Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var dansað í öllum hornum í Réttarholtsskóla á föstudag þegar endapunkturinn var settur við þemadaga sem tileinkaðir voru listagyðjunum. Eftir heimsóknir til hinna ýmsu listamanna á miðvikudag þar sem myndir voru teknar og starfsemin skoðuð var fimmtudagurinn not- aður til að vinna úr upplýsing- unum þannig að hægt væri að kynna sér viðkomandi listgreinar í kennslustofum skólans. Föstu- dagurinn var hins vegar helgaður danslistinni þar sem nemendur fengu tilsögn í almennum dansi, svingi og línudansi. Hér er það Egill Örn Jóhannesson línudans- kennari sem sýnir krökkunum hvernig taka eigi sporið að hætti ekta kúreka. Að sögn Haralds Finnssonar, skólastjóra Réttarholtsskóla, var gripið til þess ráðs að hafa þema- dagana þegar útséð var að haust- ið yrði í lengri kantinum. Því hefði þótt tilvalið að brjóta það upp með þessum hætti. Segir hann að danskennslan hafi hitt í mark og nemendur hafi upp til hópa hamast við að dansa þó að mestu töffurunum hafi kannski þótt tímarnir í erfiðara lagi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dansað að hætti kúreka Bústaðahverfi ÞEIR sem eiga leið um Sæbraut- ina þessa dagana hafa kannski tek- ið eftir gríðarstórum kassa sem verið er að steypa upp við strönd- ina á móts við Sætún. Um er að ræða brunn, sem á að taka á móti yfirfallsvatni úr lagnakerfi borgar- innar, og veita því út í sjó. Að sögn Haralds Alfreðssonar, verkfræðings hjá gatnamálastjóra, er með þessu verið að framlengja svokallaða regnvatnsútrás. „Þegar verulega mikið flóð kemur í kerfið vegna rigninga og annars þá yf- irfyllist lagnakerfið hjá okkur,“ segir hann en brunnurinn mun taka við vatninu sem rennur út um plastlögn um 90 metra út í sjó. „Til þess að létta á hápunktum þá flæðir þarna út og þá íþyngir yfirfallið ekki dælustöðinni hjá okkur.“ Harald tekur fram að um útþynnt vatn sé að ræða sem renni einungis tímabundið út í sjóinn. Verður hífður ofan í fjöruna Kassinn verður þó ekki sýnileg- ur vegfarendum í framtíðinni. „Þeir steypa brunninn þarna uppi á kantinum en síðan á eftir að hífa hann ofan í fjöruna. Svæðið er bara notað sem steypurými. Til að koma brunninum undir háfjöruna er hann síðan settur þarna útfyrir þannig að hann verður alltaf í kafi.“ Framkvæmdir eru hafnar við annan brunn sem settur verður við endann á Kringlumýrarbrautinni og gerir Harald ráð fyrir að verk- inu verði lokið fyrir áramót. Hann segir erfitt að segja til um hversu mikið brunnarnir sem slíkir kosta því þeir eru hluti af verkefni, sem kallast útrásir, og hljóðar heildar- verksamningurinn upp á um 900 milljónir að hans sögn. Inni í því sé meðal annars fimm kílómetra löng lögn út í sjó við dælustöðina sem verið er að byggja í Klettagörðum og tengirör við væntanlega dælu- stöð í Gufunesi. Framkvæmdir við verkið eru í höndum Ístaks. Brunnur byggður við Sæbrautina Tún Morgunblaðið/Ásdís Starfsmenn Ístaks erum önnum kafnir við að byggja brunninn þessa dagana. VILJAYFIRLÝSING um að hús- næðissamvinnufélagið Búseti byggi 15–20 leiguíbúðir í Bessastaðahreppi á næstu 2–4 árum var undirrituð á föstudag. Yfirlýsingin er gerð með hliðsjón af sérstöku átaki til fjölg- unar leiguíbúða á höfuðborgarsvæð- inu. Átakinu var hleypt af stokkunum í apríl síðastliðnum þegar félagsmála- ráðuneytið, Íbúðalánasjóður, Sam- band lífeyrissjóðanna og Búseti gerðu með sér samkomulag um að Búseti taki að sér að byggja og reka 300 leiguíbúðir á höfuðborgarsvæð- inu á næstu fjórum árum. Í Bessa- staðahreppi verður lögð áhersla á minni íbúðir og er gert ráð fyrir að sveitarfélagið úthluti í upphafi allt að þriðjungi þess fjölda leiguíbúða sem samþykkt verður að byggja. Það voru Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri í Bessastaðahreppi, og Gunnar Jónatansson, framkvæmda- stjóri Búseta, sem undirrituðu vilja- yfirlýsinguna. 15–20 Búsetaíbúð- ir á næstu árum Bessastaðahreppur Morgunblaðið/Þorkell Aftari röð: Gunnar Páll Pálsson, stjórnarformaður Búseta hsf., Snorri Finnlaugsson, formaður hreppsráðs Bessastaðahrepps, og Guðmundur G. Gunnarsson oddviti. Fremri röð: Gunnar Jónatansson, framkvæmda- stjóri Búseta, og Gunnar Valur Gíslason sveitarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.