Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 49 MAGNÚS Þorkell Bernharðsson heldur opinn fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands undir heitinu „Af hverju hata þeir okkur?“ miðviku- daginn 24. október kl. 16.15 í Há- tíðasal Aðalbyggingar Háskóla Ís- lands. „Með hliðsjón af atburðunum sem áttu sér stað í Bandaríkjunum 11. september sl., verður í fyrirlestrin- um fjallað um heimsmynd múslima í Miðausturlöndum og í framhaldi af því um spurninguna sem brennur mjög á Bandaríkjamönnum þessa dagana,“ segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Af hverju hata þeir okkur? NÝ Bónusverslun var opnuð í Kringlunni s.l. laugardag. Hún er til húsa á þeim stað sem verslun Habitat var áður. Verslunin er með hefðbundnu Bónussniði þar sem boðið verður upp á alla helstu vöruflokka í mat- vöru og fjölda vöruliða í sérvöru. Búðin í Kringlunni er sextánda verslun Bónuss. Verslunarstjóri er Ólafur Ingi Gunnarsson. „Bónusmenn hyggja á eina opn- un enn á næstunni en Bónusverslun verður opnuð í hluta af því húsnæði sem Hagkaup hafði á Smáratorgi. Stefnt er að opnun þeirrar versl- unar laugardaginn 1. desember,“ segir í fréttatilkynningu. Bónusversl- un opnuð í Kringlunni KYNNINGARFUNDUR verður haldinn hjá ITC-deildinni Melkorku miðvikudaginn 24. október í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 20 – 22. Kynnt verða ITC samtökin á Ís- landi og hvaða starf fer fram innan Melkorku sem er ein af deildum inn- an ITC. ITC-deildin Melkorka hefur starf- að frá árinu 1982. Fundir eru haldnir í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 2. og 4. miðvikudag hvers mánaðar. Kynning á ITC- deildinni Melkorku HALDIÐ verður heilsunámskeið í Hlíðardalsskóla, Ölfusi, dagana 25.– 28. október. „Í boði verða fyrirlestrar um nýj- ustu vísindalegar rannsóknir frá virtum háskólum um hvernig megi fyrirbyggja hina helstu menningar- sjúkdóma okkar tíma. Fyrirlesarar eru dr. Edda Bakke ND. PhT. og dr. Ole Bakke PhD. ND. PhT. Fyrirlestrarnir fjalla m.a. um næringu, varnarkerfi líkamans, áhrif hinna ýmsu efna á líkamann. Kennd verða heilsuráð, hollar og góðar líkamsæfingar, sýnikennsla í matreiðslu á jurtafæði og fleira, seg- ir í fréttatilkynningu. Heilsunámskeið í Hlíðardalsskóla FRÆÐSLUFUNDUR Kælitækni- félag Íslands verður haldinn fimmtudaginn 25. október kl. 20 í Grand hóteli í Reykjavík, sal Gall- eríi. Fyrirlesarar verða Heiðrún Guð- mundsdóttir, líffræðingur hjá Holl- ustuvernd ríkisins, og Sigurður Bergsson, tæknifræðingur hjá Kælitækni ehf. Fundarstjóri verður Sigurjón Arason. Fræðslufundur um kælitækni FRÆÐSLUKVÖLD um íslam og menningarheim araba verður í Ed- inborgarhúsinu á Ísafirði fimmtu- daginn 25. október kl. 20, á vegum Menningarmiðstöðvarinnar Edin- borgar, Rauða krossins, Fjölmenn- ingarsetursins á Vestfjörðum og Róta. Salman Tamimi fræðir um íslam og meginstoðirnar fimm í trúar- brögðunum. Jóhanna Kristjónsdótt- ir flytur erindi um fjölskylduna í arabaríkjunum og hjónabandsmál. Fræðslukvöld um íslam á Ísafirði KYNNING á starfsemi Íslenska Alpaklúbbsins verður á miðvikudag- inn 24. október kl. 20:30 í risinu að Mörkinni 6, húsi Ferðafélags Ís- lands. Alpaklúbburinn er félag áhuga- manna um fjallamennsku og hefur starfað frá 1977. Hann er opinn öll- um 18 ára og eldri. Á hverjum vetri stendur Alpaklúbburinn fyrir fjölda námskeiða, ferða og myndasýninga. Kynning á Alpaklúbbnum HÁSKÓLARÁÐ Háskóla Íslands boðar til málþings um fjármögnun háskóla, föstudaginn 26. október 2001, kl. 13-16 í Hátíðasal í Aðal- byggingu Háskóla Íslands. Í upphafi málþingsins mun Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands flytja ávarp um starfsumhverfi há- skóla en síðan verða flutt 6 erindi, þau flytja: Ólafur Proppé, Ingjaldur Hannibalsson, Jón Torfi Jónasson, Þórdís Kristmundsdóttir, Tjörvi Ólafsson, Baldvin Þór Bergsson. Eftir flutning erindanna, um kl. 14.30, verða umræður í vinnuhópum. Málþingsstjórar verða Anna Soffía Hauksdóttir og Kristín Ing- ólfsdóttir Málþingið er öllum opið. Málþing um fjár- mögnun háskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.