Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MIÐVIKUDAGINN 17. október
2001, lauk öðru þriggja daga verk-
falli hjá sjúkraliðum. Næsti samn-
ingafundur var ekki boðaður fyrr
en 18. október 2001 kl. 13:00. Ekk-
ert hefur þokast í samningsátt, og
hefur ekki gert lengi. Sjúkraliðum
er kennt þar um, af því þeir vilja
ekki þiggja það sem rétt hefur verið
að sjúkraliðum í öðrum félögum.
Sjúkraliðum í SLFÍ finnst ansi hart
að 70 sjúkraliðar í öðrum félögum
geti stjórnað samningsrétti stéttar-
félags þar sem fjöldinn er yfir
1.500. Ríkið gerði vel við lögreglu-
menn í nýgerðum samningi, svo
dæmi sé tekið, þannig að fordæmi
er fyrir hendi. Og eru lögreglu-
menn vel að þessum samningi
komnir.
Ríkið segist ekki geta sæst á
kröfur sjúkraliða en með því eru
þeir að útrýma stétt sjúkraliða, því
æ fleiri fara til annarra starfa þar
sem laun eru betri.
1. nóvember nk. er ár liðið síðan
samningar voru lausir. Nú þegar
hafa meir en 100 sjúkraliðar hætt
og sagt upp. Sjúkraliðastéttin í dag
er frekar fámenn og má alls ekki
við meiri fækkun. Fækkun á
sjúkraliðum kemur fyrst og fremst
niður á öldrunarheimilum, þar sem
æ fleiri ófaglærðir og jafnvel ótal-
andi á íslenskri tungu hlúa að hin-
um öldruðu síðustu ævikvöld
þeirra.
Ástæðurnar fyrir því hvers vegna
sjúkraliðar eru mikilvægir innan
heilbrigðisþjónustunnar, eru mjög
margar en það sem fyrst kemur
upp í hugann er þetta nána sam-
band sem þeir hafa við skjólstæð-
inga sína. Sjúkraliðar sjá oft fyrstir
allra, ef einhverjar breytingar
verða á heilsu skjólstæðingsins. Því
svo vel þekkir sjúkraliðinn þá sem
hann annast.
Sjúkraliðanámið er 3 ár og 5
mánuðir.
Eftir þessi 3 ár er sjúkraliðum
ætlað að geta brugðist við mismun-
andi sjúkdómstilfellum. Þeir eiga
að geta aðstoðað hjúkrunarfræð-
inginn hvenær sem hann þarf á að-
stoð að halda. Sjúkraliðar geta unn-
ið sjálfstætt og borið ábyrgð á
deild, ef hjúkrunarfræðingurinn er
upptekinn, t.d. að aðstoða við fæð-
ingu.
Sjúkraliðum finnst því krafan um
150 þúsund lágmarkslaun í lok
samningstímabilsins vera mjög
sanngjarna kröfu.
Tökum dæmi:
Sjúkraliði sem unnið hefur frá
1977, hefur 116.000.- þúsund kr. í
fastakaup á mánuði miðað við 100%
vinnu.
Ófaglærður einstaklingur sem
vinnur við ræstingar hefur
102.000.- í fastakaup á mánuði mið-
að við 100% vinnu Er ekki eitthvað
bogið við þetta dæmi? Jú, þrif á
gólfum og borðum er meira metið
en hjúkrun á fólki.
Við erum alls ekki að tala um að
hinn ófaglærði eigi að hafa minni
laun en þarna er, heldur erum við
að biðja um hækkun launa til
sjúkraliða í samræmi við nám og
ábyrgð.
Eru ráðamenn þjóðarinnar í dag
tilbúnir að láta foreldra sína og
jafnvel sjálfa sig, vera á stofnun þar
sem enginn getur rætt við þá um
daginn og veginn vegna tungumála-
örðugleika?
Ef ekki nást samningar við
sjúkraliða er þetta það sem sjúkra-
liðar sjá í framtíðinni fyrir þetta
gamla fólk. Og það er langt frá því
að vera framtíðarsýn sjúkraliðans
um heilbrigðisþjónustuna í framtíð-
inni. Því umhyggja okkar fyrir
skjólstæðingum okkar sem og okk-
ur sjálfum, er miklu meiri en svo að
við viljum sjá þetta verða að veru-
leika allsstaðar á landinu. Þetta er
því miður að byrja aðeins í Reykja-
vík þar sem nokkur hjúkrunar-
heimili hafa fáa sem enga sjúkraliða
í vinnu.
Til þess að sjúkraliðar geti starf-
að ánægðir verða ráðamenn þjóð-
arinnar að ganga til samninga við
sjúkraliða sem fyrst. Einnig verða
þeir að opna augu sín fyrir því að
kröfur okkar um hækkun launa er
miklu minna vandamál, heldur en
það vandamál sem skapast mun er
sjúkraliðum verður útrýmt. Það
gæti kostað íslensku þjóðina það, að
Íslendingum mun fækka allveru-
lega. Og ástæðan gæti verið léleg
heilbrigðisþjónusta fyrir aldraða.
Í velferðarþjóðfélaginu hér á Ís-
landi er verið að hvetja alla til
náms. Fólk leggur jafnvel í langt
nám og safnar skuldum á meðan.
Eftir útskrift er þetta nám oft lítið
metið í launum, og sá sem lagði
þetta nám á sig sér sig knúinn til að
fara á annan starfsvettvang. Til
þess að geta séð sómasamlega fyrir
fjölskyldu sinni. Þetta er hlutur
sem við eigum alls ekki að sætta
okkur við. Við eigum að uppskera
samkvæmt sáningu. Sáning sjúkra-
liðanna er 3 ára nám sem enn í dag
er ekki metið rétt til launa.
Sjúkraliðar munið að „samstaða
er afl sem ekkert fær staðist“.
MARGRÉT ÞÓRA ÓLADÓTTIR,
sjúkraliði á Ísafirði.
Sanngjarnar
kröfur sjúkraliða
Frá Margréti Þóru Óladóttur:
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.