Morgunblaðið - 19.12.2001, Síða 48
MINNINGAR
48 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ VilhelmínaSteinunn Elís-
dóttir fæddist á
Brunnastöðum á
Vatnsleysuströnd 2.
september 1938.
Hún lést á heimili
sínu á Akranesi 12.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Elís Ríkharð
Guðjónsson, f. 27.
janúar 1906, d. 20.
september 1980, og
kona hans Petra
Guðlaug Guðjóns-
dóttir, f. 27. febrúar
1909, d. 19. ágúst 1968, búsett á
Akranesi. Systkini Vilhelmínu
eru: 1) Ómar Alfreð, f. 17. maí
1932, maki Ingibjörg Þorleifs-
dóttir, f. 23. mars 1934. 2) Guð-
rún Margrét, f. 6. júlí 1933, maki
Sverrir Hinrik Jónsson, f. 12. júlí
1933. 3) Vilborg, f. 16. ágúst
1934, maki Sigurbjörn Sigur-
jónsson, f. 22. maí 1930. 3) Pétur
Brekkan, f. 18. júlí 1936, maki
Guðríður Jónsdóttir, f. 2. maí
1936. 4) Ingvar, f. 6. janúar 1941,
maki Birna Óskarsdóttir, f. 13.
maí 1942. 5) Guðbjörg Jóna, f.
21. apríl 1944, maki Jón Jónsson,
f. 31. júlí 1948. Vilhelmína var sú
fimmta í aldursröð systkinanna.
Vilhelmína Steinunn giftist 31.
desember 1961 Jóni Bjarna Sig-
urðssyni stýrimanni frá Gneista-
völlum á Akranesi,
f. 6. október 1936,
d. 25. desember
1982. Þau eiga fjög-
ur börn: 1) Gunnar
Már vélvirki á
Akranesi, f. 15. des-
ember 1960. 2) Guð-
laugur Elís sjómað-
ur á Akranesi, f. 3.
desember 1961,
maki Guðríður
Dóra Árnadóttir, f.
25 ágúst 1964, son-
ur þeirra er Jón
Steinar, f. 4. októ-
ber 1986. 3) Sigurð-
ur Bjarni sjúkranuddari í Hvera-
gerði, f. 3. júní 1965, maki Ólöf
Guðrún Björnsdóttir, f. 29. nóv-
ember 1960, börn þeirra eru
Björn Aron, f. 24. júní 1985, og
þríburarnir Jón Bjarni, Mel-
korka Elín og Vilhelmína Stein-
unn, fædd 17. mars 1998. 4) Sig-
urlín skrifstofumaður í
Reykjavík, f. 27. nóvember 1967.
Eftir að Vilhelmína lauk
skyldunámi fór hún í Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur. Á meðan
börnin voru að vaxa upp var hún
heimavinnandi, en eftir lát eig-
inmanns síns fór hún að starfa á
Dvalarheimilinu Höfða og vann
þar til síðasta dags.
Útför Vilhelmínu Steinunnar
fer fram frá Akraneskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku mamma, við eigum eftir
að sakna þín sárt, þökkum þér fyr-
ir hvað við fengum að alast upp við
gott atlæti og hvað þú skapaðir
okkur yndislegt heimili sem veitti
okkur mikið öryggi.
Alltaf varstu til staðar fyrir okk-
ur, boðin og búin með útrétta
hjálparhönd. Lífið er hverfult, aft-
ur þurfum við að upplifa mikla
sorg á jólunum, þú varst tekin svo
snöggt frá okkur alveg eins og
pabbi. En við vitum að pabbi tekur
vel á móti þér og að þið fylgist
með okkur.
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína
í mildiríka náðarverndan þína,
og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma
og engu þína minnsta barni gleyma.
Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga,
en sér í lagi þau, sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu því, sem andar,
en einkum því, sem böl og voði grandar.
Þín líknarásján lýsi dimmum heimi,
þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi.
Í Jesú nafni vil ég væran sofa
og vakna snemma þína dýrð að lofa.
(M. Joch.)
Við elskum þig,
Gunnar, Elís, Sigurður,
Sigurlín, Ólöf og Guðríður.
Elsku amma Villa, takk fyrir að
vera besta amma í heimi. Við erum
rík að hafa fengið að kynnast þér
og njóta margra góðra stunda með
þér. Alltaf varstu til staðar fyrir
okkur og því skipaðir þú stóran
sess í lífi okkar.
Ó, Jesú bróðir bezti
og barna vinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Mig styrk í stríði nauða,
æ, styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi’ í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
Við elskum þig og þökkum fyrir
allar góðu minningarnar sem við
eigum um þig,
Jón Steinar, Björn Aron,
Vilhelmína Steinunn,
Melkorka Elín og Jón Bjarni.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Elsku systir.
Ég vildi óska að við hefðum átt
lengri tíma saman, þú hefur verið
tekin frá börnum þínum og barna-
börnum sem elskuðu þig svo heitt.
Svo skyndilega án fyrirvara. Mig
langar að þakka þér elsku Villa
mín fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman og fjölskyld-
an mín.
Elsku Gunni, Elli, Siggi og Lína
og fjölskyldur, ég sendi ykkur
innilegar samúðarkveðjur á þess-
um erfiða tíma. Megi Guð vera
með ykkur.
Ég mun ávallt minnast þín elsku
systir.
Þín
Guðbjörg.
Elsku Villa, systir hans pabba
míns, er dáin. Mikið er sárt að
eiga ekki eftir að hitta hana Villu
aftur hér á jörðinni. Það var alltaf
svo notalegt að hitta hana hjá
mömmu og pabba. Hún var svo
ljúf og góð og vildi allt fyrir alla
gera. En ég veit að það hefur verið
vel tekið á móti elsku Villu á himn-
um. Sérstaklega af Jóni eigin-
manni hennar sem varð bráð-
kvaddur á jóladag fyrir tæpum
tuttugu árum.
Fallin er hjartans fögur rós
og föl er kalda bráin.
Hún sem var mitt lífsins ljós
ljúfust allra er dáin.
Þú alltaf verður einstök rós
elsku vinan góða.
Í krafti trúar kveiki ljós
og kveðju sendi hljóða.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Já, hún elsku Villa var hjartans
fögur rós og ég mun alltaf minnast
hennar með hlýju og væntum-
þykju. Guð varðveiti minningu
hennar.
Elsku Gunni, Elli, Siggi og Lína,
tengdadætur og barnabörn, pabbi
minn og mamma, systkin og mak-
ar og aðrir aðstandendur. Ég og
fjölskyldan mín vottum ykkur öll-
um okkar dýpstu samúð og biðjum
ykkur Guðs blessunar.
Margrét Rósa Pétursdóttir.
Varpar dauðinn ljósi á lífið.
Varpar lífið ljósi á dauðann.
(Árni Ibsen.)
Með þessum ljóðlínum byrjuðum
við fyrir 19 árum minningargrein
um mág okkar Jón Bjarna Sig-
urðsson, eiginmann Villu svilkonu,
sem kvödd er í dag.
Í sömu sporum stöndum við nú
við fráfall Villu, en fráfall hennar
er ekki tímabært nú, frekar en
Jóns þá. Henni og börnunum og
okkur öllum var það mikið áfall
þegar Jón varð bráðkvaddur á
jóladag 1982. Hún eignaðist með
manni sínum fjögur góð börn, sem
hún lifði fyrir og var sannur vinur
í leik og starfi.
Hún Villa er búin að vera sam-
ferðamaður okkar á fimmta ára-
tug.
Hún var alltaf Villa svilkona
sem kom með bros á vör til allra
fjölskylduviðburða hjá okkur,
hvort sem það voru fermingar,
brúðkaup, afmæli, útskriftir eða
hvaða nafni sem það nefndist.
Hún var líka dul um eigin hag,
en eru hetjur ekki þannig?
Minningabrotin hrannast upp og
af mörgu er að taka, eins og þegar
Villa og Jón giftu sig í stofunni á
Gneistavöllum á gamlársdag árið
1961, og lífið þeirra blasti við. Þar
stofnuðu þau sitt fyrsta heimili í
húsi sem þeir feðgar Sigurður og
Jón byggðu saman. Þangað var
gott að koma og oft gestkvæmt.
Villa reyndist tengdamóður okkar
einstaklega vel allar götur, ekki
síst eftir að hún varð ekkja, og
fyrir það viljum við þakka nú. 1.
desember sl. hittum við Villu í fjöl-
skyldukaffi á Akranesi, ljúfa og
glaða eins og ávallt. Ekki áttum
við von á því, að það yrði í síðasta
skipti sem við drykkjum kaffi sam-
an.
Kæru systkin, Gunni, Elli, Siggi
og Lína, mikill er missir ykkar og
söknuður, en það er huggun harmi
gegn að pabbi ykkar og aðrir
gengnir ástvinir munu taka vel á
móti henni.
dauðinn skín
gegnum
lífið
sólargeisli
gegnum
vatnsdropa.
(Árni Ibsen.)
Við vottum aðstandendum öllum
okkar dýpstu samúð.
Árný og Heiðrún.
Kveðja frá samstarfsfólki
á Dvalarheimilinu Höfða
Með tilhlökkun höfum við verið
að undirbúa komu jólanna, hátíðar
ljóss og friðar. Þessarar fagnað-
arhátíðar sem bindur enda á
skammdegið og vísar okkur veginn
til ljóssins og birtunnar. En
skyndilega höfum við verið minnt
á hverfulleika hins jarðneska lífs
og það að enginn ræður sínum
næturstað. Villa eins og hún var
ávallt kölluð, vinur okkar og
vinnufélagi, hefur á snöggu auga-
bragði verið kölluð burt.
Síðustu daga hefur skammdeg-
ismyrkrið því verið óvenju svart.
Ekki bara úti, heldur í huga okkar
sem þekktum og störfuðum með
henni Villu. Ótal minningar um
samverustundir í starfi og leik líða
um hugann. Villa var kannski svo-
lítið hrjúf á yfirborðinu, en undir
því leyndist gull af manni, kona
sem öllum vildi vel og var ætíð
boðin og búin til aðstoðar ef ein-
hver þurfti á að halda. Hún var af-
ar hreinskilin og sagði meiningu
sína um menn og málefni umbúða-
laust. Öll sín störf vann hún af
samviskusemi og kostgæfni og
snyrtimennska hennar var einstök.
Lífið var henni ekki alltaf auðvelt,
hún fékk að kynnast sorginni og
þurfti að glíma við ýmsa aðra erf-
iðleika. En sorgin og gleðin eru
systur og hún átti líka margar
gleðistundir og sérstaklega naut
hún þess að vera í ömmuhlutverk-
inu. Ömmubörnin áttu hug hennar
allan síðustu árin og með þeim
reyndi hún að vera hvenær sem
færi gafst.
Komið er að leiðarlokum. Villa
hefur haldið til nýrra heimkynna,
þar sem ný hlutverk bíða hennar
án efa. Við kveðjum hana með
söknuði og þökkum henni af heil-
um hug fyrir samfylgdina. Við
sendum börnum hennar, fjölskyld-
um þeirra, systkinum hennar og
öðrum ástvinum einlægar samúð-
arkveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Við sviplegt andlát Villu vinkonu
minnar, setur mann hljóðan, og
skilur ekki tilgang lífsins, kona í
fullu fjöri er kvödd á brott úr
þessum heimi án nokkurns fyr-
irvara. En okkur er ekki ætlað að
skilja af hverju hún fékk ekki
lengri tíma hér á meðal okkar.
Hún sem hafði svo margt að lifa
fyirir, börnin sín, tengdabörn og
barnabörnin sem voru henni svo
kær. Sárt verður ömmu saknað af
þeim, nafna hennar Jóni Steinari
sem lengi vel var eina barnabarnið
þar til litlu þríburarnir komu, þá
var oft skroppið í fríum til þeirra
til Hveragerðis, söknuður þeirra
allra verður mikill.
Kynni okkar Villu hófust fyrst
fyrir 16 árum í gegnum sameig-
inlega vini okkar.
Ung giftist hún Jóni Bjarna Sig-
urðssyni skipstjóra og var hann á
sjó allan þeirra búskap. Lífið hefur
ekki alltaf farið mjúkum höndum
um hana. Hún varð fyrir þeim
sorglega missi að maður hennar
varð bráðkvaddur á jóladagsmorg-
un 1982. Stóð hún þá uppi ekkja,
rétt fertug með fjögur börn, en
það var ekki til hjá Villu að gefast
upp, heldur hélt hún hópnum sín-
um vel saman og studdi börn sín
vel og tók þátt í þeirra áhuga-
málum og má þá helst nefna áhuga
hennar á fótboltanum. En Lína
dóttir hennar og Sigurður sonur
hennar spiluðu bæði með meist-
araflokki ÍA. Aldrei lét Villa sig
vanta á völlinn. Eftir að hún varð
ekkja hóf hún störf á Dvalarheim-
ilinu Höfða og starfaði þar alla tíð
síðan í fullu starfi og veit ég að
hún var vel látin af heimilisfólkinu
og starfsfólkinu þar sem saknar
góðs vinar, því Villa hafði einstakt
lag á að umgangast fólk. Hún var
hreinskilin og sagði sína meiningu.
Villa var vinur vina sinna, hún
mátti ekkert aumt sjá, alltaf var
hún boðin og búin til að hjálpa. Ef
eitthvað stóð til; ferming, afmæli
var Villa mætt, hjálpsemi hennar
var einstök. Alltaf hafði hún tíma
fyrir aðra og hefur fjölskylda mín
notið þess í ríku mæli.
Minnisstætt er mér ferðalag er
við fórum saman á Strandirnar
fyrir nokkrum árum og heimsótt-
um Önnu og Kalla í Djúpuvík, þá
var skroppið á ball í Árnesi og
aldrei höfðum við verið á balli sem
gert var hlé á dansleiknum, til að
leyfa fólkinu að fara út og sjá sól-
ina dansa við sjóndeildarhringinn
kl. tvö að nóttu í júlí byrjun, það
var tilkomu mikil sjón.
Þessa ferð og aðrar minningar
geymi ég sem perlur í minninga-
sjóði mínum.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Villu alla þá tryggð er hún sýndi
okkur hjónunum og ekki síst börn-
unum okkar því hún var líka vinur
þeirra, minning hennar lifir í
hjörtum okkar.
Elsku Gunni, Elli, Siggi, Lína og
fjölskyldur. Guð gefi ykkur styrk á
erfiðri stundu og megi minning
hennar verða ljós í lífi ykkar.
Blessuð sé minning hennar.
Herdís Þórðardóttir.
VILHELMÍNA
STEINUNN
ELÍSDÓTTIR
Harmafregn, sviplegt og óvænt
fráfall góðrar frænku og vinar.
Maður stendur berskjaldaður
frammi fyrir sorginni.
Unnur Elva fæddist 16. júní 1932
í Reykjavík, dóttir hjónanna Sig-
urlaugar Guðmundsdóttur og Gunn-
ars Eggertssonar. Fyrir að eiga
hana að vini erum við einlæglega
þakklát. Um nokkurra ára skeið
höfum við haldið jólin hátíðleg sam-
an og mun verða tómlegt við jóla-
borðið í ár.
Unnur Elva, eða Elva eins og við
kölluðum hana ætíð, var ákaflega
gjöful, gaf af kærleika. Því var gott
að þiggja gjafir hennar sem voru
ætíð svo fallegar því fagurkeri var
hún. Hún var sérlega trygglynd,
hreinskilin, næm var hún á fólk og
UNNUR ELVA
GUNNARSDÓTTIR
✝ Unnur ElvaGunnarsdóttir
fæddist í Reykjavík
16. júní 1932. Hún
lést á heimili sínu 15.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurlaug Guð-
mundsdóttir, ættuð
úr Breiðafjarðareyj-
um, f. 28. mars 1906,
d. 3. mars 1983, og
Gunnar Eggertsson,
ættaður frá Bíldsey,
Breiðafirði, f. 15. júlí
1906, d. 14. maí 1991.
Unnur Elva var
einkabarn þessara mætu hjóna.
Bálför Unnar Elvu fór fram frá
Fossvogskapellu.
þess vegna ekki allra,
hún sagði oft að best
væri að eiga fáa vini og
góða. Elva fór í Verzl-
unarskóla Íslands og
lauk þaðan verslunar-
prófi með láði. Árið
1951 hóf Elva störf hjá
Flugfélagi Íslands, og
vann samfleytt hjá
Flugfélaginu í 32 ár,
lengi sem flugfreyja og
einnig sem gjaldkeri.
Hafði hún sterkar til-
finningar til Flug-
félagsins. Unnur Elva
ferðaðist mikið, hún
naut þess að skoða heiminn enda
ferðalög hennar helsta áhugamál.
Elva missti móður sína árið 1983, og
eftir það hugsaði hún um föður sinn,
hún umvafði hann elsku sinni og
kærleika. Samband þeirra var afar
fagurt. Eftir að hann lést seldi hún
húsið þeirra í Granaskjóli og keypti
sér fallega íbúð í Hvassaleiti og leið
henni mjög vel í austurbænum, Elva
var fæddur og uppalinn vesturbæ-
ingur og það kom henni skemmti-
lega á óvart hve ánægð hún var í
Hvassaleitinu, þar eignaðist hún
góða vini.
Elva átti sér einlæga og sterka
trú sem hún ræktaði af alúð. Við
trúum að geislaskin Betlehems-
stjörnunnar umlyki hana um jólin.
Við kveðjum Elvu frænku og vin-
konu með þakklæti fyrir ánægju-
stundirnar sem við áttum saman.
Almarr Gunnarsson og
Inga Ingvarsdóttir.