Vísir - 07.12.1979, Blaðsíða 28

Vísir - 07.12.1979, Blaðsíða 28
wssm Föstudagur 7. desember 1979 síminn er86611 Spásvæði Veðurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Norðausturiand, 6. Austfirðir, 7. Suöausturland, 8. Suðvesturland. veöurspá dagsins Yfir tslandi er 1016 mb. hæð sem þokast SA, 990 mb. lægð um 450 km SSA af Hvarfi hreyfist NA. Heldur fer að hlýna, einkum SV-lands. SV-land til Vestfjaröa og miö- in: SA-gola eða kaldi, og bjart, þykknar upp með SA-kalda eða stinningskalda. Norðurland til Austfjarða og miöin: Hægviðri, viða létt- skýjað til landsins, skýjað á miðum og annesjum. SA-land, SA-mið: A og siðan AS-gola, viða skýjað. veðrið hér og par Klukkan 18 i gær: Aþena léttskýjað 13, Berlin léttskýjað 6, Chicago léttskýj- að 3, Frankfurt léttskýjað 11, Nuuk, skýjað -4-1, London mistur 13, Luxemburg þoku- móða 9, Las Palmas alskýjað 20, Mallorca skýjað 12, Mon- treal skyjað 9, New York al- skýjað8, Parisskyjað 12, Róm þoka 11, Malaga alskýjað 15, Vínrigning 10, Winnipeg mist- ur -4-2. Klukkan sex i morgua: Akureyri heiðrikt -f-12.Bergen skýjað 3, Helsinki skýjaö 0, Kaupmannahöfnhálfskýjað 5, Osló heiðskirt -4-1, Reykjavik léttskýjað -4-7, Stokkhólmur alskýjað 3, Þórshöfn skýjað 0. Loki segir „Nií þarf vinnuhlé” segir leiðari Þjóöviljans í morgun. „Forystumenn þessara flokka ættu að grafa strlðsaxirnar i um það bil hálfan mánuð eða svo”. — Ekki var þaö langt kjör- timabO! Viðræður um riýja vinstri stjðrn hefjast i dag: „yiLJUM LATA revna A ÞAB TIL ÞRAUTAR" - segir dlafur Ragnar Grimsson, formaður framkvæmdastjórnar Alpýðubandalagsins „Við viljum láta reyna á það til þrautar, hvort unnt verði að mynda vinstri stjórn,” sagði ólafur Ragnar Grimsson, formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins, við Visi i morgun. Þingflokkar Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags samþykktu i gær, að gengiö yrði til viðræðna um nýja vinstri stjórn og koma formenn flokkanna saman til fundar i dag. Tómas Arnason sagði, að þingflokkur Framsóknarflokks- ins hefði i gær veitt formanni flokksins, Steingrimi Hermannssyni, umboð til að ganga i stjórnarmyndunar- viöræður og kveðja menn til þeirra með sér. Á fundi þingflokks Alþýðu- flokksins var stjórn þingflokks- ins endurkjörin. Formaður þingflokksins, Sighvatur Björgvinsson, sagði i morgun, að menn hefðu verið sammála um að svara bréfi Steingrims um stjórnarmyndun jákvætt, en vildi ekkert um þaö segja, hvort menn hefðu verið bjartsýnir á, að hún tækist. ólafur Ragnar sagði, að sámþykkt hefði verið að taka þátt i viðræðunum, en um leið hefði verið lögð áhersla á, að markviss stefnuskrá yxði gerð um viðtækar kerfisbreytingar i efnahags- og atvinnumálum og fjölþættar aðgerðir i félagsmál- um. Hann sagði, að stóra spurn- ingin um það, hvort stjórnar- myndunin tækist, væri hvernig straumarnir innan Alþýðu- flokksins rynnu næstu vikurnar. Þingflokkur Alþýðubandalags kemur á ný saman kl. 15 i dag, að loknum fundi formannanna, og verður þá viðræðunefnd flokksins kosin. A fundum þingflokkanna i gær var einnig rætt um væntanlegt þinghald, en ákveðið hefur veriö aö nýtt Alþingi komi saman á miövikudaginn, 12. desember. — SJ Nú ar alvaran framundan hjá Framsókn. Þessi mynd var tekin I Alþingishúsinu I gær, þegar þingmenn flokksins komu saman til fyrsta fundarins eftir kosningar. Visismynd: JA Uppselt á Jólakonsert 79 Aukahljómleikar ákveðnlr ,,Það seldist upp á hljómleik- ana strax i gær og við höfum þvi ákveöiö að hafa aðra hljómleika, klukkan 18 á sunnudaginn”, sagði Jón ólafsson, forstjóri Hljóm- plötuútgáfunnar og einn aðal- hvatamaöur „Jólakonserts ’79”, sem haldinn verður til styrktar vangefnum. Upphaflega var ætlunin að halda aðeins einn kon- sert, klukkan 22 á sunnudaginn. „Allar viötökur hafa veriö stór- kostlegar og aðstandendur Jóla- konserts eru himinlifandi. Viö höfum ákveðið aö gera þetta að árlegum viöburði”, sagði Jón. Miðar á hljómleikana klukkan 18 á sunnudaginn verða seldir i Skifunni, Laugavegi 33, og er miðaverðið 5 þúsund krónur. ERTU DRAUM- SPAKUR? - Hrlngdu pá tll Vfsis eða sendu bréf og segðu okkur frá reynslu plnnll Draumspakir menn hafa verið nokkuö á dagskrá undanfarið, einkum i sambandi við kosning- arnar. Hefur fólki leikið forvitai á þvi, hvort hægt væri að dreyma fyrir úrslitum kosninga og hvort draumar væru kannski áreiöan- legri en skoöanakannanir. Hall- freður Orn Eiriksson hjá Arna- stofnun hefur safnað draumum i þessu skyni og nokkrir aðilar hringdu i þáttinn ,,1 vikulokin” fyrir skömmu og sögðu frá draumum sinum. Menn, sem dreymir fyrir ó- orðnum atburðum, dreymir ým- ist ljósar myndir af þvi sem gerist eöa táknmál, sem þeir eru misjafnlega glöggir að ráða I. Is- lendingar hafa jafnanhaft mikinn áhuga á draumum og dulrænni reynslu yfirleitt og þvi vill Visir beina þvi til þeirra, sem hafa orð- ið fýrir slikri reynslu, og draum- spakra manna að hafa samband viðblaöið sem fyrst, bréflega eða simleiðis. Visir mun siðan birta þessar frásagnir fyrir jólin og lesendur blaösins geta rýnt i draumana yf- ir hátiðarnar og borið þá saman við sina eigin. Semsagt, hringiö eða skrifið. Siminn er 86611 utanáskrift, Visir Siöumúla 14, 108 Reykjavik! Umlerðarijósin á mðtum Suður- landsbraular og Krlnglu- mýrarbrautar: Aftur I notkun eftir nokkra daga „Umferöarljósin eru ekki bil- uð, heldur erum við að skipta um staura og stýriskassa”, sagöi Guttormur Þormar hjá borgarverkfræðingi, er Visir spurði hann um umferðarljósin á gatnamótum Suðurlands- brautar og Kringlumýrar- brautar. Eins og vegfarendur i Reykjavik hafa sjálfsagt tekið eftir, þá hefur ekki logað á þess- um umferðarljósum I hartnær hálfan mánuð. „Þetta hefur tekið svo langan tima vegna þess að viö höfum þurft að þræða nýja vira, það þurfti fleiri stýringarvira I nýja stjórnkassann. Þessi breyting var orðin nauðsynleg til aö geta auöveld- að umferð af Kringlumýrar- brautinni inn á Laugaveginn lil vesturs. Þar er oft löng röð bila”. Guttormur átti von á að ljósin væru komin i gagniö aftur eftir nokkra daga, en kuldinn hefur tafið vinnuna. —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.