Vísir - 07.12.1979, Blaðsíða 27

Vísir - 07.12.1979, Blaðsíða 27
Föstudagur 7. desember 1979 . • • * * ’31 Undrabörn skðkllstarlnnar skák Englendingar binda miklar vonir við hinn 14 ára gamla Nigel Short, sem varð i 1.-3. sæti á breska meistaramótinu fyrir skömmu. Slikt er fágætt afrek, og ekki fyrirfinnast margir sem unnið hafa slika sigra á barns- aldri. bað er raunar freistandi að bregða sér nokkra áratugi aftur i timann og bera saman á- rangur Shorts og annarra slikra undrabarna. Eitt þeirra var Kúbumaður- inn Capablanca, sem stökk nán- ast fullmótaður i list sinni fram á sjónarsviðið. Tólf ára gamall tefldi hann einvigi um meist- aratitil Kúbu, og sigraði þar sterkasta skákmann eyjar- innar, Corzo að nafni. Capa- blanca þótti sýna stórkostlega taflmennsku, og lék jafnframt mjög hratt. Td. notaði hann ekki nema 34 minutur á 60 leikja vinningsskák, en hraði Capa- blanca á yngri árum þótti hreint ótrúlegur. „Það sem aðrir fundu ekki þrátt fyrir mánaðar- rannsóknir, sá hann i einni svip- an”, sagði Ruben Fine eitt sinn. Annað undrabarn var hinn pólsk-ættaði Samuel Reshevsky. Fimm ára gamall var hann far- inn að tefla fjöltefli með góðum árangri og átta ára ferðaðist hann um Evrópu og Bandarikin. Hvar sem Reshvsky kom, þyrptust menn að, enda þótt ganga göldrum næst að sjá Rex- hevsky, sem var litill eftir aldri, máta gamla gráskeggja, sem teflt höföu allt sitt lif. Eftir þessa ferð þótti timi til kominn að drengurinn færi nú að læra til bókar og settist þvi Reshevsky á skólabekk i fyrsta skipti á æv- inni. Næstu fjögur ár tefldi Res- hevsky litið sem ekkert, en 16 ára gamall brá hann sér I meistaramót Vesturrikjanna og varð þar i 1. sæti. Hvaö meö Robert Fischer, hver var staða hans 14 ára? 1 þá daga tefldi Fischer i hverju mótinu á fætur ööru, varð unglingameistari Bandarikj- anna 1957, og i 1.-2. sæti á opna bandariska meistaramótinu sama ár. Þessum sigrum fylgdi Fischer eftir með 1. sæti á skákþingi Bandarikjanna árið 1957, þá tæplega 15 ára gamall. Þar meö var Fischer orðinn heimsfrægur, og leiðin rudd til áframhaldandi sigra. Hversu langt Nigel Short á eftir að ná, er spurning sem ó- mögulegt er að svara. Sjálfir telja Englendingar, aö Short muni ná lengra en Miles, Stean og Nunn, sem fremstir eru enskra skákmanna i dag. Að undanförnu hefur Short kynnt sér rit Nimzovichs af kostgæfni, og áhrif hans koma glöggt fram i eftirfarandi skák, sem tefld var á heimsmeistaramóti sveina, 16 ára og yngri nýverið. Hvitur: J. Norgaard, Danmörk Svartur: N. Short, England Frönsk vörn. - Umsjón: Jóhapn örn i Sigurjóns- > son' 25. Rcl H8-a7 26. Dbl Da8 27. Kh2 Kc7! (Sérhverjum manni skal fund- inn besti reiturinn og i jafnlok- aðri stööu sem þessari, gefst nægur timi til liösflutninga að baki viglinunnar.) 1. e4 e6 28. Kg2 Kb6 2. d4 d5 29. Bd2 Df8 3. Rd2 Rf6 30. Re2 axb4 4. e5 Rf-d7 31. axb4 5. Bd3 b6 (Upp á siðkastið hefur svörtum ekki gengið alltof vel með fram- haldinu 5. .. c5 6. c3 Rc6 7. Rg-e2 o.s.frv. Þvi er freistandi aö leita nýrra leiða, eins og þeirrar sem Short fer hér.) 6. Rg-e2 Ba6 7. Bxa6 Rxa6 8.0-0 c5 9. c3 b5! (Short mun upphafsmaður þessa leiks, sem byggir á hraöri framrás á drottningarvæng.) 10. f4 g6 (Svörtum er ekki gefinn kostur á f5 með venjulegri kóngs- sókn.) 11. Rf3 Rb6 12. b3? (Möguleikar hvits hljóta aö liggja f-4f5. Betra var þvi 12. g4 (Allir liðsflutningar svarts hafa beinst að ákveönu markmiði, fórninni á c3. Eftir vandlegan undirbúning lætur hann nú til skarar skriða.) h5 32. Hxa6+ Hxa6 13. h3 og knýja fram f5.) 33. Hxa6+ Kxa6 12.... c4 34. Bxc3 Rxb4 13. b4 Rb8 35. Dal + Kb6 14. Be3 Rc6 36. Bxb4 Bxb4 15. Dd2? 37. Rc3 Ba5 (Teflt án áætlunar. Enn var 15. 38. Rd2 Db4 g4 h5 16. h3 besta framhald 39. Rd-bl Db3 Bobby Ficher eitt af undra- börnum skáklistarinnar vegar brátt i dauðri stöðu, þar sem svartur fær óhindraöur að stilla liði sinu upp einsog honum lystir.) 15... . h5 16. g3 a5 17. a3 Ha7! (Svartur hefur þegar myndað sér áætlun, og undirbýr tvöföld- un hrókanna á a-linunni.) 18. Ha2 Be7 19. h3 Kd7 20. Hf-al Dc7 21. Kg2 Hh-a8 22. Bf2 Ra4 23. Bel Db7 24. Dc2 Ha6 40. Da2 (Eða 40. h4 Bxc3 41. Rxc3 b4 42. Ra4+ Kb5 43. Rc5 Da3 og vinn- ur.) 40... . 41. Rxa2 42. Kf2 43. Ke3 44. Rcl 45. Re2 46. Re-c3+ 47. Re2 Dxa2 b4 Kb5 Ka4 b3 Bel Kb4 b3 (Peðiö á c4 og biskupinn halda hvita kóngnum i hæfilegri fjar- lægð.) 48. g4 hxg4 49. hxg4 Kb3 og hvitur gafst upp. Bróðurdóttir Úterkomin hjáSögusafni heimil- anna bókin Bróöurdóttir amt- mannsinseftirE.Marlitt. Guðrún Johnson þýddi. Þetta er fimmta bókin I bóka- flokknum Sigildar skemmtisögur. Sjfitta llöðabók Helðreks Guðmundssonar Helgafell hefur gefiö út ljóðabók- ina Skildagar eftir Heiðrek Guð- mundsson. Þetta er sjötta ljóða- bók höfundar. Um höfundinn segir svo á bókarkápu: „Mörg einkenni ljóðagerðar hans er fágætir kostir skáldskapar: skarpleg túlkun lifsreynslu, hnitmiöuö kvæði, sem viröast áreynslulaus, lifandi still, persónulegur tónn, sem hefur orðiö æ skýrari með árunum”. Mennlngln vex í lundum kommúnlsta í Það er virðingarverð hug- mynd hjá borginni að ætla svo sem eins og ein kennaralaun á ári handa listamanni. Tillaga um þetta er komin frá Alþýðu- bandalaginu og átti að ræðast i gærkveldi i borgarstjórn. Aldrei kom hugmynd um þetta fram meðan ágætur meirihluti Sjálf- stæöismanna réð borginni, þótt þeir á hinn bóginn ákvæðu kaup á hinum og þessum verkum með einskonar verktakasamningum, sem liklegir voru til að skila sæmilegum verkum fyrir lág- marksgreiðslur, og keyptu auk þess listaverk eftir þvi sem efni og ástæður leyfðu. 1 frétt i Þjóðviljanum i gær er skýrt frá þessari tillögu, og jafnframt sagt aö Bandalag is- lenskra listamanna „skuli ár- lega tilnefna þrjá listamenn til starfelauna, en borgarráð síðan velja einn dr þeirra hópi.” Nú er vitað mál að stjórn Bandalags islenskra listamanna er i hönd- um þeirra Alþýöubandalags- manna, eins og Rithöfundasam- band íslands og samtök mynd- Bstarmanna. Samkvæmt þvi er auðvitað nærri útilokað að einn eða annar Bstamaður verði til- nefndur nema sá sem er stjórnarmeölimum BÍL að skapi. Þetta þarf svo sem ekki að vera úr stfl viö menningar- strauma samtfmans, enda hefur verið svoum skeið að menning- in hefur einkum vaxið i lundum kommúnista. Nú vill svo til að meirihluti borgarstjórnar samanstendur af fulltrúum Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Alla tfð siðan Alþýðu- bandalagsmenn tóku að sér að stýra m enn ingarsam tökum landsins hefur helsti fulltrúi Al- þýðuflokksins i röðum þeirra sem teljast listamenn, stutt Al- þýðubandalagið til stórverk- anna. Jafnframt hefur einstöku mönnum i svonefndu Morgun- blaösliði veriö kippt inn fyrir stafi meö boðsferðum til Svi- þjóðar. Allur þessi samstæði flokkur kemur siðan saman undir einum hatti, þar sem er stjórn BÍL. Það verður þvi væntanlega um einhverja umb- un að ræða, þegar fastagestir árslaunanna hafa fengið sina úrlausn. Almannavaldið I landinu, einnig sveitarstjórnarvaldiö, hefur alveg fram á siðustu ár, freistað þess að ákveða sjálft. og þá i undirnefndum, hvernig það veitir fé til menningarmála. Með þvi móti hefur haldist nokkurt jafnvægi á þeim vett- vangi, og þannig hefur ekki al- vegtekist að ýta einstöku lista- mönnum til hliðar. Nú upp á sið- kastið virðist sem almanna- valdið hafi gefist upp fyrir þrýstingi einstakra félagsstofn- ana og stjórna þeirra hvað fjár- veitingar snertir, og lagt ákvörðunina aö mestu i þeirra vald.Þetta hefurkomið heim og saman við algjöra yfirtöku þeirra Alþýðubandalagsmanna I menningarfélögum (sóknar- nefndir hafa enn verið látnar i friði). 1 vinstra samstarfi sitja fulltrúar Alþýöuflokks og Framsóknarf lokks og sam- þykkjahvaða „eniga, meniga” I menningarmálum sem Alþýðu- bandalagið stingur upp á. Al- þýðuflokkurinn nýtur þar ráö- gjafa, sem genginn er Alþýöu- bandalaginu á hönd, og Fram- sókn hefur einfaldlega ekki at- kvæðastyrk til að valda i breytingum. Tillaga Alþýðubandalagsins | um ráðningu Bandalags is- ! lenskra listamanna á lista- i mannitil ársstarfa hjá borginni ’ hefur eflaust verið samþykkt I gærkveldi. Það skiptir ekki ! höfuðmáli hvort stjórnin til- nefnir cinn eða þrjá til að velja j úr. Þess veröur gætt aö allir þrir Ulnefndir vinni að æskilegum verkefnum. Og cflaust munar marga listmenn I árslaun, þótt þeim fylgi auðvitaö skattar og skyldur. Og siðan koma rikis- , fjölmiðlar og vinstri pressan til j að róma mjög þessa aögerö og þann listamann, sem launin hreppir. Þannig gerist þetta allt I heimahúsum við lofdýrð og uppljómun, sem aðeins hæfir sannlega trúuðu menningar- fólki. En eftir stendur stór hluti Bstamanna, sem af stjórnmála- ástæðum eru komnir á bekk með því andófsliði, sem harðast berst fyrir mannréttindum austan járntjalds, og eru þó yfirráö kommúnista á lslandi ekki enn oröin nema brot af til- verunni. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.