Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 42
UMRÆÐAN 42 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR nokkru gætti ég hagsmuna fyr- irtækis, sem keypti hugbúnað frá EJS til að nota í veitingahúsi sínu. Þessi hugbúnaður hef- ur reynst stórgallaður og hefur valdið veit- ingafyrirtækinu tjóni og ómældu amstri. Ég var um skeið formaður rannsóknarnefndar sjóslysa. Nefndin keypti hugbúnað frá EJS og tengingu við Skýrr. Eftir smátíma rauk símakostnaður upp úr öllu valdi, og kom í ljós, að hugbúnaðurinn starfaði sjálfstætt og hringdi sjálfkrafa inn á Netið með nokkurra mínútna fresti nótt og nýtan dag. Af yfirliti um hringingarnar mátti t.d. ætla, að nefndin hefði setið við Netið allan að- fangadaginn, jólanóttina, jóladag og áramótin. Það kostaði ómælt amstur og vesen að koma þessu í lag. Þeir sem báru ábyrgð á hringingunum neituðu að greiða símareikninginn. Ég hlæ að því, þegar þessir aðilar segjast hafa fundið upp hugbúnaðar- kerfi, sem tryggir öruggar kosning- ar. Morgunblaðið segir rangt frá í frétt 5. desember sl. um samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins, þar sem lagst er gegn rafrænum kosningum. Tillagan var ekki frá „einstaklingi“, heldur fjölmörgum landsfundarfulltrúum. Ég mælti með tillögunni, en auk mín stóðu að henni Þorvaldur Lúðvíksson, formaður landskjörstjórnar, Þorsteinn Davíðs- son dómarafulltrúi, Óskar D. Frið- riksson, yfirmaður utankjörstaða- kosninga hjá Sjálfstæðisflokknum sl. áratugi, Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi, Þórólfur Halldórsson sýslu- maður, Einar Rafn Haraldsson bæj- arfulltrúi, Róbert Trausti Árnason, framkvæmdastjóri og fyrrv. ráðu- neytisstjóri, Magnús Erlendsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, Ólafur Rögnvaldsson útgerðarmaður, Sigurjón Benedikts- son bæjarfulltrúi, Ólafur Klemens- son hagfræðingur, Ágúst Sigurðs- son, bóndi á Geitaskarði, Engilbert Ingvason frá Tyrðilmýri, fyrrv. odd- viti, Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, starfsmaður hreindýra- nefndar, Tómas Ingi Olrich alþm., Birgir Ármannsson lögfræðingur, Egill Jónsson, fyrrv. alþingismaður, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrv. forseti Alþingis, og Gunnar Birgisson alþm. Allir eiga tillögumenn það sam- merkt, að þeir eru gjörkunnugir kosningum, sumir vegna þess, að þeir eru eða hafa verið í framboði fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, aðrir vegna þess, að þeir hafa átt sæti í kjör- stjórnum, og enn aðrir vegna þátt- töku í kosninga- og flokksstarfi. Rétt er jafnframt að taka fram, að á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins koma saman helztu trúnaðarmenn flokks- ins, þeir, sem flokkurinn hefir kjörið til forystu heima og á Alþingi, og svo bak- varðasveitin, sem er kjarninn í hinum óvíga her kjósenda flokksins. Það er því dæmalaust, að kalla þessa tillögu „dæmi um hvernig „vit- lausar“ tillögur nái fram að ganga“, eins og Morgunblaðið hefur eftir ónafngreindum viðmælanda sínum, en gæti þess vegna verið fréttamaðurinn sjálfur. Og hvar er eðlilegra að ræða framkvæmd kosninga en á höfuð- samkomum stjórnmálaflokkanna í landinu? Þessi tillaga þurfti ekki langa kynningu á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, og enginn mælti gegn henni. Efni hennar er skýrt og eins rökin. Það er grundvallaratriði, að kosningar fari hnökralaust fram. Ef slíkt er ekki gert, koma upp vand- ræðamál eins og í forsetakosningun- um vestra, en þar reyndust kosn- ingavélar svikular, svo að þær báru nafn með rentu. Þess vegna gat landsfundurinn með fullum rétti sagt, að „engin rök séu til þess að breyta þeirri aðferð við kosningar, sem hingað til hefur verið notuð. Þvert á móti hafi hún sýnt sig að vera örugg, fljótvirk, traust og auðveld í framkvæmd, bæði fyrir kjörstjórnir og ekki sízt kjósendur“. Er til auðveldari aðferð til að kjósa en merkja með blýanti fyrir framan þann listabókstaf, sem þú vilt kjósa, og mega síðan strika út þá af þeim lista, sem þú vilt ekki, og breyta röð- inni að eigin vild? Halda menn, að það sé auðveldara að slá þetta inn á tölvu eða fljótlegra? Fylgismenn rafrænna kosninga segja gjarnan, að minna verði um ógilda seðla. Því er til að svara, að dæmin um vélakosningar í Vestur- heimi benda ekki til þess, að svo sé. Og svo má ekki gleyma einu: Furðu- margir ógilda seðilinn sinn viljandi. Þeir hafa skömm á flokkunum og nota tækifærið til þess að láta það í ljósi með því að krassa á seðilinn eða árita með öðrum hætti. Þannig er, að við hverjar einustu bæjarstjórnar- kosningar í Reykjavík koma fram seðlar með vísum og öðrum athuga- semdum. Þær eru mismunandi vel ortar. Þegar þeir voru í kjörstjórn, Sigurður Baldursson, Friðfinnur Ólafsson og Guðmundur Vignir Jós- efsson, hafði um árabil komið fram seðill með mjög sterkum höfundar- einkennum. En svo kom að því. Þeg- ar líða tók á talninguna kom Frið- finnur til félaga sinna og sagði: Nú er hann fallinn frá, blessaður, seðill kemur ekki fram. Það getur vel verið, að mörgum finnist óþarfi að gefa færi á því að ógilda seðla viljandi, en ég segi þvert á móti. Það er hluti af lýðræðinu að mega gera ógilt. Það er hluti af lýð- ræðinu að geta skrifað skoðun sína í leyni á kjörseðil, þótt það kosti það, að seðillinn verði ógildur. Sumstaðar er það e.t.v. eina tækifærið. Enn eru þeir, sem kvarta yfir því, að það taki svo langan tíma að telja. Þessi rök eru bábilja ein. Kosningum lýkur á Íslandi í síðasta lagi kl. 22. Í sveitarstjórnarkosningum tekur það nokkrar klukkustundir hið mesta að telja. Í alþingiskosningum helgast tíminn aðallega af því, hversu langan tíma það tekur að safna kjörkössun- um saman. Yfirleitt er þeirri talningu lokið fyrir dagmál. Mér finnst allt í lagi, að það taki einhvern tíma að telja atkvæðin. Flestir eru hvort eð er vakandi að ræða úrslit kosninganna. En það get- ur svo sem verið, að það sé takmark í sjálfu sér að útrýma kosninganótt- inni. Sumir eiga sér þá lífsnautn eina að banna öðrum að skemmta sér. Rökin gegn rafrænum kosningum Haraldur Blöndal Kosningar Er til auðveldari aðferð til að kjósa, spyr Haraldur Blöndal, en merkja með blýanti fyr- ir framan þann listabók- staf, sem þú vilt kjósa? Höfundur á sæti í annarri yfirkjörstjórn Reykjavíkur. fyrirmynd heldur um meintar ávirðingar mínar. Ég ætla ekki að elta ólar við þetta hér en tel þó nauðsyn- legt að leiðrétta eina rangfærslu eða tvær. Kristinn hafnar vís- indalegri fiskifræði, eins og alkunna er, og byggir á heimatilbú- inni fiskifræði. Þannig skrifar Kristinn: „Kristjáni virðist al- veg sama þótt týnst hafi helmingur þorsk- stofnsins sl. tvö ár og hefur ekkert gagn- rýnt það. Gagnrýni hans væri líka marklaus því hann hefur tekið þátt í ráðgjöfinni sem leiddi til þess að það týndust 600 þúsund tonn af þorski.“ Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi hafa engin 600 þúsund tonn af þorski týnst, enda ekki hægt að týna því sem ekki er til. Það sem við er að glíma er mikil óvissa í mati Hafrannsóknastofn- unarinnar á stofnstærð þorsks. Í öðru lagi er mjög ómaklegt að halda því fram að mér sé alveg sama um þennan vanda. Sannleik- urinn er sá að ég hef í hartnær áratug varað við þessum vanda og gert tillögur til úrbóta. Þannig lagði ég til árið 1992 og oft síðan, að tekið yrði upp nýtt haustrall til að draga úr skekkjum í stofnmati GREIN mín „Færeyska draum- sýnin“, sem birtist í Mbl. 30.11. sl., þar sem ég benti á nokkra ann- marka þess að taka upp sóknar- mark að færeyskri fyrirmynd við íslenskar aðstæður, hefur vakið viðbrögð og verið andmælt í tveim- ur greinum í Mbl. Báðir þessir andmælendur mínir kjósa þá leið að skipta um umræðuefni, þó nokkuð hvor á sinn hátt. Kjarninn í grein Kristins Pét- urssonar (Mbl. 6. des) snýst ekki um sóknarstýringu að færeyskri þorsks. Nú síðast í sumar skrifaði ég ít- arlega grein, sem birt- ist í Útveginum, fréttabréfi Landssam- bands íslenskra út- vegsmanna, og fjallaði á gagnrýninn hátt um fram komið ofmat á stofnstærð þorsks og gerði ítarlegar tillög- ur um úrbætur í mæl- ingum. Grein Valdimars Valdimar Jóhannes- son (Mbl. 7. des.) er ekki par hrifinn af því að ég skuli segja að „Valdimars- dómurinn“, sem við hann er kenndur, takmarki möguleikana á því að taka upp sóknarmark að færeyskri fyrirmynd á Íslandi. Engu að síður fer hann svo sjálfur að útlista hvernig breyta þurfi frá færeysku leiðinni til þess að sókn- armark fái staðist á Íslandi. Um þetta segir Valdimar m.a. eftirfar- andi: „Sóknarkerfi með takmörkuðum fjölda veiðileyfa til að tryggja góða nýtingu á fjárfestingum í sjávar- útvegi getur þannig verið í góðu samræmi við stjórnarskrána ef gætt er að sanngjörnum leik- reglum og að veiðileyfin séu ekki framseljanleg. Veiðileyfi með tak- mörkunum má t.d. bjóða upp eða úthluta til manna sem aflað hafa sér menntunar og reynslu við fisk- veiðar og stýra eftirspurn með aflagjaldi.“ Ég vil benda á að í Færeyjum var veiðileyfum úthlutað til þeirra sem áttu skip þegar sóknarmark var tekið upp og framsal veiðileyfa er með þeim hætti að þau fylgja með við sölu skips og við erfðir. Mér segir svo hugur, að áhugi margra þeirra sem boða sóknar- mark að færeyskri fyrirmynd hér á landi myndi minnka ef ganga ætti að skilyrðum Valdimars. Hvað sem þessu líður tel ég al- varlegustu gallana á sóknarmarki vera þá, að það leiðir til mikillar óhagkvæmrar fjárfestingar og hættu á ofveiði á verðmætustu teg- undinni, eins og ég rakti í grein minni. Mótsagnir í umræðu um sóknarmark Kristján Þórarinsson Höfundur er stofnvistfræð- ingur hjá LÍÚ. Kvótinn Alvarlegustu gallarnir á sóknarmarki, segir Kristján Þórarinsson, leiða til óhagkvæmrar fjárfestingar og hættu á ofveiði. BÓKIN sem Evelyn Stefánsson Nef hefur skrifað um langt og æv- intýralegt lífshlaup á erindi til íslenskra les- enda. Evelyn veitir okk- ur tækifæri til að kynn- ast betur öðrum eigin- manninum, Vilhjálmi Stefánssyni, sem hæst hefur borið merki Vest- ur-Íslendinga. Hún seg- ir sína sögu, mikillar merkiskonu, sem hefur átt með afbrigðum við- burðaríka ævi og þar gátu vissulega skipst á skin og skúrir. Ekkert er dregið undan, allt frá uppeldisár- unum í New York löngu liðins tíma. Foreldrarnir voru ungverskir gyð- ingar og brjótast þar áfram til bjarg- álna að hætti innflytjenda til hins nýja heims. Hátt á níræðisaldri er sögu- hetjan, kát og fjörug sem fertug væri, meðal hinna virtustu í innsta hring fé- lagslífsins í höfuðborginni Wash- ington. Heimilið í Georgetown-hverf- inu, sem hún hafði eignast með þriðja eiginmanninum, John Ulric Nef heitnum, heimsborgara og fagurkera, er prýtt framúrskarandi listaverkum. Það merkilegasta af mörgu er geipi- stór mósaíkmynd á háum vegg í garði hússins eftir Marc Chagall. Þau hjón- in voru nánir vinir og sambýlingar um árabil í Suður-Frakklandi á sumrin en mósaíkmynd þessi er stærsta verk Chagalls utan Frakklands. Þessum línum er einkum ætlað að vera eilítill þakklætisvottur til Evelyn fyrir mikla vináttu og gestrisni við undirritaðan og eiginkonu hans í Washington. Það atvikaðist fyrir til- viljun skömmu eftir að komið var til sendiherrastarfs þar árið 1993 að vin- ur hennar, William Strickland að nafni, leiddi okkur saman á heimili sínu. Þegar Ev- elyn sá okkur Elsu breiddi hún út faðminn og söng íslenskt lag sem Vilhjálmur hafði kennt henni! Það var upphafið að þessum seinni Ís- landstengslum hennar, sem meðal annars leiddu til þess að nú er komin Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar á Akureyri. Við höfðum sannarlega ánægju af boðum hennar. Þar hittu gestir fyrir margan mætis- manninn og ekki stóð á henni að þiggja boð okkar í sendiráðið. Eftir Evelyn Stefansson Nef liggja allmörg ritverk, m.a. bók um Alaska sem þýdd var á íslensku og gefin út hér á sínum tíma. Svo stóð á eitt árið í Washington, að höfundurinn fór til Alaska enda var þá nýverið búið að opna þar ræðisskrifstofu. Fylkis- stjórnin bauð í kynnisferð til norður- strandarinnar, North Slope, sem er tveggja klst. flugferð frá Anchorage. Ferðin var farin í febrúar til Prudhoe Bay en þar er mikil olíuvinnsla, sem rekin var á fullum krafti í 48 stiga frosti. Í byggingu sem hýsti þá starf- semi var sjókort á vegg en ísilagður sjórinn þar fyrir framan var reyndar flói, sem hét Stefansson Sound. Þegar til Washington kom lét ég ekki bíða að hringja í Evelyn til að segja henni frá ferðinni og að ég hefði komist á slóðir Vilhjálms með öllu minni fyr- irhöfn en hann. Og ég spurði hvort hann hefði nokkurn tíma grunað að þarna gætu verið þvílík auðæfi á jörðu. Jú, elskan mín, sagði Evelyn, hann var einmitt þarna árum saman og vissi upp á hár að heimsskauts- svæðið væri stórauðugt af náttúru- gæðum. Hann var líka handviss um að allt yrði þetta nýtt og að fyrst yrði að bæta beinar flugsamgöngur beint yfir svæðið um pólinn. Allt færði þetta mig nær þeirri furðuveröld sem Evelyn hefur skrásett svo skilmerki- lega í sinni ævisögu. Henni fylgja mín bestu meðmæli. Ævisaga Evelyn Stefánsson Nef Einar Benediktsson Höfundur er fv. sendiherra. Útgáfa Hún segir sína sögu, merkiskonu, segir Einar Benediktsson, og hefur átt með afbrigð- um viðburðaríka ævi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.