Vísir - 07.12.1979, Blaðsíða 18

Vísir - 07.12.1979, Blaðsíða 18
Föstudaeur 7. desemhpr 1979 22 UR HEIHII MÚSAHHA Haukur Matthiasson: Skottlöng. Teikningar gerði Temma Bell. Útgáfufélagið trr 1979. Þaö er alltaf gleöiefni aö sjá barnabækur eftir nýja íslenska höfunda. Ein slik kom út fyrir skömmu. Heitir hún þvi furöu- lega nafni Skottlöng og er eftir Hauk Matthiasson. Um höfund- inn veit ég ekki neitt annaö en hvaö hann heitir. Skottlöng er litil mús. HUn bókmeimtir heitir Skottlöng vegna þess aö hUn er meö svo langt skott. Sag- an lýsir henni og félögum henn- ar og uppátækjum þeirra. Sag- an lýsir viöskiptum hennar og Ana. sem er mjög skapstyggur ánamaökur. Múslöng er vin- konahennar, mús einsoghúnog kemur viö sögu eins og svo margir aörir. öll eiga þessi dýr þaö sameiginlegt aö þau hafa mannlega eiginleika. Þannig er sagan í heild liking viö mann- anna lif. Margvislegur boöskap- ur er i sögunni sem á fullt erindi tilli'tilsmannfólks.t.d. aöþvi er varöar umgengni viö aöra, gott skaplyndi og fleira. Sagan er aö mörgu leyti skemmtilega gerö. Samt finnst mér hún á köflum eiginlega hálfkláruö og höfundur heföi aö ósekju mátt leggja meiri vinnu i verkiö. Haukur er laginn viö aö byggja upp spennu, sem slöan ekkert veröur úr. MeÖan ég las bókina fannst mér aö eitthvaö værialvegaö fara aö gerast,en áöur en 'ég vissi var bókin bUin, en sáralitiö haföi skeö. Hugmyndaflug höfundar er greinilega mikiö. Þaö vekur hjá mérvonirum aö frá hans hendi eigi eftir aö koma fleiri bækur sem börn hafa gaman af. Skott- löng fellur börnunum án efa vel. Einn stór kostur er á bókinni. Þaö er stærö leturs, sem er greinilega miöaö viö þarfir þeirra barna sem eru frekar illa læs, eöa nýlega oröinlæs.Þaö er gott þegar Utgefendur taka tillit til þarfa þeirra, þar sem ætla má aö stærsti sigur barns sem er aö læra aö lesa, sé aö komast i gegnum heila bók eins og þessa. Teikningar Temmu Bell setja skemmtilegan svip á bókina. Þrátt fyrir fyrmefnda galla er þetta aö minu mati góö bók, sem á erindi til barna. Sigurður Helga son. JÓLAKONSERT 79 Brimkló HLH-flokkurinn Aðgöngumiðasala í Skífunni, Laugavegi 33 Verð miða kr. 5.000. Aukahliómleikar U 18 AUK ÞEIRRA KOMAFRAM: • HaBogLadtfi • Magnús og Jðhann • Pðhni Gumarsson • Ragnhfidur Gisiadóttir • OutMBDn Unll«IAr«»nn.i • Djorgvn nauorsson • Rut Reginalds SroliiliMWnum hSómMkWwldið Allur ágóði rennur til styrktar vist- heimilinu Sólheimum í GrímsnesL Pálmi sandkom Sæmundur Guövinsson skrifar Setið yfir spilum Tveir útsmognir sátu yfir spilum. Skyndilega stoö annar upp og hreytti út Ur sér: „Þú svindlar” „Af hverju segiröu þetta?” spuröi hinn, sakleysið upp- málaö. ,,Þú lætur ekki út sömu spil og ég gaf þér”. SkóíTiífar Lúðvíks „Skóhlifar eru þaö eina, sem ekki hefur hækkaö i þessu landi”, sagöi Lúövik Jóseps- son formaður Alþýöubanda- lagsins, þegar hann gekk af fundi forsetans i Stjórnarráös- húsinu i fyrradag. Hins vegar taldi hann fuiia þörf á að þær hækkuöu eftir allan snjóinn sem kyngdi þá niöur. Úmerkilegt sjálfshðl Dagblaöiö heldur áfram aö reyna koma þvi inn hjá les- endum sinum aö skoöana- könnun blaösins fyrir kosning- ar hafi nánast sagt fyrir um úrslit kosninganna. Þetta er barnaieg sjálfssefjun sem á sér enga stoö i raunveruieik- anum. Samkvæmt skoöanakönnun Dagblaösins átti Sjálfstæðis- flokkurinn aö fá 26 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 13, Al- þýðuflokkurinn nhi og Alþýöu- bandalag 11. Hitter þó ekki sföur athygl- isvert hvaö Dagblaöiö segir um framkvæmd skoöana- könnunarinnar er þaö greinir frá niöurstööunum þann 27. nóvember. Þar stendur: „Dagblaöiö spuröi þátttak- endur i könnuninni einnig hvaö þeirheföu kosiö siöast, i þvi skyni aö geta leiörétt skekkjur, ef einn flokkur reyndistof digur i úrtakinu og annar of magur.” Varla flokkast þetta undir visindaleg vinnubrögö? FðlSUI) Snjallir hagyrðingar veröa oft fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu aö sjá visur sinar birt- ar afbakaðar á prenti eöa rangt fariö meö þær á annan hátt. Erfitt er aö koma I veg fyrir aö þetta geti átt sér staö. Hitt er þó öllu verra þegar óvandaðir menn taka sig til og umsnúa visum um ákveðið efni svo merkingin gjörbreyt- ist og koma þeirri sögu á framfæri aö þar hafi höfundur sjálfur veriö aö verki. Slikt flokkast undir grófa fölsun og ekkert annað. Mér varö þaö á I Sandkorni i fyrradag aö láta blekkjast af slikri fölsun og birta visu er Rögnvaldur Rögnvaldsson á Akureyri átti aö vera höfund- ur aö. Þar var snúiö viö visu er Rögnvaldur haföi ort um framboð Jóns Sólnes. Þessi umsnúningur er ekki verk Rögnvaldar og er hann beðinn afsökunar á aö visan var eignuö honum. Hann hefur I engu breytt visunni frá þvi aö hún varö til og hljóðar svo: Ennþá hækkar Solla sól sú er veitir birtu og skjói. Fólkíö honum fyrir jól færir nýjan veldisstól.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.