Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 18
Sérstaðan felst
í staðsetningu
og fjölbreytni
R
AGNAR Atli Guð-
mundsson, stjórnar-
formaður Kringlunn-
ar, segir samdrátt í
verslun undanfarna
mánuði vera minni en fyrirfram
var talið að myndi verða.
„Fyrstu vikurnar eftir opnun
Smáralindar í haust var um 15%
minni umferð inn að Kringlu en á
sama tíma árið áður. Þetta hefur
gengið til baka og er nú um 7–8%
minni umferð miðað við síðasta
ár,“ segir Ragnar, en með því að
telja bíla sem koma inn á bílastæði
Kringlunnar er fjöldi gesta áætl-
aður. Það er mat Ragnars að
verslunin sé í takt við fjölda bíla á
stæðum Kringlunnar og því megi
segja að samdráttur í verslun hafi
verið um 7–8% í desember miðað
við sama tíma í fyrra.
Almennur samdráttur
og Smáralind
„Það eru aðallega tvær ástæður
fyrir þessum samdrætti nú. Ann-
ars vegar almennur samdráttur í
þjóðfélaginu og hins vegar aukið
framboð verslana með tilkomu
Smáralindarinnar. Ég get bent á
að fyrstu tíu mánuði ársins dróst
innflutningur á fatnaði saman um
10%. Á móti þessu kemur að
minna virðist vera um að fólk fari
til útlanda til að versla fyrir þessi
jól og versli því í auknum mæli hér
heima.“
Ragnar segir að forsvarsmenn
Kringlunnar hafi átt von á meiri
samdrætti í verslun en raunin hef-
ur orðið. „Við áttum von á að til-
koma Smáralindar og efnahags-
ástandið almennt myndi þýða
samdrátt upp á 25% í viðskiptum
Kringlunnar, en samdrátturinn
hefur orðið mun minni en við ótt-
uðumst.“
Ragnar segir að hljóðið í kaup-
mönnum Kringlunnar sé misjafnt
en flestir séu jákvæðir.
„Meira virðist vera að gera á
veitingastöðunum núna en á sama
tíma í fyrra. Sömuleiðis er aðsókn
í Ævintýralandið mikil og í raun
annar það ekki eftirspurn um
helgar, hún er svo gríðarleg.“
Ragnar segir stöðugleika ein-
Minni samdráttur hjá verslunum í Kringlunni en reiknað var með
Morgunblaðið/Kristinn
Ragnar Atli Guðmundsson, stjórnarformaður Kringlunnar,
segir samdrátt í verslun minni en gert hafði verið ráð fyrir.
18 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ