Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 35

Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 35 GEÐRÆKT, samstarfs-verkefni Landlæknis-embættisins, geðsviðsLandspítala – Háskóla- sjúkrahúss, Heislugæslunnar í Reykjavík og Geðhjálpar sem miðar að því að efla geðheilsu landsmanna og koma í veg fyrir geðraskanir með fræðslu og forvarnir að leiðarljósi, hefur nú verið starfrækt í rúmt ár og hefur mikið áunnist á þeim tíma. Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum 10. október 2001 en und- irbúning þess má rekja allt til sum- armánaða 1999. Héðinn Unnsteinsson, verkefnis- stjóri Geðræktar, segir ljóst að verk- efnið hafi áorkað miklu á einu ári þrátt fyrir takmarkað fjármagn. „Að mínu mati höfum við með hjálp kostunaraðila vakið fólk til vit- undar um hvernig hægt sé að hafa áhrif á eigin líðan, hafa áhrif á or- sakaþætti geðheilsu og umfram allt að hafa stjórn á eigin lífi,“ segir Héð- inn og kveður það undrunarefni er- lendra aðila sem vinni að sömu mál- um hvernig farið sé að því hér á landi að halda uppi verkefni sem Geðrækt með 45% ríkisframlagi en afgangi frá styrktaraðilum. Héðinn segir hugmyndina að Geð- rækt eiga rætur að rekja til ráð- stefnu sem haldin var í Ottawa í Kandada árið 1986. „Þar var fjallað um hvernig hægt væri að beita for- vörnum með það að leiðarljósi að styrkja og bæta það sem heilt væri fyrir og draga þar með úr hættu á að það raskaðist. Þetta er sá hluti heil- brigðiskerfisins sem á mest skylt við heilbrigði. Þetta er vinna með for- varnir og heilsueflingu, tvo þætti af fimm í heilbrigðiskerfinu, en hinir eru skoðun, meðferð og endurhæf- ing,“ segir Héðinn. Á því rúma ári sem verkefnið hef- ur verið starfrækt hefur það að sögn Héðins þróast og tekið á sig fastmót- aðri mynd. „Markaðssetning Geð- ræktarinnar hefur í heildina séð gengið vel. Við erum markvisst að koma hugmyndafræði Geðræktar til skila, gera fólki grein fyrir áhrifa- þáttum geðheilsu og hvernig best sé að vinna með þá þannig að geðheils- an sé í jafnvægi. Þjóðin hefur tekið þeim viðburðum, efni, rannsóknum og fræðslu sem við höfum staðið fyr- ir mjög vel.“ Áætluð fjárþörf verkefnisins er 15 milljónir króna á ári og er það fjár- magnað að mestu með fjárframlög- um frá einkafyrirtækjum. Ríkið leggur verkefninu til 5,7 milljónir á ári, Íslensk erfðagreining, Lands- banki Íslands, Eimskipafélag Ís- lands, Háskóli Íslands, Delta hf. og Skeljungur hf. leggja svo fram ákveðnar upphæðir hvert fyrirtæki og nema framlögin því 12,2 milljón- um á ári. Verkefni Geðræktar á liðnu starfsári voru margvísleg en áttu það sameiginlegt að takast vel og hljóta athygli í samfélaginu. „Mynd- listasýning þriggja ungra lista- manna undir heitinu Geðveik list í Hinu húsinu vakti athygli og var vel sótt en 200 manns mættu á opnun sýningarinnar. Geðveikir dagar í HÍ, gengu líka vel en það var fjögurra daga ráðstefna um geðraskanir, geð- heilsu og geðrækt. Á árinu þýddum við einnig og staðfærðum fræðslu- og geðræktarkennsluefni fyrir leik- skóla og grunnskóla og hefur 18 þús- und eintökum nú verið dreift í flesta leik- og grunnskóla landsins. Kennsluefnið er mjög vandað og er- um við mjög stolt af útgáfu þess en töluverð vinna fór bæði í að mark- aðssetja efnið og dreifa því,“ segir Héðinn. Hann bendir auk þess á að 48 fyrirlestrar um geðrækt hafi ver- ið fluttir í framhaldsskólunum síð- asta kennsluvetur. „Einnig ber að geta geðheilbrigðisviku barna sem haldin var í nóvember í fyrra og hófst með stórri ráðstefnu barna- geðlæknafélags Íslands og svo tók við fyrirlestrahald í Iðnó um málefn- ið næstu fimm daga. Fyrirlestrarnir voru vel sóttir enda um afar fróðlegt efni að ræða. Í ár hafa einnig verið haldnir allnokkrir kynningarfundir innan geðgeirans og eftirspurn eftir þeim verið töluverð. Sem og hafa tveir fræðslufundir verið haldnir fyrir almenning. Þetta voru kynn- ingarfundir á rannsóknum ÍE á geð- sjúkdómum og rannsókn Tinnu Traustadóttur á þunglyndi meðal ungmenna.“ Lýðheilsumiðstöð framtíðarsýn Athyglisverð viðbót í Geðræktar- verkefninu er upplýsinga- og fræðsluvefur um geðheilbrigði og geðraskanir, www.ged.is, sem var opnaður 10. október í fyrra. „Það hefur farið töluverð vinna í að upp- færa vefinn, halda honum við og svara fyrirspurnum notenda. Fyrsta mánuðinn fékk vefurinn um það bil 300 heimsóknir á sólarhring og hef- ur aðsóknin haldist góð og hefur vef- urinn fengið um 30 þúsund heim- sóknir.. Á vefnum er að finna allt um verkefnið, upplýsingar um geðsjúk- dóma og geðheilsu auk sjálfsprófana sem hafa reynst mjög vinsælar. Í dag verður einmitt opnað á síðunni streitupróf en aðventan og jólahátíð- in reynist mörgum mikill streitu- valdur og því viljum við stuðla að sem almennastri vitundarvakningu um streitu og áhrif hennar.“ Framkvæmdaáætlun Geðræktar fyrir árið 2002 er líkt og verkefna- listi ársins sem nú er að líða metn- aðarfull og yfirgripsmikil. „Á næsta ári verður unnið út frá þeim þáttum sem hafa áhrif á heilsu. Þar á ég við þætti eins og fordóma, einsemd, of- beldi, félagslega ein- angrun og slíkt. Þetta eru allt áhrifaþættir heilsu og um þá snúast forvarnir og heilsuefling eins og Geðrækt. Í árs- byrjun verður áhersla lögð á að rækta og styrkja þá þætti í lífi barna sem hafa áhrif á heilsu þeirra með fræðslu- og forvarnastarfi í skólum. Haldið verður áfram með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum auk fyrirtækja, bæjarfélaga og stofnana með því markmiði að draga úr for- dómum og auka þekkingu á geð- heilsu og áhrifaþáttum hennar. Einnig stendur til að endurútgefa og endurnýja bæklinga um geðraskanir og nýr bæklingur um geðheilsu gef- inn út að auki. Á árinu er einnig skipulögð alþjóðleg ráðstefna um geðheilbrigði þar sem erlendir sem innlendir fyrirlesarar verða með er- indi. Tilgangur þessa er að vekja at- hygli á Íslandi og geðræktarstarf- semi hér á landi. Einnig eru á verkefnaskránni áhugaverðir tón- leikar Sinfóníuhljómsveitarinnar undir yfirskriftinni „Geðveik tónlist“ en þar verður leikin tónlist eftir þekkt tónskáld sem hafa glímt við geðraskanir. Á vormánuðum er vilji fyrir því að fara í samstarf við Félag eldri borgara um átaksverkefni um geðheilsu eldri landsmanna en því verkefni verður beint að fólki 60 ára og eldra um þá umhverfisþætti sem hafa áhrif á líðan þess. Þá stendur einnig til að standa fyrir þemamán- uði gegn fordómum í öllum myndum en það verður vonandi stórt sam- starfsverkefni Geðræktar, Alþjóða- húss, Kirkjunnar, Hins hússins, Fé- lags nýbúa, jafnréttisnefndar og stúdentaráð Háskóla Íslands og Samtakanna 78 svo nokkrir séu nefndir,“ segir Héðinn og bætir við að þetta séu aðeins nokkur þeirra fjölmörgu verkefna sem Geðrækt mun vinna að á næsta ári. „Fram- kvæmdaskráin er mjög yfirgrips- mikil en aðalatriðið er að koma svona verkefnum og aðgerðum inn í þannig form að það veki athygli al- mennings og nálgist fólk á þess eigin forsendum. Verkefnið um Geðrækt snýst fyrst og fremst um geðheilsu og andlega líðan því hún kemur okk- ur öllum við. Við eigum öll að reyna að einbeita okkur að því hvað góð geðheilsa er og hvernig við getum haldið henni í góðu lagi. Ég held að á þessu ári hafi áunnist töluverð vit- undarvakning gegn fordómum í garð geðsjúkra án þess að það hafi verið unnið markmisst á þeim vett- vangi. Við vorum að byggja upp geð- heilsu en með því brutum við óafvit- andi niður fordóma.“ Spurður hvaða framtíðarsýn hann hafi á geðræktarmál á Íslandi segist Héðinn vilja sjá setta á laggirnar sérstaka lýðheilsumiðstöð þar sem myndu starfa saman starfshópar um tóbaks- varnir, áfengis- og vímu- varnir, geðrækt, sjálfs- vígsvarnir og aðrir þeir sem starfa að forvarnar- málum. „Kerfi af þessu tagi er starf- rækt víða í sýslum Bretlands með góðum árangri. Hér á landi mætti nota það dreifikerfi sem eru heilsu- gæslustöðvarnar um allt landið. Ég vona því að innan fárra árra verði unnið að geðræktarmálum í sjálf- stæðri deild innan kröftugrar lýð- heilsumiðstöðvar sem yrði rekin af sveitarfélögum og ríkinu,“ sagði Héðinn Unnsteinsson. Áhrifaþættir geð- heilsu brýnustu verkefni næsta árs Morgunblaðið/Kristinn Héðinn Unnsteinsson, verkefnisstjóri Geðræktar, segir að forvarnir og heilsuefling þurfi að vera mikilvægur hluti heilbrigðiskerfisins. Unnið gegn fordómum, ein- semd, ofbeldi og félagslegri einangrun með Geðrækt Verkefnin á liðnu starfsári tókust vel da héraðs- ari næstu annað hér in er ekki amleiðslu. upp öflug, ekkingar- r tímans amálaráð- hafa verið erfitt væri daglegur ja hversu ði þróast. hafa tek- og góðan mið þannig við tímann þau sjón- u á oddinn la. „Skóli formerkj- og standa hans eru m og þeim hans eins ssjóðs við ð hér náist sé góður Björn Bjarnason sagði að þegar skoðaðar væru óskir háskóla lands- ins vegna viðræðna um endurskoð- un á samningum sínum með hliðsjón af fjölda nemenda virtist nemenda- fjöldi þeirra vera að margfaldast á skömmum tíma. Kvaðst hann ekki vita hvort það væru raunhæfar tölur eða hvort þær sýndu betur þá sam- keppni sem orðin væri milli háskól- anna og þá viðleitni þeirra að bjóða uppá nám sem laði til sín nemendur. Sagði hann háskólana nú nálgast nemendur með allt öðrum hætti en verið hefði, þeir væru mun næmari en áður fyrir því sem væri að gerast á mark- aðnum og byðu nemend- um sem bestar aðstæður á allan hátt. Sagði hann Viðskiptaháskólann á Bifröst vera að blanda sér í þessa samkeppni með nýrri byggingu og óskaði honum til hamingju með áfangann. Byggðastofnun inná nýtt svið Kristinn Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, sagði það hlutverk hennar að efla atvinnu- líf og byggð á landsbyggðinni. Hún hefði einkum sinnt verkefnum á sviði atvinnumála. Sagði hann stuðning Byggðastofnunar við Bif- röst óvenjulegan að því leyti að þar væri ekki horft fyrst og fremst á at- vinnumál heldur væri horft á þann þátt að efla byggð. Væri stofnunin því að fara inn á svið sem hún hefði ekki sinnt áður, að sinna uppbygg- ingu á sviði menntamála. Hann sagði það hafa komið í ljós í athug- unum að þeir sem stunduðu nám á landsbyggðinni væru líklegri en aðr- ir til að setjast þar að áfram. Sagði hann fyllilega réttlætanlegt að taka upp þessa nýjung í starfi stofnunar- innar, að veita ábyrgð til að efla menntastofnun. „Ég er viss um að þessi nýjung mun opna svið fyrir fólk á lands- byggðinni sem enn hefur ekki áttað sig á að væri opið. Ég er líka viss um að stjórn stofnunarinnar, nú og síð- ar, mun fá mörg erindi tengd upp- byggingu í menntamálum eða jafn- vel á öðrum sviðum, eins og heilbrigðismálum,“ sagði Kristinn. Nýjar íbúðir teknar í notkun Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðarlánasjóðs, greindi frá lánveitingum stofnunar- innar til íbúðarbygginga á Bifröst. Með lánveitingum næsta árs hafa alls verið lánaðar 500 milljónir króna til byggingar 52 íbúða. Afhenti hann Huldu Eggertsdóttur nemanda og fjölskyldu hennar lykil að nýrri íbúð þeirra er teknar voru formlega í notkun 20 nýjar íbúðir í nemendagörðum skólans. Einnig fluttu ávörp þeir Jón Sig- urðsson, fyrrverandi rektor skólans, og Stefán Kalmannsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, sem sagði að fljót- lega á næsta ári yrði tekin ákvörðun um hvernig aukið yrði við leikskóla- rými á Bifröst. nýju skólahúsi Viðskiptaháskólans á Bifröst Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Bjarnason menntamálaráðherra tók léttilega fyrstu skóflustunguna með öflugri beltagröfu. Hafði hann sér til fulltingis Óskar Finnsson gröfustjóra.e Christer. bygginguna eiga að hefjast af fullum krafti í dag. Sólfell annast fyrsta verkþáttinn, að vera lokið 1. febrúar á næsta ári. Verður á næstunni samið um framhald verksins. ktor Viðskiptaháskólans, ávarpaði gesti í gær. joto@mbl.is Lánaðar verða 500 milljónir króna til íbúða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.