Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 47
minnst með veglegu alþjóðlegu
skákmóti í ráðhúsinu í Reykjavík
sem hefst í dag, 23. október, og
stendur til 1. nóvember, en Jóhann
Þórir Jónsson hefði orðið sextugur
21. október.
Teflt verður í ráðhúsi Reykjavík-
ur og miðast undirbúningur við að
umgjörð mótsins verði sem allra
veglegust. Áhorfendur eru vel-
komnir. Teflt er dag-
lega og umferðir hefj-
ast klukkan 17. Þó
verður frídagur 26.
október.
Fyrirkomulag
mótsins verður þann-
ig, að tefldar verða tíu
umferðir eftir Mon-
rad-kerfi. Umferða-
fjöldinn er óvenjuleg-
ur, en mun algengara
er að tefldar séu níu
umferðir. Viðbótarum-
ferðin eykur hins veg-
ar möguleika á titil-
áföngum, en mikill
áhugi hefur blossað
upp meðal ungra skák-
manna á að ná slíkum
áföngum. Heildarupp-
hæð verðlauna er
7.000 Bandaríkjadalir.
Formaður fram-
kvæmdanefndar móts-
ins er Guðmundur G.
Þórarinsson, fyrrver-
andi forseti Skáksam-
bandsins og bróðir Jó-
hanns Þóris, en aðrir
nefndarmenn eru Rík-
harður Sveinsson,
Einar S. Einarsson,
Helgi Ólafsson og
Hrafn Jökulsson.
Jóhann Þórir Jóns-
son gaf út og ritstýrði
tímaritinu Skák í nær-
fellt 35 ár og gaf auk
þess út fjölda skák-
bóka. Hann var jafn-
framt ötulasti móts-
haldari sem Íslend-
ingar hafa eignast.
Hann hélt m.a. 49
helgarskákmót víða
um land auk tíu alþjóð-
legra skákmóta.
Margt fleira mætti
telja til, en hann var einn af helstu
máttarstólpum skákarinnar hér á
landi meðan hans naut við. Hann
lést 2. maí 1999.
Skákmót á næstunni
SÍ. 23.10. Minnm. Jóhanns Þóris
SA. 25.10. Hraðskákmót
Daði Örn Jónsson
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 47
BJARNI Pálmarsson, formaður
leigubílstjórafélagsins Átaks, segir að
stór hópur leigubílstjóra sé mjög
óánægður með lög um leiguakstur og
nýtt lagafrumvarp um breytingar á
þeim.
Í Morgunblaðinu á föstudag sagði
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra að sá hópur sem hefði lýst yfir
óánægju með frumvarp til laga um
leiguakstur væri „akkúrat hópurinn
sem við erum daglega í miklu streði
við að fá til þess að fella sig að þeim
reglum sem eru í gildi í dag. Ég hef á
hinn bóginn ekki orðið var við
óánægju meðal þeirra sem hafa hlut-
ina í góðu lagi,“ sagði ráðherra.
Bjarni segir að það megi skilja ráð-
herra svo að það séu bara nokkrir
menn sem séu óánægðir. Hann minn-
ir á að á annað hundrað manns séu fé-
lagar í Átaki og Andvara sem eru tvö
af þremur leigubílastjórafélögum í
Reykjavík. Þá standi álíka fjölmenn-
ur hópur leigubílstjóra utan stéttar-
félaga. Stór hluti þessara manna sé
mjög óánægður með frumvarp til laga
um leiguakstur og raunar líka með
núgildandi lög. Þeir hafi hins vegar í
öllum meginatriðum farið eftir þeim
lögum og reglum sem gilda um leigu-
bílaakstur.
Bjarni segir að þeir hafi gilda
ástæðu til að sætta sig ekki við þau
lög sem nú séu í gildi og þaðan af síð-
ur lagafrumvarpið sem þrengi enn að
starfsemi þeirra. Þessi óánægja ætti
ekki að koma ráðherranum á óvart.
Bjarni gagnrýnir samgönguráðu-
neytið mjög, bæði fyrir þær reglu-
gerðir sem þar eru settar og fram-
kvæmd þeirra. Samkeppnisstofnun
hafi jafnvel áminnt ráðuneytið fyrir
starfshætti þess.
Þá hafi ráðuneytið aldrei brugðist
að fullu við dómi Mannréttindadóm-
stóls Evrópu í máli sem Sigurður Sig-
urjónsson höfðaði gegn því til viður-
kenningar á félagafrelsi. Þannig sé
stéttarfélögum leigubílstjóra mis-
munað. Sem dæmi um það nefnir
Bjarni að leigubílstjórafélagið Frami
eigi fulltrúa í umsjónarnefnd leigubíla
en hlutverk hennar er m.a. að úthluta
atvinnuleyfum fyrir leigubílstjóra.
Átak hafi ítrekað óskað eftir að
fulltrúi þess fái sæti í nefndinni en því
hafi ávallt verið hafnað.
Þá séu reglur um útgerð leigubíla í
veikindaforföllum bílstjóranna með
þeim hætti að það sé nánast ómögu-
legt að fara eftir þeim og bílstjórum
hafi verið gert erfitt fyrir með að gera
út bíla sína þegar þeir hafa þurft að
taka sér veikindafrí. „Við förum eftir
reglunum í megindráttum en við neit-
um því alveg að láta kúga okkur til
þess að biðja um leyfi til að fara til út-
landa ef við höfum nýlega slasast og
erum rólfærir en ekki vinnufærir og
mega ekki fara í málaskóla ef maður
er veikur. Það sér hver Íslendingur
hvers lags kúgun þetta er,“ segir
Bjarni.
Þegar leigubílstjórar veikjast
þurfa þeir að útvega sér svokallaðan
veikindapassa vilji þeir að aðrir geri
út bíl þeirra á meðan á veikindunum
stendur. Bjarni segir að fyrir passann
innheimti stéttarfélögin 700 krónur
sem eigi samkvæmt lögum að renna í
ríkissjóð. Átak hafi innheimt gjaldið
en hafi hins vegar aldrei fengið skýr
svör um hvert þetta eigi að renna.
Bjarni Pálmarsson, formaður
leigubílstjórafélagsins Átaks
Fjölmargir
óánægðir með
frumvarpið
UM helgina voru 10 öku-
menn grunaðir um ölvun
við akstur en 28 um of
hraðan akstur.
Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt
um að bifreið hefði verið ekið á staur
á Laugavegi. Síðan mun ökumaður
hafa bakkað hratt frá og ekið niður
Laugaveginn. Sá sem tilkynnti um
óhappið taldi ökumanninn ölvaðan.
Hann reyndist þó ekki vera ölvaður
en hafði verið að senda SMS-skilaboð
og ekki hugsað um aksturinn.
Eftir hádegi á sunnudag var til-
kynnt um bílveltu á Nesjavallavegi.
Ökumaður og þrjú börn voru flutt á
slysadeild með sjúkrabifreið. Þau
kvörtuðu um eymsl í höfði, hálsi og
baki. Bifreiðin var fjarlægð með
kranabíl.
Á sunnudagskvöld var bifreið ekið
aftan á aðra bifreið á Bústaðavegi við
aðrein að Kringlumýrarbraut. Öku-
maður annarrar bifreiðarinnar fann
til eymsla í hálsi og var fluttur á
slysadeild með sjúkrabifreið.
Seint á sunnudagskvöld varð bíl-
velta í Kollafirði. Þar var bifreið ekið
út af veginum og ofan í hitaveitu-
skurð. Ökumaður hennar var að af-
stýra árekstri við aðra bifreið sem
var skyndilega snúið við á veginum.
Ökumaður og farþegi í framsæti
hlutu minniháttar meiðsl.
200–300 unglingar
í samkvæmi
Á föstudag var tilkynnt um inn-
brot í nokkrar bifreiðar. Úr þeim var
stolið hljómtækjum, peningum og
fleiru. Ástæða er til að ítreka það enn
einu sinni að menn taki öll verðmæti
sem hægt er úr bílum sínum.
Síðdegis á föstudag efndu Húm-
anistar til göngu gegn stríði og of-
beldi. Gengið var frá Hljómskálanum
og að Lækjartorgi. Talið er að um
150 manns hafi verið þar saman-
komnir.
Drengur skarst á hendi þegar
hann féll í Skautahöllinni í Laugar-
dal. Hann var fluttur á slysadeild
með sjúkrabifreið.
Á föstudagskvöld var tilkynnt um
sprengingu í spennistöð við Garðs-
enda. Sprengingin varð innan dyra
en enginn eldur kviknaði.
Þá kom ábending um að maður
væri að bera vín út af veitingahúsi og
til unglinga sem ekki hefðu aldur til
að kaupa áfengi. Lögreglan ræddi
við manninn og ungu mennina sem
viðurkenndu að hafa keypt af honum
áfengi. Maðurinn viðurkenndi einnig
að hafa selt þeim áfengi.
Kvartað var undan hávaða í húsi
við Laugaveg. Þar voru um 200–300
unglingar í óleyfilegu samkvæmi.
Þeim var vísað úr húsinu og tveir
færðir á lögreglustöð. Fulltrúi eig-
anda hússins kom á vettvang og lok-
aði því.
Líkamsárásir
á veitingahúsum
Aðfaranótt laugardags var til-
kynnt um líkamsárás við veitingahús
í miðborginni. Þar hafði maður verið
skallaður í andlitið og laminn og gler-
augu hans brotin.
Þá var tilkynnt um líkamsárás frá
öðru veitingahúsi. Þar var maður
slasaður í andliti. Hann var fluttur á
slysadeild til skoðunar. Tilkynnt var
nokkrum sinnum um slagsmál um
nóttina en meiðsli voru minniháttar.
Þá var tilkynnt um mikla reykj-
arlykt í veitingahúsi við Banka-
stræti. Lögregla og slökkvilið komu
á staðinn. Þarna hafði kerti fallið á
bak við arin og brunnið. Engar
skemmdir urðu.
Seint á laugardagskvöld datt kona
í Höfðatúni og slasaðist. Hún reynd-
ist vera með áverka á mjöðm og
skurð á hnakka. Hún var flutt með
sjúkrabifreið á slysadeild.
Aðfaranótt sunnudags var fremur
rólegt í miðborginni. Maður var sleg-
inn á veitingastað, tvær konur á öðr-
um veitingastöðum og voru þau öll
flutt á slysadeild. Kona barði dyra-
vörð á enn einum veitingastaðnum
en hann meiddist ekki.
Á sunnudag var tilkynnt um inn-
brot í bílskúr í Norðurmýri. Þar
hafði verið farið inn í ólæstan bílskúr,
í frystikistu og úr henni stolið tals-
verðu magni af ýmsum fisktegund-
um. Frystikistan var skilin eftir opin
og því er hugsanlegt tjón á öðrum
vörum.
Á sunnudagskvöld var bifreið stol-
ið við Eyjabakka. Pitsusendill hafði
hlaupið inn í hús við götuna og skilið
lyklana eftir í hólfi í bifreiðinni. Þeg-
ar hann kom út aftur eftir u.þ.b. tvær
mínútur var bifreiðin horfin. Hún
fannst nokkrum mínútum síðar í ná-
grenninu.
Úr dagbók lögreglu – 19.–22. október
Sendi SMS-skilaboð
og ók á staur
ÍSHESTAR ferðaþjónustufyrirtæki
hlutu að þessu sinni umhverfis-
verðlaun Ferðamálaráðs en þau af-
henti samgönguráðherra, Sturla
Böðvarsson, á ferðamálaráðstefn-
unni sem haldin var á Hvolsvelli
dagana 18. og 19. október. Einar
Bollason framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins veitti verðlaununum við-
töku.
Fram kom í máli ráðherra að Ís-
hestar væru í farabroddi afþreying-
arfyrirtækja í umhverfismálum en
Einar Bollason er jafnframt formað-
ur umhverfisnefndar samtaka
ferðaþjónustunnar.
Íshestar hafa sett sér umhverf-
isstefnu og frætt starfsfólk sitt um
hvernig best má ná markmiðum
þeirrar stefnu. Fyrirtækið hefur átt
gott samstarf við Náttúruvernd rík-
isins og Landgræðsluna og fylgt
leiðbeiningum þessara stofnana í
hvívetna við skipulagningu ferða.
Íshestar hafa haft hátt í 1300 hesta á
sínum snærum og þjónustað um 20
þúsund ferðamenn í gegnum tíðina
svo það gefur auga leið að miklu
máli skiptir að fyrirtækið sé með-
vitað um umhverfismál.
Í máli Einars Bollasonar kom
fram að hann vildi þakka konu sinni,
Sigrúnu Ingólfsdóttur, það sér-
staklega að hafa vakið athygli sína á
mikilvægi umhverfisverndar. Einn-
ig vildi hann þakka dóttur sinni,
Bryndísi, sem er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins og sam-
starfsfólki fyrir þeirra þátt í að fyr-
irtækið hlaut þessa viðurkenningu.
Ferðamálaráðstefnan sem er sú
fjölmennasta sem haldin hefur verið
þótti takast mjög vel í alla staði.
Ráðstefnustjórar voru þau Halldóra
Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri í
Hvolsskóla og Guðmundur Svav-
arsson framkvæmdastjóri Slátur-
félags Suðurlands á Hvolsvelli. Um
uppihald ráðstefnugesta sá Hótel
Hvolsvöllur með prýði en á þriðja
hundrað manns sat ráðstefnuna.
Morgunblaðið/Steinunn
Sturla Böðvarsson afhendir Einari Bollasyni, framkvæmdastjóra Íshesta, umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs
2001. Á milli þeirra standa Sigrún Ingólfsdóttir, eiginkona Einars, og dóttir þeirra Bryndís sem er aðstoðar-
framkvæmdastjóri Íshesta.
Íshestar hlutu umhverfis-
verðlaun Ferðamálaráðs
Hvolsvelli. Morgunblaðið.