Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isPál Viðar Gíslason dreymir
ekki landsliðssæti/B5
Ísrael Duranona til liðs við
Framara/B1
12 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Morgunblað-
inu í dag fylgir
auglýsingablað frá
atvinnumálanefnd
Akraness.
Blaðinu verður
dreift um allt land.
ÞRÍR þingmenn úr stjórnmálaflokk-
um stjórnarandstöðunnar á Alþingi
hafa lagt fram frumvarp um breyt-
ingu á lögum um stjórn fiskveiða, þar
sem gert er ráð fyrir að smábátasjó-
menn verði ekki kvótasettir í öðru en
þorskaflahámarkskerfi. Flutnings-
menn frumvarpsins eru þeir Guðjón
A. Kristjánsson (F), Karl V. Matth-
íasson (S) og Árni Steinar Jóhanns-
son (Vg). Í greinargerð segir að þess
sé freistað að skipa málum þannig að
krókaveiðibátar undir 6 brúttótonn-
um fái að búa við það veiðikerfi þorsk-
aflahámarks og sóknartakmarkana
sem sjómenn hafi sætt sig við und-
anfarin ár og geti sætt sig við næstu
árin.
„Ætlað er að koma á þeirri skipan
mála til framtíðar að lögfesta veiði-
kerfi krókabáta sem næst óbreytt
eins og framkvæmd þess var fyrir 1.
september sl. Frumvarpið er byggt á
þeirri framkvæmd sem gilt hefur um
veiðar krókabáta undanfarin þrjú ár
og þar af leiðandi fellur krókaafla-
hlutdeild eða krókaaflamark niður
samkvæmt frumvarpinu. Með því
verða smábátasjómenn ekki kvóta-
settir í öðru en þorskaflahámarks-
kerfi.“
Lágmarksfjöldi sóknardaga
verði 23 dagar án takmörkunar
Flutningsmenn leggja þó til nokkr-
ar breytingar á þeim lögum sem gilt
hafa um veiðar krókabáta. Til sókn-
arminnkunar er lagt til að veiðar
þorskaflahámarksbáta verði tak-
markaðar við að róið sé með mest 24
bala með 500 krókum hver á sólar-
hring. Einnig að lágmarksfjöldi sókn-
ardaga verði 23 dagar án takmörk-
unar á heildarafla. Þá er lagt til að
setja inn tímamælingu á sjósókn
sóknardagabáta sem veiða á hand-
færi í 23 daga á hverju fiskveiðiári.
Flutningsmenn frumvarpsins
benda á að miklar deilur hafi staðið
um veiðar krókabáta hér á landi á
undanförnum árum, enda sé þeim
settur mun þrengri rammi hér á landi
en víða annars staðar.
„Ófriður hefur ríkt um veiðikerfi
smábátanna en undanfarin ár hafa
stjórnvöld gengið erinda stórútgerð-
armanna gegn hagsmunum smábáta-
sjómanna og fólks í hinum dreifðu
sjávarbyggðum landsins.“
Kvótasetning smábáta óeðlileg
Flutningsmenn telja óeðlilegt að
kvótasetja smábátaflotann, enda
þjóni það ekki hagsmunum þjóðarinn-
ar að hefta veiðar hans. Verðmæti
ykjust frekar af auðlindinni ef smá-
báta- og strandveiðiflotinn fengi að
veiða meira af ýsu, ufsa og steinbít.
Sumar þessar tegundir hafi ekki verið
fullnýttar af stórútgerðinni á undan-
förnum árum og smábátaflotinn hafi
bjargað milljörðum króna í afla- og
útflutningsverðmætum sem ella hefði
ekki verið aflað.
„Ljóst er orðið að þann tíma sem
nú er liðinn af þessu fiskveiðiári, fram
í miðjan október, hefur róðrarlag
smábátanna verið með allt öðrum
hætti en undanfarin ár. Þetta róðr-
arlag, sem stjórnvöld hafa komið á
með byggðafjandsamlegum aðgerð-
um sínum, hefur orðið til þess að at-
vinna við veiðar smábátanna hefur
snarminnkað í mörgum sjávarbyggð-
um landsins. Þar til viðbótar vantar
nýjan fisk af dagróðrarbátum til
vinnslu fyrir ferskfisksmarkaði innan
lands og utan. Leiguverð á ýsu og
þorski fer enn hækkandi og var þó
talið allt of hátt fyrir 1. september sl.
Stjórnvöld hafa með verkum sínum
unnið gegn markmiðum laga um að
tryggja trausta atvinnu og byggð í
landinu. Í stað þess að gera allt til
varnar því að fólk fari af landsbyggð-
inni til höfuðborgarsvæðisins stefna
aðgerðirnar gegn smábátaútgerðinni
og fólkinu í sjávarbyggðum landsins.
Nú er mál að snúið verði af þeirri
óheillabraut,“ segir í greinargerðinni.
Frumvarp stjórnarandstöðuflokka
Smábátar ekki
kvótasettir
nema í þorski
LAUNAVÍSITALA Hagstofu Ís-
lands hækkaði um 1,69% milli 2. og 3.
ársfjórðungs í ár. Laun á almennum
vinnumarkaði hækkuðu um 1,05% á
tímabilinu samkvæmt mælingum
Hagstofunnar en laun opinberra
starfsmanna og bankamanna hækk-
uðu um 2,75% á sama tímabili.
Þegar hækkun launa í ár sam-
kvæmt mælingu launavísitölunnar
er skoðuð kemur í ljós að launavísi-
talan hefur að meðaltali hækkað um
8,15% það sem af er þessu ári frá 4.
ársfjórðungi í fyrra. Þar af hafa laun
á almennum markaði hækkað um
6,65% en laun opinberra starfs-
manna og bankamanna um 10,37%.
Sama er upp á teningnum þegar
horft er lengra aftur í tímann, laun
opinberra starfsmanna og banka-
manna hafa hækkað verulega um-
fram laun á almennum markaði,
samkvæmt mælingu launavísitölu
Hagstofu Íslands. Þannig hefur vísi-
talan hækkað að meðaltali um rúm
44% á síðustu fimm árum. Laun á al-
mennum vinnumarkaði hafa hækkað
um rúm 37% á tímabilinu en laun op-
inberra starfsmanna og banka-
manna hafa hækkað um 55%.
1,69% hækkun launavísitölunnar milli 2. og 3. ársfjórðungs
Laun hækka meira
hjá hinu opinbera
BETUR fór en á horfðist er
rjúpnaskytta varð fyrir hagla-
skoti félaga síns þar sem þeir
voru á rjúpnaveiðum í Gjá-
stykki á Þeistareykjasvæðinu
sl. föstudag. Maðurinn, Sig-
urður Hálfdánarson, fékk högl
í andlit og líkama, m.a. í annað
augað og var hann fluttur með
sjúkrabifreið á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, þar
sem gert var að sárum hans.
Sigurður bar sig nokkuð vel
er blaðamaður Morgunblaðsins
heimsótti hann á FSA í gær,
skömmu áður en hann var út-
skrifaður af spítalanum. „Þetta
var vissulega mikil lífsreynsla
en ég er ekkert viss um að ég
vildi frekar vera í sporum fé-
laga míns, sem var mjög brugð-
ið.“
Á þessari stundu er alls óvíst
hvort Sigurður hljóti varan-
legan skaða vegna óhappsins.
Hann hefur þó enn ekki fulla
sjón á öðru auganu en Sig-
urður sagðist hafa von um að
ná fullri sjón á ný þegar bólgan
í auganu hjaðnar. Sigurður
notar gleraugu en hann hafði
tekið þau niður rétt áður en
slysið varð.
Sigurður og félagi hans hafa
stundað veiðar saman til fjölda
ára en þeir voru tveir á ferð
um Þeistareykjasvæðið í sól og
blíðu þegar slysið varð. „Það er
með þetta eins og önnur slys,
það eru ekkert endilega þeir
sem eru að aka í fyrsta skipti
sem lenda í umferðarslysum.“
Fjarlægðin á milli þeirra
félaga um 80–100 metrar
Sigurður sagði að félagi sinn
hafi verið uppi í hlíð en hann
sjálfur þar töluvert fyrir neð-
an. Rjúpa hafi flogið upp, sem
félagi hans hafi miðað á og
skotið þar sem hann hafi ekki
orðið sín var. Sigurður sagði
að fjarlægðin á milli þeirra fé-
laga hafi verið um 80–100
metrar og rjúpan flogið mitt á
milli þeirra. Rjúpan lá og hún
hefur vafalítið fengið töluvert
af höglunum í sig.
Sigurður sagðist strax hafa
gert sér grein fyrir því hvað
hafi gerst en hann féll á hnén
við höggið og varð strax al-
blóðugur. Hann kallaði til fé-
laga síns sem hraðaði sér til
hans og hringdi þegar í stað til
Húsavíkur eftir aðstoð. Fé-
lagarnir héldu strax í átt að bíl
sínum um 0,5–1 km leið og óku
síðan í um hálfa klukkustund
eftir vegslóða á móti sjúkra-
bifreiðinni, sem var með lækni
innanborðs.
Sigurður sagði að lögregla
og sjúkraflutningamenn á
Húsavík hafi sýnt mjög skjót
viðbrögð og verið komnir á
svæðið eins fljótt og mögulegt
var.
Rjúpnaskytta varð fyrir hagla-
skoti veiðifélaga í Gjástykki
„Hefði ekkert
frekar viljað
vera í sporum
félaga míns“
TVEIR innbrotsþjófar reyndu að
komast undan lögreglu með ofsa-
akstri um Reykjavík í fyrrinótt og
mildi þykir að engin slys hafi orðið,
en bifreið mannanna mældist á allt
að 130 km hraða á klukkustund. Bif-
reiðin var ljóslaus meðan á eftirför-
inni stóð og var ítrekað ekið yfir á
rangan vegarhelming, gegnt rauðu
ljósi og einstefnu. Lögreglan telur að
ökumaðurinn hafi alls gerst brotleg-
ur við 13 greinar umferðarlaga og al-
mennra hegningarlaga.
Áður en mennirnir voru loks
stöðvaðir hafði lögreglan þrisvar
gert tilraun til að stöðva för þeirra.
Við gatnamót Suðurlandsbrautar og
Reykjavegar og á Holtsgötu lokaði
lögreglubíll götunni, en þegar sýnt
þótti að mennirnir ætluðu ekki að
hægja á sér neyddist lögreglan til að
aka bílnum frá til að forða árekstri.
Ofarlega á Laugavegi var reynt að
stöðva innbrotsþjófana með því að
aka lögreglubíl á móti þeim en þar
fór allt á sama veg.
Tveir lögreglubílar skemmdust í
eftirförinni. Bíllinn sem innbrots-
þjófarnir óku skemmdist einnig en
honum hafði verið stolið nokkru fyrr.
!"#$%& '((
!
!
!
!
!
!
"!
!
$%&
!
!
Ofsaakst-
ur um
borgina