Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.11.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SKIPSTJÓRI og útgerðarmaður ís- lensks fiskiskips segist í samtali við Morgunblaðið stunda stórfellt brott- kast á fiski og að hann hafi hent allt upp í 90% afla í einni veiðiferð. Myndir, sem teknar voru um borð í skipi hans og sýndar voru í Sjón- varpinu í gærkvöld, sýna að fiski allt upp í þrjú kíló er kerfisbundið hent í hafið. Sjónvarpið sýndi í gær myndir sem teknar voru um borð í tveimur íslenskum fiskiskipum þar sem stundað er umfangsmikið brottkast á fiski. Á öðru myndbandinu sést að öllum fiski undir ákveðinni stærð, að því er virðist 45–50 sentimetrum og jafnvel stærri, er umsvifalaust og kerfisbundið hent aftur í hafið, þ.e.a.s. 2,5–3 kílóa fiski. Búnaði í skipinu er þannig fyrir komið að fiski, sem ekki er talinn æskilegur, er kastað á færiband um leið og hann kemur um borð sem flytur hann að lúgu á síðu skipsins og beinustu leið út í sjó, annaðhvort dauðum eða við það að drepast. Í veiðiferðinni, sem umrætt myndband var tekið, var um 30% aflans hent fyrir borð, þar af var 5 tonnum af 8 tonna þorskhali kastað aftur í hafið. Afli skipsins eftir tveggja daga veiðiferð var um 60 tonn en aðeins komu rúm 40 tonn að landi. Afganginum var kastað fyrir borð. Morgunblaðið hefur fyrir því heimildir að í hinu tilfellinu hafi öll- um þorski undir fjórum kílóum og öllum meðafla verið hent aftur í haf- ið. Báðir bátarnir sem um ræðir þurfa að leigja til sín aflaheimildir á markaði. Skipstjórinn, sem Morgunblaðið ræddi við, segist hafa tekið þátt í brottkasti í heilan áratug, en það hafi aukist til muna á allra síðustu árum, sérstaklega í kjölfar Valdimars- dómsins svokallaða. Hann segist vita til þess að brottkast sé stundað á fjölda skipa og á sumum sé öllum þorski undir 5 kílóum hent fyrir borð. Hann gerir sjálfur út skip sem hefur yfir töluverðum aflaheimildum að ráða en hefur þegar veitt þær og þarf nú að leigja til sín kvóta á mark- aði. Hann segir brottkast innbyggt í kvótakerfið, með hækkandi leigu- verði á kvóta og minnkandi þorsk- veiðiheimildum sé sjómönnum nauð- ugur sá kostur að koma aðeins með verðmætasta fiskinn að landi. Að öðrum kosti verði þeir gjaldþrota og tapi þannig atvinnu sinni. Dregið hefur úr brottkasti á þessu ári Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að gripið hafi verið til ótal ráðstafana til að sporna við brottkasti á fiski. Í þeim tilfellum sem menn hirði aðeins stærsta og verðmesta fiskinn komi fram einlæg- ur brotavilji og á því sé erfitt að taka. Hann segir að takmarkanir á fram- sali veiðiheimilda myndu aðeins koma niður á þeim sem stundi heið- arlega og ábyrga útgerð. Í sérstakri rannsókn Fiskistofu á brottkasti kemur fram að verulega hefur dregið úr brottkasti á þessu ári, í samanburði við sambærilega rannsókn sem gerð var á síðasta ári. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, fullyrti í samtali við Morgunblaðið að útgerðarmaður annars bátsins sem um ræðir væri formaður Landssambands útgerða kvótalítilla skipa og það réttlætti engan veginn baráttu hans gegn kvótakerfinu að henda fiski. Sjónvarpsmyndir sýna umfangsmikið brottkast á tveimur íslenskum skipum Morgunblaðið/RAX Myndir sem teknar voru um borð í tveimur skipum sýna stórfellt brottkast á fiski. Í báðum tilfellum var um 30% af afla veiðiferðarinnar hent. Skipstjóri segist hafa hent upp í 90% af afla í veiðiferð  Nauðbeygðir/30  Brottkast/30 ANNAR mannanna tveggja, sem slösuðust alvarlega eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa á Nesjavallavegi 27. október síðastliðinn, lést í gær. Tvær konur, sem voru farþegar í sama bíl, létust í slysinu en fjórði maðurinn í bílnum hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Tala látinna í umferðinni á árinu er nú komin í 22 í 17 slysum en á sama tíma í fyrra höfðu 24 látist í umferðinni í 18 slysum. Allt síðasta ár lét- ust 32 í 23 umferðarslysum. Látinn eftir bílslys á Nesja- vallavegi SAMNINGANEFNDIR ríkis- ins og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman til sáttafundar eftir hádegi í gær og stóðu við- ræður yfir fram eftir kvöldi. Að sögn Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara hafa deilu- aðilar ræðst við um öll meg- inatriði væntanlegs kjara- samnings á sáttafundum seinustu daga en enn sé of snemmt að segja nokkuð til um hvort auknar líkur séu á að samkomulag náist í þessari lotu. Verður viðræðunum hald- ið áfram í dag. Langir sáttafundir í sjúkraliða- deilunni GEORG Kr. Lárusson, forstjóri Út- lendingaeftirlitsins, segir að grunur leiki á um að innflutningur á ólög- legu vinnuafli til landsins standi í nánum tengslum við skipulagða brotastarfsemi á alþjóðavísu. Lík- legt sé að Íslendingar tengist slíkri starfsemi með einum eða öðrum hætti. Lögreglan í Kópavogi rannsakar nú mál níu útlendinga sem unnu við húsbyggingar í Salahverfi en Út- lendingaeftirlitið óskaði eftir því að staða þeirra yrði könnuð af lögreglu þar sem grunur lék á að þeir væru án dvalar- og atvinnuleyfis. Georg segir að grunur um svipuð brot hafi verið í alllangan tíma hér á landi eða a.m.k. frá miðju síðasta ári. „Þá var mikil eftirspurn eftir vinnu- afli hér á landi vegna mikillar at- vinnuuppsveiflu,“ segir hann. Georg segir að grunsemdir séu einnig um að aðbúnaði erlends vinnuafls sé í sumum tilfellum ábóta- vant en það sé hins vegar fátítt að aðrir en þeir, sem hafi dvalar- og at- vinnuleyfi, beri sig upp við Útlend- ingaeftirlitið þegar aðbúnaður þeirra er slæmur. Gætt verði lágmarksréttinda útlendinga í vinnu „Útlendingaeftirlitið leitast við að aðstoða fólk eftir föngum og beinir útlendingum með tilskilin leyfi til viðkomandi stéttarfélags með úr- lausn mála sinna. Það sem vakir einkum fyrir okkur er að það sé gætt að lágmarksréttindum útlendinga í vinnu hér á landi til að fyrirbyggja að vinnuveitendur hafi þá að féþúfu í krafti þess að fólkið veit ekki hver sé réttarstaða þess.“ Grunur um tengsl við skipulögð afbrot Ólöglegt vinnuafl SEÐLABANKI Íslands tilkynnti í gær lækkun á stýrivöxtum bankans um 0,8%, úr 10,9% í 10,1%. Síðast lækkaði bankinn vextina í mars, þá um 0,5%. Bankinn segir að tímasetn- ing og umfang frekari lækkunar vaxta ráðist af framvindunni og því ljósi sem hún muni varpa á líkurnar á að verðbólgumarkmið bankans ná- ist árið 2003. Seðlabankinn birti einnig í gær nýja verðbólguspá og segir að lík- urnar á að verðbólgumarkmið bank- ans náist á árinu 2003 séu meiri nú en áður. Ástæða þess sé sú að merki um hjöðnun ofþenslu séu ótvíræðari og útlit sé fyrir að framleiðsluslaki muni leysa spennu af hólmi þegar líður á næsta ár. Hugsanleg endur- skoðun kjarasamninga á næsta ári valdi þó óvissu um framvindu verð- lags. Bankinn spáir nú hins vegar meiri verðbólgu á þessu og næsta ári en í fyrri spá, vegna meira launaskriðs og lægra gengis en miðað var við áð- ur. Nú er spáð 8½% verðbólgu frá upphafi til loka þessa árs en 4% á því næsta. Í spá bankans í ágúst síðast- liðnum var spáð 3% verðbólgu á næsta ári. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að það hefði örugglega verið kominn tími til vaxtalækkunar og sér sýndist hún ágætlega rökstudd. „Gengið hefur heldur styrkst frá því sem það var lægst nú undanfarið og manni sýnist að miðað við fram- tíðarspár og hvenær svona vaxta- lækkanir byrja að hafa virkileg áhrif sé þetta skynsamlegt,“ sagði Davíð. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist fagna vaxtalækkun Seðlabankans og telja hana skref í rétta átt. „Ég tel hins vegar að með hliðsjón af því sem hefur verið að gerast í umhverfinu og þeirri stöðu sem vextirnir eru í hefði þessi vaxtalækkun átt að vera meiri, en ég vona að þetta skref sé upphafið að frekari lækkunum,“ sagði Ari. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, sagði að ASÍ teldi löngu tíma- bært að taka skref í þessum efnum. Það teldi reyndar að taka hefði þurft stærra skref, sérstaklega í ljósi vaxtalækkana sem verið hefðu er- lendis undanfarna daga, þannig að ASÍ vænti þess að fleiri skref fylgdu í kjölfarið fljótlega. Vextir lækkaðir um 0,8%  Ánægja með/12  Vaxandi/24  Vaxtalækkun/30 JARÐSKJÁLFTAR urðu í gær og fyrradag í Mýrdalsjökli og áttu þeir upptök sín í vestanverðri Goða- bungu. Mældust tveir skjálftanna í gær rúmlega þrjú stig á Richter- kvarða, sá stærri 3,3 stig en hann reið yfir skömmu fyrir klukkan 16, skv. upplýsingum sem fengust á Veðurstofunni. Jarðskjálftar í Mýrdalsjökli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.