Morgunblaðið - 23.10.2001, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 21
Málþing um
mögulega
útrás til
Bretlands
BRESKA sendiráðið stendur fyrir
málþingi næstkomandi fimmtudag
um mögulega útrás íslenskra fyrir-
tækja til Bretlands. Málþingið er
haldið í samvinnu við bresku ríkis-
stofnunina InvestUK og hefst það kl.
8.30 í húsakynnum Nýherja að Borg-
artúni 37, Reykjavík.
Á málþinginu mun Martin Cronin
frá InvestUK fjalla um fjárfesting-
arumhverfið í Bretlandi í dag, hvaða
möguleikar eru fyrir hendi fyrir ís-
lensk fyrirtæki sem hafa hug á að
flytja starfsemi sína til Bretlands, og
hvernig InvestUK getur komið þeim
til aðstoðar. Fulltrúar frá Lex lög-
mönnum munu flytja stutt erindi um
hvað ber að hafa í huga þegar opnuð
eru útibú íslenskra fyrirtækja er-
lendis. Þá mun Alan Baldwin frá
British Telecom fjalla um fjarskipta-
markaðinn í Bretlandi og hvaða
möguleikar standa opnir fyrirtækj-
um á því sviði.
SVN fer í
þorskeldi
SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað
hefur sótt um leyfi til að ala allt að 200
tonnum af þorski í sjókvíum undan
Strönd í Norðfirði. Tilgangur eldisins
er að öðlast þekkingu á þorskeldi og
búa í haginn fyrir framtíðina. Ætlunin
er að veiða þorsk í dragnót nú í haust
og setja fiskinn lifandi í kvíar og ala
hann á loðnu, síld og kolmunna þar til
hæfilegri stærð fyrir vinnslu er náð.
Ráðgert er að ná um 7.000 fiskum á
stærðarbilinu 0,7 til 1,2 kíló og ala í
sláturstærð, 2,5 kíló.
Þetta kemur fram í fréttabréfi Síld-
arvinnslunnar en þar segir ennfrem-
ur: „Þær tilraunir sem gerðar hafa
verið hér við land benda til þess að
gera megi ráð fyrir fjórföldun og jafn-
vel fimmföldun á þyngd þorsks í eldi á
18 mánuðum. Ef vel tekst til og til-
kostnaður eldisins verður innan skyn-
samlegra marka má gera ráð fyrir að
sótt verði um leyfi til að ala meira
magn en ofangreind 200 tonn.“
♦ ♦ ♦