Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 51

Morgunblaðið - 09.11.2001, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 51 DAGBÓK Útsölumarkaður á Langholtsvegi 130 Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12.00-18.00 Snertilinsur fyrir byrjendur Linsur f. 3 mán. • mátun • kennsla • vökvi og box frá 6.500 kr. Daglinsur 85 til 100 kr. stk. Mánaðarlinsur 750 kr. stk. Árslinsur 3.000 kr. stk. á meðan birgðir endast Ath. þetta! Einnig mátun fyrir sjónskekkju og progressiv/ margskiptar linsurLaugavegi 36, sími 551 1945 Bað- og sundskórnir komnir aftur! Við viljum að þér líði vel. Össur verslun, Grjóthálsi 5, sími 515 1335. Bílageymsla í hjarta miðbæjarins Til sölu er gott stæði (1/12 hluti bílageymslunnar) í kjallara Suðurgötu 7, 101 Reykjavík. Upplýsingar í síma 896 5566 EFTIR mjög góða byrjun fór að halla undan fæti hjá Norðmönnum í fimmtu lotu úrslitaleiksins við Bandaríkjamenn á HM. Í sumum tilfellum gátu Norðmenn sjálfum sér um kennt, en stundum var heppnin einfaldlega ekki á þeirra bandi. Eins og hér: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 1073 ♥ -- ♦ KD98764 ♣Á93 Vestur Austur ♠ D9652 ♠ 84 ♥ G63 ♥ ÁD97 ♦ Á52 ♦ G10 ♣42 ♣K10875 Suður ♠ ÁKG ♥ K108542 ♦ 3 ♣DG6 Martel og Stansby höfðu stansað í þremur tíglum í opna salnum og tekið tíu slagi, eða 130. Nokkuð eðlileg niðurstaða, en ekki í anda þeirra Brogelands og Sælensminde: Vestur Norður Austur Suður Meltzer Brogeland Larsen Sælensm. -- 1 tígull ! Pass 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Fáir myndu láta sér detta í hug að opna á ein- um tígli með norðurspilin – spurningin er frekar sú hvort betra sé að passa eða byrja á þremur tíglum. En Brogeland er ungur og ákafur. Eftir opnunina hlaut Sælensminde að keyra í geim, og gerði það raunar á mjög djúphugul- an hátt. Yfir tveimur tígl- um hefðu flestir sagt tvo spaða frekar en þrjú lauf, en hugmynd Sælensminde var að tryggja sér útspil í spaða. Snjallt og vel lukk- að, því Rose Meltzer, kon- an í sigurliði Bandaríkja- manna, kom út með spaða upp í gaffalinn. Sælenseminde spilaði tígli á kónginn í öðrum slag og horfði tortrygginn á tíuna koma frá Larsen. Var tían heiðarlegt spil frá G10 eða blekking frá G10x? Miðað við útspilið virtist vestur eiga lengd í spaða og með tilliti til þess ákvað Sælensminde að spila vestur upp á ás ann- an í tígli. Hann spilaði LITLUM tígli úr borði í þriðja slag og Larsen fékk slaginn á gosann. Þar með var spilið gjörtapað og Sælensminde endaði þrjá niður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 9. nóv- ember, er fimmtugur Gunn- ar Hafsteinsson, Brekku- braut 2, Akranesi. Eigin- kona hans er Rósa Kristín Albertsdóttir. Hjónin verða að heiman á afmælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 9. nóv- ember, er sjötug Erla Þor- valdsdóttir, Blásölum 24, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Bjarni Gíslason. Þau eru að heiman í dag. LJÓÐABROT VIÐLÖG Skemman gullinu glæst, glóir hún öll að sjá. Þar leikur jafnan minn hugurinn á. Taki sá við dansi, sem betur kann og má. Hér víkur allur minn hugurinn frá. Viltu ekki eiga mig með kolli mínum brúnum, heldr en annar villi þig með rúnum? 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Rf3 Be7 5. Bg2 O-O 6. O-O b6 7. Re5 Bb7 8. Rc3 Ra6 9. cxd5 exd5 10. b3 c5 11. Bb2 Re4 12. e3 He8 13. Dh5 g6 14. De2 Rb4 15. Rxe4 dxe4 16. dxc5 Bxc5 17. Hfd1 Dg5 Björn Þorfinnsson (2248) er mikill bragðaref- ur við skákborð- ið. Að jafnaði er allt í háaloft í skákunum hans. Styrkleiki hans felst í útsjónar- semi, baráttu- gleði og góðu taktísku auga. Í stöðunni sýndi hann síðast- nefnda hæfileik- ann gegn Sigurði Páli Steindórs- syni (2213) á minningarmóti Jóhanns Þóris Jónssonar. 18. Rxf7! Kxf7 19. Hd7+ He7 20. Hxb7! Hxb7 21. Bxe4 Svarta staðan er rjúkandi rúst þótt hvítur sé hróki undir. Framhaldið varð: 21...Rd5 22. h4 Dd8 23. Hd1 Hd7 24. Df3+ Ke6 25. Bxd5+ Hxd5 26. De4+ Kf7 27. Hxd5 og svartur gafst upp saddur lífdaga. Þessa dagana fer fram Evrópu- mót landsliða í Leon á Spáni. Ísland hefur lið í opnum flokki og kvenna- flokki. Hægt er að fylgjast með gangi mála á skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 80 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag, 11. nóv- ember, er áttræður Sigurð- ur Sveinsson frá Góustöð- um, Hlíðarvegi 1, Ísafirði. Hann og eiginkona hans, Gerður Pétursdóttir, hafa opið hús af þessu tilefni í húsnæði Netagerðar Vest- fjarða á Ísafirði laugardag- inn 10. nóvember kl. 17–20. 90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 9. nóv- ember, er níræð Ásta Jón- asdóttir, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík. Ásta er að heim- an í dag. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert djarfur og nýtur þess að taka áhættu og ögra sjálf- um þér. Storkaðu samt ekki örlögunum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Myndaðu þínar eigin skoðan- ir frekar en að fylgja hópn- um. Þú hefur sterka réttlæt- iskennd og átt að vera óhræddur við að segja mein- ingu þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hugsaðu þig vandlega um áður en þú segir eitthvað sem verður ekki aftur tekið. Þá er betra að þegja. Veltu þér svo ekki upp úr því sem liðið er. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert alltaf tilbúinn til að umvefja aðra og veita þeim skjól og mátt vera viss um að þér verður launað í sömu mynt þurfirðu á því að halda. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gefðu þér tíma til að taka þátt í samræðum í góðra vina hópi því um leið og það víkk- ar út sjóndeildarhringinn styrkir það vinaböndin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er dagur athafna svo vertu óhræddur við að ríða á vaðið og fara þínar eigin leið- ir. Þú hefur þá ekki við neinn að sakast nema sjálfan þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það kann ekki góðri lukku að stýra að leggja af stað í leið- angur áttavitalaus. Það sama á við á öðrum sviðum lífsins svo gerðu það sem gera þarf. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leggðu drög að fjárhags- áætlun sem þú getur staðið við og leggðu jafnt og þétt til hliðar og þá muntu geta látið drauma þína rætast á nýju ári. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Dragðu þig í hlé frá erli dagsins og farðu í frí. Finndu einhvern til að sjá um þín mál meðan þú ert í burtu svo þú getir verið rólegur á með- an. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er í góðu lagi að gefa öðrum ráð svo framarlega að þú lesir þeim ekki pistilinn því það er ekki á þínu valdi. Vertu því sanngjarn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Skyldur þínar gagnvart fjöl- skyldunni eiga að vera núm- er eitt og það skaltu muna þegar þú verður beðinn um að taka að þér einhverja aukavinnu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vitirðu ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga skaltu fara eftir því sem hjartað segir þér því það skrökvar aldrei. Vertu svo sáttur við ákvörðunina. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einbeittu þér að þeim verk- efnum sem liggja fyrir og taktu ekki fleiri að þér fyrr en þú hefur afgreitt þau svo vel að þú getir verið ánægð- ur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudags- blað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR MÁLFUNDUR á vegum Ungra sósíalista og aðstandenda baráttu- blaðsins Militant verður haldinn föstudaginn 9. nóvember kl. 17.30 í Pathfinderbóksölunni, Skólavörðu- stíg 6B. Yfirskrift fundarins er: And- spyrna vinnandi fólks og borgaraleg stjórnmálaumræða síðustu vikna. Málfundur Ungra sósíalista ♦ ♦ ♦ NORRÆNN skjaladagur verður haldinn laugardaginn 10. nóvember. Tilgangurinn er að kynna skjalasöfn á Norðurlöndunum, bæði þjóðar- og héraðaskjalasöfn. Markmiðið með slíkum skjaladegi er að minna á söfn- in og hlutverk þeirra í samfélaginu og er ætlunin að norræni skjaladagurinn verði árviss atburður. Að þessu sinni er þema dagsins ást í víðum skilningi, kærleikur og um- hyggja. Áhersla verður lögð á að sýna gögn um föðurlandsást, ást til maka og skyldmenna, umhyggju fyrir náunganum, ræktarsemi við heima- byggð eða skóla og náttúrudýrkun svo eitthvað sé nefnt. Þjóðskjalasafn Íslands og flest hér- aðsskjalasöfnin hafa opið hús þennan dag, mislengi þó. Leitast verður við að sýna gögn er tengjast ástinni með einhverjum hætti. Auk þess mun starfsfólk kynna starfsemina og leið- beina gestum sem geta t.d. kynnt sér gögn um uppruna sinn. Einnig verður tekið á móti gögnum ef því er að skipta. Loks verða í Þjóðskjalasafni til sýnis afrit skjala um vesturfara, sem safnið fékk nýlega að gjöf frá Þjóð- skjalasafni Kanada, og er þar greint frá landnámi Íslendinga í Manitoba. Þjóðskjalasafn Íslands verður opið frá 11 til 16 þennan dag og verður kaffi á könnunni. Það er til húsa á Laugavegi 162. Einnig verður opið þennan dag á Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Hér- aðsskjalasafni Akraneskaupstaðar, Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar, Héraðsskjalasafni Ísfirðinga og Ísa- fjarðarsýslna, Héraðsskjalasafni Ak- ureyrarbæjar og Eyjafjarðarsýslu, Héraðsskjalasafni Austfirðinga, Hér- aðsskjalasafni Austur-Skaftafells- sýslu, Héraðsskjalasafni Vestmanna- eyja og Héraðsskjalasafni Árnesinga. Norræni skjaladag- urinn á laugardag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.