Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 49

Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 49 MAGNÚS Þorkell Bernharðsson heldur opinn fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands undir heitinu „Af hverju hata þeir okkur?“ miðviku- daginn 24. október kl. 16.15 í Há- tíðasal Aðalbyggingar Háskóla Ís- lands. „Með hliðsjón af atburðunum sem áttu sér stað í Bandaríkjunum 11. september sl., verður í fyrirlestrin- um fjallað um heimsmynd múslima í Miðausturlöndum og í framhaldi af því um spurninguna sem brennur mjög á Bandaríkjamönnum þessa dagana,“ segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Af hverju hata þeir okkur? NÝ Bónusverslun var opnuð í Kringlunni s.l. laugardag. Hún er til húsa á þeim stað sem verslun Habitat var áður. Verslunin er með hefðbundnu Bónussniði þar sem boðið verður upp á alla helstu vöruflokka í mat- vöru og fjölda vöruliða í sérvöru. Búðin í Kringlunni er sextánda verslun Bónuss. Verslunarstjóri er Ólafur Ingi Gunnarsson. „Bónusmenn hyggja á eina opn- un enn á næstunni en Bónusverslun verður opnuð í hluta af því húsnæði sem Hagkaup hafði á Smáratorgi. Stefnt er að opnun þeirrar versl- unar laugardaginn 1. desember,“ segir í fréttatilkynningu. Bónusversl- un opnuð í Kringlunni KYNNINGARFUNDUR verður haldinn hjá ITC-deildinni Melkorku miðvikudaginn 24. október í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 20 – 22. Kynnt verða ITC samtökin á Ís- landi og hvaða starf fer fram innan Melkorku sem er ein af deildum inn- an ITC. ITC-deildin Melkorka hefur starf- að frá árinu 1982. Fundir eru haldnir í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 2. og 4. miðvikudag hvers mánaðar. Kynning á ITC- deildinni Melkorku HALDIÐ verður heilsunámskeið í Hlíðardalsskóla, Ölfusi, dagana 25.– 28. október. „Í boði verða fyrirlestrar um nýj- ustu vísindalegar rannsóknir frá virtum háskólum um hvernig megi fyrirbyggja hina helstu menningar- sjúkdóma okkar tíma. Fyrirlesarar eru dr. Edda Bakke ND. PhT. og dr. Ole Bakke PhD. ND. PhT. Fyrirlestrarnir fjalla m.a. um næringu, varnarkerfi líkamans, áhrif hinna ýmsu efna á líkamann. Kennd verða heilsuráð, hollar og góðar líkamsæfingar, sýnikennsla í matreiðslu á jurtafæði og fleira, seg- ir í fréttatilkynningu. Heilsunámskeið í Hlíðardalsskóla FRÆÐSLUFUNDUR Kælitækni- félag Íslands verður haldinn fimmtudaginn 25. október kl. 20 í Grand hóteli í Reykjavík, sal Gall- eríi. Fyrirlesarar verða Heiðrún Guð- mundsdóttir, líffræðingur hjá Holl- ustuvernd ríkisins, og Sigurður Bergsson, tæknifræðingur hjá Kælitækni ehf. Fundarstjóri verður Sigurjón Arason. Fræðslufundur um kælitækni FRÆÐSLUKVÖLD um íslam og menningarheim araba verður í Ed- inborgarhúsinu á Ísafirði fimmtu- daginn 25. október kl. 20, á vegum Menningarmiðstöðvarinnar Edin- borgar, Rauða krossins, Fjölmenn- ingarsetursins á Vestfjörðum og Róta. Salman Tamimi fræðir um íslam og meginstoðirnar fimm í trúar- brögðunum. Jóhanna Kristjónsdótt- ir flytur erindi um fjölskylduna í arabaríkjunum og hjónabandsmál. Fræðslukvöld um íslam á Ísafirði KYNNING á starfsemi Íslenska Alpaklúbbsins verður á miðvikudag- inn 24. október kl. 20:30 í risinu að Mörkinni 6, húsi Ferðafélags Ís- lands. Alpaklúbburinn er félag áhuga- manna um fjallamennsku og hefur starfað frá 1977. Hann er opinn öll- um 18 ára og eldri. Á hverjum vetri stendur Alpaklúbburinn fyrir fjölda námskeiða, ferða og myndasýninga. Kynning á Alpaklúbbnum HÁSKÓLARÁÐ Háskóla Íslands boðar til málþings um fjármögnun háskóla, föstudaginn 26. október 2001, kl. 13-16 í Hátíðasal í Aðal- byggingu Háskóla Íslands. Í upphafi málþingsins mun Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands flytja ávarp um starfsumhverfi há- skóla en síðan verða flutt 6 erindi, þau flytja: Ólafur Proppé, Ingjaldur Hannibalsson, Jón Torfi Jónasson, Þórdís Kristmundsdóttir, Tjörvi Ólafsson, Baldvin Þór Bergsson. Eftir flutning erindanna, um kl. 14.30, verða umræður í vinnuhópum. Málþingsstjórar verða Anna Soffía Hauksdóttir og Kristín Ing- ólfsdóttir Málþingið er öllum opið. Málþing um fjár- mögnun háskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.