Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 60
OPINBER heimsókn Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra til Japans hófst í gærmorgun en þá átti hann m.a. fund með Makiko Tanaka, utanríkisráðherra Japans. Á fundinum var rætt um samskipti Íslands og Japans, þar á meðal formlega opnun sendiráðs Íslands í Tókýó á fimmtudag. Ráðherrarnir ræddu jafnframt um leiðir til að efla viðskipti ríkjanna og mögu- leika á frekari tollaívilnunum í því skyni. „Ég lýsti miklum áhuga Íslands og annarra ríkja EFTA á því að gera fríverslunarsamning við Japan og fannst því tekið vel á fundinum. Það hafa verið ákveðnar hindranir í veginum í útflutningi fiskafurða frá Íslandi til Japans og ég tel afar brýnt að styrkja þennan mikilvæga markað,“ sagði Halldór Ásgrímsson við Morgunblaðið í gær. Utanríkisráðherrarnir ræddu einnig á fundi sínum um hvalveiði- mál og gagnkvæman stuðning og samstarf þjóðanna innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Þá fjölluðu þeir um baráttuna gegn hryðjuverkum og voru sammála um mikilvægi al- þjóðlegrar samstöðu í því efni. Heimsókn utanríkisráðherra til Japans hófst með opnun íslenskra viðskiptadaga í Tókýó. Viðskipta- þjónusta utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráð Íslands stóðu að undirbúningi íslenskra viðskipta- daga ásamt japönskum samstarfs- aðilum. Þar verður meðal annars efnt til þriggja málþinga þar sem fjallað verður um hátækni, ferða- þjónustu og sjávarútveg á Íslandi. Fríverslun milli EFTA og Japans rædd Morgunblaðið/Lárus Karl Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Makiko Tanaka, utanríkis- ráðherra Japans, koma af fundi sínum í Tókýó í gær.  Nýr kafli/12 Utanríkisráðherra í heimsókn í Japan MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FIMMTÁN manns var gefið sýkla- lyf gegn hugsanlegu miltisbrands- smiti eftir að hvítt duft, sem talið var að gæti innihaldið miltisbrandsgró, féll úr umbúðum utan af breska tímaritinu The Economist þegar það var opnað á skrifstofum Borgarend- urskoðunar við Tjarnargötu 12 í gær. Tveir starfsmenn Borgarend- urskoðunar voru taldir hafa komist í snertingu við efnið og voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Christopher Collins, dreifinga- stjóri The Economist, að duftið væri að öllum líkindum meinlaust. Lík- lega væri um að ræða duft sem notað er til að auðvelda pökkun á tímarit- inu. Í ljósi atburða síðustu daga og vikna væri þó skiljanlegt að fólki brygði þegar duft félli úr póstsend- ingu. Tilkynning um að torkennilegt duft hefði fundist í póstsendingu barst lögreglu og slökkviliði skömmu fyrir hádegi. Tilkynningin var tekin mjög alvarlega og var a.m.k. þremur lögreglubílum og jafnmörgum sjúkrabílum þegar stefnt í Tjarnar- götu. Eiturefnakafarar frá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins voru enn- fremur sendir á svæðið auk annarra slökkviliðsmanna. Í tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík kemur fram að „[í] ljósi atburða síðustu daga er ástæða til að taka á málinu af fullri alvöru og þar til annað kemur í ljós verður litið svo á að hugsanlega geti verið um milt- isbrand að ræða“. Jafnframt var fólk sem fær tímaritið The Economist hvatt til að sýna fyllstu aðgæslu. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, sagði að þrátt fyr- ir upplýsingarnar frá The Economist yrði áfram gert ráð fyrir að um milt- isbrandsgró gæti verið að ræða þar til annað kæmi í ljós. Búist er við að niðurstöður liggi fyrir í fyrramálið. Stjórnvöld hafa skipað starfshóp sjö ráðuneytisstjóra sem ætlað er að koma með tillögur að aðgerðum ef upp koma tilvik sýkla- og eiturefna- hernaðar hér á landi. Verði gripið til víðtækra aðgerða gæti kostnaður hlaupið á tugum milljóna króna, samkvæmt upplýsingum úr heil- brigðiskerfinu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra gerði tillögu um starfshópinn og kynnti jafnframt í ríkisstjórn þær aðgerðir sem þegar hefði verið grip- ið til, m.a. að rætt hafi verið við að- stoðarmann heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna um hugsanlega að- stoð ef hætta stafaði hér af sýkla- og eiturefnavopnum. Starfshópi ætlað að skila tillögum um aðgerðir gegn eiturefnahernaði 15 manns gefið sýkla- lyf gegn miltisbrandi Morgunblaðið/Júlíus Tveir starfsmenn Borgarendurskoðunar voru fluttir á slysadeild en þeir komust í snertingu við duft sem talið var að gæti innihaldið miltisbrandsgró.  Kostnaður/6 ÍSLENDINGARNIR tveir sem voru handteknir á Spáni í sumar með tæplega 200 kíló af hassi hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi hvor, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Mennirnir voru handteknir 10. júní sl. Þeir voru þá á leið til Costa Brava, sem er vin- sæll ferðamannastaður skammt frá Barcelona. Tæp- lega 200 kíló af hassi fundust í bifreið þeirra en því hafði ver- ið komið fyrir í skókössum. Hassið var ýmist í kúlum eða töflum og af mismunandi stærðum og gerðum. Í bílnum fundust jafnframt tæki og tól til að pakka hassinu í sölu- umbúðir en talið var að hassið hafi verið ætlað til sölu á Costa Brava-svæðinu. Þriggja ára fangelsi á Spáni Enginn árangur á sáttafundi SAMNINGANEFNDIR tónlistar- kennara og sveitarfélaga sátu á samningafundi í húsakynnum Rík- issáttasemjara um helgina og frá klukkan tíu í gærmorgun og fram til kvölds án þess að nokkur telj- andi árangur næðist. Verkfall um 620 félagsmanna í Félagi tónlistar- kennara og Félagi íslenskra hljóm- listarmanna hófst á miðnætti í fyrrinótt. Talið er að um 11 þúsund nemendur í landinu séu nú án tón- listarkennslu. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari hefur boðað annan samningafund þessara deiluaðila á hádegi í dag. Hann sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að þrátt fyrir lítinn ár- angur í gær vildu menn hittast áfram til að reyna að finna lausn. Samninganefndir sjúkraliða, rík- isins og sveitarfélaga áttu stuttan en árangurslausan fund hjá sátta- semjara í gær. Boðaður hefur verið fundur með sjúkraliðum og fulltrú- um Reykjavíkurborgar á föstudag og með launanefnd sveitarfélaganna á þriðjudag í næstu viku.  Mismunandi/4 Mun dýrara að skipta um hjólbarða MEÐALKOSTNAÐUR við að skipta um hjólbarða á fólksbíl hef- ur hækkað um 21% frá því á sama tíma í fyrra, samkvæmt könnun Samkeppnisstofnunar. Stofnunin kannaði hinn 15. október síðastlið- inn verð á ónegldum og negldum vetrarhjólbörðum hjá 26 hjólbarða- verkstæðum á höfuðborgarsvæð- inu. Athygli vekur að á sama tíma og meðalkostnaður við að skipta um hjólbarða hækkar um 21% hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8% og launavísitalan um 9,1%, bendir Samkeppnisstofnun ennfremur á.  21% dýrara/23 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.