Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
LANDSFEÐURNIR hafa haft nóg
að gera að hrósa sjálfum sér síðan
Alþingi kom saman eftir sumarfrí.
Það sem hæst ber í lofsöngnum er
fjárlögin og skattamál. Fjárlögin al-
veg frábær,
hundsuðu spá
þjóðhagsstofn-
unar og bjuggu
til sína eigin
spá, sem kom
alveg heim og
saman við fjár-
lög. Það er nú
kannski munur
að geta haft
þetta allt eftir sínu eigin höfði, þá
koma skattalækkanirnar – aðeins
öflug fyrirtæki fá skattalækkanir,
hin mega éta það sem úti frýs.
Þá eru það einstaklingar, aðeins
þeir sem lentu í hátekjuskatti fá
lækkun, lengra niður stigann fóru
þeir ekki. Hvað segir þetta? Er
hægt að tala eins og þett sé almenn
skattalækkun? Þar sem engir skatt-
ar lækka sem eru undir hátekju-
mörkum. Svo segja þessir blessaðir
menn að ekkert land í Evrópu sé
með jafnlága skatta og Ísland.
Skattaparadís – eða hvað? Þeim
verður varla erfitt að bjarga andlit-
inu með því að selja það sem eftir er
af ríkiseignum og fá inn erlent fjár-
magn eins og hugur þeirra hefur
staðið til, og þá er ekkert mál að
fórna Landssímanum, ríkisbönkun-
um, sjónvarpi, útvarpi og öllu því
sem Ísland á og þeir hafa ekki þegar
selt.
Er ekki nokkuð ljóst hvers vegna
þessir skattar voru lækkaðir? Hefði
ekki verið eðlilegra að byrja neðan
frá á skattleysismörkunum og bæta
fyrir þann siðferðisbrest sem varð í
því máli. Það var auðvitað aldrei
meiningin að lækka skatta almennt,
þótt sölumenn ríkiseigna tali eins og
það hafi gerst.
Ef sölumenn ríkiseigna vildu upp-
lýsa þjóðina um hver er munurinn á
skattleysismörkum á Íslandi og hjá
öðrum Evrópuþjóðum, mundi það
vera vel þegið. Það er að sjálfsögðu
æskilegra fyrir sölumennina að
gera Ísland að skattaparadís fyrir
erlenda fjárfesta heldur en þá Ís-
lendinga sem þeir hafa dæmt til að
lifa undir hungurmörkunum.
Mál er að linni
Fyrir sex árum þegar fyrri ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknar komst til valda voru það
þeirra fyrstu verk að hækka eigin
laun, lækka skattleysismörkin og
ákveða að laun aldraðra og öryrkja
skyldu ekki lengur fylgja almennri
launaþróun heldur geðþóttaákvörð-
un stjórnvalda. Þetta hefur valdið
því, að þessir hópar hafa dregist
langt aftur úr í launaþróun sem síðan
hefir haft örlagaríkar afleiðingar fyr-
ir marga einstaklinga eins og sýnir
sig best á því hve margir hafa leitað
til hjálparstofnana. Skyldi nokkur
treysta sér til að lifa af þessum
tekjum, sem þokuðust um eitt hænu-
fet á liðnu vori – náðu því að verða
krónur 65.132,-, hækkun um rúmlega
200 krónur með nýjum heilbrigðis-
og tryggingarráðherra Framsóknar.
Það er sem sé ófrávíkjanlegt lögmál
hænsnfugla að fara eitt lítið hænufet,
þegar það hentar þeim. Þetta er ekki
einungis smánarblettur á þeim rík-
isstjórnum sem nú hafa setið í sex ár,
heldur einnig íslensku þjóðarinnar.
Það er erfitt að átta sig á hvernig
svona lagað getur gerst hjá þjóð, sem
vill telja sig meðal mestu menning-
arþjóða heims og er eða hefur verið
talin meðal þeirra ríkustu. En svona
er þetta bara, ekkert virðist geta
breytt því, að minnsta kosti ekki svo
lengi sem þessir stjórnarherrar sitja
við völd og meðan þjóðin er í þessu
ömurlega kviksyndi pólitískt séð.
Það er til orðtak sem segir þangað
sækir klárinn sem hann er kvaldast-
ur, og það virðist eiga einkar vel við
íslensku þjóðina um þessar mundir.
Lokaorð
Ég skora á Alþingi eða stjórnar-
andstöðuna að taka skattleysismörk-
in til rækilegrar athugunar. Það er
ekki vansalaust fyrir Alþingi að hafa
litið þetta ófremdarástand allan
þennan tíma. Ég hefði haldið að
skattleysismörk ættu að miðast við
það sem hægt væri að láta duga til
framfærslu. Treysta alþingismenn
sér til að láta duga 65.132 krónur á
mánuði? Þessu svívirðilega ranglæti
verður að ljúka. En kannski er ekki
ofmælt að margir séu siðblindir.
AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR,
Furugerði 1, Reykjavík.
Sætt er lof
í sjálfs munni
Frá Aðalheiði Jónsdóttur:
NETIÐ hefur breytt miklu fyrir okk-
ur sem höfum aðgang að því. Á ensku
heitir vefurinn World Wide Web,
skammstafað www sem hefur verið
þýtt með orðinu veraldarvefur. Í út-
varpi og manna á meðal heyrist oft
vísað í vefslóðir með orðunum: tvöfalt
vaff, tvöfalt vaff, tvöfalt vaff punktur
eitthvað punktur is. Þetta er löng og
óþjál orðaruna bæði á íslensku og
ensku sbr. „dobbeljú, dobbeljú, dobb-
eljú“.
Þessi skammstöfun er orðin svo
mikið notuð að ég hef látið mér detta í
hug að nefna þessa þríeinu vaff-runu
þrefalt vaff. Við höfum vaff og tvöfalt
vaff í okkar stafrófi og nú er svo kom-
ið að þetta þrefalda vaff er orðið að
sérstöku tákni og hefur alveg
ákveðna merkingu sem slíkt. Á ensku
mætti væntanlega kalla þetta „tripp-
eljú“.
Þetta þrefalda vaff er líklega komið
til að vera eins og nú tíðkast að segja
þegar átt er við eitthvað sem orðið er
sígilt. Er ekki tilvalið að afleggja
þessa óþjálu runu tvöfalt vaff, tvöfalt
vaff, tvöfalt vaff (prófaðu að lesa þetta
hratt!) og segja í staðinn þrefalt vaff?
ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON,
prestur í Neskirkju.
Þrefalt vaff – www
Frá Erni Bárði Jónssyni: