Morgunblaðið - 09.11.2001, Síða 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Lukka Ingvars-dóttir var fædd á
Bóndastöðum í
Hjallastaðaþingá í
Norður-Múlasýslu
23. október árið
1910. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 30. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Ólína
Ísleifsdóttir og Ing-
var Björnsson.
Lukka eða Lulla eins
og hún var alltaf köll-
uð, ólst upp á Bónda-
stöðum hjá hjónun-
um Sigfúsi Magnússyni og
Margréti Stefánsdóttur allt til
ársins 1930 að hún fór á Héraðs-
skólann á Hvítárbakka. Þaðan lá
leiðin suður til Reykjavíkur. Hún
starfaði við fiskvinnu á veturna en
kaupavinnu á sumrin til ársins
1936. Þá hóf hún störf á Korpúlfs-
stöðum eins og fleira ungt fólk á
þeim árum. Þar var hún samtíða
eiginmanni sínum.
Hinn 10. apríl
1944 giftist Lulla eft-
irlifandi eiginmanni
sínum Bæring Jó-
hannssyni, f: 23.
ágúst 1914. Höfðu
þau þá stofnað heim-
ili sitt hérna í höfuð-
borginni þar sem
þau bjuggu allt til
ársins 1954 er þau
fluttu vestur í
Barðastrandarsýslu
og dvöldu þar á
þremur stöðum til
ársins 1973 að þau
flytja suður aftur.
Þar hafa þau búið síðan. Þau eign-
uðust tvö börn, Björgvin Óla, f: 12.
júlí 1943, kvæntur Guðrúnu Hall-
dóru Guðmundsdóttur og eiga
þau fjögur börn og eitt barna-
barn; og Stellu Guðrúnu, f: 2.októ-
ber 1944, gift Jóni Hjartarsyni og
eiga þau þrjú börn.
Útför Lullu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Við sitjum hérna systkinin og rifj-
um upp minningar um Lullu ömmu
okkar, eða ömmuna hjá litla afanum
eins og Brynjar Daði var vanur að
kalla hana. Við vitum ekki alveg hvar
við eigum að byrja, því minningarnar
eru margar og góðar, við sjáum hana
fyrir okkur sitjandi við ofninn að
prjóna, raulandi lag og afi er að lesa.
Ég man þegar við eldri systkinin
gistum hjá ömmu og afa í Karfavogi
þegar Jói var að fæðast. Það var
rosalega gaman, við sátum á hesta-
girðingunni úti í garði hjá ykkur og
rákum hestana okkar, vá hvað okkur
fannst hún vera stór og ég man
ennþá hvað okkur fannst rosalega
hátt upp í dyrabjölluna, enda ég ekki
nema þriggja og Gummi fimm ára.
Ég hef alltaf verið stolt af því að
heita í höfuðið á þér, þótt það sé á
ská, Linda í staðinn fyrir Lukka sem
þú þvertókst fyrir að ég yrði skírð.
Amma var mjög hógvær kona sem
átti helling af góðum minningum um
árin sín í sveitinni, bæði á Bónda-
stöðum og fyrir vestan. Hún sagði
okkur margar sögur úr sveitinni, frá
Dyrfjöllunum sínum og svo auðvitað
þegar hún kynntist honum afa okkar.
Við eigum ógleymanlegar minn-
ingar frá fjölskylduferðinni austur á
Eiðar, þar sem við vorum í sumarbú-
stað í viku. Þar skoðuðum við sveit-
ina hennar ömmu, Bóndastaði, þar
sem hún ólst upp með útsýnið yfir
Dyrfjöllin sem henni þótti svo vænt
um, hún sýndi okkur hvar búið henn-
ar hafði verið og sagði okkur sögur
frá uppvaxtarárunum.
Amma fylgdist alltaf vel með öllu,
hvað við værum að gera, hvernig
gengi í skólanum og vinnunni og
hvort okkur liði ekki vel. Hún spurði
alltaf um Brynjar, hvar hann væri og
hvort það væri ekki hugsað vel um
hann á leikskólanum, hún snerist í
kringum „litla manninn“ eins og hún
kallaði hann, var alltaf tilbúin til að
leika við hann, hvort sem það var
bolta- eða dýraleikur, enda bað hann
alltaf um að fara til þeirra ef spurt
var hvað hann vildi gera um helgar.
Það var alltaf gott að koma við hjá
afa og ömmu í hádegishléum og eftir
skóla, fá kökur, spila borðvist og
hlusta á gömlu lögin, sem hún kunni
flestöll utan að og söng með.
Elsku amma, við þökkum þér fyrir
allar góðu minningarnar sem við eig-
um um þig og munum varðveita þær
vel.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessan þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Þín barnabörn og barnabarnabarn
Guðmundur, Linda,
Jóhann, Hugrún og
Brynjar Daði.
Okkur systkinin langar að minn-
ast ömmu okkar, Lullu Ingvarsdótt-
ur, sem lést 30. október síðastliðinn.
Amma var fædd á Bóndastöðum í
Hjaltastaðaþinghá og blöstu Dyr-
fjöllin við í æskuumhverfi hennar.
Oft fengum við að heyra sögur af
þeim og kom þá vel í ljós hversu
vænt henni þótti um sveitina sína og
fengum við líka að sjá sveitina í
ferðalögum okkar austur. Amma ólst
upp við þessi venjulegu sveitastörf
og vann einnig við þau eftir að hún
fluttist suður, þá lengst á Korpúlfs-
stöðum ásamt afa. Þegar eitt okkar
systkinanna fluttist í Grafarvog tal-
aði amma alltaf um að það væri í
vesturtúninu og hvað nú væri búið að
byggja mikið í landi Korpúlfsstaða.
Núna mun amma verða lögð til hvílu
á þeim stað sem þá kallaðist Keldna-
mýri.
Amma var hæglát og fór ekki mik-
ið fyrir henni, en hún fylgdist alltaf
með og tók þátt í samræðum.
Aldrei komum við til ömmu án
þess að það fyrsta sem hún gerði
væri að bera á borð pönnukökur,
kleinur og jólaköku með mjólk. Þetta
var alltaf til hjá ömmu og afa meðan
heilsa hennar leyfði, en bakarinn
hefur fengið að sinna jólakökuþörf-
um okkar barnabarnanna síðustu ár-
in.
Amma hafði mjög gaman af
handavinnu og eru þær ófáar út-
saumsmyndirnar hennar sem prýða
veggina á heimili afa og ömmu. Einn-
ig man maður varla eftir henni öðru-
vísi en með prjónana uppi við og þá
oftast að prjóna lopapeysur, ullar-
sokka og vettlinga. Kom það í góðar
þarfir fyrir Kristínu sem er elst okk-
ar systkinanna og dvaldist mikið hjá
henni sem barn. Það kom náttúru-
lega ekki annað til greina en að
prjóna lopapeysur á dúkkurnar á
meðan amma prjónaði sínar peysur
og sýndi hún óbilandi þolinmæði að
kenna þeirri örvhentu að prjóna.
Þótt sjónin væri farin að gefa sig
prjónaði hún ullarsokka fram á síð-
asta dag.
Styrkur ömmu kom greinilega í
ljós í veikindum hennar. Amma hafði
verið hjartveik í mörg ár og munum
við ekki eftir henni öðruvísi en með
hvítu, grænu og rauðu töflurnar sín-
ar, en heilsa hennar var þó eins í
mörg ár. Síðustu árin voru þó erfið
fyrir hana og í raun ótrúlegt að hún
hafi náð svona háum aldri. En amma
hefur aldrei látið neitt buga sig, að-
eins eitt komst að hjá henni, fjöl-
skyldan, og höfum við fengið að njóta
góðs af því.
Elsku amma, það verður skrýtið
að koma í Fossvoginn án þess að þú
sért þar til að taka á móti okkur.
Minningarnar hrannast upp og ylja
okkur og við vitum að þú heldur
áfram að fylgjast með okkur. Við
huggum okkur líka við að núna hefur
þú fengið hvíldina.
Kristín, Ingi og Gunnar.
Það var ekki hátt risið á drengnum
sem fór í fyrsta skipti í sveitina.
Hann var aðeins á áttunda ári og
ferðin frá Reykjavík vestur í Múla-
sveit sú fyrsta úr foreldrahúsum og
vissulega óvissuför í hans augum.
Hvað vissi pilturinn og hvernig
myndi hann duga? En kvíðinn var
óþarfur. Honum var tekið opnum
örmum og af þeirri alúð sem aldrei
brást. Í Skálmardal, þar vestra, réðu
ríkjum Bæring Jóhannsson, afabróð-
ir sveinsins unga, og kona hans
Lukka Ingvarsdóttir, Lulla eins og
hún var ævinlega kölluð. Hún er nú
látin. Lífshlaup Lullu var farsælt og
hún og hennar fólk skilur eftir sig
ljúfar minningar í huga þess sem
gerðist kaupamaður í fallegri sveit
við Breiðafjörð.
Það var gæfuspor mitt og dýrmæt
reynsla að kynnast þeim sæmdar-
hjónum Lullu og Bæring sem og
börnum þeirra Björgvini og Stellu.
Fyrsta sumardvölin í Skálmardal
var upphaf margra ára sveitadvalar
sem lauk ekki fyrr en eftir fermingu.
Þar kynntist ég heimi sem var en
jafnframt tilveru örra breytinga.
Landbúnaðurinn fluttist í raun frá
fornum háttum yfir í nútímann.
Vélvæðingin hélt innreið sína. Það
var spennandi fyrir kaupstaðar-
drenginn að fá að keyra dráttarvél-
ina en ekki síður hollt að kynnast bú-
skaparháttum sem þróast höfðu
kynslóð fram af kynslóð, vinnu-
brögðum og atferli öllu.
Leiðsögnin var veitt af hlýju og
lærdómurinn ómetanlegur og nýtist
ævina alla.
Verkaskiptingin var klár kaupa-
mennskuár mín í Skálmardal. Bær-
ing stjórnaði útivinnunni en Lulla
réð heimilishaldinu. Ég fylgdi bónda
en systur mínar, sem um hríð voru
líka í sveit í Skálmardal, hjálpuðu
frekar til við heimilisstörfin. Ég
kunni verkaskiptingunni vel þótt til
sanns vegar megi færa að stundum
var ég latur á fætur til þess að sækja
kýrnar. Þá var því tekið með still-
ingu, jafnt af Lullu og Bæring, þótt
kaupamanninum og kúarektornum
hætti stundum til að sökkva sér í
bóklestur fremur en aðstoð við bú-
störfin.
Náttúrufegurð er mikil í Múla-
sveit, sem raunar tilheyrir nú útvíkk-
uðum Reykhólahreppi í Austur-
Barðastrandarsýslu, en búskapur
var þar erfiður.
Sveitin var einangruð og veturnir
langir. Fólki fækkaði því ört í sveit-
inni. Lulla og Bæring voru með þeim
síðustu sem yfirgáfu hana en þróun-
in var á einn veg. Múlasveit hefur nú
verið lengi í eyði. Þau færðu sig
sunnar og bjuggu í Garpsdal um hríð
en fluttust síðan til Reykjavíkur.
Saga þeirra er um margt lík fjölda
annarra sem neyddust til að yfirgefa
sveitina og leituðu til þéttbýlisins.
Það breytti þó engu um hug þessa
fólks til heimabyggðarinnar. Múla-
sveitin lifði í hugskoti þeirra.
Við leiðarlok er rétt að þakka góð-
ar samvistir, umhyggju á æskuárum
og hollan hug æ síðan. Fyrir hönd
okkar systkinanna, sem nutum góðr-
ar vistar fjölda sumra í Skálmardal,
sendi ég Bæring, Björgvini, Stellu og
fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur.
Jónas Haraldsson.
LUKKA
INGVARSDÓTTIR
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 551 3485 • Fax 568 1129
Áratuga reynsla
í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Vaktsími allan sólarhringinn
896 8284
!"# #
"$"!%&' ! "()*+
,''&-.&$$/.
!"
00 1231
45"
3&6"7 56-
&'&48669
$ % $
$ &
'$& (
%) $ %* ))
$
+, %) ))
9 7"9-" 5##
&6": &''5 5## .8" ! 6 !"
""& 6'"&''5 5## ; '& .&''5 !"
% #("&''5 5## 3& "5
! < #
6 7"3& 6 =#&''5 5## ;
&''5 >'4 68" !"
'? 5"& 5## .
% 00% 0
& -&/'(9
8@&A(
&- (. $ / $
9-" ! ' !"
""& ! ' !".
!"
.12
9 "6+B
' !
+&-- + $ / $
C=# C=# !"
8" !6 @?' 8' .
!" 0
3
& 94D
8 & 4&&
0& 1) $&#
2 & %) $ %*
3& (&%& ' 5##
'&%& ' 5## & #""5" !"
4& "&4? "!64& "&4& "&4? ".
2 E0F1
5 /? "
! 9 4 7"
8@&A(
3. 3
$ / $
4
5
9& # @? 9
& # "9-" !"
?--4? "!6'&"6?--4? ".