Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 26
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 26 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STARFSMENN Samkeppnisstofn- unar og lögreglu gerðu í gær húsleit á skrifstofum olíufélaganna þriggja, Olíufélagsins hf., Olíuverslunar Ís- lands hf. og Skeljungs hf., og lögðu undir sig skrifstofur lykilmanna þar. Starfsmenn Samkeppnisstofnunar voru á skrifstofunum þar til á fimmta tímanum í gær að sögn Georgs Ólafssonar, forstjóra Sam- keppnisstofnunar, við það að safna saman gögnum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að lagt hafi verið hald á töluvert af gögnum og tölvu- gögnum. Georg sagði aðgerðirnar hafa heppnast vel en stofnunin hafi ein- ungis verið að afla gagna en ekki að skoða þau. Gera megi ráð fyrir að skoðun þeirra muni taka nokkra mánuði þó þetta verði eitt af for- gangsverkefnum stofnunarinnar á næstunni. „Við gerðum þetta vegna ákveðinna vísbendinga um ólöglegt samráð olíufélagnna um verð, skipt- ingu markaðar og ef til vill eitthvað fleira,“ sagði Georg. „Við fórum í þessa húsleit á grundvelli heimildar í 40. grein samkeppnislaga en við fengum einnig dómsúrskurð Hér- aðsdóms Reykjavíkur, þar sem við höfum heimild til að skoða og þess vegna sækja gögn hjá fyrirtækjun- um.“ Ekki fullyrt að um brot sé að ræða Aðspurður um hvort undirbúning- ingur þessara aðgerða hafi staðið lengi yfir sagðist Georg ekki vilja fara út í það á þessu stigi að öðru leyti en því að Samkeppnisstofnun hafi undirbúið sig vel. Kveikjan að þessum aðgerðum hafi hins vegar verið fjölmargt sem upp hafi komið, auk þess sem stofnunin sjálf hafi skoðað þessi mál í gegnum tíðina. „Með þessum aðgerðum erum við hjá Samkeppnisstofnun ekki að segja að olíufélögin hafi brotið af sér. Þær eru hins vegar liður í því að ganga úr skugga um hvort svo hefur verið eða ekki út frá þeim vísbend- ingum sem við höfum fengið,“ sagði Georg. Alls fóru um 20 manns á vegum Samkeppnis- stofnunar í hvert félaganna þriggja og segir Georg að leitað hafi verið eftir aðstoð utan stofnunarinnar, enda sé hún tiltölulega fáliðuð. Hann segir að þetta sé langstærsta ein- staka aðgerð stofnunarinnar til þessa. Hörð gagnrýni að undanförnu Samkvæmt 40. grein samkeppn- islaga getur Samkeppnisstofnun við rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfsstað fyrirtækis og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum eða ákvörð- unum samkeppnisyfirvalda. Valgerður Sverrisdóttir, við- skiptaráðherra, fór fram á það við Samkeppnisstofnun í október 2000, að stofnunin færi yfir og rannsakaði forsendur olíufélaganna fyrir síð- ustu hækkun á bensíni og olíum sem þau höfðu þá ákveðið. Valgerður sagðist í samtali við Morgunblaðið 4. október 2000 hafa átt fund með for- stjóra Samkeppnisstofnunar í tilefni af síðustu verðhækkunum olíufélag- anna. Aðspurð sagði hún að hækk- anirnar hefðu komið sér á óvart. Innkaupsverð og álögur ríkisins skýrðu ekki nægjanlega vel útsölu- verðið, í samanburði við aðrar þjóðir. Því væri full ástæða til að líta á málin nánar. Íslensku olíufélögin hafa mátt sæta verulegri gagnrýni undanfarið og hafa samtök eins og Landssam- band íslenskra útvegsmanna og Samtök iðnaðarins m.a. krafist op- inberrar rannsóknar á verðlagningu félaganna. Þá hefur félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, sent Sam- keppnisstofnun útreikninga þar sem því er haldið fram að olíufélögin hafi að undanförnu verið að auka álagn- ingu sína umfram það sem eðlilegt geti talist, sér í lagi frá júnímánuði sl. Hefur ekki áhrif á daglegan rekstur Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins hf., segir að starfsmenn Samkeppnisstofnunar hafi ekki skýrt sér frá því að hverju rannsókn stofnunarinnar beindist, aðeins framvísað heimild til húsleitar. Hann segir aðgerðirnar ekki hafa áhrif á daglegan rekstur félagsins, á annan hátt en að þar sé nú nokkuð annarlegt andrúmsloft. „Vitanlega eru allir ósáttir við það þegar yf- irvöld telja ástæðu til að rannsaka starfsemi þeirra. Annars get ég ekki kvartað yfir þessum vinnubrögðum, þetta fólk kom prúðmannlega fram og er að vinna sína vinnu eins og ég vinn mína.“ Geir segir fjölmiðla hafa reynt allt frá árinu 1992 að gera verðlagningu á olíu tortryggilega vegna þess að ol- íufélögin bjóði alltaf sama verð. „Olía er einsleit vara sem tekur mið af heimsmarkaðsverði. Það er því eðlilegt að verð á henni leggist að lægsta verði. Við stönd- um frammi fyrir því að birta verð og meta síðan hvort við getum boðið lægra verð en einhver annar. Samkeppnisstofn- un hefur endurskoðað verðlagningu okkar reglulega frá því að hún var gefin frjáls árið 1992 og mér er til efs að nokkur önnur grein sé skoðuð jafn oft og reglulega og verðmyndun á olíu.“ Geir segir að verðkönnun á skipa- gasolíu hafi leitt í ljós að skráð verð á olíu hjá íslensku olíufélögunum sé það sama eða jafnvel lægra en til dæmis í Færeyjum og Noregi. Þann- ig sé skráð olíuverð í Noregi 10% hærra, jafnvel þó að olían sé fram- leidd þar í landi. „Við erum því skotnir á færi, vegna þess að borið er saman skráð verð á Íslandi og til- boðsverð til einstakra aðila í stór- kaupum erlendis. Við erum einnig með samninga við einstakar útgerðir þar sem olíuverð er lægra en skráð verð.“ Aðspurður um óeðlilega álagningu á bensíni, líkt og FÍB hefur sakað ol- íufélögin um, bendir Geir á að olíufé- lögin hafi verið ásökuð um einnar krónu hækkun á bensínlítra síðast- liðið haust. Það sé um 4% hækkun á innlendri verðmyndun í 9% verð- bólgu. „Við skilum uppgjörum á hálfs árs fresti og þar kemur glöggt í ljós hvort verið er að féfletta lands- menn með ótæpilegri álagningu. Arðsemi olíufélaganna hefur leikið frá 7% og upp í 10% eftir árferði. Markaðurinn hefur hinsvegar gert upp í 15% ávöxtunarkröfu á þessi fé- lög en þeim hefur ekki tekist það. Þrátt fyrir að við höfum lækkað dreifikostnað á olíu um hundruð milljóna kemur það ekki fram í betri afkomu félaganna og hlýtur því að koma fram í verðlaginu,“ segir Geir. Stórkarlalegar aðgerðir Benedikt Jóhannesson, stjórnar- formaður Skeljungs, segir að Skelj- ungur muni vinna með Samkeppn- isstofnun og útvega stofnuninni öll gögn sem beðið er um. Spurður hvort aðgerðirnar komi honum á óvart segir Benedikt: „Vegir Sam- keppnisstofnunar eru órannsakan- legir.“ „Maður spyr sig hvað Samkeppn- isstofnun hafi í huga og af hverju gripið er til svo stórkarlalegra að- gerða,“ segir Benedikt. Aðspurður segir hann rökin fyrir rannsókninni ekki liggja fyrir og hann telur óljóst hvað Samkeppnisstofnun er að rann- saka. „Ef verið er að spá í verð á bensíni er það ljóst öllum sem keyra á milli bensínstöðva og það þarf enga hús- rannsókn í það. Hvort verið að spá í einhver önnur samráðsatriði veit ég ekki. Ég á ekki von á að Samkeppn- isstofnun finni neitt sem hún hefði ekki getað fundið annaðhvort í ein- hverju sem liggur opinberlega fyrir eða með því að spyrja.“ Í yfirlýsingu frá Olíu verzlun Ís- lands í gær segir að miðað við þjóð- félagsumræðuna komi ekki á óvart að Samkeppnisstofnun óski eftir gögnum um verðmyndun á elds- neyti. Það komi hins vegar mjög á óvart að gripið sé til svo harkalegra aðgerða, enda hafi félagið ávallt veitt umbeðnar upplýsingar þegar eftir því hafi verið leitað. Þá er tekið fram að Samkeppnisstofnun hafi aldrei gert athugasemd við framlögð gögn og skýr- ingar félagsins. Samkeppnisstofnun gerði samskonar húsleit með aðstoð lögreglu sam- tímis hjá þremur fyrir- tækjum sem annast dreifingu á grænmeti og ávöxtum í september árið 1999 og beindist rannsóknin þá að ólöglegu verðsamráði. Gerð var húsleit hjá fjórða fyrirtækinu nokkr- um dögum síðar. Samkeppnisstofn- un komst að þeirri niðurstöðu í úr- skurði sínum síðastliðið vor, eða 19 mánuðum eftir að húsleitin var gerð, að samráð milli fyrirtækjanna á ávaxta- og grænmetismarkaði hafi orsakað hækkun á verði vörunnar í skjóli samráðsins. Ákvað Sam- keppnisráð að beita fyrirtækin háum fjársektum, samtals 105 milljónum króna. Tölvukerfi Hans Petersen óvirkt í stutta stund Tölvukerfi Hans Petersen, dóttur- fyrirtækis Skeljungs hf., varð óvirkt um leið og tölvukerfi Skeljungs var gert óvirkt, þegar starfsmenn Sam- keppnisstofnunar og lögreglan gerðu húsleit á skrifstofum fyrir- tækisins í gærmorgun, en Hans Pet- ersen kaupir tölvuþjónustu af Skelj- ungi. Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hans Petersen, sagði í samtali við Morgunblaðið gær að um mistök hafi verið að ræða og þau hafi verið leiðrétt fljótt. Slökkt var að óþörfu á netþjóni hjá Skeljungi, sem tölvukerfi Hans Pet- ersen er tengt við. Þetta kom að sögn Karls ekki að sök. Sérkennileg verðmyndun á olíu Á aðalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna fyrir skömmu var samþykkt, að ósk Útvegsbænda- félags Vestmannaeyja, að fara fram á opinbera rannsókn á verðlagningu skipagasolíu til fiskiskipa. Kristján Ragnarsson, forstjóri LÍÚ, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki vita á hvaða forsendum Samkeppn- isstofnun hafi gripið til aðgerða gagnvart olíufélögunum. Hinsvegar hafi LÍÚ talið að verðmyndun á olíu á Íslandi væri mjög sérkennileg og hafi vantrú á því að verðmyndunin væri ekki án samráðs. „Við vitum að olíufélögin kaupa inn olíu frá mis- munandi aðilum, á mismunandi tíma og þar með á mismunandi gengi. En allt birtist þetta í einu og sama verð- inu hér á landi og það finnst okkur einkennilegt. Við vitum að í vaxandi mæli hafa verið gerðir samningar við útgerðarfélög, einkum þau stærri, þar sem verð á olíu er tengt Rotterdam-markaðnum, þannig að breytingar á verði, bæði til hækk- unar og lækkunar, komi fyrr til en gerist í hinu svokallaða listaverði. Þar kemur því fram réttlátara verð en hinsvegar á aðeins hluti útgerðarinnar kost á slíkum samningum. Við fögnum því að þessi mál séu rannsökuð, enda höfum við farið fram á slíkt. Ég vil hins- vegar ekki leggja neinn dóm á að- gerðir Samkeppnisstofnunar til að ná þessu fram,“ sagði Kristján. Eðlileg rannsókn Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir að í fyrri úttektum Samkeppnisstofnunar hafi komið fram að fákeppni ríki á íslenskum ol- íumarkaði. Þar með hljóti eftirlits- hlutverk stjórnvalda að vera meira en ella. „Bensín er til að mynda há- skattavara, ríkið leggur 60% skatt á hvern lítra, og því er mun meiri ástæða til að hafa eftirlit með verð- lagningunni því að verðvitund al- mennings skerðist vegna þessara of- urskatta. Í ljósi þeirra samkeppnislaga sem hér ríkja þá á þessi aðgerð Samkeppnisstofnunar ekki að koma á óvart. Það er eðlilegt að þessi mál séu skoðuð en hinsveg- ar veit ég ekki nákvæmlega hvað samkeppnisyfirvöld eru nákvæm- lega að skoða þarna ,“ segir Run- ólfur. Um 60 starfsmenn Samkeppnisstofnunar gerðu húsleit í höfuðstöðvum olíufélaganna í gær Lögðu hald á mikið af gögnum Morgunblaðið/Ásdís Starfsmaður Samkeppnisstofnunar kemur með tóma pappakassa í höfuðstöðvar Olíuverzlunar Íslands, Olís, í gær. Morgunblaðið/Sverrir Starfsmaður Skeljungs aðstoðar starfsfólk Samkeppnisstofnunar við öflun gagnanna í gær. Morgunblaðið/Júlíus Starfsmaður Samkeppnisstofnunar leggur hald á tölvugögn á skrifstofu Olíufélagsins við Suðurlandsbraut. Vísbendingar um ólöglegt samráð olíu- félaganna Stærsta aðgerð Sam- keppnisstofn- unar til þessa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.