Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 22
SUÐURNES 22 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Höfundur byggir sö guna m.a. á dagbók um skipbrots mannann a og legg ur sig fra m um að seg ja ógleym anlega sög u og skap a einstæðar persónur. Þetta er fy rst og frem st glæs i leg t sköpu narverk höfunda r, sem lætur mann san narlega ek ki ósnortin n. Áhrifam ikil saga skipbrot smanna Örlygur Steinn Si gurjónsso n FÖSTUD AGUR 14 . DESEMB ER 2001MOR GUNB LAÐI Ð Í Ísherranum er það Vilhjálmur Stefánsson sem er skúrkurinn og er fátt tínt honum til varnar. Ef marka má bókina var hann athyglissjúkur og með mikilmennsku- brjálæði. Hann yfirgaf leiðangurinn fljótlega ásamt þeim sem hann þurfti á að halda en setti hina á guð og gaddinn. Feigðarför DVMÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 Guðmundur J. Guðmundsson Íslensk þýðing Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur. ÍSHERRANN Þessi kynngimagnaða mannraunasaga lætur engan ósnortinn. Hver urðu örlög mannanna sem fylgdu Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuði norður í Íshaf árið 1913 ? LAGT verður parket á gólf íþrótta- hússins við Sunnubraut í Keflavík á næsta ári og byggt við fimleikasalinn, samkvæmt tillögum að framkvæmda- áætlun um uppbyggingu íþrótta- mannvirkja í Reykjanesbæ. Aðal- knattspyrnuvöllur Keflavíkur verður tekinn upp ári síðar, innisundlaug byggð á árinu 2004 og eftir það tekið til við byggingu íþróttamiðstöðvar í Innri-Njarðvík og svokallaðrar tóm- stundakringlu. Auk þessa verður unnið að uppbyggingu skotsvæðis í Höfnum, uppbyggingu fyrir kylfinga á Hólmsvelli í Leiru og ýmsum fleiri verkefnum. Tómstunda- og íþróttaráð Reykja- nesbæjar hefur á undanförnum mán- uðum unnið að framkvæmdaáætlun um byggingu íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ. Nú liggja fyrir tillögur að áætlun til næstu sex ára, 2002 til 2007. Íþróttabandalag Reykjanes- bæjar, ÍRB, hefur lýst yfir ánægju með tillögurnar, segir að þær ein- kennist af framsýni og metnaði og muni bæta aðstöðu íþróttahreyfing- arinnar í bæjarfélaginu. Tillögurnar voru lagðar fyrir bæjarstjórn á fundi í gærkvöldi. 350 milljónir lagðar í íþróttamannvirki Framkvæmdaáætlunin er unnin að frumkvæði tómstunda- og íþróttaráðs en í kjölfar þess að Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag, mótaði stefnu sína um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Keflavík og afhenti bæjaryfirvöldum. Áætlun TÍR nær yfir allt bæjarfélag- ið. Að sögn Gunnars Oddssonar, for- manns ráðsins, og Stefáns Bjarkason- ar, íþrótta- og tómstundafulltrúa, hafa einstök félög og deildir áhuga á uppbyggingu á sínu sviði. Ekki er hægt að gera allt fyrir alla á sama tíma en þegar forystumenn deildanna sjá að mál þeirra eru komin á áætlun á ákveðnu ári er auðveldara fyrir þá að bíða. Þeir sjá þá hvenær röðin kemur að þeim. Áætlun TÍR er nokkuð bundin á næstu árum af ákvörðunum sem þeg- ar hafa verið teknar, svo sem með verksamningum við íþróttafélögin. Þá liggja fyrir ákveðnar áætlanir í fjár- hagsáætlun Reykjanesbæjar til þriggja ára og eru þær staðfestar í fjárhagsáætlun næsta árs sem nú er í vinnslu hjá bæjaryfirvöldum. Þá er við gerð áætlunarinnar höfð hliðsjón af framkvæmdum við íþróttamann- virki frá 1995. Samkvæmt yfirliti sem Stefán hefur tekið saman hefur Reykjanesbær lagt rúmar 350 millj- ónir kr. í framkvæmdir á þessu sviði á þeim sjö árum sem liðin eru frá sam- einingu sveitarfélaganna í Reykja- nesbæ. Er það fyrir utan byggingu Reykjaneshallarinnar sem byggð var sem einkaframkvæmd og bærinn á því ekki. Nýtt gólf og fimleikasalur Ef litið er á fyrirhugaðar fram- kvæmdir á næsta ári ber hæst tvær nýframkvæmdir. Annars vegar er lagning nýs gólfs á aðalsal íþrótta- hússins við Sunnubraut í Keflavík og hins vegar stækkun fimleikasalar íþróttahússins, svokallaðs B-salar. Áætlað er að hvor framkvæmd um sig kosti um 25 milljónir kr. Fimleikasal- urinn var keyptur af Keflavíkurfélag- inu á árinu 1989 og er verið að greiða hann með tveggja milljóna króna framlagi á ári fram til ársins 2006. Salurinn hefur verið notaður til íþróttakennslu og fimleika. Eftir að íþróttasalur kom við Heiðarskóla og Reykjaneshöllin var tekin í notkun skapaðist möguleiki á því að gera endurbætur á húsinu til að koma þar fyrir betri aðstöðu fyrir fimleikafólk, meðal annars gryfjum. Nú þarf fim- leikafólkið að fara til Hafnarfjarðar einu sinni í viku til að geta æft ákveðnar greinar. Viðbygging salar- ins hefur verið boðin út og fram- kvæmdir eru hafnar. Lýkur þeim á næsta ári. Jafnframt er gert ráð fyrir að keypt verði tæki í fimleikasalinn fyrir tæpar fjórar milljónir kr. Mikið hefur verið kvartað undan gólfi íþróttahússins við Sunnubraut. Körfuknattleiksmenn hafa orðið fyrir álagsmeiðslum sem þeir rekja til lé- legrar fjöðrunar. Á gólfinu er dúkur sem lagður er á steypta plötu og er ending hans á þrotum. Körfuknatt- leiksmenn leggja áherslu á að fá parket, Njarðvíkurgólf eins og þeir orða það. Parketið á gólfi íþróttahúss- ins í Njarðvík hefur reynst vel og fer miklu betur með bak og hné íþrótta- mannanna sem þar æfa og keppa. Lagning nýs parkets er fjárfrek framkvæmd því að brjóta þarf upp steingólfið til að koma parketinu fyr- ir. Á næsta ári verður samtals 10 milljónum varið til uppbyggingar íþróttavallanna á Iðavöllum í Keflavík og við Vallarbraut í Njarðvík. Er þetta lokagreiðsla samkvæmt verk- samningum sem Reykjanesbær gerði við íþróttafélögin fyrir nokkrum ár- um. Af minni framkvæmdum á næsta ári má nefna að gert er ráð fyrir byggingu hjólabrettapalls í Innri- Njarðvík, árlegri þátttöku í fram- kvæmdum í Bláfjöllum og að gerður verði samningur við Skotdeild Kefla- víkur um uppbyggingu á skotsvæðinu í Höfnum. Gert er ráð fyrir að varið verði hálfri milljón á ári til skotsvæð- isins í fjögur ár. Ótalin er þá uppbygging menning- ar- og upplýsingamiðstöðvar fyrir ungt fólk. Er þetta mikið áhugamál bæjaryfirvalda og hefur verið gert ráð fyrir ákveðnum áfanga í málinu á næsta ári. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar enda ekki búið að finna hentugt húsnæði. Stefán Bjarkason segir að fyrir liggi að færa meginhluta tómstundastarfs grunnskólanema inn í skólana en því er nú sinnt í fé- lagsmiðstöðinni Fjörheimum. Þörf er talin á því að koma upp aðstöðu til að koma til móts við eldri unglinga, á aldrinum 16-18 ára, með uppbygg- ingu menningar- og upplýsingamið- stöðvar. Þar væri nokkurs konar net- kaffi fyrir þennan aldurshóp, vinnuskólinn hefði aðstöðu og þar yrði einnig hægt að sinna því tóm- stundastarfi sem eftir yrði í fé- lagsmiðstöðinni. Þessi mál skýrast væntanlega frekar við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar fyrir næsta ár. Knattspyrnuvöllur og innisundlaug Í tillögu að framkvæmdaáætlun TÍR er gert ráð fyrir að á árinu 2003 verði samið við íþróttafélögin í Njarð- vík og Keflavík um uppbyggingu fé- lagsaðstöðu þeirra. Aðalframkvæmd- in á því ári verður þó við endurbætur á aðalknattspyrnuvelli Keflavíkur. Völlurinn var vígður árið 1968 og er brýn þörf orðin á að taka grasið upp. Áætlað er að það kosti hátt í 20 millj- ónir kr. Bygging innisundlaugar við sund- miðstöðina er helsta framkvæmdin á áætlun fyrir árið 2004. Sundlaugin hefur ekki verið hönnuð en að sögn Stefáns verða allir möguleikar skoð- aðir við undirbúning þessa verks. Á því ári er einnig gert ráð fyrir að sam- ið verði við Golfklúbb Suðurnesja um uppbyggingu á Hólmsvelli í Leiru og árlegu framlagi Reykjanesbæjar til þeirrar framkvæmdar. Á árinu 2005 er gert ráð fyrir að framkvæmdum við sundmiðstöðina ljúki með framkvæmdum í kjallara hennar. Þá verði jafnframt hafin hönnun á íþróttamiðstöð í Innri- Njarðvík, við nýjan skóla sem þar mun rísa, og við hönnun svokallaðrar tómstundakringlu. Íþróttamiðstöðin í Innri-Njarðvík á að rísa á árunum 2006 til 2007, samkvæmt þessum áætlunum. Hugmyndin með tóm- stundakringlu er að bærinn láti hanna hús sem ýmsir klúbbar og félög um svokallaðar jaðaríþróttir og fleira gætu byggt í áföngum fyrir starfsemi sína. Tekur Stefán fram að ekki sé ætlunin að Reykjanesbær byggi sjálf- ur tómstundakringluna heldur leggi til lóð og teikningar og jafnvel starfs- mann. Vel kæmi til greina að byggja húsið í einkaframkvæmd, með svip- uðu sniði og Reykjaneshöllina. Stuðningur ÍRB mikilvægur Stefán og Gunnar telja ekki að öll- um þörfum á þessu sviði í Reykja- nesbæ verði sinnt með þeim fram- kvæmdum sem áformaðar eru til ársins 2007. Stöðug þróun og breyt- ing sé í þessum málum, nýjar íþrótta- greinar verði vinsælar, og svo fram- vegis. Því þurfi að endurskoða framkvæmdaáætlunina á hverju ári. Gunnar segist bjartsýnn á að áætl- unin nái fram að ganga. Hann tekur sérstaklega fram að mikilvægt sé að Íþróttabandalag Reykjanesbæjar standi með tómstunda- og íþróttaráði í málinu. Við það hafi ræst draumur þeirra um að leggja fram tillögur sem almenn sátt væri um. Stefán segir að Reykjanesbær hafi varið miklum fjármunum til upp- byggingar íþróttamannvirkja. Ástæða þyki til þess að huga betur að nýtingu mannvirkjanna, svokölluðu innra starfi sem er á hendi íþrótta- félaganna. Fyrsta skrefið í því sé að aðstoða félögin við að greiða þjálfur- um barna og unglinga laun þar sem það auki gæði kennslunnar og létti fjárhagsbyrðar félaganna. Tillögur tómstunda- og íþróttaráðs um þetta efni eru til umfjöllunar hjá bæjaryf- irvöldum. Tómstunda- og íþróttaráð gerir tillögur að sex ára áætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja Íþróttabandalagið styður áætlunina Reykjanesbær Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stefán Bjarkason og Gunnar Oddsson eru bjartsýnir á að til- laga um áætlun um framkvæmd- ir á íþróttasviðinu í Reykja- nesbæ nái fram að ganga. HARÐUR árekstur varð á vegamótum Reykjanesbrautar og Stekka, við Njarðvíkurfitjar, í gærmorgun. Ökumaður ann- ars bílsins kenndi eymsla í brjósti og var fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Bílarnir óku báðir eftir Reykjanesbrautinni en í gagn- stæðar áttir. Virðist svo sem öðrum bílnum hafi verið ekið í veg fyrir hinn við vegamótin þar sem ekið er inn í Reykja- nesbæ með þeim afleiðingum að bílarnir skullu harkalega saman. Kenndi sér eymsla í brjósti Reykjanesbraut SAMFYLKINGARFÉLAG Grindavíkurlistans hefur kosið upp- stillingarnefnd til að gera tillögur að röðun á framboðslista fyrir kom- andi bæjarstjórnarkosningar í Grindavík. Tillögur uppstillingarnefndar verða lagðar fyrir félagsfund og býst Sigurður Ágústsson, formaður félagsins, við því að gengið verði frá listanum seinni hluta janúarmán- aðar. Fyrir liggur að Pálmi Ingólfsson, sem skipaði 2. sæti Grindavíkurlist- ans við síðustu kosningar, gefur ekki kost á sér áfram. Það gera hins vegar hinir bæjarfulltrúar flokksins, þeir Hörður Guðbrands- son, sem leiddi listann síðast, og Garðar Páll Vignisson. Stillt upp á Grindavík- urlistann Grindavík Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.