Morgunblaðið - 09.11.2001, Qupperneq 18
AKUREYRI
18 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Handmálaðir
englar
Nýjar
haust
sendin
gar
af hön
skum.
Mjög góð verð.
Litir: Svart, brúnt og camel.
Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814
Stærsta töskuverslun landsins
Verð kr: 3.200.-
Þjónusta í 40 ár!
Verð kr: 2.900.-
Verð kr: 2.900.-
Verð kr: 3.200.-
Verð kr: 3.900.-
Verð kr: 3.200.-
Verð kr: 3.200.-
Nýjar sendingar af töskum
JÓHANN Már Jóhannsson ten-
órsöngvari hefur afhent Um-
hyggju, félagi til stuðnings lang-
veikum börnum fé sem safnaðist á
tvennum tónleikum sem hann
hélt. Fyrri tónleikarnir voru á
Hólum en þeir síðari í Akureyr-
arkirkju. Tónleikana hélt Jóhann
Már til minningar um látna ætt-
ingja sína, Konráð Jóhannsson
bróður sinn, Sindra Konráðsson
bróðurson sinn, föður sinn Jóhann
Konráðsson og mágkonu, Doriett
Kavanna.
Allir sem á einhvern hátt tóku
þátt í tónleikunum gáfu vinnu
sína. Samtals söfnuðust 194.500
krónur en dæmi voru þess að fólk
sem ekki átti heimangengt lagði
málefninu engu að síður lið. Jó-
hann Már sagði að alltaf hefði
staðið til að láta ágóða tón-
leikanna renna til góðgerðarmála
og var hann sérlega ánægður með
hversu fjölsóttir tónleikarnir á
Akureyri voru. Sigurlaug Sigurð-
ardóttir, varaformaður Hetjanna,
félags aðstandenda langveikra
barna á Akureyri, tók við pening-
unum fyrir hönd Umhyggju.
Morgunblaðið/Kristján
Jóhann Már Jóhannsson afhendir Sigurlaugu Sigurðardóttur peningagjöfina til Umhyggju.
Studdi langveik börn
með söng sínum
AKUREYRARBÆR er að ganga frá
samningi við bandaríska fyrirtækið
Artec um ráðgjöf og undirbúning
vegna byggingar menningarhúss í
bænum. Þá hefur bæjarstjórn skipað
12 manna verkefnahóp sem ætlað er
að starfa með hinum bandarísku að-
ilum í þeirri vinnu sem framundan er.
Sigurður J. Sigurðsson bæjar-
fulltrúi og einn þeirra sem skipa verk-
efnahópinn sagði að ef allt gengi eftir
myndu þessir bandarísku aðilar hefja
sína vinnu við þarfagreiningu á menn-
ingarhúsinu í næsta mánuði. Sigurður
sagði að þarna væri um að ræða
þriggja til fjögurra mánaða vinnu þar
sem farið yrði yfir alla efnisþætti.
Hann sagði að fulltrúar Artec hefðu
óskað eftir því að hafa verkefnahóp á
bak við sig, sem þeir gætu hitt nokkr-
um sinnum meðan á ferlinu stendur
og því hafi verið ákveðið að skipa
hann með formlegum hætti.
Sigurður sagði að hinir bandarísku
aðilar hefðu víðtæka reynslu í þessum
málum og það skipti miklu máli. Þetta
eru sömu aðilar og hafa unnið að þess-
um málum í tengslum við byggingu
ráðstefnu- og tónlistarhúss í Reykja-
vík.
Verði áhugavert verkefni fyrir
sveitarfélagið og stjórnvöld
„Tilgangurinn með þessu er að
þetta verkefni komist í þann búning
að það verði áhugavert fyrir bæði
sveitarfélagið og stjórnvöld til sam-
eiginlegrar þátttöku,“ sagði Sigurður.
Í verkefnahópnum eru fulltrúar úr
bæjarstjórn, frá menningarmála-
nefnd, Fasteignum Akureyrarbæjar,
Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar,
Ferðamálaráði, Ferða- og ráðstefnu-
þjónustu, Tónlistarskólanum á Akur-
eyri, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
og Leikfélagi Akureyrar.
Verkefnahópur skipaður vegna
byggingar menningarhúss á Akureyri
Samið við Banda-
ríkjamenn um ráð-
gjöf og undirbúning
VETRARSTARF Karlakórs Eyja-
fjarðar er komið á fulla ferð, en kór-
inn heldur söngskemmtanir í Höfða-
borg á Hofsósi á morgun, laugardag,
kl. 14 og í Siglufjarðarkirkju sama
dag kl. 17.
Með kórnum í för verður þriggja
manna hljómsveit, skipuð þeim Rafni
Sveinssyni, Birgi Karlssyni og Eiríki
Bóassyni, en píanóleikari er Sólveig
Anna Jónsdóttir. Stjórnandi kórsins
er Björn Leifsson. Einsöngvarar úr
röðum kórfélaga eru Bryngeir Krist-
insson, Haraldur Hauksson, Snorri
Snorrason og Stefán Birgisson.
Söngskráin er blanda af voldugum
karlakórssöng og léttum slögurum
frá ýmsum löndum. Kórinn hefur
fengið orð fyrir að vera á léttari nót-
unum og fara ekki hefðbundnar slóðir
í lagavali.
Kórinn mun í tilefni af 5 ára afmæli
sínu halda skemmtun í Laugaborg í
Eyjafjarðarsveit um aðra helgi, laug-
ardagskvöldið 17. nóvember. Næsta
vor tekur kórinn svo þátt í karlakóra-
móti í Danmörku.
Karlakór Eyjafjarðar
Syngur á Hofs-
ósi og Siglufirði
LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju-
skóli í Svalbarðskirkju á morgun,
laugardag, kl. 11. Messa í Sval-
barðskirkju á sunnudag kl. 14.
Minnst látinna og í messunni geta
kirkjugestir kveikt á kertum í
minningu látinna ástvina. Kyrrð-
arstund í Svalbarðskirkju á sunnu-
dagskvöld kl. 21. Kirkjuskóli í
Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á laug-
ardag, 10. nóvember.
Kirkjustarf
ANNA S. Hróðmarsdóttir opn-
ar gluggasýningu í Samlaginu,
Kaupvangsstræti á Akureyri, á
laugardag, 10. nóvember. Þar
getur að líta málverk og leir-
muni. Sýningin er opin 14–18
þriðjudaga til föstudags og 11–
16 laugardaga nema opnunar-
daginn frá kl 11–18. Glugga-
sýningar eru nýjung hjá Sam-
lagsmeðlimum og er þetta sú
fimmta á árinu. Einnig stendur
yfir til 30. nóvember samsýning
10 meðlima Samlagsins í Há-
skólabókasafninu á Akureyri,
þar er opið alla virka daga frá
kl. 8–18 og 12–15 laugardaga.
Gluggasýning
í Samlaginu
KAMMERKÓR Norðurlands held-
ur tónleika á þremur stöðum á Norð-
urlandi um helgina. Kórinn verður á
Þórshöfn og Kópaskeri á laugardag
og heldur svo tónleika í Akureyrar-
kirkju á sunnudag.
Kammerkór Norðurlands er skip-
aður söngfólki víða að Norðurlandi,
allt frá Sauðárkróki til Kópaskers.
Markmið hans er að flytja krefjandi
kórverk og að þessu sinni eru öll
verkin á efnisskránni a capella, eða
án meðleiks hljóðfæraleikara. Nefna
má verkið Sapientia eftir Þorstein
Hauksson sem sjaldan hefur heyrst
flutt og blóðheita tónlist finnska tón-
skáldsins Rautavaara við kvæði eftir
spænska skáldið Garcia Lorca. Á
efnisskránni eru einnig fimm falleg-
ir, enskir madrígalar frá átjándu öld-
inni, tvö madrígalettó eftir Atla
Heimi Sveinsson og gullfallegt verk
eftir Henry Purcell, Music for a
While, þar sem Hildur Tryggvadótt-
ir sópran syngur einsöng með kórn-
um. Fyrstu tónleikar Kammerkórs
Norðurlands eru í Þórshafnarkirkju
á laugardag klukkan 15. Á laugar-
dagskvöld klukkan 20.30 verður
sungið í grunnskólanum á Kópaskeri
og á sunnudag kl. 16 í Akureyrar-
kirkju.
Kammerkór Norður-
lands á tónleikaferð
UNGLINGAMEISTARAMÓT Ís-
lands 2001 í skák fer fram á Akur-
eyri um helgina og er það í fyrsta
sinn sem mótið er haldið á Akureyri.
Mótið hefst kl. 13 á morgun, laug-
ardag, í húsnæði Skákfélags Akur-
eyrar í Íþróttahöllinni og lýkur á
sunnudag. Á morgun verða tefldar
fjórar umferðir en alls verða tefldar
7 umferðir eftir Monrad-kerfi og er
umhugsunartími keppenda 45 mín-
útur. Mótið er opið öllum skákmönn-
um fæddum 1981 og síðar, keppn-
isgjald er 800 kr. og skráning fer
fram á mótsstað fyrir kl. 13 á laug-
ardag. Verðlaun fyrir 1.–5. sætið eru
skákbækur, auk þess sem sigurveg-
arinn vinnur sér farseðil á skákmót
erlendis. Einnig er keppt um farand-
bikar og þá eru veittir eignabikarar
fyrir þrjú efstu sætin.
Fyrir ári hélt Skákfélag Akureyr-
ar Íslandsmót í drengja- og telpna-
flokki sem heppnaðist mjög vel og nú
er tækifæri fyrir unglinga á Norður-
landi og víðar að vera með.
Unglingameistaramót
í skák á Akureyri
KAFFISALA á vegum kristniboðs-
félags kvenna verður í félagsheimili
KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á
sunnudag, 11. nóvember kl. 15, en
kristniboðsdagur hinnar íslensku
þjóðkirkju er þann dag. Salan stend-
ur frá kl. 15 til 17. Um þessar mundir
starfa fjórir kristniboðar á vegum
Krisniboðssambandsins í Eþíópíu og
Kenýa og fjórir á Íslandi, en mikill
vöxtur er í þessu starfi.
Kaffisala á
kristniboðsdegi
♦ ♦ ♦
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is