Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANNAÐ stærsta olíufyrirtæki Rúss- lands, Yukos, hefur keypt tvö dótt- urfyrirtæki norska stórfyrirtækisins Kværner. Yukos greiðir um 100 milljónir dollara eða sem nemur um 10 milljörðum íslenskra króna fyrir þennan hlut af starfsemi Kværner. Kværner hefur átt í fjárhagsvand- ræðum og er fjárhagsstaða fyrirtæk- isins slæm. Yukos á hagsmuna að gæta því að félögin sem það kaupir nú eru verktakar í stóru verkefni Yukos á Priobskoye-olíusvæðinu í vestur-Síberíu og eru tekjur frá Yukos stór hluti af tekjum þessara félaga. Saman starfa um eitt þúsund manns hjá fyrirtækjunum sem eru með starfsemi í Bretlandi, Sviss, Frakklandi og Ítalíu. Yukos hefur keypt hlutabréf í Kværner að undanförnu. Síðastlið- inn miðvikudag gerði eignarhalds- félag í eigu Yukos hluthöfum Kværn- er tilboð í hlutabréf félagsins. Yukos átti fyrir 12,1% í félaginu. Yukos mun verða stærsti hluthafinn í Kværner með 25% hlut ef því tekst að auka hlut sinn. Aker Maritime, norskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í olíugeiranum, hefur fram að þessu verið stærsti hluthafi Kværner með 18% hlut. Boðað hefur verið til stjórnarfund- ar í Kværner hinn 2. nóvember næst- komandi. Á fundinum er búist við að breytingar verði á stjórn félagsins og hefur Aker farið fram á rannsókn á ákvörðunum stjórnar og stjórn- enda Kværner vegna ásakana um að fyrirtækið hafi ekki sinnt upplýs- ingaskyldu sinni sem skyldi. Sér- fræðingar telja að Aker og Yukos séu í sameiningu að ná yfirráðum í Kværner til þess að skipta starfsemi félagsins upp. Kværner tilkynnti síðastliðinn fimmtudag að tekist hefði að tryggja fjármagn til rekstrar samsteypunn- ar í október en ljóst væri að fjárþörf félagsins væri meiri og áform eru uppi um að endurfjármagna félagið með útgáfu nýrra hlutabréfa. Kværner selur hluta starfsem- innar til rússnesks olíufélags STÆRSTI gosdrykkjaframleiðandi heims, Coca-Cola Co., skilaði betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en spáð hafði verið. Ástæðan er aukinn vöxt- ur, bæði í Norður-Ameríku og öðrum hlutum heimsins. Hagnaður fyrirtækisins var 1,07 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 110 milljarðar íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafn- gildir 43 sentum á hlut, sem er sama niðurstaða og á sama tímabili í fyrra. Ef litið er fram hjá óvenjulegum lið- um var hagnaður þriðja fjórðungs þessa árs 45 sent en var 42 sent á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Coca-Cola yf- ir væntingum FÉLAG viðskipta- og hagfræðinga stendur fyrir opnum hádegisverðar- fundi í dag, þriðjudag, þar sem fjallað verður um gengi krónunnar, skattamál og fleira í ljósi aukinnar óvissu á alþjóðavettvangi. Yfirskrift fundarins er: Hvað er framundan í efnahagsmálum þjóðarinnar? Aukin óvissa á alþjóðavettvangi! Fyrirlesarar á fundinum verða Már Guðmundsson, aðalhagfræðing- ur Seðlabanka Íslands og Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahags- skrifstofu fjámálaráðuneytisins. Fundarstjóri verður Gylfi Magnús- son, dósent við viðskiptaskor Há- skóla Íslands. Fundurinn verður haldinn á Rad- isson SAS, Hótel Sögu, Ársal 2. hæð frá klukkan.12 til 13:30. Félag viðskipta- og hagfræðinga Fundur um efnahagsmál ÍSLENSKI fjársjóðurinn var rekinn með 147,5 milljóna króna tapi fyrir skatta á tímabilinu maí til og með júlí. Að teknu tilliti til skattalegrar meðferðar nam tap tímabilsins 101,2 milljónum króna. Eigið fé Íslenska fjársjóðsins nam 747,3 milljónum króna í lok tímabilsins og hafði því minnkað um 118 milljónir eða um 13,6% á umræddu tímabili. Landsbréf sjá um daglegan rekst- ur sjóðsins en stærstu einstöku hlut- hafarnir eru Go-Pro Landsteinar Group og Flaga. Eigið fé Íslenska fjársjóðsins rýrnar um 13,6% FYRIRTÆKIN Strikamerki og Gagnastýring hafa sameinast undir nafninu Strikamerki-Gagnastýring hf. Fyrirtækin hafa sérhæft sig í sölu og þjónustu á sviði handtölva, lím- miðaprentara, afgreiðslukerfa og þráðlausra netkerfa en með stærri einingu mun hið sameinaða fyrirtæki geta boðið breiðari vörulínu auk sér- hæfðrar þjónustu, segir í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu. Strikamerki og Gagnastýring sameinuð DAGVINNULAUN hækkuðu um 0,4% á milli ágúst og september síð- astliðins samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands sem birt var í gær. Þá hefur Hagstofan reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan október og hækkaði vísi- talan um 0,3%. Hækkun vísitölunnar síðastliðna þrjá mánuði samsvarar 1,2% hækkun á ári, en síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala bygging- arkostnaðar hækkað um 6,8%. Launavísitala hækkar um 0,4% ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.