Morgunblaðið - 19.12.2001, Síða 27
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 27
www.sminor.is/
tolvubun.htm
Það er óþarfi að leita langt yfir skammt. Hjá okkur
í Nóatúninu færðu tölvuna sem þig vantar enda
eru tölvurnar frá Fujitsu Siemens þekktar fyrir
gæði og áreiðanleika. Þær eru hraðvirkar, búnar
nýjustu tækni og hönnunin er stórglæsileg.
Tölvur
Nánar á Netinu!
Vertu tengd(ur) með tölvu
frá Smith & Norland!
OD
DI
HF
G8
27
8
COMPUTERS
MENS Mentis hf. og Verðbréfa-
þing Íslands hf. hafa undirritað
samninga um samstarf vegna
áframhaldandi þróunar og rekstrar
á Þingbrunni VÞÍ. Samtímis voru
undirritaðir viðhalds- og þróunar-
samningar vegna fréttakerfis þings-
ins og gengið frá sölu- og notk-
unarleyfissamningi á Profile-
fyrirtækjaupplýsingakerfinu frá
Mens Mentis sem VÞÍ notar við
skráningu og útgáfu á gögnum í
Þingbrunni.
Samstarf fyrirtækjanna hefur
staðið um nokkurt skeið og hefur
m.a. leitt af sér Þingbrunnsþjón-
ustu VÞÍ, sem er gagnagrunnur
með upplýsingum um fyrirtæki
skráð á Verðbréfaþing. Þingbrunn-
ur eykur skilvirkni á markaðnum
og sparar þingaðilum umtalsverðan
tíma þar sem skráning grunnupp-
lýsinga fer nú fram hjá einum aðila
og þingaðilar kaupa áskriftarað-
gang að þeim. Upplýsingar úr árs-
reikningum og milliuppgjörum
skráðra fyrirtækja eru því nú að-
gengilegar þingaðilum, á greinan-
legu formi, innan 30 mínútna frá
því að þær berast til VÞÍ. Þá hefur
Mens Mentis þróað greiningartólið
Glóru sem er samheiti yfir verkfæri
til greiningar og upplýsingagjafar
af verðbréfamarkaði. Með Glóru
geta starfsmenn fjármálafyrirtækja
unnið upplýsingar úr Þingbrunni og
Saxess, sem er viðskiptakerfi þings-
ins.
Fyrr á árinu þróaði Mens Mentis
einnig nýtt fréttakerfi fyrir VÞÍ
sem tekið var í notkun síðastliðið
haust. Hægt er að nálgast fréttir úr
kerfinu á slóðinni news.icex.is.
Rekstur upplýsingakerfa
sífellt mikilvægari þáttur
Að sögn forsvarsmanna Verð-
bréfaþings Íslands er rekstur upp-
lýsingakerfa sífellt mikilvægari
þáttur í starfsemi þingsins og því
afar mikilvægt að koma rekstri
þeirra og áframhaldandi þróun í
öruggar hendur.
Forráðamenn Mens Mentis segja
undirritun samninganna afar
ánægjulega fyrir fyrirtækið enda
hafi það átt gott og mikið samstarf
við VÞÍ síðastliðin tvö ár. Mens
Mentis hefur frá stofnun einbeitt
sér að þróun hugbúnaðarlausna fyr-
ir fjármálamarkað og því er mik-
ilvægt fyrir fyrirtækið að eiga góð
og örugg viðskipti við lykilaðila á
þeim vettvangi.
Mens Mentis og Verðbréfaþing Íslands
Samstarf um þróun og
rekstur upplýsingakerfa
Gísli Heimisson, framkvæmdastjóri Mens Mentis, og Finnur Sveinbjörns-
son, framkvæmdastjóri VÞÍ, handsala samning Mens Mentis og VÞÍ.