Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 47
Heilsuhraustir,
áhugasamir og hæfir
starfsmenn eru
grundvallarforsenda
félagslegrar og efna-
hagslegrar velmegun-
ar í þjóðfélaginu. Því
er heilsuefling á
vinnustað fjárfesting
til framtíðar, bæði
þegar litið er til ein-
staklingsins, fyrir-
tækja og þjóðfélags-
ins alls.
Þessi staðhæfing
kemur fram í Lúxem-
borgaryfirlýsingunni,
sem er samþykkt evr-
ópsks netverks um
heilsueflingu á vinnustað. Evr-
ópska netverkið var stofnað árið
1996 með stuðningi Evrópusam-
bandsins og tók þá þegar til starfa.
Öll 15 aðildarríki Evrópusam-
bandsins taka þátt í starfinu og að
auki Ísland, Noregur og Liechten-
stein. Skrifstofa samstarfsnetsins
er hjá Vinnueftirliti ríkisins. Slag-
orð netverksins er „Heilbrigðir
starfsmenn á heilsusamlegum
vinnustöðum“ og hægt er að skoða
upplýsingar sem tengjast netverk-
inu á heimasíðu Vinnueftirlitsins,
www.vinnueftirlit.is.
Viðurkenning
til íslenskra fyrirtækja
Evrópska netverkið veitti nýlega
Kirkjugörðum Reykjavíkur,
ISAGA og verkefninu Heilsusveit-
arfélög á Íslandi viðurkenningu
fyrir gott starf á sviði vinnuverndar
og heilsueflingar starfsmanna.
Verðlaunin voru veitt fyrir milli-
göngu Vinnueftirlitsins og tengdist
verkefninu Heilsuefling í litlum og
meðalstórum fyrirtækjum, sem er
þriðja verkefni evrópska sam-
starfsnetsins sem unnið hefur verið
að hér á landi.
Á ráðstefnu sem var haldin í kjöl-
far verkefnanna var Lissabonyfir-
lýsingin samþykkt, sem er sameig-
inlegt álit allra aðildarlanda
netverksins um hvað felst í heilsu-
eflingu í litlum og meðalstórum fyr-
irtækjum.
Lissabonyfirlýsingin
Upphaf Lissabonyfirlýsingarinn-
ar er svohljóðandi:
„Heilsuefling á vinnustað er sam-
eiginlegt átak vinnuveitenda,
starfsmanna og þjóðfélagsins sem
miðar að því að bæta heilsu og líðan
vinnandi fólks. Þessu markmiði
verður náð með því að:
bæta vinnuskipulag og vinnuum-
hverfi
hvetja til virkrar þátttöku
ýta undir þroska einstaklings-
ins“
Stofnun
innanlandsvettvangs
Vinnueftirlitið mun gangast fyrir
stofnun innanlandsvettvangs um
heilsueflingu á vinnustað. Markmið
þess verður að efla tengsl á milli
þeirra fyrirtækja og stofnana hér á
landi sem hafa áhuga á að innleiða
heilsueflingu og heilsuvernd sem
hluta af stjórnunarstefnu sinni.
Með innanlandsnetverkinu skapast
tækifæri til að skiptast á upplýs-
ingum um gott fordæmi á sviði
vinnuverndar og að vinna sameig-
inlega að stefnumótun á því sviði.
Heilsuefling á vinnustað getur
dregið úr veikindafjarvistum í fyr-
irtækjum og aukið afköst starfs-
manna vegna betri heilsu og aukins
áhuga starfsfólks, betri starfsanda
og bættra samskipta á vinnustað.
Heilsuefling er nútímaleg stjórnun-
araðferð sem miðar að því að efla
heilbrigði og vellíðan starfsmanna.
Því hvetjum við stjórnendur og
starfsmenn á öllum vinnustöðum til
að kynna sér markmið heilsuefling-
ar og leita leiða til að flétta hug-
myndir heilsueflingarinnar inn í
stjórnunarstefnu og starfshætti
vinnustaðarins.Guðbjörg Linda
Rafnsdóttir
Heilsuefling
Heilsuefling er nútíma-
leg stjórnunaraðferð
sem miðar að því, segja
Dagrún Þórðardóttir
og Guðbjörg Linda
Rafnsdóttir, að efla
heilbrigði og vellíðan
starfsmanna.
Dagrún er skrifstofustjóri og
Guðbjörg Linda er félagsfræðingur
hjá Vinnueftirlitinu.
Dagrún
Þórðardóttir
Evrópskt samstarfsverkefni um
heilsueflingu á vinnustöðum
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Jólamessa á þýsku
verður í Dómkirkjunni 23.12.2001 kl. 15.
Séra Gunnar Þorsteinsson og Pfarrer Jürgen
Jamin munu aftur annast jólamessuna sameig-
inlega. Að athöfn lokinni er kirkjugestum hjart-
anlega boðið í jólate í bústað þýska sendiherr-
ans, Hendrik Dane og frú Ursulu Dane á Tún-
götu 18. Ath. breyttan messudag.
Aðalfundur
Matsveinafélags Íslands
verður haldinn í Skipholti 50D, 3. hæð, fimmtu-
daginn 27. desember kl. 17.00.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Matsveinafélag Íslands. HÚSNÆÐI Í BOÐI
3ja herbergja íbúð til leigu
í Lindahverfi í Kópavogi.
Falleg 3ja herbergja 100 fm íbúð, búin hús-
gögnum og húsbúnaði, til leigu í a.m.k. 1 ár
frá áramótum. Áhugasamir sendi upplýsingar
um starf og fjölskyldustærð til auglýsingadeild-
ar Mbl. merkt: „Lindahverfi — 266366“.
TIL SÖLU
Til sölu
Til sölu er úr búi Burnham á Íslandi hf. ýmiss
skrifstofubúnaður, s.s. skrifborð, skrifborðsstól-
ar, tölvur, skjáir, prentarar, ljósritunarvélar,
símkerfi, borðlampar, reiknivélar auk margra
annarra hluta.
Framangreint lausafé verður til sölu og sýnis
í starfsstöð fyrirtækisins Vegmúla 2, 4. hæð,
Reykjavík, fimmtudaginn 20. desember nk.
milli kl. 13 og 16.
Sigurmar K. Albertsson hrl.,
skiptastjóri Burnham á Íslandi hf.
TILKYNNINGAR
Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996-2016 og deiliskipulagi í Reykjavík
Hraunbær, (Hraunbær, Bæjarháls, Bæjarbraut) breyting á deiliskipulagi.
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með
auglýst til kynningar að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hraunbæ í
suður, Bæjarbraut í vestur, Bæjarhálsi í norður (lóðir á móts við Hraunbæ 102-120). Tillagan varðar
eingöngu lóð C (þ.e. lóð vestan við lóð Skátanna) og gerir ráð fyrir að í stað þess að heimilt verði að
reisa heilsugæslu á lóðinni verði heimilt að reisa þar hús undir verslunar- og þjónustustarfsemi.
Tillagan felur ekki í sér neina breytingu á byggingarmagni eða lóðarfyrirkomulagi. Til upplýsingar skal
þess getið að ný lóð fyrir heilsugæslustöð verður að öllum líkindum afmörkuð vestan Bæjarbrautar.
Tillagan var í kynningu frá 8. ágúst sl. með athugasemdafresti til 12. september sl. Sá ágalli var á fyrri
kynningu að athugasemdafrestur var viku of stuttur. Er tillagan því kynnt að nýju.
Stakkahlíð 17, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016.
Í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér
með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 varðandi lóðina
nr. 17 við Stakkahlíð.
Tillagan gerir ráð fyrir að landnotkun lóðarinnar, sem nú er verslunar- og þjónustusvæði, breytist í
íbúðarsvæði. Samhliða framangreindri tilllögu að breytingu á aðalskipulagi eru kynntar teikningar af
fyrirhuguðu íbúðarhúsi á lóðinni.
Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga
kl. 10.00 – 16.00 frá 19. desember 2001 til 16. janúar 2002. Ábendingum og athugasemdum skal skila
skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 30. janúar 2002.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 19. desember 2001.
Borgarskipulag Reykjavíkur
ÝMISLEGT
Jól í Metró
Jólagjafir fyrir:
✭ Handlagna
Verkfæratöskur, skrúfjárna-, sporjárna- og út-
skurðarsett.
✭ Potteigandann
Ryksugur sem ekki þurfa rafhlöður, fljótandi
glasabakkar.
✭ Jólabörnin
Jólaskraut í miklu úrvali, seríur úti og inni, greni-
greinar, dansandi jólasveinar og snjókarlar.
Ljósaslöngur í metratali og í settum, krossar,
stjörnur, jólatré og bjöllur.
Metró,
Skeifunni 7, s. 525 0800.
Opið alla daga til kl. 19.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 18212198 Jv.
GLITNIR 6001121919 I Jf.
I.O.O.F. 7 18219127½
I.O.O.F. 9 18212198½
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58—60
Samkoma í Kristniboðssaln-
um í kvöld kl. 20.30.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson
talar. Samkoma verður á annan í
jólum, 26. desember, kl. 20.30. Sr.
Arngrímur Jónsson predikar.
Allir hjartanlega velkomnir.
sik.is
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi