Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EINAR Gíslason, smíða- og sund-
kennari í Hafnarfirði, segir að
samningi sem sérgreinakennarar í
Hafnarfirði gerðu við bæjaryfirvöld
árið 1980 hafi ekki verið sagt upp.
Það sé því krafa kennara að greitt
verði eftir þessum samningi. Hann
segir að ef þessi krafa verði ekki virt
ætli kennarar með málið fyrir dóm-
stóla.
Einar sagði að 12. september 1980
hefðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði
gert samning við sérgreinakennara,
þ.e. smíðakennara, tónmenntakenn-
ara og kennara í heimilisfræði, um
að annast innkaup og viðhald véla og
verkfæra. Samkvæmt samningnum
endurnýjast hann árlega ef honum
er ekki sagt upp. Sveitarfélögin
hefðu tekið þá afstöðu að líta á þenn-
an samning sömu augum og samn-
inga um viðbótarkjör sem gerðir
voru árið 1997. Þessari túlkun hefðu
félög sérgreinakennara mótmælt
harðlega og bent m.a. á að innkaup
og viðhald verkfæra gætu ekki talist
til faglegra kennslustarfa og því
bæri að greiða fyrir það sérstaklega.
Einar sagði að kennarar væru
búnir að reyna mikið til að fá Hafn-
arfjarðarbæ til að virða samninginn
frá 1980 en það hefði ekki enn borið
neinn árangur. Niðurstaðan hefði
því orðið sú að höfða mál á hendur
bænum. Einar sagði að þessum
störfum, þ.e. innkaup og viðhald
verkfæra, hefði verið sinnt með
ýmsum hætti hjá sveitarfélögunum.
Í Reykjavík hefði lengst af verið
maður sem sinnti þessu í fullu starfi.
Sum sveitarfélög hefðu hins vegar
gert samning við kennara um að
sinna þessum störfum. Hann sagði
að þó að Hafnarfjarðarbær hefði
aldrei sagt þessum samningi upp
hefði Akraneskaupstaður hins vegar
sagt upp sambærilegum samningi
við sérkennara sem þar starfa.
Kennarar á Akranesi hefðu fyrr á
þessu ári fengið formlegt bréf þar
sem þeim samningum var sagt upp.
Afstaða launanefndar sveitarfé-
laganna er sú að þessi samningur
hafi fallið úr gildi þegar nefndin
gerði samning við Félag grunn-
skólakennara í byrjun þessa árs,
enda komi fram í samningnum að
forsendur hans séu að samningar
um viðbótarkjör falli brott. Grein-
argerð lögmanns Kennarasam-
bandsins um þetta mál hefur hins
vegar orðið til þess að vekja efa-
semdir meðal sveitarstjórnarmanna
um að þetta ákvæði haldi. Það hefur
svo aftur orðið til þess að launa-
nefnd sveitarfélaganna hefur enn
ekki samþykkt samning sem nefnd-
in gerði við Félag tónlistarskóla-
kennara, en sá samningur byggist á
þeirri forsendu að ákvæði um við-
bótarkjör falli á brott.
Þess má geta að hæstaréttardóm-
ur hefur fallið um mál þar sem tekist
var á um hvort löglega hefði verið
staðið að uppsögn viðbótarkjara-
samnings. Vinnuveitendur töpuðu
því máli.
Sérkennarar í Hafnarfirði vilja að viðbótarsamningur frá 1980 verði virtur
Samningnum var
aldrei sagt upp
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra sagði, í ræðu sem hún
flutti á heimsráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna gegn kynferðislegri mis-
notkun barna í ágóðaskyni, í Yoko-
hama í Japan, síðdegis í fyrradag,
að þjóðir heims hefðu sameinast um
mikilvægar aðgerðir til þess að berj-
ast gegn kynferðislegri misnotkun
barna fyrir fimm árum í Stokk-
hólmi. Nú væri tímabært að
strengja ný heit til þess að færast
nær sameiginlegu markmiði þjóð-
anna.
Fulltrúar 138 ríkja sækja ráð-
stefnuna í Yokohama auk fulltrúa
fjölmargra alþjóðastofnana og fé-
lagasamtaka að því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu. Markmið
ráðstefnunnar er að fara yfir það
sem áunnist hefur á undanförnum
árum í baráttunni gegn kynferðis-
legri misnotkun barna og leggja
drög að næstu aðgerðum. Stefnt er
að því að ríkin samþykki sérstaka
yfirlýsingu þar sem lýst verði næstu
skrefum í samstilltu átaki ríkja á
þessu sviði, bæði á alþjóðlegum
vettvangi og innan hvers ríkis.
Í fyrrnefndri ræðu sinni nefndi
ráðherra fjögur lykilatriði sem væru
forsendur fyrir því að árangur næð-
ist í þessum málum. Í fyrsta lagi
þyrftu ríkin að fullgilda alþjóða-
samninga á þessu sviði sem beinast
gegn kynferðislegri misnotkun
barna, þar sem í þeim væri að finna
skilgreiningar og viðmið sem ríkin
geta nýtt til þess að samræma lög-
gjöf og aðgerðir í baráttu við glæpi
sem ekki virða nein landamæri.
Í öðru lagi þyrfti hvert ríki um sig
að grípa til aðgerða heima fyrir og
fjallaði hún meðal annars um laga-
breytingar á Íslandi til þess að
sporna við dreifingu barnakláms.
Í þriðja lagi sagði ráðherra að
brýnt væri að veita lögreglu nægi-
lega tæknilega þekkingu og þau
tæki sem nauðsynleg eru til þess að
hafa uppi á þeim sem misþyrma
börnum. Það gæti hins vegar verið
vandasamt, t.d. að hafa uppi á fram-
leiðendum barnakláms, sem oft
starfa ekki þar sem efninu er dreift.
Ráðherra sagði þetta endurspegla
alþjóðlegt eðli þess vanda sem við
væri að eiga og undirstrikaði í fjórða
lagi þörfina fyrir aukna alþjóðlega
lögreglusamvinnu á þessu sviði.
Á ráðstefnunni var sérstaklega
kynnt samstarf Norðurlandanna og
ríkja við Eystrasaltið á þessu sviði
og kynnti dómsmálaráðherra þar
breytingar sem gerðar hafa verið á
löggjöf sem snýr að rannsókn mála
þar sem grunur hefur vaknað um
kynferðislega misnotkun barns.
Lýsti hún þeirri aðstöðu til viðtala
við börn sem komið hefur verið á fót
í Barnahúsi og við héraðsdómstóla.
Dómsmálaráðherra sótti jafnframt
ráðherrafund sem Takamado prins-
essa, verndari ráðstefnunnar, boðaði
til. Ráðherrarnir lýstu þar stöðu
mála í heimaríkjum sínum og að-
gerðum sem gripið hefur verið til
skv. fréttatilkynningu ráðuneytis-
ins.
Sólveig Pétursdóttir á heimsráðstefnu SÞ gegn kynferðislegri misnotkun barna
Tímabært að strengja ný heit
nær sameiginlegu markmiði
TOLLGÆSLAN á Keflavík-
urflugvelli fann tæplega 2,4 kíló af
hassi á Íslendingi sem var að koma
til landsins frá Osló á mánudag.
Hassið hafði hann límt á sig inn-
anklæða en hann var klæddur í víða
peysu.
Kári Gunnlaugsson, deildarstjóri
fíkniefnadeildar tollgæslunnar,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
maðurinn hefði verið tekinn til hlið-
ar við venjubundið eftirliti. Toll-
vörður leitaði á manninum og kom
þá í ljós að hann hafi límt hassið hér
og þar á líkamann auk þess sem
hass var í buxnastreng hans.
Málið telst upplýst og hefur
manninum verið sleppt.
Hassið var m.a. límt á bak og síður mannsins.
Hass var límt
víða á líkamann
HÆSTIRÉTTUR hefur ákveðið að
kalla málsaðila fyrir dóminn til
skýrslugjafar. Þetta er í fyrsta skipti í
sögu dómsins sem slíkt er gert en
heimild hefur verið fyrir slíkri
skýrslugjöf um alllangt skeið.
Maðurinn mun koma fyrir dóminn í
febrúar í lokuðu þinghaldi. Ríkissak-
sóknari mun þar geta yfirheyrt
manninn, sem og verjandi og dómar-
ar réttarins. Hingað til hefur Hæsti-
réttur látið sér nægja endurrit af yf-
irheyrslum hjá undirrétti en vísað
dómum aftur til meðferðar í héraði ef
þurfa þykir.
Sá sem um ræðir er sakborningur í
kynferðisbrotamáli en hann er
ákærður fyrir að hafa brotið gegn
ungum systursyni sínum. Meirihluti í
fjölskipuðum dómi Héraðsdóms
Norðurlands eystra sýknaði manninn
af ákærunni hinn 13. apríl 2000 en
Hæstiréttur ómerkti hann og vísaði
dómnum heim í hérað til munnlegs
málflutnings og dóms að nýju.
Samkvæmt lögum um meðferð op-
inberra mála skal dómur reistur á
sönnunargögnum sem færð eru fram
við meðferð máls fyrir dómi. „Í þessu
máli ræðst úrlausn um sök mjög af
mati á sönnunargildi framburðar fyr-
ir dómi. Þar þarf einnig að líta til þess
hvernig framburður samrýmist því,
sem áður er komið fram við lögreglu-
rannsókn, og af hverju misræmi staf-
ar, ef um það er að ræða. Við skýrslu-
gjöf hjá lögreglu 16. október 1998
hafði ákærði viðurkennt tiltekna hátt-
semi gagnvart drengnum, sem hann
tók aftur við meðferð málsins fyrir
dómi og gaf á því skýringar,“ segir í
dómnum. Þrátt fyrir þann annmarka
á umræddri lögregluskýrslu að ekki
var þar skráð hvort manninum hefði
verið kynnt að honum væri óskylt að
svara spurningum sem varða refsi-
verðan verknað taldi Hæstiréttur að
það bæri að líta til þess að skýrslan
var gefin að viðstöddum verjanda
ákærða, eftir að þau höfðu talast eins-
lega við. „Einnig verður að hafa í
huga að við skýrslutöku hjá lögreglu
5. nóvember 1998 var vísað til þess-
arar skýrslu, án þess að fram kæmu
fyrirvarar af hálfu ákærða. Að þessu
athuguðu verður að telja að héraðs-
dómi hefði verið rétt í heildarmati
sínu á trúverðugleika og sönnunar-
gildi framburðar ákærða fyrir dómi
að líta til fyrri framburðar hans og
skýringa á fráhvarfi frá honum. Auk
þess sem að framan greinir er nið-
urstaða héraðsdóms um sönnunar-
gildi munnlegs framburðar ekki
nægilega skýr og ótvíræð og er samn-
ingu dómsins áfátt að þessu leyti,“
segir í dómi Hæstaréttar.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
sýknaði manninn að nýju í desember í
fyrra og líkt og áður skilaði einn dóm-
ari sératkvæði. Ólíkt hinum dómur-
unum taldi hann að sakfella ætti
manninn í samræmi við skýrslu hans
hjá lögreglu.
Sýknudómnum var áfrýjað til
Hæstaréttar eins og fyrr og eins og
áður segir hefur rétturinn nú ákveðið
að kalla manninn fyrir.
Yfirheyrsla fyrir
Hæstarétti í
fyrsta skipti
VON er á sendinefnd frá Norsk
Hydro til landsins í dag. Er
gert ráð fyrir að hún muni eiga
viðræður við fulltrúa Reyðaráls
hf., sem vinnur að undirbúningi
álverksmiðju við Reyðarfjörð.
Geir Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Reyðaráls, sagði
að sendinefndin hygðist koma
til þess að fara yfir stöðu mála,
enda væri talsvert síðan að fyr-
irtækið hefði sent fulltrúa sína
til landsins. Gert er ráð fyrir að
fulltrúar norska fyrirtækisins
verði hér á landi í dag og
fimmtudag. Norsk Hydro á
helmingshlut í Reyðaráli.
Samkvæmt upplýsingum hjá
umhverfisráðuneytinu er von á
ákvörðun vegna kæru Lands-
virkjunar á úrskurði Skipulags-
stofnunar, vegna Kárahnjúka-
virkjunar, á næstu dögum.
Sendinefnd
frá Norsk
Hydro
kemur í dag
BJÖRGUNARBÁTURINN
Þór frá Vestmannaeyjum var
kallaður út um klukkan eitt í
gær eftir að eldur kom upp í
trillunni Ými VE.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slysavarnafélaginu Lands-
björgu voru björgunarsveitar-
menn komnir á vettvang stuttu
seinna, en þá var búið að
slökkva eldinn um borð í bátn-
um. Einn maður er í áhöfn
bátsins og sakaði hann ekki.
Ýmir VE, sem er 5 tonna plast-
bátur, var staddur út við Smá-
eyjar þegar óhappið varð.
Hann sigldi fyrir eigin vélarafli
inn til Vestmannaeyja í fylgd
Þórs.
Eldur í trillu