Morgunblaðið - 09.11.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 09.11.2001, Síða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 21 FYRIRTÆKIÐ Goði, sem nú er í greiðslu- stöðvun, skuldar tæplega 1.000 bændum fyrir afurðir og Bændasamtökin hafa fengið umboð frá um 700 bændum til að gæta hagsmuna þeirra. Nauðasamningar eru lík- lega skárri kostur fyrir bændur en gjald- þrot og talið hugsanlegt að 50– 70% af kröfum næðust þannig. Lægri kröfur munu hafa forgang, en nokkur hópur á inni millj- ónir fyrir sláturgripi og er staða hans al- varlegt mál. Þetta kom fram í máli Ara Teitssonar á fundi að Þingborg í Hraun- gerðishreppi sem Bændasamtökin boðuðu til 1. nóvember sl. Sala kindakjöts hefur heldur minnkað innanlands og ekki nægilega gott ástand á útflutningsmörkuðum. Útflutningsskylda árið 2001 er um 1.400 tonn sem verður erf- itt að selja. Ánægjuleg væri þó vaxandi sala til Bandaríkjanna og það á mun betra verði en til nágrannalanda. Einnig er samdráttur í sölu nautakjöts og taldi Ari hluta skýr- ingar að sölustarf var allt í molum hjá Goða og hafi því svína- og kjúklingabændur haft lag til aukinnar sölu. Aukning er í sölu mjólkurafurða og líkur á þörf fyrir um- frammjólk næsta ár og þá að líkindum greitt fyrir próteinhlutann til bænda. Mun- ar þar mestu um aukna sölu á skyri og einnig ostum líkt og undanfarin ár. Hann taldi hátt verð á greiðslumarki íþyngjandi í rekstri margra búa. Ari sagði tvö mjólk- ursamlög á landinu líklega hámark innan fárra ára. Vegna þeirrar þróunar væru bændur, til dæmis kringum Egilsstaði, orðnir nokkuð uggandi um sinn hag í fram- tíðinni. Ferli WTO-samninga um alþjóðaviðskipti með búvöru eru í uppnámi nú vegna ástands í heimsmálum. Ari taldi það geta þýtt víðtækari heimild til framleiðslu eigin matvæla en ella hefði orðið. Óvissa á mörk- uðum kæmi hins vegar á móti. Aðspurður af Arnóri Karlssyni kvað Ari fasteignir Radisson SAS, eða Bændahöllina, hafa ver- ið settar á fasteignasölu í maí sl. Ekki hef- ur enn tekist að hitta aðila sem bjóða við- unandi verð í eignina. Einnig greindi Ari frá nýjum jarðalögum sem eru tilbúin fyrir Alþingi eftir þriggja ára nefndarstörf. Rædd og kynnt á fundinum var póstkosn- ing meðal bænda um umdeildan innflutning fósturvísa úr norskum kúm og samanburð- artilraun við íslenska stofninn. Kosningunni á að ljúka 25. nóvember. Egill Sigurðsson stjórnarmaður í Landssambandi kúabænda sagði umræðuna hafa staðið í 10 ár og kosn- ingin nú væri um hvort LK og BÍ eigi að framkvæma umrædda tilraun. Elvar Ingi Ágústsson taldi menn „fasta í gamalli hugsjónamennsku, Íslandi allt. Eng- in hagræðing er sjáanleg“. Hann taldi nær að peningar, sem færu í fjallskil hvort sem menn rækju á fjall eða ekki, væru betur komnir heima á búunum. Nær væri að þeir fjármunir nýttust til girðinga á heimalönd- um. Hrafnkell Karlsson taldi stjórnvalda að móta byggðastefnu en ekki verkefni Bænda- samtakanna. Það myndi jafnvel kljúfa þau samtök ef reyndi á vegna misjafnrar að- stöðu landshluta. Hann kvaðst sammála um- hverfisráðherra um að leggja niður Nátt- úruverndarráð eftir eigin setu þar í tvö ár. Ráðið væri yfirleitt í bardaga við ráðherra en ætti að vera ráðgefandi aðili. Heldur minni kindakjötssala innanlands Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Frá bændafundinum á Þingborg í Hraungerðishreppi. Gaulverjabær Bændafundur á Þingborg UNDANFARIÐ hefur verið unnið að því að gera öryggisáætlun fyrir Grundarfjarðarhöfn eftir fyr- irmælum Siglingamálastofnunar. Er því verki nú lokið og mun þetta vera fyrsta höfnin sem tekur í notkun slíka áætlun. Tilgangur áætlunarinnar er að skapa skilyrði til að hægt sé að tryggja öryggi þeirra sem nota þjónustu hafnarinnar. Reynt er að gera öryggiskerfið aðgengilegt starfsmönnum og handbók hefur verið samin sem hefur að geyma höfuðatriði kerfisins. Í handbókinni er farið yfir helstu öryggiskröfur og lágmarks- útbúnað sem þarf að vera til staðar. Einnig er í bókinni áætlun um viðbrögð við óhöppum og slysum svo sem mengunarslysum og ennfremur teikning af höfninni þar sem staðsetning allra helstu öryggistækja er sýnd. Síðan er sett upp áætlun um reglubundið eftirlit með öryggisbúnaði hafnarinnar. Einn af nefndarmönnum hafnarnefndar Grundarfjarðar, Gísli Ólafsson, samdi áætlunina ásamt Hafsteini Garðarssyni hafnarverði. Stöðluð öryggis- áætlun fyrir höfnina Grundarfjörður Hafsteinn Garðarsson hafnarvörður. FÖSTUDAGINN 26. október sl. var sóknar- nefndum, kvenfélögum og fleiri velunnurum í Rangárvallasýslu boðið til kynningar á vænt- anlegum framkvæmdum við innréttingu kapellu og líkhúss á Lundi, hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða á Hellu. Um er að ræða lokafrágang í kjallara viðbyggingar sem að hluta var tekin í notkun 1994. Í þeim hluta sem þá var frágenginn eru rými fyrir tólf sjúklinga auk þjónustukjarna fyrir alla stofnunina en íbúar á Lundi eru nú alls 30; 8 manns í þjónusturými og 22 í hjúkrunar- rými en auk þess eru tvö dagvistarrými. Að sögn Jóhönnu Friðriksdóttur, hjúkrunarfor- stjóra á Lundi, er brýn þörf fyrir aðstöðu sem þessa, ekki aðeins fyrir íbúa stofnunarinnar held- ur einnig fyrir íbúa allrar sýslunnar. Til að mynda eru allir sem andast hér á svæðinu fluttir á Selfoss til kistulagningar og aftur til baka þeg- ar kemur að jarðarför. Einnig er kapellan ætluð fyrir litlar athafnir, bænastundir og fleira. Undanfarin ár hefur smám saman verið inn- réttuð aðstaða til sjúkraþjálfunar, fönduraðstaða, búningsaðstaða fyrir starfsmenn o.fl. í kjall- aranum. Í haust var svo lokafrágangurinn boðinn út og hlaut Trésmiðjan Rangá hf. á Hellu verkið og er áætlað að því ljúki í maí á næsta ári. Húsið er teiknað af Hauki A. Viktorssyni arkitekt. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Guðmundur I. Gunnlaugsson sveitarstjóri og Óli Már Aronsson, oddviti hreppsnefndar Rangárvallahrepps, skoða teikningar sem hafðar voru til sýnis á kynningunni. Hjá þeim stendur sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, pró- fastur í Fellsmúla í Holta- og Landsveit. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Jóhanna Friðriksdóttir hjúkrunarforstjóri og Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Lundar. Kynning á framkvæmdum Hella SMÁRALIND GLERAUGU FYRIR ALLA ÚTIVIST SÍMI 528 8505

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.