Morgunblaðið - 23.10.2001, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 23.10.2001, Qupperneq 60
OPINBER heimsókn Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra til Japans hófst í gærmorgun en þá átti hann m.a. fund með Makiko Tanaka, utanríkisráðherra Japans. Á fundinum var rætt um samskipti Íslands og Japans, þar á meðal formlega opnun sendiráðs Íslands í Tókýó á fimmtudag. Ráðherrarnir ræddu jafnframt um leiðir til að efla viðskipti ríkjanna og mögu- leika á frekari tollaívilnunum í því skyni. „Ég lýsti miklum áhuga Íslands og annarra ríkja EFTA á því að gera fríverslunarsamning við Japan og fannst því tekið vel á fundinum. Það hafa verið ákveðnar hindranir í veginum í útflutningi fiskafurða frá Íslandi til Japans og ég tel afar brýnt að styrkja þennan mikilvæga markað,“ sagði Halldór Ásgrímsson við Morgunblaðið í gær. Utanríkisráðherrarnir ræddu einnig á fundi sínum um hvalveiði- mál og gagnkvæman stuðning og samstarf þjóðanna innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Þá fjölluðu þeir um baráttuna gegn hryðjuverkum og voru sammála um mikilvægi al- þjóðlegrar samstöðu í því efni. Heimsókn utanríkisráðherra til Japans hófst með opnun íslenskra viðskiptadaga í Tókýó. Viðskipta- þjónusta utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráð Íslands stóðu að undirbúningi íslenskra viðskipta- daga ásamt japönskum samstarfs- aðilum. Þar verður meðal annars efnt til þriggja málþinga þar sem fjallað verður um hátækni, ferða- þjónustu og sjávarútveg á Íslandi. Fríverslun milli EFTA og Japans rædd Morgunblaðið/Lárus Karl Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Makiko Tanaka, utanríkis- ráðherra Japans, koma af fundi sínum í Tókýó í gær.  Nýr kafli/12 Utanríkisráðherra í heimsókn í Japan MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FIMMTÁN manns var gefið sýkla- lyf gegn hugsanlegu miltisbrands- smiti eftir að hvítt duft, sem talið var að gæti innihaldið miltisbrandsgró, féll úr umbúðum utan af breska tímaritinu The Economist þegar það var opnað á skrifstofum Borgarend- urskoðunar við Tjarnargötu 12 í gær. Tveir starfsmenn Borgarend- urskoðunar voru taldir hafa komist í snertingu við efnið og voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Christopher Collins, dreifinga- stjóri The Economist, að duftið væri að öllum líkindum meinlaust. Lík- lega væri um að ræða duft sem notað er til að auðvelda pökkun á tímarit- inu. Í ljósi atburða síðustu daga og vikna væri þó skiljanlegt að fólki brygði þegar duft félli úr póstsend- ingu. Tilkynning um að torkennilegt duft hefði fundist í póstsendingu barst lögreglu og slökkviliði skömmu fyrir hádegi. Tilkynningin var tekin mjög alvarlega og var a.m.k. þremur lögreglubílum og jafnmörgum sjúkrabílum þegar stefnt í Tjarnar- götu. Eiturefnakafarar frá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins voru enn- fremur sendir á svæðið auk annarra slökkviliðsmanna. Í tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík kemur fram að „[í] ljósi atburða síðustu daga er ástæða til að taka á málinu af fullri alvöru og þar til annað kemur í ljós verður litið svo á að hugsanlega geti verið um milt- isbrand að ræða“. Jafnframt var fólk sem fær tímaritið The Economist hvatt til að sýna fyllstu aðgæslu. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, sagði að þrátt fyr- ir upplýsingarnar frá The Economist yrði áfram gert ráð fyrir að um milt- isbrandsgró gæti verið að ræða þar til annað kæmi í ljós. Búist er við að niðurstöður liggi fyrir í fyrramálið. Stjórnvöld hafa skipað starfshóp sjö ráðuneytisstjóra sem ætlað er að koma með tillögur að aðgerðum ef upp koma tilvik sýkla- og eiturefna- hernaðar hér á landi. Verði gripið til víðtækra aðgerða gæti kostnaður hlaupið á tugum milljóna króna, samkvæmt upplýsingum úr heil- brigðiskerfinu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra gerði tillögu um starfshópinn og kynnti jafnframt í ríkisstjórn þær aðgerðir sem þegar hefði verið grip- ið til, m.a. að rætt hafi verið við að- stoðarmann heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna um hugsanlega að- stoð ef hætta stafaði hér af sýkla- og eiturefnavopnum. Starfshópi ætlað að skila tillögum um aðgerðir gegn eiturefnahernaði 15 manns gefið sýkla- lyf gegn miltisbrandi Morgunblaðið/Júlíus Tveir starfsmenn Borgarendurskoðunar voru fluttir á slysadeild en þeir komust í snertingu við duft sem talið var að gæti innihaldið miltisbrandsgró.  Kostnaður/6 ÍSLENDINGARNIR tveir sem voru handteknir á Spáni í sumar með tæplega 200 kíló af hassi hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi hvor, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Mennirnir voru handteknir 10. júní sl. Þeir voru þá á leið til Costa Brava, sem er vin- sæll ferðamannastaður skammt frá Barcelona. Tæp- lega 200 kíló af hassi fundust í bifreið þeirra en því hafði ver- ið komið fyrir í skókössum. Hassið var ýmist í kúlum eða töflum og af mismunandi stærðum og gerðum. Í bílnum fundust jafnframt tæki og tól til að pakka hassinu í sölu- umbúðir en talið var að hassið hafi verið ætlað til sölu á Costa Brava-svæðinu. Þriggja ára fangelsi á Spáni Enginn árangur á sáttafundi SAMNINGANEFNDIR tónlistar- kennara og sveitarfélaga sátu á samningafundi í húsakynnum Rík- issáttasemjara um helgina og frá klukkan tíu í gærmorgun og fram til kvölds án þess að nokkur telj- andi árangur næðist. Verkfall um 620 félagsmanna í Félagi tónlistar- kennara og Félagi íslenskra hljóm- listarmanna hófst á miðnætti í fyrrinótt. Talið er að um 11 þúsund nemendur í landinu séu nú án tón- listarkennslu. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari hefur boðað annan samningafund þessara deiluaðila á hádegi í dag. Hann sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að þrátt fyrir lítinn ár- angur í gær vildu menn hittast áfram til að reyna að finna lausn. Samninganefndir sjúkraliða, rík- isins og sveitarfélaga áttu stuttan en árangurslausan fund hjá sátta- semjara í gær. Boðaður hefur verið fundur með sjúkraliðum og fulltrú- um Reykjavíkurborgar á föstudag og með launanefnd sveitarfélaganna á þriðjudag í næstu viku.  Mismunandi/4 Mun dýrara að skipta um hjólbarða MEÐALKOSTNAÐUR við að skipta um hjólbarða á fólksbíl hef- ur hækkað um 21% frá því á sama tíma í fyrra, samkvæmt könnun Samkeppnisstofnunar. Stofnunin kannaði hinn 15. október síðastlið- inn verð á ónegldum og negldum vetrarhjólbörðum hjá 26 hjólbarða- verkstæðum á höfuðborgarsvæð- inu. Athygli vekur að á sama tíma og meðalkostnaður við að skipta um hjólbarða hækkar um 21% hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8% og launavísitalan um 9,1%, bendir Samkeppnisstofnun ennfremur á.  21% dýrara/23 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.