Morgunblaðið - 09.11.2001, Qupperneq 28
LISTIR
28 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í Fjandmanni fólksins greinir frá
Tómasi Stokkmann sem er læknir
heilsubaða í smábæ í Noregi. Böðin
eru hin nýja líftaug bæjarins og
eiga að koma honum á kortið.
Læknirinn hefur uppgötvað heilsu-
spillandi mengun í heilsulindunum
sem stafa af verksmiðjuúrgangi.
Hann krefst úrbóta. Í upphafi
standa fjölmiðlar við hlið hans en
þegar bróðir hans sem er bæjar-
stjóri og formaður baðstjórnar ger-
ir mönnum ljóst hvaða gríðarlegi
kostnaður fylgir þessum aðgerðum
og að böðin yrðu lokuð í minnst tvö
ár renna á menn tvær grímur og
menn sjá fram á gríðarlegt fjár-
hagslegt tjón fyrir bæjarsamfélagið
allt. En Stokkmann gefur sig ekki
og borgarafundur lýsir hann fjand-
mann fólksins. Stokkmann, maður
sannleikans, gefst ekki upp og ætl-
ar sér að halda baráttunni áfram án
málamiðlana: Sterkasti maður í
heimi er sá sem stendur einn.
Henrik Ibsen er fæddur 1828 í
Noregi og lést árið 1906. Ibsen er
stolt Norðmanna og eitt atkvæða-
mesta leikskáld Norðurlanda.
Hann samdi á þriðja tug leikrita,
m.a.: Pétur Gaut, Brúðuheimili,
Villiöndina, Heddu Gabler og Aft-
urgöngur. Fjandmann fólksins
skrifaði hann 1882. Verkið er hlaðið
áleitnum siðferðilegum spurningum
og vangaveltum sem á jafn brýnt
erindi við samtímann árið 2001 og
þegar það var skrifað fyrir 120 ár-
um.
Frumsýningunni á Fjandmanni
fólksins sem vera átti í janúar á
þessu ári var frestað, þegar aðal-
leikaranum, Ingvari Sigurðssyni,
bauðst hlutverk í bandarísku stór-
myndinni K-19 The Widowmaker.
Ingvar hefur því haft hlutverk
Stokkmanns læknis í farteskinu í
heilt ár því æfingar hófust í nóv-
ember í fyrra en lögðust síðan af í
byrjun febrúar þar til að þráðurinn
var tekinn upp aftur í byrjun októ-
ber. „Það hefur alltaf góð áhrif að
ganga lengi með hlutverk og hafa
tíma til að leyfa því að gerjast,“
segir Ingvar sem er að leika hjá
Leikfélagi Reykjavíkur í fyrsta
sinn frá því að hann lék skemmt-
anastjórann í Kaberett árið 1995.
Þetta er annar veturinn sem Ing-
var er eigin herra og ekki samn-
ingsbundinn við Þjóðleikhúsið eins
og hann hefur verið undanfarin 10
ár. „Þetta hentar mér vel, ég hef
frjálsari hendur og get ráðið meiru
um það sjálfur hvað ég geri. Ég er
t.d. að fara að leika í litla leikhúsinu
mínu við Vesturgötu í nýju leikriti,
Með lykil um hálsinn, eftir ungan
höfund, Jón Agnar Egilsson, sem
mun leikstýra því sjálfur.“ Ingvar
er hér að vísa til Vesturports, nýja
leikhússins sem tók til starfa í sum-
ar með sýningunni Diskópakk og er
hópverkefni ungra nýútskrifaðra
leikara og Ingvars. „Ég hef ánægju
af að reyna eitthvað nýtt og taka
þátt í því að byggja upp leikhús.
Þetta er ekki hugsað sem gróðafyr-
irtæki á neinn hátt heldur eingöngu
staður þar sem við getum gert það
sem hugur okkar stendur til. Ég
hlakka til að hefja vinnuna við
þetta nýja leikrit.“
Hlutverk Stokkmanns læknis er
þó það sem á hug Ingvars allan
þessa daga og hann segir að sér
þyki yfirleitt alltaf mjög gaman að
æfa leikrit. „Það hentaði þessari
sýningu mjög vel að fá þetta hlé,“
segir hann. „Leikstjórinn okkar,
hún María, kom, endurnærð til
leiks í haust með nýjar og ferskar
hugmyndir og sýningin hefur
þróast mjög skemmtilega á und-
anförnum vikum. María er þannig
leikstjóri að hún er galopin fyrir
öllum hugmyndum. Hún er nánast
eins og listmálari sem leyfir öllum
hópnum að hafa pensil og mála á
strigann með sér. Þetta er aðferð
sem hentar ekki öllum en þegar vel
tekst til þá er þetta mjög skemmti-
leg og gefandi vinnuaðferð.“
Ingvar hugsar sig vandlega um
áður en hann svarar og veltir
hverju orði vandlega fyrir sér.
Honum er leiklistin hjartans mál,
hagur leikhússins er honum hug-
fólginn og skoðanir hans á leiklist-
inni allrar athygli verðar. „Íslensk
leiklist er ung listgrein en við eig-
um að líta á það sem kost en ekki
löst. Við erum opin fyrir alls konar
aðferðum og höfum ekki bundist
neinni einni umfram aðra. Við erum
ennþá að leita að stíl og aðferð og
grípum allt sem okkur býðst í
þeirri leit. Það er skapandi og
skemmtilegt.“
Fjandmaður fólksins er skrifað í
natúralískum stíl og gerir upphaf-
lega ráð fyrir því að umgjörð sýn-
ingarinnar sé í þeim anda. „Um-
gjörðin í þessari sýningu er eins
langt frá natúralismanum og hægt
er að hugsa sér og sem leikari
stendur maður frammi fyrir því
vandamáli að allt sem leikritið segir
manni að gera á við allt annars
konar umgjörð. Þetta er fyrst og
fremst áskorun til okkar leikaranna
og við verðum að finna nútíma-
lausnir á því að gera verkið leik-
hæft. Arthur Miller er höfundur
leikgerðarinnar sem við notum en í
sumum tilfellum höfum við kosið að
leita aftur til upprunans fremur en
nota lausnir Millers.“
Ingvar segir efni verksins eiga
jafn brýnt erindi við okkur í dag og
fyrir 120 árum. „Þetta er átakasaga
um mann sem stendur frammi fyrir
því að vísindaþekking hans stang-
ast á við efnahagslega hagsmuni
bæjarfélagsins. Þetta á við um
margt í umhverfismálum nú á dög-
um þó almenningur sé orðinn miklu
betur upplýstur um hættuna sem
stafar af bakteríum ýmiss konar.
Ibsen er að tefla fram nýrri vís-
indalegri þekkingu gegn fáfræði og
fordómum umhverfsins. Stokk-
mann er hetja sem stendur einn
gegn öllum og í lokin er hann ekki
bugaður þó hann hafi orðið undir á
baráttunni við samfélagið. „Meiri-
hlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér,“
segir hann og frá sjónarhóli minni-
hlutans er það rétt. Hann er líka
undir þrýstingi frá konu sinni
(Halldóru Geirharðsdóttur) um að
láta undan en hún stendur þó með
honum í lokin þó hún hefði heldur
kosið að hann færi átakaminni leið
og sýndi meiri sveigjanleika. Hann
getur það ekki enda telur hann
mannslíf í húfi og enga málamiðlun
hugsanlega.“
Ingvar bætir því við að það sé
sannarlega gaman að leika svona
hetju, „því sjálfur væri ég löngu
búinn að gefast upp.“
Ingvar mun seinna í vetur leika
ásamt Gunnari Eyjólfssyni í nýju
leikriti eftir franska leikskáldið Er-
ich Emmanuel Schmidt (höfund
Abels Snorko) en næsta sumar
hefjast tökur á kvikmynd Mar-
grétar Rúnar á Sólon Islandus þar
sem Ingvar fer með titilhlutverkið.
„Ég vil gefa mér góðan tíma til að
undirbúa það,“ segir hann í lok
samtals okkar.
Halldóra Geirharðsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson í hluverkum Stokkmannshjónanna. Morgunblaðið/Ásdís
Jóhann G. Jóhannsson, Þór Tulinius og Sóley Elíasdóttir í hlutverkum sínum.
Meirihlutinn hefur
alltaf rangt fyrir sér
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld
leikrit Henriks Ibsens, Fjandmaður
fólksins, í leikgerð Arthurs Millers á
stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu.
Eftir Henrik Ibsen.
Leikgerð: Arthur Miller.
Þýðing: Sigurður Pálsson.
Leikarar: Ingvar E. Sigurðs-
son, Halldóra Geirharðsdóttir,
Björn Ingi Hilmarsson, Sóley
Elíasdóttir, Þór Tulinius, Egg-
ert Þorleifsson, Pétur Ein-
arsson, Ólafur Darri Ólafsson,
Jóhann G. Jóhannsson, Katla
Margrét Þorgeirsdóttir og
Gígja Hilmarsdóttir.
Leikstjóri: María Kristjáns-
dóttir.
Leikmynd: Vytautas Narbutas
Búningar: Filippía Elísdóttir.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Fjandmaður
fólksins
Í RITI Páls Vídalíns Recensus poetarum et
scriptorum Islandorum hujus et superioris
seculi segir um Hallgrím Pétursson og Pass-
íusálma hans: „En fram úr öllum verkum
hans sköruðu þó sálmar hans sem hann orti
gamall og heilsulítill út af píslarsögu drottins,
óviðjafnanlegir og ofar voru lofi – nostri
laude majus – ódauðlegir um alla framtíð og
styrkur kirkju Krists sem lifir og lifa mun á
Íslandi meðan nokkur guðræknisneisti er ós-
lökktur.“
Í þessum skrifum kemur fram sú aðdáun
sem Íslendingar hafa haft á Hallgrími Pét-
urssyni og verkum hans.
Það er hið þarfasta verk að gefa út fræði-
lega útgáfu þessa merka eða merkasta skálds
þjóðarinnar. Margrét Eggertsdóttir gerir
grein fyrir væntanlegri heildarútgáfu og út-
gáfum verka skáldsins frá upphafi árið 1666.
Passíusálmar
Heildarútgáfa verkanna kom út í Reykja-
vík í tveimur bindum, gefin út af Grími
Thomsen á árunum 1887–1890. Undanfarin
ár hefur verið unnið að undirbúningi þess-
arar útgáfu og er byggt á kvæðaskrá Stein-
ars Matthíassonar, sem unnin var undir leið-
sögn Jóns Samsonarsonar.
Hallgrímskver og Passíusálmar voru oft
gefin út en að auki eru talin vera tiltæk um
600 handrit með kvæðum Hallgríms.
Þessi heildarútgáfa verður í fjórum hlut-
um, ljóðmæli, sálmaflokkar, rímur og laust
mál. Í þessu fyrsta bindi ljóðmæla er valið
eftir efni um „erfiða tíma, ranglátan heim
forgengileika alls og dauðann“. Eiginhandrit
Hallgríms að kvæðum og verkum eru fá og er
getum leitt að því að handrit hafi glatast þeg-
ar bærinn í Saurbæ brann árið 1662.
„Texti hvers kvæðis er prentaður eftir að-
alhandriti en orðamunur úr öðrum handritum
prentaður neðanmáls“. Alls eru hér birtir 33
sálmar og kvæði. Grein er gerð fyrir varð-
veislu hvers kvæðis og handritum lýst.
„Katekismar“ og „Barnalærdómsbækur“
voru grunnmenntun kristinna manna fyrr á
öldum. Fermingin var próf og staðfesting um
þekkingu og samþykkt og skilning á boðun
kristninnar. Fyrrum var fermingin, staðfest-
ingin, þorra þjóðarinnar. Eina prófið sem
tekið var. „Fræðin minni“ eftir Lúter kom út
árið 1529. „Fræðin minni handa ólærðum
prestum og prédikurum“ voru þýdd á ís-
lensku, fyrsta útgáfa árið 1562. Einar Sig-
urbjörnsson ritar inngang og rekur forsend-
urnar að riti Lúters og
fermingarundirbúningi hér á landi og „kver-
um“ ætluðum til kristindómsfræðslu bæði
fyrir og eftir „fermingarkver“.
Kver þetta var notað til fermingar-
undirbúnings í um 50 ár, allt fram undir 1930.
Ritið skiptist í Barnalærdóm eftir lútherskri
kenningu, framan við eru: Fræði Lúthers hin
minni, eins og segir á titilsíðu. Skýrleiki og
ljós framsetning einkennir þetta kver öðru
fremur og er það í rauninni klassískt rit. Eitt
játningarrita kirkjunnar samkvæmt rök-
stuðningi Einars Arnórssonar.
Skýrleiki og afdráttarlausar siðakenningar
mörkuðu viðhorf þeirra sem lásu og lærðu
kverið undir leiðsögn skilríkra klerka. Áhrif
þess voru djúptæk.
Hið þarfasta verk
Það er hið þarfasta verk að gefa út fræðilega útgáfu
þessa merka eða merkasta skálds þjóðarinnar,
segir Siglaugur Brynleifsson í grein um Ljóðmæli
Hallgríms Péturssonar, fyrsta bindi. Heildarútgáfa
verka skáldsins verður í fjórum hlutum.