Morgunblaðið - 09.11.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 09.11.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra á Reykjanesi hlýtur Ís- lensku gæðaverðlaunin 2001. Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti verð- launin í Ásmundarsafni í gær, en þau eru samstarfsverkefni for- sætisráðuneytisins, Háskóla Ís- lands, Samtaka atvinnulífsins, Stjórnvísi, Verzlunarmannafélags Íslands og Viðskiptablaðsins. Svæðisskrifstofa málefna fatl- aðra á Reykjanesi vinnur að framgangi laga um málefni fatl- aðra á starfssvæðinu. Hún býður fólki með fötlun margvíslega þjónustu svo sem langtímabúsetu, skammtímadvöl, hæfingu, starfs- þjálfun og atvinnu með stuðning á almennum vinnumarkaði. Svæð- isskrifstofan annast einnig víð- tæka upplýsingamiðlun og ráð- gjöf fyrir fólk með fötlun og aðstandendur þeirra. Verðugur vinningshafi Í umsögn matsnefndar segir m.a. að Svæðisskrifstofa Reykja- ness hafi unnið staðfastlega að gæðamálum sínum á und- anförnum árum og sé að dómi matsnefndar verðugur vinnings- hafi Íslensku gæðaverðlaunanna. Stofnunin hafi á metnaðarfullan hátt ofið saman stefnumótun og gæðakerfi þar sem virðing og umhyggja fyrir þjónustuþegum sé í fyrirrúmi. Stofnunin hafi ekki látið þar við sitja, heldur unnið að stöð- ugum umbótum og uppbyggingu gæðastarfsins. Íslensku gæðaverðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi gæði á sviði reksturs og stjórnunar. Stjórn verðlaunanna skipa Guð- rún Högnadóttir, ráðgjafi hjá Deloitte & Touche sem formaður stjórnar f.h. Stjórnvísi, Ari Ed- wald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gunnar Páll Páls- son, hagfræðingur VR, Ari Arn- alds ráðgjafi, f.h. Stjórnvísi, Ingj- aldur Hannibalsson, prófessor við Háskóla Íslands, Ólafur Dav- íðsson, ráðuneytisstjóri forsæt- isráðuneytisins, og Örn Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Viðskiptablaðsins. Íslensku gæðaverðlaunin til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi Virðing og umhyggja höfð í fyrirrúmi Morgunblaðið/Golli Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti Þór G. Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, Íslensku gæðaverðlaunin 2001. ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur boðað mið- stjórn og formenn landssambanda til fundar 20. nóvember nk. til að ræða endurskoðun launaliðar kjarasamninga sem ganga á frá í febrúar á næsta ári. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir ljóst að forsenda verði fyrir uppsögn samninga í febrúar. Hann segir afar brýnt að ríkisstjórnin bregðist við vegna stöðu efnahagsmála. Tíminn sé orðinn naumur en viðbrögð ríkisstjórnarinnar geti skipt máli varðandi það hvort samningum verði sagt upp eða ekki. Grétar sagði að á fundinum 20. nóvember færi fram efnisleg umræða um endurskoðun á launalið kjarasamninganna. Í síðustu viku hefðu forystu- menn ASÍ átt fund til að undirbúa þennan fund en þar hefði umræðan aðallega snúist um hvernig hreyfingin nálgaðist viðfangsefnið félagslega. Hann sagði að ríkur vilji væri innan ASÍ til að menn stæðu saman í þeim viðræðum sem fram- undan væru. Það kynnu hins vegar að vera eitt- hvað mismunandi skoðanir á því hvernig ætti að standa að málinu efnislega. Forsendur eru fyrir uppsögn „Það blasir við öllum að verðbólgan er allt önnur og mun verða allt önnur í febrúar en þegar menn voru að semja í byrjun árs 2000. Það mun því væntanlega ekki skorta forsendur fyrir uppsögn ef því er að skipta. Spurningin er hvort það er ein- hver raunverulegur vilji stjórnvalda til að taka til hendinni og gera eitthvað sem hefur áhrif núna. Það hefði auðvitað átt að vera búið að því fyrir ein- hverjum mánuðum. Mér liggur við að segja að það væri það eina sem gæti stuðlað að því að menn settust af alvöru yfir það að komast að samkomu- lagi án uppsagnar. Ég ætla þó ekki að vera með neina spádóma um hvað menn gera þegar þar að kemur. Það verður bara að koma í ljós.“ Grétar sagði að ASÍ hefði lagt mikla áherslu á að vextir yrðu lækkaðir. Aðgerðir ríkisstjórnar- innar þyrftu að beinast að efnisþáttum sem skil- uðu sér strax. Forysta ASÍ hefði margoft lýst því yfir að hún væri tilbúin til samráðs. Stjórnvöldum hefðu verið kynntar hugmyndir um aðgerðir í efnahagsmálum. Forystumenn ASÍ áttu fund með leiðtogum rík- isstjórnarinnar fyrir tveimur vikum. Grétar sagði að sá fundur hefði verið ágætur en það hefði mátt halda hann fyrr. „Við eigum von á að heyra frá ríkisstjórninni þessa dagana. Ráðherrar hafa verið önnum kafnir síðustu daga vegna Norðurlandaráðsþings, en við eigum von á því að heyra eitthvað frá stjórnvöld- um áður en þessi vika er öll. Það er ekki seinna vænna ef það á að gera eitthvað með þetta samráð eða ef það á yfirhöfuð eitthvað að gera af viti þess- ar vikur sem lifa fram til febrúar,“ sagði Grétar. Grétar sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gætu augljóslega haft áhrif á umræður á fundi ASÍ 20. nóvember. Forysta ASÍ boðar til fundar um launalið kjarasamninga HEIMSÓKN Halldórs Blöndals, forseta Al- þingis, í skoska þingið í gær einkenndist að nokkru leyti af því að sama dag sagði Henry McLeish, leiðtogi skosku heimastjórnar- innar, af sér embætti vegna ásakana um fjár- málaspillingu. Halldór var staddur í þinghús- inu þegar tilkynnt var að McLeish hefði sagt af sér. Halldór sagði að heimsóknin í þingið hefði engu að síður ver- ið lærdómsrík og fróð- leg. Í gær hitti Halldór Sir David Steel, forseta skoska heimastjórnar- þingsins og nokkra þingmenn, sem sitja á skoska þinginu. „Að sjálfsögðu hefur óvænt afsögn leiðtoga skosku heimastjórnarinnar haft áhrif á heimsókn- ina. Þingmennirnir þurfa að sinna öðrum skyldum vegna þess- ara tíðinda. Stjórn- málamenn hér eru uppteknir á áríðandi fundum af þessu til- efni. Þetta er auðvitað persónulegur harm- leikur sem hér er að gerast,“ sagði Halldór um afsögn Henry McLeish. Halldór Blöndal sagði að þrátt fyrir þetta hefði hann fengið tækifæri til að hitta all- marga skoska þing- menn. „Það er margt sem tengir þjóðirnar saman. Við ræddum m.a. ferðaþjónustu, fiskveiðar og fleira. Við fórum kannski fljótar yfir sögu en við hefðum kosið vegna þessara óvæntu tíðinda. Viðræðurnar voru engu að síður gagnlegar. Það hefur verið mjög gagnlegt fyrir mig að hafa Einar K. Guðfinns- son alþingismann með mér á þessu ferðalagi. Hann hefur gert mjög góða grein fyrir okkur sérstöku sem fiskveiðiþjóðar og fært mjög góð rök fyrir mikilvægi þess að við getum hafið hvalveiðar að nýju.“ Í dag fer Halldór til Inverness og kynnir sér m.a. miðstöð byggðamála í Skotlandi, en þar er einnig unnið að uppbyggingu háskólakennslu í land- inu. „Við höfum fundið það í heim- sókninni að Skotar leggja mjög mik- ið upp úr því að byggja upp sterkt mennta- og heilbrigðiskerfi. Þeir vilja standa þar framar en Englend- ingar.“ Á sunnudag fer Halldór í heim- sókn til Írlands, en með honum verða þingmennirnir Guðmundur Árni Stefánsson, Gunnar Birgisson, Hjálmar Árnason og Þuríður Back- man. Forseti Alþingis í heim- sókn í skoska þinginu Halldór Blöndal, forseti Alþingis. VÉL Flugleiða, sem var um það bil að lenda á Heathrow- flugvelli í London í gærmorg- un, var snúið við og flogið hring yfir borginni uns hún gat lent. Að sögn Guðjóns Arngrímsson- ar, upplýsingafulltrúa Flug- leiða, var flugstjóri beðinn frá flugturni vallarins um að hætta við lendingu þar sem flugvélin, sem var fyrir á flugbrautinni, hafi ekki verið farin. Vélinni var síðan lent um 15–20 mínútum síðar. Guðjón segir alvanalegt að hætta þurfi við lendingu af þessum sökum og sjálfur hafi flugstjórinn orðið fyrir því þrisvar sinnum á árinu. Hann segir enga hættu hafa verið á ferðum. Flugstjórinn greindi farþegum frá því hvers kyns væri til að koma í veg fyrir að ótti gripi um sig meðal þeirra. Flugleiðavél í lendingu snúið frá Heathrow LÖGREGLAN í Reykjavík hefur gripið í inn í atburðarás sem hófst þegar fyrirtækið Costgo lét birta auglýsingar um heimilistæki á mjög lágu verði í Fréttablaðinu á mánu- dag. Lögreglan boðaði fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins til skýrslutöku á miðvikudag og var hann í haldi lögreglu þar til í gær er honum var sleppt. Ekki þótti ástæða til frekari varðhalds og var hann sam- vinnufús á meðan yfirheyrslum stóð. Hald lagt á gögn er varða reksturinn Lögregaln lagði hald á gögn er varða reksturinn en sam- kvæmt upplýsingum hennar var fyrirtækið ekki skráð í firma- eða hlutafélagaskrá eins og skylt er samkvæmt lögum um verslunaratvinnu. Rann- sókn lögreglunnar beinist m.a. að auglýstum vörulista og möguleikum aðstandanda hans til að standa við verðtilboð og vöruafhendingu. Lögreglan segir að tiltölulega fáir hafi nýtt sér tilboðin, en þeir, sem telji sig þurfa að leggja fram kæru vegna máls, geti haft samband við lögregluna næstu daga. Samkeppnisstofnun mun ekkert aðhafast frekar í máli Costgo en stofnunin hafði ár- angurslaust óskað eftir eintaki af pöntunarlista fyrirtækisins, sem boðinn hafði verið almenn- ingi í símsölu. Málefni Costgo komin í lögreglu- rannsókn ÞRÍR Íslendingar verða meðal þeirra nærri tvö þúsund full- trúa Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu sem fylgjast munu með þingkosningunum í Kosovo sem fram fara hinn 17. nóvember nk. Íslendingarnir sem halda utan á morgun, laug- ardag, eru Finnbogi Rútur Arnarson sendiráðunautur, Jón Ólafsson heimspekingur og Ögmundur Jónasson alþingis- maður. Fyrstu dagana munu þeir dvelja í Þessalóníku í Grikklandi þar sem þeir fá til- sögn og þjálfun ásamt öðrum fulltrúum ÖSE en um miðja næstu viku fara þeir til Kosovo. Samstaða virðist um að virða úrslitin „Þar munum við hafa umsjón með kosningunum og fylgjast með því að þær fari fram sam- kvæmt lögum og reglu,“ segir Ögmundur. Hann sagði enn- fremur í samtali við Morgun- blaðið að svo virðist sem það sé samstaða meðal þjóðarbrota í héraðinu að virða þingkosning- arnar og niðurstöðu þeirra. „Í sveitarstjórnarkosningunum sem haldnar voru í Kosovo í fyrra tóku Serbar hins vegar ákvörðun um að hundsa kosn- ingarnar. Það virðist ekki vera upp á teningnum núna.“ Fulltrúar frá Sameinuðu þjóðununum munu, að sögn Ög- mundar, einnig vera á svæðinu til að hafa umsjón með kosning- unum. Segir Ögmundur að síð- ustu að ekkert bendi til annars á þessari stundu en að kosning- arnar muni fara friðsamlega fram. Þrír Íslend- ingar fylgjast með kosn- ingum í Kosovo

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.