Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 49
✝ Sigurður Krist-jánsson, hús-
gagnasmiður og list-
málari, fæddist í
Miðhúsum í Garði 14.
febrúar 1897. Hann
lést í Reykjavík 28.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Kristján Sig-
urðsson, f. 8.11. 1863,
d. 14.3. 1944, sjómað-
ur í Reykjavík, og
Ingveldur Magnús-
dóttir, f. 1.10. 1863, d.
13.3. 1962. Systkini
Sigurðar voru Guð-
rún, Kristján, Ólöf og Magnús, sem
öll eru látin.
Hinn 22. október 1929 kvæntist
Sigurður Kristjönu Bjarnadóttur,
f. 3.9. 1910, húsmóður. Hún er
dóttir Bjarna Jónssonar, snikkara
í Hraunsmúla í Staðarsveit, og
Kristbjargar Jónsdóttur hús-
freyju.
Börn Sigurðar og Kristjönu eru
Bjarni, f. 22.11. 1928, d. 25.9. 1981,
var kvæntur Kristjönu Helgu Guð-
mundsdóttur og eignuðust þau
fimm dætur, auk þess sem Bjarni
átti son fyrir; Björg, f. 14.2. 1930,
gift Jóhanni M. Guðmundssyni, og
eiga þau fjögur börn: Inga, f. 3.2.
1932, gift Kristjáni N. Mikaelssyni,
og eiga þau fjögur börn; Sigurður,
f. 3.6. 1936, kvæntur Ólafíu K.
Jónsdóttur, og eiga þau fjögur
börn; Elsa, f. 16.4. 1941, gift Eyj-
ólfi Halldórssyni, og eiga þau þrjú
börn; Ásgeir, f. 12.6.
1946, eiginkona hans
er Kristjana Háv-
arðardóttir og á Ás-
geir þrjú börn.
Barnabörn Sigurð-
ar og Kristjönu eru
tuttugu og fjögur en
barnabarnabörnin
eru orðin fimmtíu og
níu, langalangafa-
börnin eru tvö.
Sigurður flutti
tveggja ára með for-
eldrum sínum til
Reykjavíkur þar sem
hann ólst upp. Hann
fór til Kaupmannahafnar 1918 og
lærði þar teikningu og húsgagna-
smíði. Að námi loknu vann Sigurð-
ur við iðngrein sína í Danmörku og
Svíþjóð í sjö ár. Hann var síðan í
siglingum víða um heim í fjögur
ár, með nokkurra mánaða dvöl í
Suður-Ameríku og á Ítalíu. Eftir
heimkomuna vann Sigurður í
mörg ár á smíðavinnustofu
Reykjavíkurbæjar, svo og á sinni
eigin vinnustofu þar sem hann
stundaði listmunaviðgerðir, bæði
fyrir söfn og almenning.
Sigurður stundaði jafnframt
listmálun um áratuga skeið.
Fyrsta málverkasýning hans var
haldin í Bogasal Þjóðminjasafnsins
sumarið 1961 en síðan þá hafa ver-
ið haldnar margar sýningar á
verkum hans.
Útför Sigurðar fór fram í kyrr-
þey.
Elsku pabbi minn, þá ertu lagður
af stað til framandi hnattar þar sem
himnaríkið er, við ræddum oft um
lífið eftir dauðann. Þú hafðir
ákveðnar skoðanir um það og minn-
ist ég þess er þú sagðir að þú værir
búinn að finna út hvernig maður
tæki auðæfin með sér til himnaríkis,
bara gefa þeim sem á þurftu að
halda þá kæmi kærleiksrík hugsun
frá viðkomandi á fleygiferð á eftir
manni.
„Tvisvar verður gamall maður
barn.“ Þetta hafði hann oft á orði og
sannaði hann það á fallegan hátt því
hann var tæplega 105 ára og var
elsti karlmaðurinn á landinu.
Hann var með eindæmum heilsu-
hraustur og passaði vel upp á mat-
aræði sitt, og fór allra sinna ferða
fótgangandi, en sigldi um öll heims-
ins höf á erlendum skipum sem ung-
ur maður.
Pabbi var fjölhæfur listamaður.
Hann var lærður húsgagnasmiður,
en lagði fyrir sig málaralist og tala
málverkin hans sínu máli er prýða
mörg heimili víða um heim og þóttu
myndirnar hans mjög sérstakar. Má
þar nefna steinamyndirnar hans og
fígurmyndirnar. Hann orti oft ljóð
og er þetta í minningunni:
Geislar þínir litla ljós
lífga eins og sólin.
Þeir hafa marga ræktað rós
í rökkrinu um jólin.
Einnig spilaði hann á mörg hljóð-
færi, s.s. píanó, mandólín, munn-
hörpu og má nefna gítarinn sem
hann stytti hálsinn á og bætti við
tveimur strengjum og fékk út hina
skemmtilegustu tónlist. Bauð hann
mér og vini mínum upp á tónlist er
við komum til hans á verkstæðið, og
spurði oft hvenær næstu tónleikar
yrðu. Hann var einnig mikill fag-
urkeri og vildi hafa fallega hluti í
kringum sig.
Ég man gömlu góðu dagana okk-
ar þegar við vorum á Þingvallavatni.
Þú varst skipstjórinn og ég var ræð-
arinn og veiddum við silung og
murtur í matinn, eða þegar þú last
fyrir okkur Elsu söguna „Manna-
mun“ eftir Jón Mýrdal á kvöldin í
bústaðnum.
En allt er í heiminum hverfult og
eftir sitja minningar frá þinni löngu
ævi og er mér efst í huga þakklæti
fyrir þá samveru sem ég átti með
þér, elsku pabbi minn. Gangi þér
allt í haginn í nýjum heimkynnum.
Sjáumst síðar.
Ásgeir H. Sigurðsson.
Afi var komin yfir fimmtugt þeg-
ar hann varð afi minn, og ég naut
ástar hans frá fyrstu tíð og síðan er
liðin rúm hálf öld. Hann fæddist fyr-
ir aldamótin 1900 og dó eftir alda-
mótin 2000.
Afi minn er dáinn og þá er hátíð á
himnum. Ég veit það því hann gaf
mér bók fyrir langa löngu sem heitir
„Daginn eftir dauðann“ og við
spjölluðum ófeimin um framhalds-
lífið þegar við vorum „ung“. Hann
gaf mér líka málverk og aftan á
einni lítilli mynd stóð: „Þarna erum
við á báti í apalurð og ölduróti lífs-
ins.“ Það var ekkert sem benti til að
báturinn bæri okkur ekki. Og annað
málverk, „þar sem við höfðum tjald-
að við tjörn“, friðsælt en hrjóstrugt.
Fegurðin tengist litunum, og áhrif-
unum af landslaginu sem hrífur
hugann til sín. Þannig leyfði hann
mér að þjálfa hugann og ímyndun-
araflið frá því ég sem barn vandi
komu mína á verkstæðið og fékk að
skoða málverkin hans og segja hon-
um hvað mér fannst um þau. Það
var gaman að koma í heimsókn nið-
ur í kjallarann á bak við Dómkirkj-
una. Þar var þröngt og mikið af
antiklistmunum sem hann gerði við.
Hann sagðist aldrei vera einn.
Hann var hraustur alla tíð og
kenndi mér að meta hnetur, möndl-
ur og þurrkaða ávexti. Auk þess er
amma yfirburða góð húsmóðir og
gerir góðan mat úr öllu matarkyns.
Hann var hlédrægur og lítið gef-
inn fyrir mannamót, en ræðinn,
fræðari við mig. Sagði mér sögu af
listmununum sínum, hvaðan þeir
væru og ég naut þess að skoða þá í
stofunni þeirra heima. Allt varð svo
dýrmætt hjá honum og þá þegar
hann fór með ljóð og röddin hans
bar hugsun skáldsins inn í huga
minn, varð ég rík og er enn. Þessar
stundir örvuðu tilfinningarnar fyrir
fegurð fyrst og fremst. Í máli og
myndlist, síðan fléttaðist alltaf inn
skammtur af siðfræði, sögu og
heimspeki. Hann dansaði ballett
þegar því var að skipta og spilaði á
mandólín, gítar, orgel og píanó. Best
og fallegast spilaði hann Ave Maria“
eftir Schubert. Hann gerði það m.a.
á mandólín, og aldrei án þess að mér
vöknaði um augun. Tónarnir ná svo
vel að snerta þessar fínu taugar sem
tengja líkamann við andann, og þá
er stutt í þetta himneska.
Amma mín, Kristjana Bjarna-
dóttir, var hans eina sanna góða
kona í 75 ár. Hún hefur betur en
nokkur skilið hans gáfur og þarfir
og borið virðingu fyrir honum, og
hann treysti henni í einu og öllu og
kallaði hana mömmu fyrir rest.
Hann var víðsýnn og var um
margt á undan sinni samtíð, hann
var andans maður og gott að vera í
návist hans. Hann var ekki metn-
aðargjarn en gerði alla hluti vel og
lagði alltaf áherslu á vandvirkni og
svo að læra af lífinu og verða góð
manneskja.
Við heilsuðumst með handabandi
og kvöddumst með góðyrðum, von-
um og blessunarorðum, kossi og
handabandi. Þær eru ófáar kveðju-
stundirnar og alltaf sagði hann eitt-
hvað nýtt, hlýtt og gott í hvert sinn
og núna seinast: „Allt er gott sem
endar vel.“
Blessuð sé minning hans.
Kristjana Jóhannsdóttir.
Elsku afi, þá ert þú kominn til
himna. Alveg er ég viss um að þú
hefur fengið góðar móttökur. Það
vantaði aðeins tvo mánuði upp á að
þú næðir 105 ára aldri. Síðustu árin
var ég alltaf að kveðja þig í hinsta
sinn.
Þú lagðir alltaf mikla áherslu á að
kveðja fólk vel eins og það væri í
síðasta sinn, því morgundaginn
þekkti enginn.
Elsku afi, við áttum margar góðar
stundir saman í gegnum tíðina og
mér þótti alltaf óskaplega vænt um
þig. Virðingin og hlýjan sem var í
kringum þig var engu lík. Þú gafst
alltaf svo mikið af þér til okkar
krakkanna, nærveran við þig gerði
okkur hamingjusöm.
Þið amma áttuð sumarbústað á
Þingvöllum og þar var alltaf gaman.
Þú varst kominn út á bát að veiða
silung áður en allir vöknuðu. Það
var helgistund líkast að komast með
þér út á bát. Þú fórst venjulega
einn.
Það mátti ekki tala og fæla
fiskana. Þú bjóst oft til spún úr te-
skeið eða túkalli fyrir okkur krakk-
ana. Þinn spúnn var Ísland og veiði-
aðferðin var sérstök. Báturinn
fylltist af girni og mér þótti alveg
ótrúlegt hvernig þú fórst að því að
koma öllu girninu aftur upp á veiði-
hjólið.
Það brást ekki að þú komst með
fulla fötu af silungi. Við krakkarnir
og amma fórum hlaupandi á móti
þér til að sjá ofan í fötuna og fá að
gera að og gefa kríunum slorið. Ég
passaði alltaf vel upp á hrognin. Þau
fóru í litlu kastarholuna hennar
ömmu. Amma var sérfræðingur í
murtusteikingu.
Einu sinni var keppni í því hver
gæti borðað flestar murtur. Ég
gleymi því aldrei að ég gat borðað
16 murtur. Amma var snillingur í
litla eldhúsinu fyrir austan, hún
hafði alltaf til bygggraut í stórri
skál þegar þú komst heim af vatn-
inu.
Ég gleymi aldrei þegar ég kom til
þín á Laugaveginn. Ég var uglingur
og var með mikið exem á höndun-
um, sem ég var búinn að hafa í
nokkur ár af og til. Þegar þú heils-
aðir mér sástu hve slæm ég var á
höndunum. Þú sagðir: Inga mín,
komdu hér inn í stofu, og þú lokaðir
dyrunum og hélst í hendurnar mín-
ar dágóða stund. Exemið var farið
daginn eftir, alveg ótrúlegt. Ég hef
alltaf sagt þökk sé þér elsku afi
minn. Það var unun að vera í nálægð
þinni og hlusta á skemmtilegu sög-
urnar þínar, vísur og heilræði. Ég
fór alltaf út frá ykkur ömmu glöð og
ánægð og full af visku.
Elsku afi, þú varst mikill lista-
maður. Í gamla daga gerðir þú við
postulín, varst húsgagnasmiður,
listmálari, spilaðir á mandólín, fiðlu,
gítar, munnhörpu og píanó. Oft spil-
aðir þú fyrir mig þegar ég kom til
þín.
Þú varst mikill listmálari og mál-
aðir margar fallegar myndir. Aldrei
fékk ég að sjá þig mála. Það var allt-
af svo mikil leynd yfir myndunum
þínum.
Elsku afi, þú gafst mér nokkrar
myndir í gegnum tíðina og hef ég
alltaf fundið mikla hlýju í mynd-
unum þínum og fundist notalegt að
hafa þær í kringum mig.
Elsku besti afi minn, guð og engl-
arnir veri alltaf með þér og þakka
þér fyrir allar stundirnar okkar
saman.
Inga Jóhannsdóttir.
Elsku afi, nú hefur þú kvatt þenn-
an heim eftir 104 hetjuleg og hraust
ár. Ég mun ávallt minnast þín sem
viturs, heimspekilegs og afar and-
legs manns, sem gat farið með mig í
ævintýralegt flug í heimspekilegum
samræðum, sem í fyrstu virtust
óskiljanlegar, en urðu allt í einu ein-
faldur sannleikur eftir nokkra um-
hugsun um hvað málið snerist. Ég
var nokkuð ung þegar ég fann að þú
varst eins og hafsjór af visku anda-
heimanna, og að skynja er eitt og að
tjá í orðum er annað, en þú gast
komið því frá þér í málverki, og
hver skynjar sitt eftir sínum eigin
þroska, upplifun sem hefur fengið
marga til að dá þín verk, en færri
fengu en vildu. Þú vildir að allt færi
á réttan stað. „Vandað sækir vandað
heim.“
Já, allt vildir þú hafa vandað,
gegnheilt og af bestu gerð. Þannig
valdir þú líka konuna þína, hana
ömmu. Það var alltaf spenningur að
fá að koma inn í herbergið þitt, þar
sem þú hafðir allar gersemarnar
þínar uppstilltar, málverkin þín fal-
legu sem fengu mann til að svífa inn
í aðra heima, heima hinna vitru.
Þær hafa yfir sér dulúð, en samt
léttleika þar sem verurnar svífa og
taka á sig allskonar myndir. Það var
heil unun að fá að skoða málverkin,
og stundum spilaðir þú á mandólínið
og tókst nokkur létt spor með
glettnislegum svip.
Það var svo gaman að ræða við
þig, því þú hafðir alltaf ákveðnar
skoðanir og leyfðir öðrum að hafa
sínar. Þú hafðir gott skopskyn og
ákveðnar skoðanir sem gerðu þig
svo heilan og sannan. Ég minnist
þess þegar þú varðst eitt hundrað
ára, þá var ég stödd erlendis og fór
ég inn í stóra sérverslun með póst-
kort og bað um kort merkt 100 ára
og konan rak upp stór augu. Jú, ég
fékk kortið en það var bara til eitt
svona kort í allri versluninni. Þá
varð ég svo stolt yfir að eiga þig
enn, og fannst mér þú vera eini
gamli afinn í öllum heiminum.
Kjarnann vildir þú næra með
náttúru og það segir mér allt um
þitt heilbrigða líf, og einnig um allt
góða fólkið mitt, sem hefur erft frá
þér margt af þínum góðu kostum
svo sem listhæfileika, hraustleika,
og manngæsku, ekki síður frá henni
elsku ömmu, sem á einnig heiður
fyrir hversu góð og vel hún hefur
reynst þér og öllum sínum börnum
og barnabörnum. Já, þið bæði eruð
sannarlega búin að láta gott af ykk-
ur leiða í lífinu, og amma heldur því
áfram eins og hún er vön. Þú hefur
veitt mér stolt í hjarta mínu yfir
kærleika sem ég finn við að vera
tengd þér og ömmu.
Elsku afi, nú bíður þín dásam-
legur drottinn vor og Jesús Kristur,
sem munu umvefja þig og taka á
móti þér með sannri gleði, eins og
þegar sonur kemur heim til föður
síns eftir langt ferðalag. Ég mun
ætíð minnast þín með kærleika mín-
um. Þú bjóst til falleg málverk
handa okkur og öllum hinum, en þú
varst fallegasta listaverkið sem guð
gaf þér og okkur öllum. Elsku afi,
hvíl þú í friði.
Faðir gef mér trygga trú
og traust á innri sýn,
svo ég geti byggt mér brú
sem ber mig heim til þín.
(Sig. Kristj.)
Ragnhildur Kristjánsdóttir.
SIGURÐUR
KRISTJÁNSSON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
!"#$%
!" #
$
% " " &"&'"
(
)
)
* +*,
"
!#&'( $))*
+) #!#&'),"$$ - .*)*
.**/!0('
!,()$0!#&'),"$$ " )!),"$$
1)'!&
( $!,!#&'))*
23!/4"!#&'))*
'/
/,))*5
- .
67 !!&#!!/9
('!&0
/
!" 0
1
% " " &"&'"
!)7! : "!),"$$
;'!))* 0 #&!,),"$$
))* !)+ !,"$$
'))'! ),"$$ " 15"))*
!))* !,5"!),"$$
)
5
))*
/,'!,"$$
!0 5<*$$* <*$$*
. #
))* ()$0"),"$$
&
5
))*
0=!,'
*..#5