Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 47 Föstudagskvöldið 9. nóvember heldur bókaútgáfan Forlagið árlega hátíð sína í Iðnó. JÓLAKORT MS-félags Íslands eru komin út og eru tvær gerðir í ár, en kortin eru gerð af listakonunni Guðrúnu Elínu eða Gunnellu. MS-félagið hefur umfangsmikla starfsemi, eiga m.a. og reka sjúkradagvist fyrir fólk með MS- sjúkdóminn o.fl.Búið er að byggja við húsnæði félagsins og bæta þjón- ustuna við félagsmenn og dagvist. Til stendur að stækka húsnæðið enn frekar og auka þjónustu. Sala jólakortanna er aðal- tekjulind félagsins. Pakkinn af jólakortum með 6 stk. kosta 600 kr. Jólakortin eru til sölu á skrifstofu MS-félagsins á Sléttuvegi 5 í Reykjavík og er skrifstofan opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10–15, segir í fréttatilkynningu. Jólakort MS-félagsins ÁRLEGUR viðburður á Hrafnistu í Hafnarfirði er basar heimilisfólks- ins. Verður hann nú haldinn laugar- daginn 10. nóvember kl. 13–17 og mánudaginn 12. nóvember kl. 9–16. Á basarnum verður til sölu og sýn- is fjölbreytt handavinna heimilis- fólksins. Fær hver og einn andvirði þeirra muna sem hann hefur unnið. Allir velkomnir. Basar á Hrafnistu í Hafnarfirði ♦ ♦ ♦ STYRKTARSJÓÐUR Friðriks E. Sigtryggsson- ar var stofnaður 21. októ- ber sl. við Barnaspítala Hringsins. Sjóðurinn er stofnaður af Friðriki Elíasi Sigtryggssyni og er til- gangur sjóðsins að styðja starfsemi Barnaspítala Hringsins með gjöfum til tækjakaupa eða á annan hátt, sem best þjónar vel- ferð skjólstæðinga Barnaspítalans að mati sjóðstjórnar. Friðrik Elías Sigtryggs- son fæddist 21. október ár- ið 1916 á Ytri-Brekkum í Sauðaneshreppi í Norður- Þingeyjarsýslu. Friðrik hefur stundað ýmis störf en síðustu áratugi starfs- ævi sinnar vann hann í Áburðarverksmiðju ríkis- ins. Stofnfé styrktarsjóðsins er 2,5 milljónir og er þar um að ræða gjafafé frá Friðriki Elíasi á stofndegi sjóðsins. Jafn- framt hefur Friðrik gert erfðaskrá um að styrktarsjóðurinn muni erfa allar eigur hans, fastar og lausar. Úthlutað verður úr Styrktarsjóði Friðriks E. Sigtryggssonar ár hvert á afmælisdegi Friðriks, 21. október. Barnaspítali Hringsins stendur í þakkarskuld við Friðrik Elías Sig- tryggsson fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Friðrik hefur raunar áður styrkt Barnaspítala Hringsins. Barnaspítali Hringsins þakkar Friðriki af heilum hug stuðninginn. Sjóður til styrktar Barnaspítala Hringsins Friðrik E. Sigtryggsson NORRÆN samtök háskólakenn- ara og fræðimanna í handmennt- um halda þing í Reykjavík dagana 8.–13. nóvember. Dagskrá: Í dag, föstudaginn 9. nóvember: Norræna húsið, kl. 9– 12, Listaháskóla Íslands, Skipholti, kl. 17–18, og Kennaraháskóla Ís- lands, kl. 18.15. Laugardaginn 10.nóvember: Norræna húsið, kl. 9–12. Sunnudaginn 11. nóvember: Norræna húsið, kl. 9. 12, Reyk- holti í Borgarfirði kl. 16–18. Mánu- daginn 12. nóvember: Norræna húsið, kl. 9–11, Kennaraháskóla Ís- lands kl. 17–18. Þriðjudaginn 13. nóvember: Norræna húsið, kl. 9– 12. Norrænt þing í handmenntum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.