Morgunblaðið - 09.11.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 09.11.2001, Síða 30
MYNDIR, sem teknarvoru um borð í tveimuríslenskum fiskiskipum áÍslandsmiðum og sýnd- ar voru í Sjónvarpinu í gærkvöld, sýna stórfellt brottkast á fiski. Um er að ræða kvótalitla báta og var í báðum tilfellum um 30% af heildar- afla veiðiferðanna hent aftur í hafið. Á öðru myndbandinu sést að öll- um fiski undir ákveðinni stærð, að því er virðist 45–50 sentimetrum og jafnvel stærri, er umsvifalaust og kerfisbundið hent aftur í hafið, þ.e.a.s. 2,5–3 kílóa fiski. Búnaði í skipinu er þannig fyrir komið að fiski, sem ekki er talinn æskilegur, er kastað á færiband um leið og hann kemur um borð sem flytur hann að lúgu á síðu skipsins og bein- ustu leið út í sjó, annaðhvort dauðum eða við það að drepast. Afli skipsins eftir tveggja daga veiðiferð var um 60 tonn en aðeins komu rúm 40 tonn að landi. Afganginum var kastað fyr- ir borð. Magnúsi Þór Hafsteinssyni, fréttamanni, var ásamt myndatöku- manni boðið í veiðiferðir með um- ræddum skipum, að hans sögn vegna þess að sjómennirnir segjast nauðbeygðir til að brjóta lög en of- bjóði hinsvegar að þurfa að ganga á slíkan hátt um auðlindina. Báðir bát- arnir sem um ræðir þurfa að leigja til sín aflaheimildir á markaði, annar þeirra er að sögn Magnúsar nánast alveg kvótalaus en hinn hafi yfir töluverðum aflaheimildum að ráða en hafi þegar veitt þær og þurfi því að stóla á leigumarkaðinn það sem eftir lifir fiskveiðiársins. Magnús segir að eftir því sem aflabrögðin batni þá hækki sjó- mennirnir þau mörk sem þeir miða brottkastið við, það er fari að henda enn stærri fiski. Hann segir að sjó- mennirnir líti svo á að þeir séu nauð- beygðir til þess að henda afla fyrir borð. Þeir þurfi að fá sem besta nýt- ingu út úr leigukvótanum og hirði þar af leiðandi aðeins stærsta fisk- inn. Brottkastið sé hinsvegar mis- mikið eftir aflabrögðum. Þegar lítið fiskist sé litlu hent en brottkastið aukist síðan með batnandi afla. „Þegar aflabrögð eru góð þarf út- gerðin að leigja til sín aflaheimildir og þá hefst brottkastið fyrir alvöru, því sjómennirnir eru að reyna að há- marka tekjur sínar af þeim kvóta sem þeir þurfa að leigja og hafa til umráða. Þeir reyna að fá sem mest af stórum þorski enda fæst hæsta verðið fyrir hann. Brottkastið ræðst af eftirspurn eftir fiski og þar af leið- andi fiskverði á mörkuðunum hverju sinni. Eins af verði á leigukvóta og hvort yfirhöfuð er hægt að fá leigðan kvóta í tilteknum tegundum. Það er til að mynda mjög erfitt að fá leigðan ýsukvóta þessa dagana. Það veldur því að sjómenn henda ýsunni.“ Ótal vísbendingar um brottkast á undanförnum árum „Ástæðan fyrir því að við tókum þessar myndir er í raun og veru sú að á undanförnum árum hafa komið fram ótal vísbendingar um að brott- kast sé stundað í stórum stíl á Ís- landsmiðum. Sjómenn hafa komið fram á fundum og sagt að þeir hendi fiski. Það var gerð umfangsmikil skoðanakönnun síðastliðið vor meðal sjómanna sem gaf til kynna umtals- vert brottkast. Fiskistofa gerði könnun á brottkasti á síðasta ári sem var mikið fjallað um í fjölmiðl- um en þar komu fram sterkar vís- bendingar um mikið brottkast. Í ít- arlegri úttekt Morgunblaðsins árið 1995 kom einnig fram að brottkast væri stundað í stórum stíl á Íslands- miðum. Einnig í könnun Kristins Péturssonar, fiskverkanda á Bakka- firði, frá árinu 1990. Það hlaut að koma að því fyrr eða síðar að brott- kastið yrði myndað á einn eða annan hátt. Við fengum að mynda brottkastið gegn því skilyrði að ekki kæmi fram um hvaða báta eða sjómenn væri að ræða. Sjómennirnir vildu ekki koma fram undir nafni eða í viðtal en vilja engu að síður að almenningur viti við hvaða raunveruleika þeir búa. Þeir vilja að kerfinu verði breytt. Þeir gera sér grein fyrir skaðsemi brott- kasts og að þeir grafa undir eigin af- komu með þessari hegðun. Þeir telja sig hinsvegar ekki eiga neinna kosta völ, því þeir þurfi að sjá fyrir sínum fjölskyldum og standa við sínar skuldbindingar.“ Ekki sett á svið Magnús þvertekur fyrir að brott- kastið hafi verið sett á svið. „Ef skoðaðar eru landanir bátanna að undanförnu, þá kemur í ljós að afla- samsetning þeirra hefur verið mjög óeðlileg. Annar þeirra landar ein- göngu þorski og hinn aðeins þorski og ýsu. Þegar ég átti þess kost að fara um borð í annan bátinn í haust til að mynda þá voru aflabrögð mjög dræm og skipstjórinn sagði að þá væri brottkastið óverulegt. Ef sjó- mennirnir hefðu viljað setja brott- kastið á svið hefðu þeir leikandi átt þess kost að sigla með mig á svæði þar sem mikið er um smáfisk og hent honum jafnóðum. Núna hins- vegar voru aflabrögð mjög góð og brottkastið því verulegt. Ef mikið var um smáfisk í aflanum og þar af leiðandi mikið brottkast v önnur svæði þar sem síður smáfiski. Þannig var heg mannanna mjög trúverðug enga ástæðu til að ætla að sett brottkastið á svið,“ seg ús. Staðfesting á þv sem kannanir hafa Árni M. Mathiesen sjáv ráðherra segir að þótt u myndir sýni ljót og fork vinnubrögð, séu þær aðeins ing á því sem athuganir r isins og Fiskistofu hafi á fram á. Hann segir að á hafi verið farið í ýmsar að að sporna við brottkasti, ge verið þrjár lagabreyting tengist málinu, ein sé í umr þingi og sú fimmta í me þingflokkunum. Þá hafi fjö litsmanna verið þrefald sýnatökum fjölgað til mun aðgerðir hafi að því er virð Sjónvarpsmyndir sýna umfangsmikið Í veiðiferð annars bátsins var 30% af he Í öðru skipanna er fisk móttö „Nauðbe henda a Sláandi myndir af stór- felldu brottkasti á fiski, sem sýndar voru í Sjón- varpinu í gærkvöld, hafa vakið hörð við- brögð. Enn sem fyrr eru þó skiptar skoðanir um umfang og ástæður brottkastsins en ljóst þykir að þess gætir hvað mest hjá kvóta- litlum skipum sem þurfa að leigja til sín veiðiheimildir á mark- aði á háu verði. 30 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BROTTKAST VAXTALÆKKUN Seðlabanki Íslands lækkaði stýri-vexti sína í gær um 0,8 pró-sentustig og verða þeir 10,1% sem svarar til 6,5% raunvaxta. Rök bankans fyrir vaxtalækkun nú eru þau, að sögn Birgis Ísl. Gunnarsson- ar, formanns bankastjórnar, að þensl- an í efnahagslífinu sé að minnka og því eðlilegt að stíga þetta skref. Það eru ekki ný tíðindi fyrir þá, sem starfa í atvinnulífinu, að þensla sé að minnka. Allt þetta ár hefur forsvars- mönnum einkafyrirtækja verið ljóst, að samdráttarskeið væri hafið eða a.m.k. erfið aðlögun að eðlilegra ástandi en ríkti þegar góðærið var mest og komið úr böndum. Þennan veruleika hafa forsvars- menn Seðlabankans ekki viljað viður- kenna fyrr en nú og er það út af fyrir sig umhugsunarefni hvers vegna veruleikinn í efnahagslífi okkar hefur litið allt öðruvísi út í augum Seðla- bankans en þeirra, sem takast á við hinn harða veruleika atvinnulífsins í daglegum störfum sínum. Með vaxtalækkun Seðlabankans nú, sem væntanlega mun leiða til vaxtalækkunar hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum þegar í stað ef marka má ummæli Halldórs V. Kristjánsson- ar, bankastjóra Landsbanka Íslands, í viðtali við Morgunblaðið á Netinu strax í gær í kjölfar yfirlýsingar Seðlabankans, verða þessir aðilar meira samstiga en áður og er það vel. Seðlabankinn er nú farinn að ganga í takt við seðlabanka í nærliggjandi ríkjum. Skammt er síðan enn ein vaxtalækkun var tilkynnt í Banda- ríkjunum. Í gær lækkaði evrópski Seðlabankinn vexti um 50 punkta. Hið sama gerði Englandsbanki. Í atvinnulífinu fagna menn vaxta- lækkun Seðlabankans nú ekki sízt vegna þess, að gert verður ráð fyrir að henni verði haldið áfram í áföng- um. Það er auðvitað öllum ljóst, að vaxtastigið á Íslandi er orðið svo hátt, að hvorki atvinnulíf né heimili geta staðið undir slíkum vöxtum. Seðlabankinn áætlar að verðbólga frá upphafi til loka þessa árs verði 8,5% en 4% á næsta ári og verði komin í viðunandi horf á árinu 2003. Stór- aukin verðbólga á þessu ári hefur ver- ið heimilum og atvinnufyrirtækjum þungbær. Þess vegna munu líkur á stórminnkandi verðbólgu á næsta ári auka mönnum bjartsýni. Vaxtalækkun Seðlabankans nú og vonandi á næstu vikum og mánuðum mun ekki hafa afgerandi áhrif á þróun efnahags- og atvinnulífs nema á nokk- uð löngum tíma. En nú blasa við að- kallandi vandamál og þar er alvarleg- ast hættan á því, að verka- lýðshreyfingin telji sig neydda til að segja upp kjarasamningum snemma á næsta ári. Til þess má ekki koma. Á vefriti fjármálaráðuneytisins sagði í gær, að ríkið væri ekki lengur allsherjar bjargvættur í efnahags- þrengingum og það er rétt. Hins veg- ar getur fjárveitingavaldið, Alþingi sjálft, haft mikið um það að segja, hvernig útgjöld ríkissjóðs þróazt. Al- þingi tekur þær ákvarðanir. Nú þegar Seðlabankinn hefur hafið vaxtalækk- un og heldur væntanlega áfram á þeirri braut má gera ráð fyrir að at- hyglin beinist mjög að fjárlagafrum- varpi næsta árs. Það er útbreidd skoðun í atvinnulífi landsmanna, að það sé höfuðnauðsyn að Alþingi dragi mun meira úr aukningu ríkisútgjalda en gert er ráð fyrir í fjárlagafrum- varpinu eins og það liggur fyrir. Það sama á við um fjárhagsáætlanir sveit- arfélaga. Fyrirtækin og heimilin hafa dregið úr útgjöldum sínum á þessu ári til þess að mæta aðlögun að breyttum aðstæðum í efnahagsmálum. Það verður að gera þá kröfu til Alþingis og sveitarstjórna að hinir kjörnu fulltrú- ar þjóðarinnar geri það sama. Það á ekki að verða alþingismönnum til framdráttar, að þeir hafi tryggt fé á fjárlögum til aukinna útgjalda. Það á þvert á móti að líta á það sem lofsvert framtak að þeir skeri niður kostnað. Ríkissjónvarpið sýndi í gærkvöldimyndir, sem teknar voru af brottkasti afla við veiðar fiskiskipa. Flestir sem sáu þessar myndir munu vera sammála um, að það hafi verið beinlínis ógeðslegt að fylgjast með þessu athæfi. Ljóst er að myndirnar hafa náðst vegna þess, að þeir útgerð- armenn og sjómenn, sem hlut eiga að máli hafa talið það henta hagsmunum sínum að þjóðin fengi að kynnast veruleikanum í þessum efnum. Sögusagnir um mikið brottkast hafa verið á ferðinni í mörg ár. Fyrir nokkrum árum birti Morgunblaðið mikinn greinaflokk um brottkast. Eina leiðin til þess að vinna þær greinar var að lofa sjómönnunum, sem veittu blaðinu upplýsingar, nafn- leynd vegna þess, að ella töldu þeir að brottrekstur úr skipsrúmi vofði yfir þeim. Útgerðarmenn tóku birtingu þessa greinaflokks illa og létu hörð orð falla í garð blaðsins á þeim tíma. Ef marka má þær umræður, sem fram fóru í sjónvarpssal í gærkvöldi á milli sjávarútvegsráðherra og full- trúa útgerðarmanna og sjómanna, má ætla að allir þessir aðilar viðurkenni nú, að brottkast sé verulegt vandamál. Nú er auðvitað ljóst, að þótt brott- kast sé stundað eru það ekki allir út- gerðarmenn og sjómenn, sem eru sek- ir um slíkt framferði. Sumir í þeim hópi leggja metnað sinn í að eiga þar engan hlut að máli. Aðrir vilja virða lögin en enn aðrir fara sínu fram, eins og umræddar myndir sýndu. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því, að fiskveiðistjórnarkerfið ýtir undir brottkast. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur beitt sér fyrir ákveðnum ráðstöfunum til þess að draga úr brottkasti. Vafalaust verður að stíga stærri skref í þeim efnum. Eitt er ljóst: við Íslendingar getum ekki látið slíka umgengni við- gangast. Eigandi auðlindarinnar, ís- lenzka þjóðin, getur ekki þolað það, að einhverjir úr hópi þeirra, sem nýta auðlindina, hagi sér með þessum hætti. Það verður markvisst að vinna að því að útrýma brottkasti, bæði með nauðsynlegum lagfæringum á fisk- veiðistjórnarkerfinu og með hörðu að- haldi löggæzluaðila.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.