Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 16
ÚTBOÐ fyrir tvær göngu-
brýr, annars vegar yfir
Miklubraut á móts við
Kringluna og hins vegar yfir
Hafnarfjarðarveg við
Hraunsholt, hefur verið aug-
lýst. Gert er ráð fyrir að
verklok við báðar brýrnar
verði í ágúst árið 2002.
Það er Vegagerðin í
Reykjanesumdæmi, borg-
arverkfræðingurinn í
Reykjavík og bæjarverk-
fræðingurinn í Garðabæ sem
auglýsa útboðið, en í auglýs-
ingunni segir að brýrnar séu
báðar stálbitabrýr í tveimur
höfum. Heildarlengd brúar-
innar yfir Miklubraut er 54
metrar en heildarlengd
Haunsholtsbrúarinnar er 45
metrar. Samtals er um rúm
77 tonn af stálsmíði að ræða,
256 metra af handriði utan
brúar og 5 rúmmetra af
steypu.
Útboð fyrir
göngubrýr
auglýst
Kringlan
Teikning/Sigurður Valur
Þessari göngubrú við Kringluna sem og brúnni yfir Hafn-
arfjarðarveg á að vera lokið hinn 22. ágúst á næsta ári.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍBÚAR í Grafarvogi hafa
óskað eftir því við umhverf-
is- og heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur að gerð verði
mæling á saurgerlamengun í
fjörum í Hamrahverfi og
Eiðisvík. Formaður íbúa-
samtakanna segir óforsvar-
anlegt að fresta tengingu
hreinsistöðvar í voginum um
ár áður en slík mæling fari
fram.
Í bréfi sem framkvæmda-
stjóri Miðgarðs, fjölskyldu-
þjónustunnar í Grafarvogi,
ritaði til formanns nefndar-
innar segir að ósk um slíkar
mælingar hafi komið fram á
fundi hverfisnefndar Grafar-
vogs sem haldinn var með
gatnamálastjóra.
Að sögn Knúts Halldórs-
sonar, formanns íbúasam-
taka Grafarvogs, hefur lengi
verið vitað að töluvert klóak
komi út við Eiðisvíkina og í
fjörunum í Hamrahverfinu.
„Nú er Grafarholtið að
byggjast þar sem ráðgert er
að verði 4.500 manns og allt
klóak þaðan kemur út í vog-
inn í Hamrahverfinu. Okkur
var lofað árið 1999 að búið
yrði að tengja hreinsunar-
stöð og þetta yrði allt frá-
gengið á næsta ári 2002 en
síðan sáum við í blöðunum
að það er búið að fresta því
um eitt ár.“
Hann segir að á fundinum
hefðu íbúar verið að spyrj-
ast fyrir um á hvaða for-
sendum sú frestun hefði
verið gerð. „Við vildum vita
hvort það hefðu verið gerðar
mælingar og annað slíkt en
það kom fram að það hefði
ekki verið gert. Talið væri í
lagi að fresta þessu en það
var engin mæling eða annað
sem lá til grundvallar því að
þessu var frestað.“
Tengist brotthvarfi
áburðarverksmiðjunnar
Segir Knútur að því vilji
íbúar að slík mæling verði
gerð og að ákvörðun um
frestun tengingar hreinsun-
arstöðvarinnar verði ekki
tekin fyrr en niðurstöður
liggi fyrir. Þá óski íbúar eft-
ir því að merkingar um
mengun verði settar upp í
fjörunum en því hafi sömu-
leiðis verið lofað árið 1999,
án þess að slíkt hafi verið
gert.
Hrannar B. Arnarsson,
formaður umhverfis- og
heilbrigðisnefndar Reykja-
víkur, segir eðlilegt og sjálf-
sagt að mælingarnar, sem
íbúarnir fara fram á, verði
framkvæmdar. „Það vita all-
ir af þessu ástandi sem
þarna er og þess vegna
ákváðu menn að bregðast
við með því að fara í hreins-
un strandlengjunnar. Hins
vegar þurfum við að fresta
þessari tengingu þar sem
skipulagið á svæðinu fyrir
dælustöðina er í uppnámi
vegna mögulegs brotthvarfs
áburðarverksmiðjunnar og
mögulegrar landfyllingar á
þeim slóðum.“
Hann segir nauðsynlegt
að lokið verði við skipulag
svæðisins áður en farið
verður í að byggja upp
hreinsunarstöðina. „Þannig
að frestunin var óhjákvæmi-
leg en á móti má segja að
Grafarvogsbúar sjái hilla
undir langþráð baráttumál
sitt um að Áburðarverk-
smiðjan hverfi af svæðinu. Í
því máli hljóta menn að taka
meiri hagsmuni fyrir minni
og fresta þessu á meðan við
klárum skipulagið.“
Að sögn Hrannars verða
mælingarnar gerðar. Vitað
sé að ástandið á svæðinu sé
ekki sem skyldi og verði
ekki komið í lag fyrr en
hreinsunarstöðin verður
virk.„Það frestast um eitt ár
– átti að vera 2003 en verð-
ur 2004.“ Þá segir hann að
verði niðurstaða mæling-
anna slík að þörf verði á
mengunarmerkingum þá
verði þær settar upp.
Íbúar gagnrýna frestun á tengingu skólphreinsunarstöðvar við Hamrahverfi
Ákveðið án mengunarmælinga
Grafarvogur Frestunin óhjákvæmileg vegna skipulagsvinnu segir for-
maður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur
KIRKJUGARÐURINN í
Hafnarfirði átti að anna eftir-
spurn eftir greftrun til ársins
2048 samkvæmt upprunaleg-
um áætlunum. Þetta segir for-
maður stjórnar garðsins.
Hann segir bæjaryfirvöld og
Vegagerðina hafa dregið lapp-
irnar í því að stækka garðinn
og því stefni nú í að honum
verði sjálflokað innan þriggja
ára.
Morgunblaðið greindi frá
því í gær að stjórn kirkju-
garðsins hafi óskað eftir því að
loka garðinum fyrir öðrum en
þeim, sem greitt hafa kirkju-
garðsgjöld til garðsins en af
þeim 130 greftrunum sem fara
þar fram árlega eru um 60%
heimamenn en 40% aðrir.
Jónatan Garðarson, formað-
ur stjórnar Kirkjugarðs Hafn-
arfjarðar, segir enga aðra
skýringu á þessu en að þetta sé
leyfilegt. „Samkvæmt lögum
frá 1993 geta aðstandendur
eða þeir sem horfa fram á að
látast óskað eftir því að láta
jarðsetja sig hvar sem er og
þetta fer bara eftir því hvernig
fólki líst á staðinn. Garðurinn
hér í Hafnarfirði þykir falleg-
ur, hann er vel hirtur og hefur
jafnan þótt aðlaðandi og alúð-
legt að koma í hann. Við finn-
um fyrir því þegar fólk kemur
uppeftir að það horfir yfir og
segir „Hér vildi ég vera.“ Það
er eina skýringin sem við höf-
um.“
„Helgasti réttur
hvers manns“
Hann segir fólkið ekki endi-
lega tengjast Hafnarfirði á
nokkurn hátt. „Hlutfallið er til-
tölulega hátt og þetta er að
aukast. Við höfum séð að fólk
úr nágrannabyggðunum, eins
og Kópavogi og Suðurnesjum,
óskar frekar eftir því að liggja
þarna en til dæmis í Grafar-
vogi. Ástæðan er kannski fjar-
lægðin þangað.“
Að hans sögn kom um tíma
fólk úr Bessastaðahreppi eftir
að kirkjugarðurinn þar lokað-
ist fyrir nýjum gröfum og eins
var tímabundið vandamál í
Keflavík. „Það var áætlað að
garðurinn dygði til 2048 en nú
eru innan við þrjú ár eftir í
garðinum. Það sjáum við á
fjölda greftrana og hvernig
garðurinn hefur grafist undan-
farið.“
Jónatan segir að vandamálið
sé ekki nýtt af nálinni. „Það
hefur dregist von úr viti hjá
bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði
að gangast í þetta mál. Ég er
búinn að sitja hér í stjórn
kirkjugarðsins sem formaður
síðan 1997 og mitt fyrsta verk
var að óska eftir því að það yrði
hafist handa við að stækka
garðinn þá þegar en þeir hafa
dregið lappirnar. Það hefur
líka dregist hjá Vegagerðinni
að ganga frá sínum málum og
með því að færa Reykjanes-
brautina upp fyrir garðinn
hafa þeir tekið talsvert af því
landsvæði sem var búið að
taka frá fyrir garðinn til fram-
búðar. Þannig að mér finnst
bæði bæjaryfirvöld og landsyf-
irvöld horfa fram hjá því að
þetta er helgasti réttur hvers
manns sem er að ganga hinstu
gönguna.“
Hann segir að í raun megi
ekki neita fólki um legu í vígðri
mold en til standi að beina
þeim tilmælum til manna að
þeir líti á garðinn sem neyð-
arúrræði. „Þetta er alls ekki
það sem við óskum okkur en ef
fæst ekki undanþága þá lokast
garðurinn einfaldlega sjálf-
krafa innan þriggja ára.“
Stefnir í að kirkjugarðurinn lokist sjálfkrafa innan þriggja ára
Fólki finnst garðurinn
fallegur og aðlaðandi
Hafnarfjörður
BÆKUR og jólaljós eru án efa ein
helstu kennileiti þess tíma sem nú
fer í hönd og kristallast það ágæt-
lega í þessari mynd sem ljósmyndari
Morgunblaðsins tók á dögunum.
Enda eru þær ófáar bækurnar sem
verða lesnar um og eftir jólin þó að
fæstir þurfi vonandi að takast á við
stafla á borð við þann sem gnæfir
hér yfir menn og mýs í Eymundsson
í Austurstræti.
Morgunblaðið/Ásdís
Ljós og bækurMiðborg