Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 17
Víngerðarverslunin þín!
Opið: Mán. - Fös.: 10:00 - 18:30 - Lau. 11:00 - 14:00 - Ármúla 23 - 108 Reykjavík - Sími: 533 3070 - Fax: 533 3071
Fremstir síðan 1959
Gæðavara á góðu verði
Einungis sérvaldar þrúgur eru í þessum víngerðarefnum.
Full búð af nýjum vörum!
PHW 2001
er loksins komið!
NÝR prestur hefur verið settur inn
í embætti í Ólafsfirði, en það er sr.
Elínborg Gísladóttir.
Það var séra Hannes Örn Bland-
on, prófastur og fyrrverandi sókn-
arprestur í Ólafsfirði, sem setti El-
ínborgu inn í embætti sóknarprests
Ólafsfjarðarprestakalls við hátíð-
lega athöfn í Ólafsfjarðarkirkju.
Nýr prestur
í Ólafsfirði
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Sr. Elínborg Gísladóttir hefur
tekið við starfi sóknarprests í
Ólafsfirði.
Ólafsfjörður
KONUR úr Bríeti, félagi ungra fem-
inista, heimsækja Akureyri á morg-
un, miðvikudaginn 24. október, í til-
efni af 26 ára afmælisdegi Kvenna-
frídagsins.
Þær munu heimsækja framhalds-
skólana og háskólann á Akureyri
Um kvöldið kl. 20:00 verður fundur í
Deiglunni. Bríetarnar munu ræða
ýmis málefni s.s. hvort jafnrétti sé
náð og um femínisma í nútímasam-
félagi. Þannig munu þær velta fyrir
sér hvar femínisminn er staddur og
hvort þörf sé á honum og félagi eins
og Bríeti. Þær munu einnig ræða
ímyndir, launamisrétti, gagnrýni á
femínisma og fleira. Vonast er til að
áhugafólk um jafnrétti og femínisma
láti sig ekki vanta á fundinn.
Fundur um
jafnréttismál
í Deiglunni
Bríetar heimsækja
Akureyri
AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir
opnar í kvöld, þriðjudagskvöldið 23.
október, kl. 20.30 sýningu á Karólínu
restaurant. Sýningin ber yfirskrift-
ina „Stemmning fyrir veitingahús“.
Myndirnar eru allar unnar á gler
með tækni áþekkri grafík. Aðalheið-
ur og Karólína restaurant bjóða öll-
um er vilja að vera við opnunina og
þiggja léttar veitingar.
Stemmning fyr-
ir veitingahús
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦