Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði að sér fyndist vaxtalækkun
Seðlabanka Íslands um 80 punkta
ágæt. Það hefði örugglega verið kom-
inn tími til vaxtalækkunar og sér
sýndist hún ágætlega rökstudd.
„Gengið hefur heldur styrkst frá
því sem það var lægst nú undanfarið
og manni sýnist að miðað við framtíð-
arspár og hvenær svona vaxtalækk-
anir byrja að hafa virkileg áhrif sé
þetta skynsamlegt,“ sagði Davíð.
Aðspurður sagði hann að alltaf
mætti velta því fyrir sér hvort Seðla-
bankinn hefði mátt ganga lengra en
þetta. Það væri þó ljóst að þetta væru
stærri stökk en Seðlabankinn tæki
vanalega. Í því fælist auðvitað ákveð-
in vísbending um að hann teldi mik-
ilvægt að hafa áhrif á efnahagslífið
með lækkun af þessu tagi og það
þyrfti að hafa í huga að bankar á
stærstu myntsvæðunum í kringum
Ísland hefðu verið að lækka vexti sína
mjög mikið undanfarin misseri.
Hann bætti því við aðspurður að
engar yfirlýsingar fylgdu um það nú
hvort þetta væri fyrsta skref bankans
af fleirum í vaxtalækkunum, „en
væntingar hljóta að vera þær að ef
þetta gengur fram, verðbólgan fer
minnkandi og gengið styrkist eins og
flest bendir til þá muni áframhaldandi
vaxtalækkanir eiga sér stað.“
Davíð sagði að ýmis samdráttarein-
kenni hefðu verið uppi um alllanga
hríð, þótt þau hefðu ekki komið fram í
stórfelldu atvinnuleysi ennþá og von-
andi gerðu þau það ekki. Það hefði
sýnt sig að það væri töluverður sam-
dráttur orðinn, dregið hefði úr inn-
flutningi og vöruskiptajöfnuður orð-
inn hagstæðari en áður var. „Allir
þessir þættir ættu að benda til þess
að við séum að ná þessari mjúku lend-
ingu sem menn töluðu um að væri eft-
irsóknarverð og þá er skynsamlegt að
fylgja henni eftir með vaxtalækkun
þannig að með því sé tryggt að lend-
ingin verði mildari en ella er stofnað
til,“ sagði Davíð ennfremur.
Fagnar vaxtalækkun
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra og formaður Framsóknar-
flokksins, sagðist fagna vaxtalækkun
Seðlabankans og að hann teldi að
þetta hlyti að vera upphaf að vaxta-
lækkunarferli sem myndi eiga sér
stað á næstunni.
„Þenslan er að ganga niður og ég er
þeirrar skoðunar að það að halda uppi
háum vöxtum vegna gengisins hafi
enga þýðingu. Gengið var líka að
styrkjast í dag og ég tel forsendur
fyrir því að lækka vextina meira fljót-
lega,“ sagði Halldór.
Hann sagði aðspurður að stýrivext-
ir Seðlabankans væru eftir sem áður
mjög háir og vextirnir væru miklu
hærri en svo að íslenskt atvinnulíf
þyldi það til langframa. „En ég geri
mér grein fyrir því að þetta þarf að
gerast í áföngum og þá skiptir öllu að
við missum ekki verðbólguna upp á
nýjan leik,“ sagði Halldór ennfremur.
Löngu tímabært
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda-
stjóri ASÍ, sagði að Alþýðusambandið
fagnaði því að Seðlabankinn skyldi
vera kominn í gang með að lækka
vexti. ASÍ hefði kallað eftir þessu
undanfarnar vikur og mánuði og teldi
löngu tímabært að taka skref í þess-
um efnum. Það teldi reyndar að taka
hefði þurft stærra skref, sérstaklega í
ljósi vaxtalækkana sem verið hefðu
erlendis undanfarna daga, þannig að
ASÍ vænti þess að fleiri skref fylgdu í
kjölfarið fljótlega.
Gylfi sagði að efnahagsstefna rík-
isstjórnarinnar þyrfti að styðja við
þessar aðgerðir nú, en þeim fyndist
það ekki nægilega gert, hvorki í
skattatillögum ríkisstjórnarinnar né í
fjárlagafrumvarpinu. Þá sýndist þeim
að tillaga ASÍ frá því í sumar um að
stjórnvöld beittu sér fyrir gjaldeyr-
isinnflæði á markaðina ætti mjög vel
við núna. Þótt gengið hefði hækkað í
gær hefði það undanfarnar vikur ver-
ið að veikjast, fyrst og fremst vegna
skorts á gjaldeyrisinnflæði. „Þess
vegna væri það til að skapa trúverð-
ugleika á fjármálamörkuðum og í
hagkerfinu að styrkja gengi krónunn-
ar með þeim hætti,“ sagði Gylfi.
Hann benti á að sala Landssímans
stæði yfir og fyrirhuguð væri sala á
Landsbankanum
og þeim fyndist að
ríkissjóður ætti að
slá lán nú og taka
þessa fjármuni
fyrr inn í hagkerf-
ið því þá vantaði
nú. Hægt yrði að
greiða lánið með
söluandvirði þess-
ara eigna, en þau
teldu að það yrði
mjög til að skapa aukna tiltrú að
stjórnvöld beittu sér af hörku nú í að
styrkja gengi krónunnar og stuðla
þannig að því að lækka innflutnings-
verð sem myndi slá að þeirra mati
mjög harkalega á verðbólguna.
Skref í rétta átt
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, sagðist fagna
vaxtalækkun Seðlabankans og telja
hana skref í rétta átt. Hann teldi líka
að það væri ekki ástæða til að ætla að
hún í sjálfu sér skapaði hættu á veik-
ingu krónunnar, eins og margir hefðu
haldið fram, heldur teldi hann þvert á
móti að hækkun á gengi krónunnar í
gær ætti rætur að rekja til væntinga
um þessa vaxtalækkun.
„Ég tel hins vegar að með hliðsjón
af því sem hefur verið að gerast í um-
hverfinu og þeirri stöðu sem vextirnir
eru í hefði þessi vaxtalækkun átt að
vera meiri, en ég vona að þetta skref
sé upphafið að frekari lækkunum.“
Hann bætti því við að á næstu vik-
um og mánuðum myndu fjármagns-
hreyfingar til og frá landinu hafa
meiri áhrif á þróun gengisins til
skamms tíma heldur en vextir Seðla-
bankans, en háir vextir að undan-
förnu hefðu ekki dregið fé til landsins.
Ari sagði að aðra stefnumörkun
þyrfti einnig til til að ýta undir tiltrú á
íslenskt efnahagslíf og þar væru hon-
um ofarlega í huga fjárlög næsta árs,
en eitt mesta áhyggjuefnið nú, að
vöxtunum frátöldum, í íslensku efna-
hagslífi væri sú hækkun sem hefði
orðið á hlutfalli samneyslunnar í land-
inu á kostnað annarra liða. Þar skipti
miklu máli hvernig fjárlög næsta árs
myndu líta út og ljóst væri að draga
þyrfti meira úr ríkisútgjöldum en
fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir.
Það yrði jákvætt innlegg í efna-
hagsþróunina að hans mati. „Ég tel
að ríkisvaldið verði að setja sér mark-
mið um að vinda ofan af þessari miklu
hækkun samneysluhlutfallsins sem
orðið hefur á síðustu misserum, þrátt
fyrir aukna landsframleiðslu,“ sagði
Ari.
Súpum seyðið af
fyrirhyggjuleysi
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagðist fagna
vaxtalækkuninni, en hún losaði at-
vinnulífið því miður ekki úr þeirri
spennitreyju sem fyrirhyggjuleysi
ríkisstjórnarinnar hefði fært það í.
Össur sagði að það væri vitaskuld
von hans að þessi lækkun sé aðeins
byrjunin á mun meiri lækkunum á
vaxtastiginu. Óneitanlega sé hann þó
sleginn nokkrum óhug yfir því að
verðbólgan verði meiri á árinu en áð-
ur var spáð og spáð sé meiri verð-
bólgu á næsta ári en áður.
Össur bætti því við að atvinnulífinu
hefði blætt á síðustu misserum vegna
gríðarlegra hárra vaxta og hann ótt-
aðist að þessi vaxtalækkun breytti
litlu í þeim efnum. Í þeim löndum sem
við værum að keppa við væru vextir
miklu lægri og það værieftirtektar-
vert að seðlabankar þeirra landa
hefðu lækkað vexti mörgum sinnum á
þessu ári.
„Ég dreg ekki í efa góðan vilja
Seðlabanka Íslands til að stíga miklu
stærri skref til þess að auka svigrúm
atvinnulífsins. Þar er hins vegar við
ríkisstjórnina að eiga vegna þess að
það er hún sem sníður þeim stakinn
sem þar ráða ríkjum. Hún hefur
skapað þetta erfiða umhverfi þar sem
verðbólgan hefur rokið upp þvert á
ítrekaðar yfirlýsingar forsætisráð-
herra sem virðist nú ekki í miklu sam-
bandi við íslenskan veruleika.“
Össur sagði að það mætti ekki
gleymast að Seðlabankinn hefði nú
lögbundið hlutverk sem fælist í því að
ná verðbólgumarkmiðum ríkisstjórn-
arinnar og eina tækið sem hann hefði
væru vextirnir. Umhverfið sem rík-
isstjórnin bæri alla ábyrgð á hafi því
knúið bankann til að halda uppi háum
vöxtum og erfitt ástand atvinnulífsins
skrifist því algerlega á hennar reikn-
ing. „Vaxtanauðina skrifa ég alfarið á
það að ríkisstjórnin missti tökin á við-
skiptahallanum sem leiddi til þess að
gengið hrapið. Það kallaði aftur á háa
verðbólgu sem hefur leitt til þessa
vaxtastigs. Við erum að súpa seyðið af
þessu fyrirhyggjuleysi. Við erum að
fara í gegnum mjög krappan öldudal,
sem við hefðum getað siglt þjóðar-
skútunni framhjá ef skipstjórinn
hefði ekki sett kíkinn fyrir blinda aug-
að,“ sagði Össur einnig.
Skynsamlegri leið en
skattalækkunarleiðangur
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, sagðist fagna því að ein-
hverjar vonir væru gefnar um eitt-
hvað myndi draga úr vaxtaokrinu eða
því ofboðslega háa vaxtastigi sem
væri hér á landi. „Ég hef sjálfur sagt
á undanförnum mánuðum ítrekað að
það sé afar mikilvægt að skapa for-
sendur til þess að lækka hér verulega
vexti. Auðvitað eru það í sjálfu sér
gleðitíðindi ef hillir undir slíka þróun.
Ég tel það miklu brýnna og nærtæk-
ari og skynsamlegri leið heldur en
skattalækkunarleiðangur ríkisstjórn-
arinnar,“ sagði Steingrímur.
Hann sagði að það væri miklu al-
mennara hagsmunamál í samfélaginu
að lækka vexti sem nýttist ekki síst
þeim sem hefðu mesta þörfina fyrir
stuðning, þ.e.a.s. skuldugum heimil-
um og fyrirtækjum. Á hinn bóginn
væri þessi breyting mjög lítil og
ennþá væru vextir hér mjög háir.
Steingrímur bætti því við að þessi
aðgerð Seðlabankans staðfesti í raun
og veru kreppueinkennin og það
væru ekki gleðitíðindi í sjálfu sér.
„Það er svona með blendnum huga
sem maður fagnar þeim sinnaskipt-
um Seðlabankans að nú sé orðið tíma-
bært að lækka vexti, því það er aftur í
sjálfu sér staðfesting á því að einnig
hann er kominn í þann hóp sem telur
mikinn samdrátt hér framundan í
hagkerfinu. Annars myndi hann,
vegna varðstöðu sinnar um verðstöð-
ugleikann,væntanlega ekki lækka
vexti,“ sagði Steingrímur.
Glansinn varð að
vera yfir góðærinu
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, sagði að þetta
væru aðeins látalæti og gagnaðist
ekki neinum. Strit þeirra við að halda
háum vöxtum væri tilkomið vegna
hinnar ofboðslegu verðþenslu og
gengisfalls. „Menn verða að átta sig á
því. Ríkisstjórnin hélt ekki uppi þess-
um háu vöxtum nema til þess að fljúg-
ast á við verðþensluna. Svo kemur
hún og slær sig til riddara með til-
kynningu um lækkun skatta sem
virkar auðvitað í hina áttina við háa
vexti.“ sagði Sverrir.
Hann sagði að þessi lækkun myndi
ekki hafa nokkur áhrif að gagni miðað
við þá ofboðslegu stöðu sem fyrirtæk-
in í landinu væru í. Það væru tvö
gjaldþrot á dag. „Það er því miður og
þetta er allt saman fát og fum og alltof
seint til ráða gripið. Það hefði þurft að
byrja á því að draga saman útgjalda-
hlið fjárlaga með mikilli hörku fyrir
tveimur eða þremur árum. Það mátti
ekki hlusta á það. Glansinn varð að
vera yfir góðærinu. Ekkert mátti
gera sem skyggði á það. Því miður er
þetta að verða vandræðastjórn í efna-
hagsmálum og fjármálum. Því miður,
segi ég, því að enginn hlakkar yfir
þessum óförum,“ sagði Sverrir.
Ánægja með vaxta-
lækkun Seðlabankans
Sverrir
Hermannsson
Steingrímur J.
Sigfússon
Ari
Edwald
Gylfi
Arnbjörnsson
Davíð
Oddsson
Halldór
Ásgrímsson
Össur Skarp-
héðinsson
HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri
Landsbanka Íslands hf., fagnar niðurstöðu
Seðlabankans um að lækka stýrivexti um 0,8%.
„Skrefið hefði þó mátt vera stærra,“ segir
Halldór. „Ég hafði vonast til að þegar tíma-
bært þætti að taka þessa ákvörðun, þá yrðu
vextir lækkaðir um að lágmarki 1,0%, til að
auka tiltrú á markaðinum og til að bregðast við
þeim samdráttareinkennum sem komin eru
fram. Ég fagna þó að sjálfsögðu því skrefi sem
tekið hefur verið og Landsbankinn mun nú
þegar lækka vexti samsvarandi, þ.e. um 0,8%.“
Halldór segir að vaxtamunurinn milli Ís-
lands og helstu viðskiptalanda hafi verið að
aukast. Seðlabankar á helstu markaðssvæðum
hafi verið að lækka vexti undanfarna mánuði.
Því eigi vaxtalækkun Seðlabanka Íslands ekki
að hafa annað en jákvæð áhrif hér á landi.
Vaxtalækkun hefði mátt koma fyrr
Ingólfur Bender, hagfræðingur hjá Íslands-
banka, segir að honum lítist vel á ákvörðun
Seðlabanka Íslands. „Ég tel að forsendur
vaxtalækkunar séu til staðar. Markmið bank-
ans um 2,5% verðbólga yfir árið 2003 ætti að
nást þrátt fyrir þessa lækkun. Lækkunin gerir
það að verkum að samdrátturinn framundan
verður minni og ekki eins
langvarandi og ella. Ég tel
því að bankinn sé að gera
rétt með þessu.
Hann segir vaxtalækk-
unina löngu tímabæra.
Greining Íslandsbanka hafi
verið að biðla fyrir vaxta-
lækkun síðustu mánuði. Á
þeim tíma hafi samdráttur-
inn í efnahagslífinu orðið sí-
fellt skýrari og ljósara að
framundan sé efnahagslægð. Þannig hafi legið
í hagvísunum að undirliggjandi verðbólga, sem
sé komin til vegna framleiðsluspennunnar í
hagkerfinu, ætti að hjaðna hratt á næstu miss-
erum. Eftir standi áhrif gengislækkunar krón-
unnar undanfarið sem ættu
að fjara út á næstu 6–12
mánuðum. Þá hafi hagvaxt-
arhorfur víða um heim verið
að versna og þar með horfur
um innflutta verðbólgu að
lækka. Allt þetta hafi legið
ljóst fyrir um hríð og því sé
það hans mat að vaxtalækk-
unin hefði mátt koma fyrr.
„Ég hefði viljað sjá meiri
lækkun eða a.m.k. 100
punkta, þ.e. 1,0%. Þetta er þó ágætt fyrsta
skref. Það er skynsamlegt af bankanum að
taka nokkur skref þegar vextir eru lækkaðir.
Skoða þarf áhrifin af hverri breytingu á t.d.
gengi krónunnar, vexti á markaði, verðbólgu-
væntingar o.s.frv. og taka ákvörðun um næstu
aðgerðir út frá því.
Ingólfur segir erfitt að segja til um hvort
vaxtalækkunin muni skila tilætluðum árangri.
„ Ég tel hins vegar að ef Seðlabankinn fylgir
þessari lækkun eftir með því að draga úr
krónuskortinum sem er í kerfinu þá muni vext-
ir á millibankamarkaði lækka til samsvörunar
eða meira. Þetta mun síðan bæði marka áhrif
vaxtalækkunarinnar á gengi krónunnar og út-
lánavexti bankanna.“
Ingólfur segist eiga fastlega von á því að við-
skiptabankarnir tilkynni um samsvarandi
vaxtalækkun og Seðlabankinn hefur ákveðið,
strax á næstu dögum.
Frekari vaxtalækkun
á næstunni
Fyrstu viðbrögð fjárstýringar Kaupþings
eru þau að búast megi við töluverðum kaup-
þrýstingi á
skuldabréfamarkaði í dag, sérstaklega
styttri verðtryggðum bréfum og að kaupþrýst-
ingur aukist á gjaldeyrismarkaði til styrkingar
krónunni. Þá er það mat Kaupþings að búast
megi við frekari vaxtalækkunum Seðlabank-
ans á næstunni.
Fulltrúar nokkurra fjármálafyrirtækja um vaxtalækkun Seðlabankans
Ákvörðun
bankans fagnað
Ingólfur
Bender
Halldór J.
Kristjánsson