Morgunblaðið - 23.10.2001, Síða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ANNAÐ stærsta olíufyrirtæki Rúss-
lands, Yukos, hefur keypt tvö dótt-
urfyrirtæki norska stórfyrirtækisins
Kværner. Yukos greiðir um 100
milljónir dollara eða sem nemur um
10 milljörðum íslenskra króna fyrir
þennan hlut af starfsemi Kværner.
Kværner hefur átt í fjárhagsvand-
ræðum og er fjárhagsstaða fyrirtæk-
isins slæm. Yukos á hagsmuna að
gæta því að félögin sem það kaupir
nú eru verktakar í stóru verkefni
Yukos á Priobskoye-olíusvæðinu í
vestur-Síberíu og eru tekjur frá
Yukos stór hluti af tekjum þessara
félaga. Saman starfa um eitt þúsund
manns hjá fyrirtækjunum sem eru
með starfsemi í Bretlandi, Sviss,
Frakklandi og Ítalíu.
Yukos hefur keypt hlutabréf í
Kværner að undanförnu. Síðastlið-
inn miðvikudag gerði eignarhalds-
félag í eigu Yukos hluthöfum Kværn-
er tilboð í hlutabréf félagsins. Yukos
átti fyrir 12,1% í félaginu. Yukos
mun verða stærsti hluthafinn í
Kværner með 25% hlut ef því tekst
að auka hlut sinn. Aker Maritime,
norskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í
olíugeiranum, hefur fram að þessu
verið stærsti hluthafi Kværner með
18% hlut.
Boðað hefur verið til stjórnarfund-
ar í Kværner hinn 2. nóvember næst-
komandi. Á fundinum er búist við að
breytingar verði á stjórn félagsins
og hefur Aker farið fram á rannsókn
á ákvörðunum stjórnar og stjórn-
enda Kværner vegna ásakana um að
fyrirtækið hafi ekki sinnt upplýs-
ingaskyldu sinni sem skyldi. Sér-
fræðingar telja að Aker og Yukos
séu í sameiningu að ná yfirráðum í
Kværner til þess að skipta starfsemi
félagsins upp.
Kværner tilkynnti síðastliðinn
fimmtudag að tekist hefði að tryggja
fjármagn til rekstrar samsteypunn-
ar í október en ljóst væri að fjárþörf
félagsins væri meiri og áform eru
uppi um að endurfjármagna félagið
með útgáfu nýrra hlutabréfa.
Kværner selur hluta starfsem-
innar til rússnesks olíufélags STÆRSTI gosdrykkjaframleiðandi
heims, Coca-Cola Co., skilaði betri
afkomu á þriðja ársfjórðungi en spáð
hafði verið. Ástæðan er aukinn vöxt-
ur, bæði í Norður-Ameríku og öðrum
hlutum heimsins.
Hagnaður fyrirtækisins var 1,07
milljarðar Bandaríkjadala, eða um
110 milljarðar íslenskra króna, á
þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafn-
gildir 43 sentum á hlut, sem er sama
niðurstaða og á sama tímabili í fyrra.
Ef litið er fram hjá óvenjulegum lið-
um var hagnaður þriðja fjórðungs
þessa árs 45 sent en var 42 sent á
sama tímabili í fyrra.
Hagnaður
Coca-Cola yf-
ir væntingum
FÉLAG viðskipta- og hagfræðinga
stendur fyrir opnum hádegisverðar-
fundi í dag, þriðjudag, þar sem
fjallað verður um gengi krónunnar,
skattamál og fleira í ljósi aukinnar
óvissu á alþjóðavettvangi. Yfirskrift
fundarins er: Hvað er framundan í
efnahagsmálum þjóðarinnar? Aukin
óvissa á alþjóðavettvangi!
Fyrirlesarar á fundinum verða
Már Guðmundsson, aðalhagfræðing-
ur Seðlabanka Íslands og Bolli Þór
Bollason, skrifstofustjóri efnahags-
skrifstofu fjámálaráðuneytisins.
Fundarstjóri verður Gylfi Magnús-
son, dósent við viðskiptaskor Há-
skóla Íslands.
Fundurinn verður haldinn á Rad-
isson SAS, Hótel Sögu, Ársal 2. hæð
frá klukkan.12 til 13:30.
Félag viðskipta-
og hagfræðinga
Fundur um
efnahagsmál
ÍSLENSKI fjársjóðurinn var rekinn
með 147,5 milljóna króna tapi fyrir
skatta á tímabilinu maí til og með
júlí. Að teknu tilliti til skattalegrar
meðferðar nam tap tímabilsins 101,2
milljónum króna. Eigið fé Íslenska
fjársjóðsins nam 747,3 milljónum
króna í lok tímabilsins og hafði því
minnkað um 118 milljónir eða um
13,6% á umræddu tímabili.
Landsbréf sjá um daglegan rekst-
ur sjóðsins en stærstu einstöku hlut-
hafarnir eru Go-Pro Landsteinar
Group og Flaga.
Eigið fé Íslenska
fjársjóðsins
rýrnar um 13,6%
FYRIRTÆKIN Strikamerki og
Gagnastýring hafa sameinast undir
nafninu Strikamerki-Gagnastýring
hf. Fyrirtækin hafa sérhæft sig í sölu
og þjónustu á sviði handtölva, lím-
miðaprentara, afgreiðslukerfa og
þráðlausra netkerfa en með stærri
einingu mun hið sameinaða fyrirtæki
geta boðið breiðari vörulínu auk sér-
hæfðrar þjónustu, segir í fréttatil-
kynningu frá fyrirtækinu.
Strikamerki og
Gagnastýring
sameinuð
DAGVINNULAUN hækkuðu um
0,4% á milli ágúst og september síð-
astliðins samkvæmt launavísitölu
Hagstofu Íslands sem birt var í gær.
Þá hefur Hagstofan reiknað vísitölu
byggingarkostnaðar eftir verðlagi
um miðjan október og hækkaði vísi-
talan um 0,3%. Hækkun vísitölunnar
síðastliðna þrjá mánuði samsvarar
1,2% hækkun á ári, en síðastliðna
tólf mánuði hefur vísitala bygging-
arkostnaðar hækkað um 6,8%.
Launavísitala
hækkar um 0,4%
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦