Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 37

Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 37 LIÐNIR eru þrír mánuðir frá tímamótaúrskurði Skipulagsstofn- unar um Kárahnjúkavirkjun. Frá 1. ágúst hefur atburðarásin verið hröð og erfitt að vega og meta að- stæður hverju sinni – jafnvel fyrir þá sem vel til þekkja. Við óvæntar kringumstæður kemur jafnan í ljós hverjir standa undir ábyrgð í lýðræðisríki og hverjir bregðast; hverjir skara fram úr og hverjir ekki; hverjir búa yfir stjórnvisku og hyggjuviti og hverjir verða vanstilltir; hverjir reynast hetjur og sameiningartákn og hverjir sundra eða hlaupast undan merkjum. Úrskurður Skipulagsstofnunar 1. ágúst tók mið af varúðarregl- unni sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að fylgja með undirritun alþjóðlegra sáttmála og lögfest með EES-samningum. Hann gekk hins vegar í berhögg við virkjanastefnu þeirra og við- brögðin staðfestu að úrskurðurinn þótti ógn við valdið, þeirra Vald. Þessi viðbrögð gerðu sáttatal ráðamanna um nýtingu náttúru- auðlinda að gaspri einu. Lög urðu þá eins og oftar hvimleið forms- atriði og þeir vógu að fagmennsku og heilindum starfsmanna Skipu- lagsstofnunar – lögbundna bremsu á ofvirka stjórnmálamenn varð að taka úr sambandi. Einsdæmi var þó hugleysi Sivjar Friðleifsdóttur sem tók virkan þátt í aðförinni með því að neita að verja heiður undirmanna sinna. Ráðamenn brugðust ekki við einhverjum kontór út í bæ heldur mati fagstofnunar á náttúrufræði- legum niðurstöðum vísindamanna, svo og félags- og efnahagslegri út- tekt á stærstu framkvæmd og mestu náttúruröskun Íslandssög- unnar sem fyrirhuguð er. Varkárni Skipulagsstofnunar verður líka að skoðast í ljósi drembilegra yfirlýs- inga Landsvirkjunar um gæði matsskýrslunnar sem reyndist meira gort og glanspappír en gæði – og ekki við náttúrufræðinga að sakast. Einföld niðurstaða úrskurðarins var fyrst og fremst sú að umhverf- isáhrif Kárahnjúkavirkjunar væru of alvarleg til að réttlæta fram- kvæmdina. Náttúru- og vistfræði- leg rök hníga öll í sömu átt og engar nýjar viðbótarupplýsingar koma til með að breyta neinu í þeim efnum. Vandaðar rannsóknir munu færa okkur ennþá víðtækari vitneskju um mikilvægi vistkerf- isins og hrikaleg áhrif Kára- hnjúkavirkjunar. Úrskurðurinn var afar mikil- vægur fyrir náttúruvernd á Íslandi því þarna lá prófsteinn samkvæmt nýlegum lögum á viðhorf þing- manna til náttúrunnar og um- hyggju fyrir henni; umfangsmikil, óafturkræf náttúruspjöll voru var- naglinn sem þeir höfðu samþykkt að koma í veg fyrir. Vel við unandi? Viðbrögð oddvita ríkisstjórnarinnar endurspegla viðhorf þeirra gagnvart nátt- úru, lýðræði og þjóð vegna þess að náttúr- an er okkar helsta auðlind í nútíð og framtíð en virkjun er í besta falli viðsjáll skammtímagróði. Báða oddvitana hefur stórlega skort hug- rekki og framsýni til að meta náttúru- verðmæti að verð- leikum og stefna þeirra nú markast af heift og yfirgangi, níði og atvinnu- rógi. Tilgangurinn er sá að hræða embættismenn Skipulagsstofnun- ar, Landgræðslu og Náttúruvernd- ar ríkisins og fleiri stofnana til hlýðni og að hóta öðrum sem láta uppi sjálfstæða skoðun. Atferlið er ofsafengið eins og hjá baráttumanni Landsvirkjunar á Austurlandi sem fékk lof í lófa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir að níða skóinn af Ólafi F. Magnússyni borgarfulltrúa. Í stefnuræðu sinni í haust full- yrti forsætisráðherra að fórnar- kostnaður við Kárahnjúkavirkjun væri vel við unandi og út frá efna- hag og öðrum forsendum sé virkj- unin góður kostur. Nú renna á mann nokkrar grímur. Hafi for- sætisráðherra lesið úrskurð Skipu- lagsstofnunar eins og hann gumar af, man hann þá ekki hvað stendur í skýrslunni? Er hann ólæs á nátt- úruauð eða les hann með gagnaug- unum? Forsætisráðherra Íslands huns- ar vistfræði og dýrmæta vitneskju um náttúru landsins, sjálfan gang- ráðinn – og hann færir engin rök fyrir máli sínu. Það er vont kex eins og gamall vinur minn af Ströndum seg- ir. Er þá ekki eðlilegt að spurt sé: Eru alvar- legustu náttúruspjöll Íslandssögunnar vel við unandi? Er það góður kostur að eyði- leggja ferðamanna- land, uppsprettu að þekkingarbanka og hefja uppblástur á hundruðum ferkíló- metra á Vesturöræf- um, að þurrka eða sökkva á annað hundr- að fossum og ræna landið ægifegurð? Er vel við unandi að trufla dýralíf og rugla vatnafari sem hefur áhrif langt út í sjó? Er það góður kostur fyrir forsætisráðherra landsins að standa fyrir eyðileggingu á forn- minjafjársjóði sem er friðlýstur með lögum; að hækka grunnvatns- stöðu neðst á Héraði með ör- lagaríkum afleiðingum fyrir gróð- urfar, fuglalíf og búsetu fólks; að eyðileggja friðland og náttúru- djásn? Þjóðgarð, ekki virkjun! Íslendingar bera ábyrgð. Þeir eru umsjónarmenn villtra öræfa og vistkerfis á landi og í sjó. Lang- tímamarkmið ætti að vera að vernda þessi auðæfi sem færa okk- ur lifibrauð og lífsgæði dag hvern. Skammtímasjónarmiðið lýsir sér hins vegar í því að sóa auðlind eins og Kárahnjúkavirkjun mundi gera, en virkjuninni má líkja við það háttarlag þegar togarasjómenn henda út keðjum og járnbitum til þess að slétta sjávarbotn, nátt- úruleg verndarsvæði lífvera, til að moka upp fiski – um stundarsakir. Hernaður stjórnvalda gegn nátt- úru landsins hefur aldrei verið ofsafengnari og heimskulegri. Engin ríkisstjórn hefur til þessa verið jafnfjandsamleg íslenskri náttúru og sú sem nú situr. Hafa þó fáar verið henni vinsamlegar. Við verðum að hugsa málið upp á nýtt. Íslensku öræfin eiga að vera hluti af stórkostlegum þjóð- garði jarðarbúa – undir formerkj- um elds og íss. Vistkerfið er und- irstaða lífs í landinu og þjóðgarður verndar það og um leið auðlindir og lífsgæði til frambúðar. Atvinnu- mál innan þjóðgarðs norðan Vatnajökuls fara eftir gæðum hans og felast í óspilltri villináttúru – ekki mannvirkjum. Þess vegna er nauðsynlegt að meta arðsemi þjóðgarðs og óspilltra öræfa með opnum hug og um það ættu allir sanngjarnir menn að geta sameinast. Eina risavirkjunin til viðbótar sem á að rísa er virkjun mannauðs og þekkingar, virðingar fyrir um- hverfi og fegurð þess. Við ættum að standa vörð um lífsgæði og feg- urð íslenskrar náttúru – í stað só- unar – við ættum að sættast og stofna þjóðgarð elds og íss í veldi Vatnajökuls. Önnur sátt er ekki lengur til. Vont kex! Guðmundur Páll Ólafsson Náttúruvernd Íslensku öræfin, segir Guðmundur Páll Ólafsson, eiga að vera hluti af stórkostlegum þjóðgarði jarðarbúa. Höfundur er rithöfundur. KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.