Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 26
ERLENT
26 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TALSMAÐUR Sameinuðu þjóð-
anna segir að ósprungnar klasa-
sprengjur sem Bandaríkjamenn
hafa varpað við borgina Herat í Afg-
anistan hafi valdið dauða a.m.k. eins
óbreytts borgara og sært þrjá.
Klasasprengjur eru ekki bannaðar
samkvæmt alþjóðalögum en í hverri
sprengju er fjöldi af smásprengjum
sem dreifast um stórt svæði og oft
springa minni sprengjurnar ekki
þegar þær lenda. Mannréttindasam-
tök benda á, að ósprungnar sprengj-
ur séu sérstaklega hættulegar
óbreyttum borgurum. Bandaríkja-
menn hafa varpað fjölda matarpakka
yfir Afganistan og eru umbúðirnar
gular eins og klasasprengjur. Bent
var á að hætt væri við að börn rugl-
uðust á sprengju og matarpakka og
hefur nú verið ákveðið að matar-
pakkarnir verði bláir en ekki gulir.
!"#$ %&'(%)#
*+'', %$"#-!)$.'/%) (% .0/ 0+%$$$ 1
#22) &0#3##..$ '"40'5!3, .'%'')6+%'
!"!
# $ %%#$ &#
! #'(#)( )$
78
*+, -(+,%
.#/!+,
0
1!"!!
#
%!
23 4%$
5
$
#!%##/6
#0%#
0
!!/! !! #!
0
##( #
%$ %#
9: ; :
*+,
-(+, %
7!! , 8(9!$$!:;#9$#
<=
!
"#$
$
% $& $'
$
( %) $*
+
, %- .
>? :@
0#2
A%'B 'C#../&
DE$$.$ '%##'
0#
@+$(F+ &"3 0'%##'C
(. !%+'%E.'D. $0#
0#
F8D E( 0.
' !0'($ %E0.+$0.
8 #&', %$"
Ósprungnar
klasasprengjur
valda manntjóni
Islamabad. AP.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og George W. Bush, for-
seti Bandaríkjanna, ætla hvergi að
hvika í baráttunni gegn alþjóðlegri
hryðjuverkastarfsemi, sama hversu
lengi sú barátta kann að standa. Á
sameiginlegum blaðamannafundi
þeirra í Hvíta húsinu á mið-
vikudagskvöld lagði Bush áherslu á
þolinmæði, og sagði að baráttan
gegn hryðjuverkum ynnist ekki í
einni svipan, en árangur væri smám
saman að koma í ljós. Blair, sem
hafði flogið yfir Atlantshafið á tvö-
földum hljóðhraða í Concorde-þotu
fyrr um daginn, ítrekaði stuðning
sinn við málstað Bush. Sagði Blair
að staðfestan í leitinni að réttlætinu
væri alveg jafn eindregin nú og hún
hefði verið 11. september.
Sigurvissir
AP
COLIN Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hefur sagt að
Bandaríkjastjórn kunni að snúi sér
næst að Írak eftir að hernaðarað-
gerðunum í Afganistan lýkur.
„Við verðum að uppræta þá ógn
sem heimsbyggðinni stafar af
hryðjuverkamönnum Osama bin
Ladens og takast á við talibana-
stjórnina sem verndar þá,“ sagði
Powell í fyrradag eftir viðræður við
utanríkisráðherra Kúveits, Sabah al-
Hamad Al Sabah.
Hann bætti við að eftir að hern-
aðaraðgerðunum í Afganistan lyki
myndi Bandaríkjastjórn snúa sér að
hryðjuverkasamtökum út um allan
heim. „Og ríki eins og Írak, sem hafa
sóst eftir gereyðingarvopnum, ættu
ekki að halda að þessi starfsemi valdi
okkur ekki áhyggjum og að við snú-
um okkur ekki að þeim.“
80% Bandaríkjamanna
hlynnt hernaði í Írak
Ný skoðanakönnun bendir til þess
að 80% Bandaríkjamanna telji það
mikilvægan þátt í herferðinni gegn
hryðjuverkastarfsemi að grípa til
hernaðaraðgerða í Írak með það að
markmiði að koma Saddam Hussein
frá völdum.
Dagblað í Líbanon hafði á sunnu-
dag eftir Tareq Aziz, aðstoðarfor-
sætisráðherra Íraks, að Kúveit hefði
alltaf verið hluti af Írak. Powell sagði
þessi ummæli ekki koma á óvart.
„Aziz hefur verið með þessar fárán-
legu ógnanir í mörg ár, þannig að við
tökum þeim með fyrirvara.“
Repúblikanar á bandaríska
þinginu hafa hvatt stjórn Bush til að
grípa til aðgerða gegn Írak eftir
hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11.
september þótt bandarískir embætt-
ismenn hafi sagt að ekki hafi komið
fram neinar trúverðugar vísbending-
ar um að stjórnvöld í Írak væru við-
riðin hryðjuverkin.
Aziz sagði í síðasta mánuði að
Bandaríkjamenn og Bretar hygðust
skjóta þúsund flugskeytum á 300
skotmörk í Írak til að steypa Sadd-
am Hussein undir því yfirskini að
árásirnar væru þáttur í herferðinni
gegn hryðjuverkastarfsemi. Breskir
embættismenn neituðu þessu.
Powell um herferðina gegn hryðjuverkastarfsemi
Stjórn Bush kann að
snúa sér næst að Írak
Washington. AFP.
BILL Clinton, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, drap niður fæti í
Pakistan á síðasta ári en þá voru
samskipti ríkj-
anna, Banda-
ríkjanna og
Pakistans, svo
slæm, að hann
vildi ekki, að
teknar yrðu
myndir af sér
með leiðtoga
herstjórnarinn-
ar og forseta
landsins, Perv-
ez Musharraf. Þegar þessi sami
Musharraf lagði í fyrradag upp í
ferð til Frakklands, Bretlands og
Bandaríkjanna voru hins vegar
rauðu dreglarnir alls staðar til-
búnir fyrir þennan mikilvægasta
bandamann vestrænna ríkja í
múslímaheiminum.
Í pakistönskum og vestrænum
fjölmiðlum hefur því verið haldið
fram, að Musharraf væri að taka
nokkra áhættu með því að fara úr
landi á sama tíma og íslamskir
heittrúarmenn reyna að herða
áróðurinn gegn stuðningi hans við
stríðið í Afganistan og hafa boðað
til mótmæla um landið allt í dag.
Fréttaskýrendur eru þó flestir
sammála um, að með tilliti til
hagsmuna lands og þjóðar hafi
Musharraf tekið rétta ákvörðun.
Þeir segja líka, að staða hans inn-
anlands hafi verið að styrkjast að
undanförnu, ekki síst vegna þess,
að hann hefur ýtt út úr herstjórn-
inni, hinni eiginlegu ríkisstjórn í
landinu, öllum herforingjum, sem
taldir eru andvígir vestrænum
ríkjum.
Musharraf hafði samt allan var-
ann á er hann fór úr landi og í stað
þess að fara á miðvikudagskvöld
eins og tilkynnt hafði verið, fór
hann snemma um morguninn. Á
sama tíma var slökkt á öllu far-
símakerfinu í Pakistan um stund.
Enginn annar kostur
Á leið sinni vestur kom
Musharraf við í Íran og Tyrklandi
en við komuna til Parísar lýsti
hann því yfir, að stjórn sín hefði
fullt samstarf við Bandaríkin og
önnur ríki í baráttunni gegn
hryðjuverkum, en sagt er, að í
vinahópi hafi hann sagt, að hann
hafi ekki átt annan kost en að
styðja Bandaríkin og yfirgefa tal-
ibana eftir hryðjuverkin vestra.
Hafi hann í því sambandi sagt
sögu af manni, sem hljóp í flasið á
ljóni en lifði það af og komst heim
heilu og höldnu. Þegar nágrannar
hans lofuðu hann fyrir hugrekkið,
svaraði hann því til, að þakka bæri
ljóninu, það hefði ákveðið að ráð-
ast ekki á hann.
Viðræður þeirra Musharrafs og
Jacques Chiracs, forseta Frakk-
lands, í gær snerust um það hvað
Pakistanar fengju fyrir stuðning-
inn. Meginkrafa þeirra er, að vest-
ræn ríki gefi þeim eitthvað eftir af
skuldunum og veiti þeim að auki
fjárhagslegan stuðning. Pakistan
skuldar nú aðildarríkjum Parísar-
klúbbsins um 1.300 milljarða kr.
Musharraf mun fara fram á
þetta sama í viðræðum sínum við
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og George W. Bush,
forseta Bandaríkjanna, en sá síð-
arnefndi hefur raunar nú þegar
lagt Pakistönum nokkra líkn með
þraut. Refsiaðgerðunum gegn
Pakistönum, sem ákveðnar voru
fyrir meira en áratug vegna kjarn-
orkuvopnatilrauna þeirra, hafa
verið afnumdar og Bandaríkja-
stjórn hefur einnig heitið að gefa
þeim upp eitthvað af skuldunum.
Stríðið í Afganistan hefur
breytt miklu. Fyrir aðeins tveimur
mánuðum þótti Musharraf varla í
húsum hæfur en nú vilja allir allt
fyrir hann gera. Hann virðist hafa
töglin og hagldirnar í landi sínu og
hann fullyrðir, að mikill meirihluti
landsmanna styðji hann. Talið er,
að það sé rétt hjá honum, en marg-
ir óttast, að það geti breyst dragist
stríðið í Afganistan úr hömlu.
Ljóst er, að ekki verður orðið
við óskum hans um að hlé verði
gert á loftárásunum í föstumánuði
múslíma og haldi sami hernaður-
inn áfram og sami flóttamanna-
straumurinn yfir til Pakistans í
marga mánuði enn, þá er hætt við,
að verulega verði farið að hitna
undir Musharraf sem forseta
landsins.
Musharraf Pakistanforseta fagnað á Vesturlöndum
Framtíð forsetans
ræðst í Afganistan
París, Islamabad. AP, AFP.
Pervez
Musharraf