Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 29
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 29
MAÐURINN sem sjá má ræða við
Osama bin Laden á myndbandinu
sem bandaríska varnarmálaráðu-
neytið sýndi í síðustu viku er ekki
klerkur, eins og talið var, heldur
fyrrverandi skæruliði úr stríðinu
gegn Sovétmönnum í Afganistan og
aldavinur bin Ladens, að því er sádi-
arabískir embættismenn greindu
frá.
Bandarískir og sádi-arabískir
embættismenn höfðu upphaflega
sagt að maðurinn, sem á myndband-
inu ræðir vinsamlega við bin Laden
um hryðjuverkin í Bandaríkjunum
11. september, væri Suleman al-
Ghamdi, yfirmaður lítillar mosku
sem eitt sinn var fangelsaður af sádi-
arabískum yfirvöldum fyrir róttæk-
ar skoðanir.
En sádi-arabísk yfirvöld segja nú,
að maðurinn sé í raun Khaled al-
Harbi, sem kynntist bin Laden í
stríðinu gegn hernámi Sovétmanna í
Afganistan á níunda áratugnum og
barðist síðar við hlið múslima í Bosn-
íu og Tsjetsjníu. Talið er að um
15.000 Sádi-Arabar hafi fylgt hvatn-
ingu sádi-arabískra stjórnvalda og
haldið til Afganistans til að berjast
gegn Sovétmönnum.
Sádi-arabískir embættismenn
segja að það veki engar sérstakar
grunsemdir um sádi-arabísk tengsl
við bin Laden þótt Harbi hafi verið
með honum á myndbandinu. Bin
Laden er Sádi-Arabi að uppruna, en
var sviptur ríkisborgararétti 1994
vegna tilrauna til að skipuleggja
andspyrnu gegn valdhöfum.
Harbi, sem missti báða fætur í
bardaga, hélt til Afganistans tíu dög-
um eftir hryðjuverkin í Bandaríkj-
unum. Sagði sádi-arabískur embætt-
ismaður að Harbi hefði viljað sýna
stuðning við hið heilaga stríð. Lík-
lega hafi hann vonast til að geta veitt
bin Laden „andlegan styrk“, og ef til
vill hafi hann séð fyrir að til bardaga
myndi koma við Bandaríkjamenn og
vildi láta lífið í þeirri baráttu, sagði
embættismaðurinn.
Enn óljóst hver var á myndbandinu með bin Laden
Talinn vera sádi-
arabískur skæruliði
AP
Osama bin Laden og Sádi-Arabinn ræðast við á myndbandinu umtalaða.
Kaíró. The Washington Post.
LEIÐTOGAR bráðabirgðastjórn-
arinnar í Afganistan eru reiðubúnir
að samþykkja komu 5.000 manna al-
þjóðlegs friðargæsluliðs til lands-
ins, að því er haft var eftir afg-
önskum embættismönnum í gær.
Er það mun fjölmennara lið en þeir
höfðu áður ljáð máls á.
AFP-fréttastofan hafði þessar
fregnir eftir starfsmönnum í afg-
anska varnarmálaráðuneytinu í
gær. Sögðu heimildamenn innan
ráðuneytisins að formlegir samn-
ingar hefðu enn ekki náðst um til-
högun friðargæslunnar, en að það
gæti gerst á allra næstu dögum.
Norðurbandalagið, sem hefur
mest ítök í bráðabirgðastjórninni
sem tekur við völdum í Afganistan
22. desember n.k., hefur krafist
þess að ef alþjóðlegt friðargæslulið
komi til landsins verði það fámennt
og valdsvið þess takmarkað. Varn-
armálaráðherrann, Mohammad Fa-
him, sagði til að mynda í síðustu
viku að hann sæi einungis fyrir sér
að um 1.000 gæsluliðar yrðu sendir
á vettvang til að tryggja öryggi
nýju stjórnarinnar í Kabúl.
Síðustu daga hafa hins vegar far-
ið fram strangar viðræður milli full-
trúa bráðabirgðastjórnarinnar og
vestrænna sendimanna undir for-
ystu breska herforingjans John
McColl. Þess er vænst að McColl
muni fara fyrir friðargæsluliðinu,
en hann ræddi meðal annars við Fa-
him og fleiri leiðtoga bráðabirgða-
stjórnarinnar um helgina og var
viðstaddur fund Fahims og Donalds
Rumsfelds, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, í herstöðinni í
Bagram í Afganistan á sunnudag.
Ágreiningsefnin varða
staðsetningu og valdsvið
AFP hafði eftir Barna Salihi,
embættismanni í afganska varnar-
málaráðneytinu sem einnig var við-
staddur viðræðurnar á sunnudag,
að leiðtogar bráðabirgðastjórnar-
innar hefðu fallist á að 5.000 frið-
argæsluliðar yrðu sendir til Afgan-
istans. Þá hafði fréttastofan eftir
öðrum afgönskum embættismanni,
Dr. Gulbuddin, að ekki væri lengur
deilt um stærð friðargæsluliðsins,
heldur hvar það hefði bækistöðvar
og hvert valdsvið þess yrði. Meðal
annars þyrfti að ná samkomulagi
um hvort erlendir gæsluliðar yrðu
að störfum í höfuðborginni Kabúl
og hvort þeir hefðu umboð til að
beita valdi.
Búist er við að öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna samþykki ályktun
síðar í vikunni, þar sem greitt yrði
fyrir því að senda friðargæslulið til
Afganistans. Sextán þjóðir hafa
boðist til að senda friðargæsluliða:
Ástralar, Bandaríkjamenn, Bretar,
Frakkar, Grikkir, Hollendingar,
Ítalir, Jórdanar, Kanadamenn, Mal-
asíubúar, Norðmenn, Ný-Sjálend-
ingar, Spánverjar, Tékkar, Tyrkir
og Þjóðverjar.
Varnarmálaráðherra Bretlands,
Geoff Hoon, sagði í gær að fyrstu
bresku friðargæsluliðarnir gætu
verið komnir til Afganistans á laug-
ardag, þegar bráðabirgðastjórnin
tekur við völdum.
Viðræður um tilhögun friðargæslu
Afganar sagðir
samþykkja
5.000 manna lið
Brussel, Kabúl. AFP, AP.
Reuters
Afganskur andstæðingur talibana á flugvellinum í Kandahar, sem Bandaríkjamenn nýta nú.
ÞÓTT fall Kabúl og Kandahar hafi
verið áhrifamikið kann lokaáfangi
hernaðaraðgerðanna í Afganistan að
hafa meiri þýðingu fyrir framtíð
landsins, grannríkin og Bandaríkin.
Lokaáfangi stríðsins snýst ekki
aðeins um örlög hryðjuverkaforingj-
ans Osama bin Ladens. Möguleikinn
á að alvarleg vandamál komi upp eft-
ir að stríðinu lýkur blasir nú þegar
við þar sem vopnaðir hópar talibana
hafa komist undan frá Kandahar og
dvelja nú í þorpum í suðurhluta
landsins. Fregnir herma einnig að
liðsmenn al-Qaeda hafi flúið yfir
landamærin til Pakistans.
„Stríðið er rétt að byrja“
Pólitísk vandamál vofa einnig yfir.
Leiðtogar hinna ýmsu þjóðarbrota
og ættbálka eru þegar farnir að
kvarta yfir því að þeir hafi ekki nógu
mikil áhrif í bráðabirgðastjórninni
sem á að taka við völdum á laugar-
daginn kemur.
„Við getum ekki slökkt ljósin, lok-
að dyrunum og farið heim eftir að
síðasti talibaninn hefur verið hrak-
inn á brott og Osama bin Laden
fundist,“ sagði Judith Yaphe, við
National Defense University í Wash-
ington. „Hvað Afganistan varðar er
stríðið rétt að byrja.“
„Lokataflið skiptir sköpum ef
menn vilja koma í veg fyrir að sagan
endurtaki sig,“ bætti Yaphe við og
skírskotaði til skálmaldarinnar og
stjórnleysisins sem ríkti í landinu
vegna valdabaráttu afganskra
stríðsherra eftir brottför sovéska
innrásarhersins 1989. Hún sagði að
slíkt ástand gæti orðið til þess að
Afganistan yrði aftur griðastaður
hryðjuverkamanna.
„Ekki nóg að vinna stríðið“
Lokaáfangar annarra hernaðarað-
gerða Bandaríkjamanna í þessum
heimshluta hafa leitt til vandamála
sem eru enn óleyst. Áform stjórnar
George Bush eldri um að koma
Saddam Hussein frá völdum eftir
stríðið í Írak 1991 fóru út um þúfur
þegar hún hvatti til uppreisnar með-
al Kúrda í norðurhluta landsins og
shíta í suðurhlutanum. Samkvæmt
vopnahléssamkomulaginu við stjórn-
völd í Bagdad fengu þau að halda
herflugvélum sem var síðan beitt til
að bæla uppreisnina niður. Og nú, tíu
árum síðar, er Saddam Hussein enn
við völd í Írak.
Í Líbanon fór lokaáfangi friðar-
gæslu bandarískra hermanna út um
þúfur árið 1983 þegar þeim var fyr-
irskipað að gera árás á hersveitir
múslíma og styðja hersveitir krist-
inna hægrimanna. Þetta varð til þess
að bandarísku hermennirnir urðu
fyrir æ fleiri árásum og svo fór að
lokum að þeir fengu fyrirmæli um að
fara frá Líbanon. Borgarastríðið
geisaði í sjö ár til viðbótar.
„Við komumst að því í Írak að það
er ekki nóg að vinna stríðið,“ sagði
Kenneth Pollack, fyrrverandi starfs-
maður Þjóðaröryggisráðs Banda-
ríkjanna. „Við getum glutrað niður
mörgu af því sem áunnist hefur í
hryðjuverkunum ef aðstæðurnar eru
ekki réttar þegar við köllum her-
sveitirnar heim.“
Meðal annars er óttast að taliban-
ar safnist saman í fjöllunum og hefji
skæruhernað gegn bráðabirgða-
stjórninni, sem kann einnig að falla
vegna valdabaráttu þjóðarbrotanna.
Mikið í veði
í lokaáfanga
Washington. Los Angeles Times.