Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 20

Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 20
SUÐURNES 20 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar „HÖND Í HÖND“ foreldraráðstefna laugardaginn 10. nóv. 2001 frá kl. 14–17, í Kirkjulundi, nýja safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í Reykjanesbæ Kl. 14:00 Setning – bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Ellert Eiríksson. Ávarp – Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar. Ávarp – Valgerður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskylduráðs. Upplestur – nemandi úr Holtaskóla. „Margþætt hlutverk foreldris“ – Sigrún Ólafsdóttir, foreldri og flugafgreiðslumaður. „Að vera ábyrgur uppalandi” – Gylfi Jón Gylfason, foreldri, kennari og sálfræðingur. Kl. 15:10 Kaffi. „Að hrökkva eða stökkva” – Drífa Kristjánsdóttir, foreldri og meðferðaraðili. Dansatriði – nemendur úr djassdansskóla Emilíu Jónsdóttur. „Móðir mín í tíví” – Eva María Jónsdóttir, foreldri og dagskrárgerðarmaður. Kl. 17:00 Ráðstefnuslit. • Ráðstefnustjórar: Rannveig Einarsdóttir og Kristbjörg Leifsdóttir • Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis • Kaffiveitingar í boði foreldrafélaga grunnskóla Reykjanesbæjar • Barnagæsla verður á staðnum skólalúðrasveita sem Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hafði umsjón með í sumar. Árangur lúðrasveitarinnar er sérstaklega nefndur í samþykkt menningar- og safnaráðs fyrir við- urkenningunni til Karenar. „Það er búið að vera margt í gangi á þessu ári. Sigurinn í lúðra- sveitarkeppninni er þó toppurinn,“ segir Karen í samtali við Morg- unblaðið. Hún segir að gaman hafi verið að taka þátt í að halda lands- mót skólalúðrasveitanna í Reykja- nesbæ í sumar. Margir hafi komið til að fylgjast með og vel hafi tekist til með mótshaldið. Karen er fædd og uppalin í Bandaríkjunum en er af íslenskum ættum og hefur alla tíð ræktað sambandið við Ísland. Afi hennar og amma í föðurætt fluttust vestur um haf og er faðir hennar fæddur í Ameríku og búsettur þar. Hún kom reglulega í heimsóknir til Íslands, meðal annars um tvítugsaldur til að læra íslensku. Eiginmaður hennar, Björn Sturlaugsson, er Keflvík- ingur og þegar þau ákváðu að flytja til Íslands á árinu 1987 kom fátt annað til greina en heimabær hans. Líkar Karen vel að búa í Keflavík, SÚLAN, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2001, var afhent í gær. Karen Sturlaugs- son, aðstoðarskólastjóri Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, og verslunin Ný-Ung ehf. fengu verðlaunin að þessu sinni. Menningar- og safnaráð Reykja- nesbæjar úthlutar árlega menning- arverðlaunum sem nefnd eru Súl- an, annars vegar til einstaklings og hins vegar fyrirtækis. Verðlaunin fyrir þetta ár voru afhent við hátíð- lega athöfn í Bókasafni Reykjanes- bæjar síðdegis í gær. Jafnframt voru afhentir styrkir til ein- staklinga og samtaka sem ráðið hafði áður samþykkt að úthluta. Sigur í lúðrasveitakeppni Karen Sturlaugsson er tromp- etleikari og tónlistarkennari auk starfs síns sem aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þá stjórnar hún lúðrasveit skólans og léttsveit. Lúðrasveitin vann til fyrstu verðlauna í fyrstu keppni lúðrasveita sem hér hefur verið haldin en hún fór fram á landsmóti segir að bærinn sé hæfilega stór. Karen er í verkfalli eins og aðrir tónlistarkennarar. Hún segist nota tímann til að æfa sig á trompetið. Hún er í hljómsveit með fjórum konum úr Reykjavík, hljómsveit sem þær kalla Kventett. Þær leika allar á málmblásturshljóðfæri. Útilistaverk við söluturn Fyrirtækið Ný-Ung ehf. er í eigu feðganna Garðars Oddgeirssonar og Oddgeirs Garðarssonar og fjöl- skyldu þeirra. Það rekur söluturna og myndbandaleigur í Keflavík. Þeir feðgar keyptu afsteypu af listaverkinu Flugi eftir Erling Jóns- son og settu upp fyrir framan versl- unina við Hafnargötu í haust. Menningar- og safnaráð var að þakka það framtak með því að veita Ný-Ung menningarverðlaunin. Oddgeir segir að hugmyndin að fá útilistaverkið hafi kviknað þegar þeir voru að gera lóðina í stand. Er- lingur gerði listaverkið Flug í til- efni af samkeppni um útilistaverk við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Síð- an keypti Steinþór heitinn Júl- íusson frummynd verksins. Stein- þór var um tíma bæjarstjóri í Keflavík og vann þá í húsinu sem Ný-Ung er með söluturninn í og hann var auk þess vinur Oddgeirs. Var verkið sett upp í minningu Steinþórs, eins og fram kemur á áletrun á stalli þess. Oddgeir segir að listaverkið veki töluverða athygli. „Raunar halda flestir að bærinn eigi það, það er svo óvenjulegt að einstaklingar setji upp svona listaverk, en hann hefur ekki lagt krónu í það,“ segir Oddgeir. Hann kveðst vera ánægður með viðurkenningu menningar- og safn- aráðs. Hún sé hvetjandi og sýni að framtakið sé metið. Verðlaunuð fyrir framtak í menn- ingarmálum Morgunblaðið/Hilmar Bragi Frá verðlaunaafhendingunni í gær, frá vinstri: Kjartan Már Kjartansson, varaforseti bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar, Karen Sturlaugsson tónlistarmaður, Garðar Oddgeirsson og Oddgeir Garðarsson, verslunarmenn í Ný-Ung, og loks Guðbjörg Ingimundardóttir, formaður menningar- og safnaráðs Reykjanesbæjar. Reykjanesbær SKÚLI Þ. Skúlason, forseti bæj- arstjórnar Reykjanesbæjar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til að leiða lista framsóknarmanna við næstu bæjarstjórnarkosningar. Lýsti hann því yfir á fundi full- trúaráðs framsóknarmanna á dög- unum. Skúli hefur verið oddviti fram- sóknarmanna í bæjarmálum þetta kjörtímabil en hafði áður verið varabæjarfulltrúi um tíma og starf- að með Framsóknarflokknum í mörg ár. Hann er fulltrúi fram- kvæmdastjóra Samkaups og er að taka við starfi starfsmannastjóra í sameinuðu fyrirtæki Matbæjar og Samkaupa. Segir hann að nýja fyr- irtækið sé tvöfalt stærra en hið eldra og af þeim sökum geti hann ekki leitt framboðslistann, þótt eft- ir því yrði leitað, hann sæi ekki fram á að geta sinnt því hlutverki. Skúli svarar ekki beint þeirri spurningu hvort til greina kæmi að hann byði sig fram í öðru eða þriðja sæti listans en segir að ákvörðun sín taki til fyrsta sæt- isins. Starfshópur á vegum framsókn- armanna í Reykjaneskjördæmi vinnur nú að tillögugerð um fyr- irkomulag uppstillingar á fram- boðslista vegna komandi kosninga. Skúli mun ekki leiða listann Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.