Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 21 Málþing um mögulega útrás til Bretlands BRESKA sendiráðið stendur fyrir málþingi næstkomandi fimmtudag um mögulega útrás íslenskra fyrir- tækja til Bretlands. Málþingið er haldið í samvinnu við bresku ríkis- stofnunina InvestUK og hefst það kl. 8.30 í húsakynnum Nýherja að Borg- artúni 37, Reykjavík. Á málþinginu mun Martin Cronin frá InvestUK fjalla um fjárfesting- arumhverfið í Bretlandi í dag, hvaða möguleikar eru fyrir hendi fyrir ís- lensk fyrirtæki sem hafa hug á að flytja starfsemi sína til Bretlands, og hvernig InvestUK getur komið þeim til aðstoðar. Fulltrúar frá Lex lög- mönnum munu flytja stutt erindi um hvað ber að hafa í huga þegar opnuð eru útibú íslenskra fyrirtækja er- lendis. Þá mun Alan Baldwin frá British Telecom fjalla um fjarskipta- markaðinn í Bretlandi og hvaða möguleikar standa opnir fyrirtækj- um á því sviði. SVN fer í þorskeldi SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur sótt um leyfi til að ala allt að 200 tonnum af þorski í sjókvíum undan Strönd í Norðfirði. Tilgangur eldisins er að öðlast þekkingu á þorskeldi og búa í haginn fyrir framtíðina. Ætlunin er að veiða þorsk í dragnót nú í haust og setja fiskinn lifandi í kvíar og ala hann á loðnu, síld og kolmunna þar til hæfilegri stærð fyrir vinnslu er náð. Ráðgert er að ná um 7.000 fiskum á stærðarbilinu 0,7 til 1,2 kíló og ala í sláturstærð, 2,5 kíló. Þetta kemur fram í fréttabréfi Síld- arvinnslunnar en þar segir ennfrem- ur: „Þær tilraunir sem gerðar hafa verið hér við land benda til þess að gera megi ráð fyrir fjórföldun og jafn- vel fimmföldun á þyngd þorsks í eldi á 18 mánuðum. Ef vel tekst til og til- kostnaður eldisins verður innan skyn- samlegra marka má gera ráð fyrir að sótt verði um leyfi til að ala meira magn en ofangreind 200 tonn.“ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.