Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 27

Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 27
BJÖRGUNARMENN á eynni Camiguin í Filippseyjaklasanum sunnanverðum bera burtu fórn- arlamb hitabeltisstormsins Ling- ling, sem gekk yfir eyjarnar á þriðjudagskvöldið og varð að minnsta kosti 110 manns að bana, þar af 81 á Camiguin. Hátt í þrjú hundruð manns er saknað. Björg- unarstarf gekk erfiðlega í gær og urðu björgunarmenn stundum að nota berar hendurnar til að grafa í leðju við leitina að fólki. Gríð- arlegt úrhelli og flóð fylgdi veðr- inu og olli miklum aur- og grjótskriðum og í þeim grófust margir sem voru sofandi á heim- ilum sínum er veðrið skall á. Um 20 hitabeltisstormar skella á Filippseyjum ár hvert, en flest- ir dynja yfir norðurhluta eyja- klasans og ennfremur er sjald- gæft að þeir verði svona seint á árinu. Sá mannskæðasti á þessu ári var Utor, sem varð 163 að bana í júlí. Reuters 110 látnir á Filipps- eyjum ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 27 MIKE Moore, yfirmaður Heimsvið- skiptastofnunarinnar (WTO), varaði í gær við afleiðingum þess að fund- ur aðildarlanda WTO, sem hefst í Katar í dag, færi út um þúf- ur líkt og sá síð- asti, sem hald- inn var í Seattle í Bandaríkjun- um fyrir tveim- ur árum. Sagði hann að ef ekki tækist að koma viðræðum um lækk- un tollamúra vel á rekspöl væri jafnvel hætta á að WTO glataði hlutverki sínu. „Það eru engar ýkjur að segja að þær ákvarðanir, sem ráðherrar að- ildarríkjanna taka hér á næstu dög- um, muni skera úr um það hvort Heimsviðskiptastofnunin getur áfram sinnt hlutverki sínu sem helsti vettvangur umræðna um verslun og viðskipti,“ sagði Moore í yfirlýsingu til fjölmiðla. „Ýmsir hafa látið þau orð falla að ef ekki tekst að móta framsýna stefnu um næstu skref hér á fundi WTO í Doha [í Katar] muni stofnunin leggjast í dvala eða hætta að skipta máli.“ Moore kvaðst sjálfur ósammála því mati. WTO myndi áfram gegna veigamiklu hlutverki sem sátta- semjari í deilum ríkja í millum um verslun og viðskipti, auk þess sem stofnunin myndi áfram veita tækni- lega aðstoð og þjálfun. Hitt tók hann undir, að mikilvægt væri að ná árangri á fundinum í Katar. Ella væri hætta á að einstök ríki tækju æ meir að einbeita sér að tvíhliða samningum við önnur ríki, eða að samningum ríkja á tilteknu svæði fjölgaði til muna. Sagði Moore að slíkir samningar væru vissulega mikilvægir en þeir kæmu engan veginn í staðinn fyrir samninga, er sannarlega tækju til verslunar og viðskipta allra ríkja heimsins. Gengið verður formlega frá inngöngu Kínverja í WTO Mikil öryggisgæsla er í Doha en andstæðingum hnattvæðingar tókst að hleypa upp fundinum í Seattle í hitteðfyrra með mótmælaaðgerðum sínum. Óttast margir að sundrung í röðum 142 aðildarlanda WTO verði enn til þess að enginn árangur ná- ist. Þó ætti fundarmönnum ekki að verða skotaskuld úr því að staðfesta inngöngu Kínverja í WTO en búið er að ganga frá öllum samningum þar að lútandi. Gert er ráð fyrir að m.a. verði hart deilt um umhverfismál á fund- inum og vilja bæði Evrópusamband- ið og Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna að tekið verði tillit til um- hverfissjónarmiða í umræðum um aukið frjálsræði í verslun og við- skiptum. Fóru Grænfriðungar fram á það í gær að öllum umræðum um frelsi í viðskiptum yrði skotið á frest uns Bandaríkjamenn staðfesta Kyoto-sáttmálann um loftlagsbreyt- ingar. Blikur á lofti við upphaf fundar Heimsviðskiptastofnunarinnar Doha. AFP. Óttast að WTO glati hlutverki sínu Mike Moore HART var sótt að John Howard, for- sætisráðherra Ástralíu og leiðtoga Frjálslynda flokksins, í gær en kosn- ingabarátta vegna þingkosninganna þar í landi náði þá hámarki. Var How- ard sakaður um að hafa reynt að blekkja almenning í Ástralíu vegna máls 200 flóttamanna sem komst í fréttirnar í síðasta mánuði. Ennfrem- ur kom það Howard illa að nýjar at- vinnuleysistölur, sem gerðar voru op- inberar í gær, sýndu að atvinnuleysi jókst nokkuð milli mánaða, fór úr 6,7% í september í 7,1% í október. Ástralir ganga að kjörborðinu á morgun og kemur þá í ljós hvort Howard tekst það einstæða afrek að vinna sínar þriðju kosningar í röð en hann hefur verið forsætisráðherra síðan 1996. Skoðanakannanir sýna að mjög hefur dregið saman með frjáls- lyndum og Verkamannaflokknum og segja fréttaskýrendur útilokað að spá fyrir um hvort ríkisstjórn Howards heldur velli eða hvort Kim Beazley, leiðtogi Verkamannaflokksins, verð- ur næsti forsætisráðherra landsins. Howard sagði í gær að kosningarn- ar snerust um það hverjum kjósendur treystu til að stýra landinu um ólgu- sjó mikinn og var hann þar að vísa til hryðjuverkavánnar og efnahagsað- stæðna, sem nú þykja gerast æ erf- iðari. „Öryggi borgaranna og efna- hagsstjórnin skipta mestu,“ sagði Howard í gær. „Ég fer fram á það við Ástrali að endurkjósa mig sem for- sætisráðherra í þeirri trú að ég sé færari en andstæðingur minn um að sýna trygga forystu í þessum efnum.“ Efnahagsmálin ofarlega á baugi í kosningabaráttunni Á miðvikudag blés Kim Beazley, leiðtogi Verkamannaflokksins, til sóknar þegar hann hafnaði fullyrðing- um frjálslyndra um að voði steðji að efnahag landsins ef Verkamanna- flokkurinn kæmist til valda. Sagði hann staðhæfingar frjálslyndra um að efnahagsástandið hefði verið betra í tíð núverandi stjórnvalda, heldur en það var fyrir 1996, engan veginn standast skoðun. Beazley sagði í gær að kjósendur hefðu eðlilega áhyggjur af auknu at- vinnuleysi í landinu en það væri til marks um að ríkisstjórn Howards stæði sig ekki í stykkinu. Kenndi hann um sérstökum vöru- og þjón- ustuskatti sem stjórn Howards leiddi nýlega í lög. Peter Costello fjármálaráðherra sagði hins vegar að búast hefði mátt við auknu atvinnuleysi. Þar væri um að kenna ástandi í alþjóðamálum, allt- af hefði mátt reikna með að hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin 11. sept- ember hefðu þessar afleiðingar. Beazley hefur enn fremur gagn- rýnt Howard fyrir að vilja ekki segja kjósendum hvort hann hyggist sitja út kjörtímabilið en Howard hefur áð- ur lýst því yfir að til greina kæmi að hann settist í helgan stein er hann yrði 64 ára gamall, þ.e. eftir um 18 mánuði. Hefur verið gengið að því sem vísu að Costello fjármálaráð- herra tæki við af honum. Mál flóttamanna snúast í höndum Howards Howard boðaði til kosninganna eft- ir að vinsældir ríkisstjórnarinnar tóku kipp í kjölfar þess að nokkur mál flóttamanna komust í fréttirnar þar- lendis. Virtist almenningi í Ástralíu líka vel sú harða afstaða sem Howard tók til flóttamanna sem komið hafa með ólögmætum hætti til landsins í því skyni að leita þar hælis sem póli- tískir flóttamenn. Í sumar vakti mikið umtal mál afg- anskra flóttamanna sem urðu strandaglópar á norsku flutninga- skipi sökum þess að ástralska stjórn- in þverneitaði að taka við fólkinu. Í síðasta mánuði kom síðan upp annað svipað mál og hélt Howard því fram á sínum tíma að tilraunir hefðu verið gerðar til að þvinga Ástrali að taka við fólkinu, með því að ungum börn- um úr röðum flóttamannanna hefði ítrekað verið kastað fyrir borð. Þeim staðhæfingum var hins vegar hafnað í gær af skipstjóra í ástralska flotanum, sem sagði að aðeins eitt slíkt tilfelli hefði komið upp. Howard neitaði því í gær að hann hefði vísvitandi reynt að blekkja al- menning í landinu til að auka vinsæld- ir sínar og stjórnarinnar. Sagði hann að ráðherrar í ríkisstjórn treystu vita- skuld mjög á þær upplýsingar sem þeir fengju frá undirmönnum sínum. Sagði hann að í þessu máli hefðu þeir einfaldlega fengið rangar upplýsing- ar. Útilokað að spá fyrir um kosningaúrslit í Ástralíu Sydney, Canberra. AFP, AP. Skotland McLeish segir af sér embætti HENRY McLeish, forsætisráðherra í heimastjórn Skota og leiðtogi skoska Verkamannaflokksins, sagði af sér embætti í gær vegna fjármála- hneykslis sem nýlega kom upp á yf- irborðið. Leiðtogavandi er því kom- inn upp í flokknum í annað skipti á rúmu ári en McLeish tók við for- sætisráðherraembættinu í fyrra eft- ir andlát Donalds Dewar. Stjórnarandstöðuflokkar á skosku löggjafarsamkundunni í Edinborg höfðu knúið á um afsögn McLeish eftir að í ljós kom að hann hefði sjálf- ur hagnast á því að endurleigja flokksskrifstofu sína í kjördæmi sínu. Meirihluti Verkamannaflokks- ins og frjálslyndra á skoska þinginu er hins vegar mjög tryggur og kom ákvörðun McLeish í gær því nokkuð á óvart. Stóð þá fyrir dyrum umræða um þingsályktunartillögu þess efnis að McLeish bæri að segja af sér. Málið snýst um kostnað, að jafn- virði 5,3 milljónir króna, sem McLeish lét greiða sér fyrir skrif- stofu sem hann hélt í kjördæmi sínu, en síðan kom í ljós að hann fram- leigði skrifstofuna og hefur fengið um 5,3 milljónir króna í leigutekjur á undanförnum 14 árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.