Morgunblaðið - 09.11.2001, Síða 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigríður LovísaGuðlaugsdóttir
fæddist á Akureyri
9. október 1913. Hún
lést á öldrunardeild
Landspítalans við
Hringbraut 28. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Petrína Þórey
Sigurðardóttir veit-
ingakona, f. í Vík í
Héðinsfirði 22. októ-
ber 1879, d. á Siglu-
firði 4. ágúst 1945,
og Guðlaugur Sig-
urðsson skósmiður,
f. á Ölduhrygg í Svarfaðardal 20.
júlí 1874 , d. á Siglufirði 4. júlí
1949. Lovísa var yngst fimm
systkina sem öll voru fædd á Ak-
ureyri, hin voru: a) Snorri Sig-
urður Louís, f. 14. mars 1901, d.
20, júní 1902, b) Guðný Sigrún, f.
9. maí 1902, d. 22. maí 1905, c)
Sigrún, f. 5. febrúar 1907, d. 6.
ágúst 1954, gift Olaf Henriksen,
síldarkaupmanni á Siglufirði, f.
30.janúar 1903, d. 31. desember
1956. d) Óskar skósmiður, f. 5.
ágúst 1909, d. 20. nóvember 1984,
kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, f.
29. september 1902,
d. 21. júlí 1984. Upp-
eldissystir hennar
er Sigríður Lárus-
dóttir, fv. kaupmað-
ur í Reykjavík, f. 5.
maí 1918.
Lovísa giftist 7.
júlí 1945 í Reykjavík
Magnúsi Stefánssyni
skrifstofumanni, f. á
Víðilæk í Skriðdal
19. mars 1907, d. í
Reykjavík 14. jan-
úar 1981. Foreldrar
hans voru hjónin
Jónína Salný Ein-
arsdóttir, f. 25. maí 1876, d. 14.
september 1917, og Stefán Þór-
arinsson, b. og hreppstjóri á Mýr-
um í Skriðdal, f. 6. september
1871, d. 17. janúar 1951. Dóttir
Lovísu og Magnúsar er Sigrún,
tölvunarfræðingur, f. í Reykjavík
29. október 1949. Eiginmaður
hennar er John Declan Kelleher
sendiherra, f. í Chesterfield í
Englandi 21. september 1952.
Þau eru búsett í Brussel.
Útför Lovísu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Stundum kemur dauðinn sem líkn-
arhönd. Þannig kom hann til systur
minnar. Hún var búin að liggja lömuð
á sjúkrahúsi í eitt og hálft ár. Hann
var því kærkominn og leiddi hana á
guðsvegu.
Árið 1917 fluttist fjölskylda Lovísu
frá Akureyri til Siglufjarðar og þar
ólst hún upp á glaðværu heimili þar
sem mjög gestkvæmt var, enda rekið
þar veitingahús. Ég bættist í fjöl-
skylduna 18 vikna stelpukrakki, syst-
urdóttir Petrínar, er vantaði ást og
umhyggju vegna veikinda og andláts
móður minnar. Mér var tekið opnum
örmum og naut þess oft að vera
yngsta barnið. Þann sess tók ég frá
Góu, en svo var Lovísa kölluð, en
þetta varð aldrei til vandræða og
henni þótti ósköp vænt um litlu syst-
ur.
Síldarævintýrið var á hápunkti
þegar við vorum að alast upp og
Siglufjörður miðstöð síldveiðanna.
Fjölmargir leituðu sér þar vinnu á
sumrin og erlendir veiðimenn og síld-
arkaupmenn flykktust þangað, full-
hlaðin síldarskip flutu að landi og salt-
að var á öllum plönum. Allir sem
vettlingi gátu valdið unnu á meðan
þeir gátu staðið þegar tarnirnar voru.
Í einni slíkri törn saltaði Góa í 54
tunnur í einni lotu.
Góa hafði listræna hæfileika og í
barnaskóla vakti vandvirkni hennar
og samviskusemi athygli, enda fékk
hún bókarverðlaun fyrir „bestu fram-
farir í skrift“ og vatnslitateikningar
hennar voru einstakar. Þessa iðju tók
hún upp síðar á ævinni og fór að mála
blóma- og landslagsmyndir.
Snemma fór Góa að fást við hand-
snúnu saumavélina hennar mömmu
og margan fallegan kjólinn saumaði
hún á dúkkurnar mínar. Þetta var
upphaf þess er seinna varð. Góa lærði
kjólahönnun hjá Guðrúnu Arngríms-
dóttur kjólameistara í Reykjavík og
aflaði sér frekari þekkingar í faginu í
Kaupmannahöfn. Hún rak sauma-
stofu á Siglufirði og í Reykjavík,
stofnaði kjólaverslunina Fix í Reykja-
vík ásamt Kristínu Halldórsdóttur og
veitti forstöðu kjólasaumastofu fyrir-
tækisins. Þá var Lovísa ein af stofn-
endum Kjólameistarafélags Reykja-
víkur og sat í fyrstu stjórn þess.
Lovísa fékk hjartakast fyrir hart-
nær 15 árum og var flutt til meðferðar
til London. Á leiðinni frá flugvelli til
sjúkrahúss varð hún mjög alvarlega
veik, en læknir sem var með í för gat
komið í veg fyrir hjartaslag. Lovísa
sagði mér seinna, að henni hefði fund-
ist Magnús (maður hennar er var lát-
inn) hefði viljað þá fá sig með sér, en
hún ekki viljað fara. Nú er hún komin
til hans og ekki þarf að efast um mót-
tökurnar. Löngum sjúkdómsferli er
lokið og þá er gott að halla höfði sínu í
Drottins skaut. Ég vil að lokum þakka
langa og góða samfylgd og votta Sig-
rúnu og Declan samúð mína. Blessuð
sé minning Sigríðar Lovísu Guðlaugs-
dóttur.
Sigríður Lárusdóttir.
Sumarið er liðið hjá, blómin bíða
vorsins. Haustlaufið fellur og flýr inn í
veturinn. Vinkona deyr. Hún hét Sig-
ríður Lovísa, oftast kölluð Góa. Ég
kýs að kalla hana það. Hún hafði legið
á annað ár ósjálfbjarga á sjúkrahúsi.
Andlátsfregnin kom ekki á óvart. Þó
kemur sárasti söknuðurinn fyrst þeg-
ar fullvissan er fengin. Þá kemur líka
sárabótin í öllum ljúfu minningunum
sem vakna um góða vinkonu sem allt-
af var hægt að treysta.
Það var veturinn 1936 sem kynni
okkar hófust í Kaupmannahöfn. Ég
hafði unnið á kjólamódelsaumasofu í
nokkra mánuði, þegar ég heyrði einn
daginn að von væri á nýjum starfs-
félaga. Það reyndist vera íslensk
stúlka norðan af Siglufirði og hét
Lovísa. Hún fékk pláss við saumavél
við hliðina á mér. Ég varð himinlif-
andi að fá þarna landa til að tala við,
innan um alla Danina þó ágætir væru.
Hún reyndist líka frábær liðsmaður
og landi okkar og þjóð til mikils sóma
með vandvirkni sinni og prúð-
mennsku. Mættu allir Frónbúar fá
þann orðstír í útlöndum.
Kynni sem takast í öðru landi langt
frá fjölskyldum vega þungt og vara
lengi. Samskipti okkar Góu í Dan-
mörku voru góð ár í minningunni. Við
áttum þarna sumarfrí á hverju ári, en
sumarfrí tíðkuðust þá ekki á Íslandi.
Við nutum m.a. útilífs á hjóli með tjald
og farangur á bögglabera í gegnum
alla Danmörku. Tókum svo ferju til
baka frá Álaborg til Kaupmannahafn-
ar, endurnærðar á sál og líkama. Í þá
daga var aðalfarartækið reiðhjól,
bæði til vinnu og skemmtunar. En
seinni heimsstyrjöldin var í uppsigl-
ingu. Við Góa vorum heppnar að
sleppa heim í tæka tíð, hún þó nokkru
fyrr en ég. Við náðum fljótt saman
þegar heim var komið, því báðar sett-
umst við að í Reykjavík. Góa setti
fljótlega upp saumastofu í bænum og
síðan kjólaverslun ásamt siglfirskri
vinkonu sinni. Verslunin hét Fix og
fékk snemma orð fyrir vörugæði.
Góa var i mínum huga gæfumann-
eskja. Hún eignaðist öðlingsmann,
Magnús Stefánsson frá Mýrum í
Skriðdal á Héraði. Hann starfaði
lengi hjá Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins. Þau eignuðust eina dóttur,
Sigrúnu, sem fór síðar til starfa í ut-
anríkisþjónustunni og kynntist þar
írskum ágætismanni, Declan að nafni.
Þau búa nú í Brussel þar sem hann er
sendiherra Írlands. Góð dóttir er mik-
il guðsgjöf. Góa var trúuð kona og
þakkaði himnaföðurnum þá gjöf í
bænum sínum. Þótt fjarlægð væri
mikil milli mæðgnanna voru tengsl
þeirra sterk. Góa á eftirlifandi systur,
Sigríði, sem var henni ómetanleg í
veikindum hennar með kærleiksríkri
umhyggju. Mann sinn missti Góa fyr-
ir allmörgum árum og seldi seinna
íbúðina sem þau höfðu búið í á Týs-
götunni og keypti bjarta og hentuga
þjónustuíbúð á Aflagranda 40. Þar
leið henni vel, tók þátt í ýmsu föndri,
svo sem postulíns- og myndmálun og
alls kyns hannyrðum, auk þess sem
hún hafði gaman af að spila brids. Bíl-
inn sinn keyrði hún meðan hún gat og
sagði það gefa sér framsýn og frelsi.
Góa talaði oft við mig um fólkið sitt
fyrir norðan og mér fannst þá ég
þekkja það líka. Seinna á ævinni vildi
svo skemmtilega til að fjölskyldur
okkar tengdust, þar sem tengdasonur
minn, Vilhjálmur, reyndist bróður-
sonur Magnúsar, manns Góu, og syst-
ursonur mannsins míns giftist syst-
urdóttur Góu.
Ég heimsótti Góu á spítalann á af-
mælisdegi hennar hinn 9. október sl.
Skyldum við hittast hinum megin? Ég
sendi aðstandendum Góu, dótturinni
Sigrúnu og tengdasyninum, Siggu
systur hennar og systrabörnum, inni-
legar samúðarkveðjur. Kæra vinkonu
kveð ég með bæn séra Hallgríms: Sál-
in vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í
þinni hlíf.
Guðrún Símonardóttir.
Ég sá aldrei Sigrúnu, ömmu mína í
móðurætt. Hún dó ung. Hins vegar
naut ég þeirra forréttinda að fá að
kynnast systkinum ömmu minnar,
Lovísu eða Góu frænku eins og við
kölluðum hana alltaf, Óskari frænda
og Siggu frænku.
Í gegnum minningar þeirra og frá-
sagnir er eins og Sigrún amma hafi
alltaf lifað með mér.
Góa frænka sagði mér sögur af því
þegar hún, amma og Sigga frænka
voru stelpur. Hún sagði mér frá því
þegar amma kynntist Ólafi afa mínum
á Siglufirði og þegar amma eignaðist
móður mína og Gulla og Henning.
Hún lýsti ömmu minni fyrir mér,
sem fallegri, góðri og sérstaklega
myndarlegri. Hún sagði að Aðalgatan
hefði alltaf verið hvítþvegin og strokin
í hólf og gólf og að amma hefði verið
sérstakur meistari í matargerðarlist.
Sagðist hún reyndar muna eftir Sig-
rúnu í stífstraujuðum hvítum slopp að
útbúa einhverja krásina. Hún sagði
að Sigrún hefði haft sérlega fallega
rithönd, svo sem handskrifuð mat-
reiðslubók hennar ber vitni.
Mér fannst lýsingar Góu á Sigrúnu
ömmu minni allt eins eiga við hana
sjálfa og ályktaði sem svo að þær
systurnar hlytu að hafa verið ansi lík-
ar.
Ég sá í henni, og reyndar líka
Siggu frænku, ömmu mína. Þannig
eru t.d.margar uppskriftir heima hjá
mér kenndar við Góu og við nutum
margoft gestrisni hennar og snilldar í
matargerð í kaffi- og matarboðum,
bæði á Týsgötunni og síðar á Afla-
grandanum.
Góa var mörgum góðum gáfum
gædd. Ein þeirra var kímnigáfan,
sem hún hafði í ríkum mæli. Hún var
líka hörkudugleg, nam klæðskeraiðn í
Kaupmannahöfn og rak lengi tísku-
verslun í Reykjavík. Góa giftist
Magnúsi, sem látinn er fyrir þó
nokkrum árum. Með honum eignaðist
hún einkadóttur sína, Sigrúnu, sem
skírð var í höfuðið á ömmu minni.
Nú á kveðjustund hrannast upp
minningar um skemmtilegar sam-
verustundir.
Eru þá efst í huga stundirnar sem
við áttum austur í Biskupstungum,
þar sem Magnús og Góa áttu sum-
arbústað, er umkringdur var miklu
landi sem þau ræktuðu upp af mikilli
natni. Sérstaklega var vinsælt að fá
að fara í heita pottinn hjá þeim. Góa
hafði græna fingur og virtist allt
dafna í höndunum á henni.
Ég minnist með gleði einnar af síð-
ustu heimsóknum Góu til okkar í
Hafnarfjörðinn. Þótt hún væri veik-
burða harðneitaði hún að hún yrði
sótt heldur keyrði sjálf til okkar. Hún
var allt of lítið sjálfgóð og vildi aldrei
að haft væri fyrir sér. Góa sagði mér
að Betlehemsstjörnur hefðu verið í
miklu uppáhaldi hjá Sigrúnu ömmu
minni. Hún sagði að í þá daga hefði
ekki verið mikið úrval af blómum, en
heima hjá ömmu hefðu alltaf verið
hvítar Betlehemsstjörnur. Sú blóma-
tegund var hins vegar ekki til í öllu úr-
valinu sem við höfum nú til dags og
því var gerð tilraun til að rækta
stjörnurnar upp af fræjum. Fræin
voru mér ósýnileg en mér til mikillar
undrunar komu þau öll upp. Ég
gleymi ekki svipnum á Góu innan um
allar Betlehemsstjörnunar, það var
greinilegt að hún kunni vel við sig inn-
an um blóm.
Ég sá Góu síðast síðastliðin jól,
þegar ég var í jólafríi frá námi í
Bandaríkjunum. Þá var hún orðin
mikið sjúk og lá á Landspítalanum
langtímum saman. Hún þekkti mig
strax þegar hún sá mig, tók þéttings-
fast um hönd mína og bað mig að
njóta lífsins, ekki bara læra. Það væri
mikilvægt. Mér finnst gott til þess að
vita að Góa þjáist ekki lengur og veit
að fagnaðarendurfundir hafa orðið
með henni og Magnúsi.
Ég kveð Góu frænku mína, sem
mér þótti svo vænt um með þessum
fátæklegu orðum og bið Guð að
styrkja Sigrúnu, sem nú sér á eftir
móður sinni, og Siggu frænku í sorg
þeirra.
Guð blessi minningu Lovísu.
Ragnheiður Jónsdóttir.
SIGRÍÐUR LOVÍSA
GUÐLAUGSDÓTTIR
2
CF00
@&''"B
>((3: &'
$&
8&895 %) $
%* ))
" & $ 0'@&C' 5## .
4
212
"( &'
'( E & 9
'
. #
%) $ %* ))
9":G"" 5##
4? "#"6&4? "!64& "&4? ".
2
23 0
4&& &- #&
39'#
8@&A(
1 $
$ &
-& 0&#
%1 $ %1 1)
8##%.3$/' "
&" &3$/' " 9@5"7"& !"
0"&3$/' " 6-" G 9 !"
&3$/' "
4& "&4? "!64& "&4& "&4? ".
2
1231
1
!'#&/5'-
5'&4 &#*
? "
3. 30& : $
6 (9 '& 5##
'? ""&9-" 5##
"& @& "9-" !"
>(9 9-" !"
0$&9-" 5## .
'&"
F
/'(9BH
0& : $
3& (&.( '&5##
%&# (".F 6 5## "& !## ' !"
A""F 6 !" "64@? 6&''5 5##
6'"F 6 5## ! #""D-" !"
8"/' F 6 5##
"& F 6 !" '6&C '&
' " 6' 5##
!64& "&4? ".