Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 53
DAGBÓK NÝ SENDING
Sloppar, náttföt og náttkjólar
fyrir dömur og herra
Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá,
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert raunsær og ráðagóð-
ur en þarft að temja skap
þitt betur þegar eitthvað
blæs á móti.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ættir að setjast niður með
þínum nánustu og fara í gegn
um málin, sérstaklega hvaða
væntingar þið hafið hvert um
annað. Lykilorðið er skiln-
ingur.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nú getur þú ekki lengur vik-
ist undan því að ganga í þau
mál, sem þú hefur látið danka
að undanförnu. Þú ert vel
upplagður til stórra átaka.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú lendir í þeirri aðstöðu að
þurfa að útskýra þitt mál fyr-
ir ungu fólki. Reyndu ekki að
slá ryki í augu þess, talaðu
bara hreint út.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ættir að setjast niður með
þínum nánustu og fara í gegn
um þau plön sem þið hafið um
framtíðina. Slíkir fundir eru
bæði til gagns og gamans.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ættir að hlusta á ráð þér
eldri manna. Þeir geta kennt
þér ýmislegt, þó ekki væri
nema að forðast afdrifarík
mistök, sem öllum verða á.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ættir að segja samstarfs-
mönnum þínum hvaða hug-
myndir þú hefur um starf
ykkar. Orð þín munu falla í
frjóan jarðveg ef þú bara ert
sannur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ættir að láta það eftir þér
að sækja aukna menntun á
ákveðnu sviði. Það skiptir
engu þótt tengsl þess og
starfsins liggi ekki í augum
uppi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú þarft að sjá til þess að
fjölskyldan deili ábyrgðinni,
en þú sitjir ekki uppi með all-
an höfuðverkinn. Talaðu æs-
ingalaust um hlutina.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hittir óvænt gamlan vin
sem getur komið þér til
hjálpar í erfiðu persónulegu
máli. Láttu hann samt ekki
taka öll völdin í sínar hendur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú þarft að staldra við og
taka þér tíma til þess að fara í
gegn um þau mál sem bíða á
borðinu þínu. Taktu ekki
fleiri að þér fyrr en þessi eru
búin.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Gleymdu því ekki að það sem
þú gerir nú hefur áhrif á
framtíðina. Flýttu þér því
ekki að neinu heldur ígrund-
aðu vel hvað þú tekur til
bragðs.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þótt þér finnist þú hafa í
mörg horn að líta máttu ekki
missa sjónar á stóra tak-
markinu. Hvað sem þú gerir
láttu það beina þér rétta leið.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 23.
október, er sextug Margrét
S. Jóhannsdóttir, Hagamel,
Grenivík. Eiginmaður henn-
ar er Oddgeir Ísaksson. Þau
taka á móti gestum á æsku-
heimili Margrétar, Miðgörð-
um, nk. laugardag, 27. októ-
ber, frá kl. 18–22.
80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 23.
október, verður áttræð Sig-
ríður Guðmundsdóttir frá
Sæbóli í Aðalvík, Sunnu-
braut 1b, Kópavogi, áður
Eskihlíð 22. Sigríður tekur á
móti gestum, vinum og
vandamönnum í félagsheim-
ilinu Gjábakka, Fannborg 8,
Kópavogi (ekið inn frá
Hamraborg), laugardaginn
27. október frá kl. 16-19.
Heimsmeistaramótið í
sveitakeppni hófst í París
á sunnudaginn, í opnum
flokki, kvennaflokki og
flokki öldunga, sem er ný
keppni. Átján þjóðir berj-
ast um Bermúdaskálina –
verðlaunagrip opna
flokksins – sextán sveitir
keppa í kvennaflokki, en
tíu í flokki öldunga. Nú-
verandi heimsmeistarar
Bandaríkjanna eru á
meðal keppenda opna
flokksins, nákvæmlega
sama lið og vann Brasilíu
í Bermúda fyrir tæpum
tveimur árum. Sú sveit er
vissulega sigurstrangleg,
en þó er ljóst að Ítalir,
Pólverjar og Norðmenn
ætla sér líka stóra hluti.
Spil eru ekki farin að
berast frá mótinu, en við
skulum hita upp með því
að skoða eitt frá síðasta
úrslitaleik:
Austur gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ D7
♥ KD9864
♦ K85
♣D5
Vestur Austur
♠ KG10653 ♠ Á42
♥ 752 ♥ 10
♦ 3 ♦ D9642
♣G32 ♣Á876
Suður
♠ 98
♥ ÁG3
♦ ÁG107
♣K1094
Fjögur hjörtu vinnast í
NS, en hins vegar eiga
AV ódýra fórn í fjóra
spaða. Í opna salnum
komust Brasilíumennirn-
ir ekki inn í sagnir eftir
veika grandopnun Rod-
wells í suður:
Vestur Norður Austur Suður
Campos Meckstr. Villas-Boas Rodwell
– – Pass 1 grand
Pass 4 tíglar Dobl 4 hjörtu
Allir pass
Fjórir tíglar Meckstr-
oths er yfirfærsla í hjarta
og dobl Villas-Boas virð-
ist eiga að sýna tígul.
Vestur kom út með tíg-
ulþristinn og Rodwell
fékk því ellefu slagi: 650.
Í lokaða salnum sýndi
Hamman á sér unglega
hlið þegar hann vakti í
austur á tíu punkta:
Vestur Norður Austur Suður
Soloway Janz Hamman Mello
– – 1 tígull Pass
1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu
4 spaðar Pass Pass Dobl
Allir pass
Fyrir bragðið gat Solo-
way komið spaðanum á
framfæri og þegar
Hamman studdi litinn
var leiðin í fjóra spaða
greið. Út kom hjarta-
kóngur, sem suður yfir-
tók til að trompa út.
Soloway tók með kóngi
heima og spilaði tígli að
blindum. Norður fór upp
með kónginn og reyndi
laufdrottningu. Það kost-
aði slag, því nú gat Solo-
way tekið trompásinn og
spilað laufi að gosanum:
einn niður, 100 í NS og 11
IMPar til Bandaríkja-
manna.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
LJÓÐABROT
LILJA
Almáttugr guð, allra stétta
yfirbjóðandi engla og þjóða,
ei þurfandi stað né stundir,
staði haldandi í kyrrleiks valdi,
senn verandi úti og inni,
uppi og niðri og þar í miðju,
lof sé þér um aldr og ævi,
eining sönn í þrennum greinum.
– – –
Fyrri menn, er fræðin kunnu
forn og klók af heiðnum bókum,
slungin mjúkt af sínum kongum
sungu lof með danskri tungu.
Í þvílíku móðurmáli
meir skyldumst eg en nokkur þeirra
hrærðan dikt með ástarorðum
allsvaldanda kongi að gjalda.
– – –
Eysteinn munkur Ásgrímsson
STAÐAN kom upp í A-
flokki Haustmóts Tafl-
félags Reykjavíkur. Ingvar
Þór Jóhannesson (2055)
hafði hvítt gegn sigurveg-
ara mótsins, Sigurbirni
Björnssyni (2320). 32.
Hxd5! De6 32...cxd5 gekk
ekki upp vegna 33. Bxd5+
Kf8 34. Dh8#. 33. Hd2 Hb8
34. He2?! Mun sterkara var
að leika 34. Dd4 þar sem
eftir t.d. 34...Rf6 35.
He2 er mun einfaldara
fyrir hvítan að inn-
byrða vinninginn en
eftir textaleikinn.
Framhaldið varð:
34...Df6 35. Dxf6 Rxf6
36. He6 Kf7 37. Hxc6
Re8 38. Bd5+ Kf8 39.
Ha6 Hxb4 40. Ha8
Ke7 41. Bc6 Hb2+ 42.
Kh3 Rg7 43. Hc8 Re6
44. Bh1 Kf6 45. Bd5
Rxc5 46. Hxc7 Rd3
47. Hf7#. Þetta var
eina tapskák Sigur-
björns í mótinu en lokastað-
an varð þessi: 1. Sigurbjörn
Björnsson (2320) 9 vinninga
af 11 mögulegum 2. Björn
Þorsteinsson (2240) 8½ v. 3.
Ingvar Þór Jóhannesson
(2055) 8 v. 4. Arnar Gunn-
arsson (2270) 7 v. 5. Davíð
Kjartansson (2130) 6½ v.
6.–7. Dagur Arngrímsson
(1980) og Sævar Bjarnason
(2320) 5 v. 8. Jón Árni Hall-
dórsson (2130) 4 ½ v. 9.–10.
Júlíus Friðjónsson (2220)
og Guðjón Heiðar Val-
garðsson (1985). 11. Guðni
Stefán Pétursson (1945) 3
v. 12. Einar Kr. Einarsson
(2070).
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 23.
október, er fimmtug Hanna
Sigríður Jósafatsdóttir
hjúkrunarfræðingur, Loga-
sölum 12, Kópavogi. Hún og
eiginmaður hennar, Hannes
Fr. Guðmundsson, sem varð
fimmtugur 16. júlí sl., taka á
móti fjölskyldu og vinum á
heimili sínu laugardaginn
27. október kl. 17.
Já, en mamma,
heilsuræktin er
meira en kílómeter
í burtu.