskorun- um til allra múhammeöstrúar- manna um aö sameinast gegn hinum „mikla fjandmanni” (Bandarikjunum). Rennir þaö stoðum undir þá fullyröingu Ir- anskeisara, aö taka bandariska sendiráðsins i Teheran hafi veriö liöur I þvi aö beina athygli lands- manna burt frá innanlandsmál- um aö útlendum fjandmanni. Vantar þig eina flösku, tíu flöskur eða heilan kassa? ALLT GOS ÍSKALT SALT-ll freslað fram yflr jðla- hlé pingslns I öldungadeild Bandarikjaþings hafa menn gefiö upp allar vonir um, að þingiö tald til umræöu fyrir jól SALT-II-samninginn. Þykiraú meiri óvissa um, hverja afgreiöslu hann fái I þinginu, þar sem hann kemur til umræðu á kosningaári. Fylgjendur samkomulagsins höfðu vonaö, aö þaö yröi tekiö til umræöu og afgreitt I þinginu, áð- ur en forkosningarnar i Banda- rlkjunum 1980 færu aö setja svip á þingstörfin. Þeir kviðu þvi, aö kosninga- skjálfti mundi flækja máli enn meir, og þótti þeim ærinn vandi samt að ná tveim þriöju meiri- hluta I þinginu, eins og þarf til þess aö SALT-samningurinn næöi fram að ganga. Hins vegar er ljóst oröið, aö þingdeildin nær i besta falli að taka máliö fyrir, en aldrei aö ljúka umræöum, áöur en mánaö- arhlé veröur gert á þingstörfum 21. des. I öldungadeildinni er nú til um- ræðu umdeilt lagafrumvarp, sem felur í sér skattlagningu á hagn- að oliufélaga, en næst liggur fyrir að ræða um frumvarp, sem litur aö fjárhagsaöstoö viö hiö nauöstadda Chrysler-bilafyrir- tæki. Moðir' Teresa Þessi mynd var tekin af móður Teresu á flugvelli Rómar i gær, en hún er á leiðinni frá Kalkútta tii óslóar til þess aö veita viö- töku friöarverölaunum Nóbels. Tvo munaöarleysingja tók hiin meö sér til þess aö leyfa þeim aö sjá heiminn. — Fyrir hennar beiöni hef- ur veriö hætt viö kvöld- veröarveisluna, sem fylgir jafnan afhendingu verö- iaunanna, og andviröi veislunnar hefur veriö bætt viö verölaunaféö, sem hdn ætlar aö láta renna til munaöarlausra I Kalkútta. ' TtöTiensKaTtilngíö gegn eidflauga- áællunum NATO Hollenska stjórnin kemst nú i töluveröa úlfakreppu, eftir aö þingiö greiddi atkvæöi gegn NATO-áætlunum um nýjar eld- flaugaskotstöövar I V-Evrópu. Tiu þingmenn stjórnarflokks kristilegra demókrata neituöu aö lúta aga þingflokksins og greiddu atkvæöi meö tillögum stjórnar- andstööu Verkamannaflokksins. Tillagan, sem samþykkt var með eins atkvæðis meirihluta i gærkvöldi, lagöi aö stjórninni aö samþykkja ekki ákvörðun NATO um aö koma fyrir 572 Persh- ing-2-eldflaugum og flugskeytum i dimm V-Evrópulöndum, þar á meðal Hollandi. Varnarmála- og utanrikisráö- herrar NATO-rikjanna fimmtán koma saman i Brussel í næstu viku til þess að taka lokaákvörö- un um þessar áætlanir. Hollenska stjórnin er nú til- neydd til þess aö segja félögum sinum i NATO, aö hún getí ekki stutt þessar áætlanir, og haföi hún þó áöurstutt þær óformlega. Atkvæöagreiöslan I þinginu I gær þykir hafa grafið undan trausti stjórnarinnar og eru nú uppi vangaveltur um, hvort stjórnin standi þá sautján mán- uöi, sem eftír er af kjörtímabil- inu. Van der Klaauw, utanrikisráö- herra, sagöi I umræðunum I gær, aö stjórnin væri ekki bundin til þess aö fara aö þessari ályktun, en hinsvegar gáeti hún ekki stutt neina ákvörðun NATO, sem nyti ekki stuðnings meirihluta hollenska þingsins. . • 150 fulltrúar sitja I neðri mál- stofu hollenska þingsins og greiddu 76 þeirra atkvæði meðtil- lögunni, sem jafnframt skoraði á NATO aö hefja eins fljótt og auöiö yrði afvopnunarviðræöur viö Kreml. —69 voru á móti og 5fjar- verandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.